Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N \ Ekkert rotið i Danmörku Hjer fer á eftir stuttur úrdráttur úr grein í „The New Republice“ — „Nothing rotten in Denmark“ eftir C. H. W. Hasselries. ■\J AZISTAR liafa leitast við að ’ gera Danmörku að einskonar sýningargiugga fyrir fegurð Stór- Þýskalands. Þar hafa innrásarmenn- irnir hagað sjer best og helst reynt að koma sjer í mjúkinn hjá þjóð- inni; þar auglýstu þeir í flónsku sinni, að jjeir væru að gerast „skipu- lagslega elskaðir“. En j)ar hafa þeir orðið fyrir verstu vonbrigðunum. Danir vörðust ekki innrás naz- istasveitanna vegna þess að þeim var l>að ofurefli. Sem mesta menningar- þjóð nútímans liöfðu Danir ekki vjelar til víga. Þeir neyddust til að treysta griðasamningunum, sem Þjóð verjar gerðu við þá árið 1939. — En síðan innrásina 9. apríl 1940 hefir mikið andóf verið háð í Danmörku. Viðnám Dana Iiófst nteð neyðar- legu háði, sem gerði nazista bál- reiða, en hinsvegar var þeim ókleift að endurgjalda í sömu mynt. En nú nýlega ltefir viðnámið breyst í spellvirki og vinnustöðvanir. Skömmu eftir hernámið setti kaupmaður einn upp auglýsingu uin kenslukver í ensku. Þar stóð: — „Lærið ensku áður en hinir ensku vinir okkar koma.“ Hann fjekk harðar ákúrur fyrir, og breytti því auglýsingunni svona: „Lærið þýsku áður en Þjóðverjar vinir okkar fara.‘ f afgreiðslusölum stærsta dagblaðs ins í Kaupmannahöfn var nazistum það þyrnir í augum að sjá stóra, innrammaða mynd af Churchill. En þeir gátu ekkert sagt, því að mynd þessi hafði verið tekin úr stóru tímariti i Berlin og var þar með þessari undirskrift: „Vonleysissvip- urinn á Churchill, þegar hann frjetti um fall Frakklands.“ Danir nota nú orðatiltækið „vonlaus eins og Cliur- chill“ í háði. Sjerstaklega lieyrast þessi orð oft i liinum mörgu Churc- hill-klúbbum danskra stúdenta. Dánir kalla hina grænklæddu her- menn nazista engisprettur. Þetta nafn átti sjerstaklega vel við, þeg- ar Danir sýndu leikrit bygt á einni sögú H. C. Andersen á Kgl. leikliús- inu. Þar var sagt frá Iltlum, græn- um skordýrum, sem gátu alls ekki skilið hvers vegna þau væru svo itla þokkuð. Nazistar bönnuðu sýning- una; en með þessu banni játuðu þeir opinberlega, að þeir hefðu skilið skensið með teiknum, og vakti þetta htátur um alla Danmörku. Þegar nazistar fóru til Kristjáns konungs og kröfðust þess að Danir settu lög gegn gyðingum, svaraði hinn vísi konungur: „Hjer er ekkert gyðingamál á ferðinni, sjáið þjer. Við tetjum ekki sjálfa okkur ómerk- ari menn en þá.“ Nazistar reiddust svarinu, en gátu ekki að gert. Síðar var konungur viðstaddur gyðinga- messu í fullum skrúða. Þegar Hitler simaði konungi langt afmælisskeyti, urðu nazistar alveg steinliissa á svari konungs. Það var svo: „Þakka yður fyrir!“ Foringi Gestapo i Danmörku, Werner Best (Danir kalla starf hans „bestialskt"), krafðist þess að Dan- ir tjeti af liendi við Þjóðverja tíu tundurskeytabáta, sem er meiri lilut- inn af þeim l'lota, sem Danir eiga. Þegar nazistar voru mintir á loforð sitt, að floti Dana skyldi látinn ó- hreyfður í þeirra eigu, sneru þeir við blaðinu. Sögðust liafa verið misskildir: þeir vildu aðeins taka skipin á leigu. „Danski flotinn er ekki til teigu,“ sagði konungur alvarlega. „Þá tökum við skipin. Gerið þau viðbúin undir að framseljast okk- ur!“ sagði nazistaforinginn. Danir afvopnuðu skipin og fluttu allar- fatlbyssur og annan útbúnað í land og settu það inn í geymstuhús. Siðan brann geymsluhúsið til kaldra kola. Nazistar skipuðu blöðunum að minnast ekkert á tundurbátana. En konungurinn tjet l'lagga ötlum dönskuin flöggum í hálfa stöng og kvaddi sjálfur áhafnir bátanna, 800 manns, með handabandi. Þegar Þjóðverjar auglýstu leit að flugritum, kvað við um alla Dan- mörku aðvörunin: „Felið flugritin yðar.“ Ilvenær sem enskir flugmenn hafa orðið að lenda í Danmörku og liafa verið handteknir hefir flætt yfir þá blómum og gjöfum. Danir í Englandi báðu enska flugherinn að varpa sprengjum yfir verksmiðjur Burmeister og Wain, sem sniiða stærstu Dieselmótora i lieimi. Þegar kprengjurnar fjellu til jarðar fóru Danir ekki dult með gleði sína. Um sinn hjeldu Þjóðverjar því fram, að engin skemdarverk væru unnin í Danmörku. En á nóttunni sjást bjarmar af eldi á himninum, bjarmar sem þættu skrítnir á friðar- timum. Járnbrautarteinar, bryggjur og brýr- verða fyrir sprengingum. Járnflísar finnast í smjöri, sem er flutt til Þýskalands. Fiskur, sendur ,frá Danmörku er úldinn, Skemdarverkin eru nú orðin svo algeng, að Þjóðverjar, sem bönnuðu blöðunum áður að minnast á þau, leyfa þeim nú að geta um minni- liáttar skemdarverk, og aðvara dönsku þjóðina um leið. En um liin meiriháttar skemdarver'k er alls ekki getið — t. d. þegar frumkvæði Dana sjálfra, með aðstoð breskra sprengja gerði stærstu skipasmíða- stöð Dana óvirka í sex rnánuði. Sífeldar samgöngur eru mitti Eng- lands og Danmerkur. Danir komas' úr landi um Svíþjóð, og með aðstoð enska flughersins komast þeir heim aftur með því að nota fallhlífar og Danir hjálpa þessum ferðamonnum. Nazistar heita þráfaldlega háum verðlaunum fyrir að framselja Dani, sem andvígir sjeu Þjóðverjum, en hingað lil hafa þessi boð ekki verið þegin. „Við furðum okkur á því, að Danir vænta sjer alls góðs af Bret- um, en alls ilts af Þjóðverjum,“ sagði þýskt blað í einfeldni sinni nýlega. Vitanlega banna Þjóðverjar bækur eins og For Whom the Bells Tolls, The Moon Is Dawh og The Keys of the Kingdom, en þó komast þessar bækur leynivegu til attra, sem vilja lesa þær. Tuttugú og fjögur leyni- hlöð eru gefin út og dafna vel, eitt þeirra hefir 50.000 eintaka uþplag. Og sje starfsfólk svona blaðs liand- tekið í kvöld, þá er nýlt fólk lil reiðu og kemur blaðinu út á morg- un. Nazistar hafa tekið helminginn af liinum ágætu kúm og hestum Dana, þrjá fjórðu af svínastofni þeirra, fimm sjöttu af liænsnum þeirra og öðrum alifuglum, afrakstur sements- verksmiðjanna, og .skipasmíðastöðv- arnar nota þeir allar. Þeir „borga“ fyrir þetta með þýskum liernáms- mörkum. Nazistar heimtuðu að fá 150.000 verkamenn í þýslcar verksmiðjur, og lofunðu því að dönsku verkamenn- irnir skyldu njóta söniu kjara og þýskir, en um verkamenn frá öðr- um liernumdum löndum áttu önnur og óliagkvæmari ákvæði að gilda. En að svo stöddu hafa þó ekki nema um 35.000 danskir verkamenn feng- ist til að fara til Þýskalands, þrátt fyrir allskonar hótanir. Þrátt fyrir þriggja ára blessun og blekkingar nazistaveldsins, gátu Danir þó liaft frjálsar kosningar. „Þetta sýnir hve víðsýnir og göf- uglyndir við erum,“ sögðu kúgararn- ir. En Þjóðverjar göptu af undruu yfir svarinu, sem fjekst við kosn- ingarnar. Af tveimur miljónum at- kvæða mættu 90 af hundraði á kjör- fundunum, eða um 55% allra lands- búa. Nazistaflokkurinn danski fjekk tæplega tvö atkvæði af hverjum tmndrað. í Bandaríkjunum skar hinn vin- sæli sendiherra Dana, Henrik Kauff- man á öll tengsl við liina dönsku stjórn í Danmörku, sem var á valdi Þjóðverja, og gerði samning þann, sem skipar Grænland undir vernd Bandaríkjanna. Hann annast einnig greiðslur af dösnkum veðdeildar- brjefum, sem seld liafa verið í Bandaríkjunum. „Friðar-takmark okkar,“ sagði dr. Kauffman nýlega i ræðu, „er mjög einfalt. Við gerum engar kröfur til * Síra Þórðnr Oddgeirsson, prófastur á Sáuðanesi, varð sextngnr t. þ. m. Gnðbjör'd Ögmundsdóttir, Tjörn Stokkseyri, verðnr 75 ára í dag. landa; í raun rjettri ' engar kröfur til annars en frelsisins.“ Viðskiftasamningar voru undirritaðir í síðustu viku milli Bandaríkjanna og Islands og skulu þeir gilda til næstu þriggja úra. Leland Morris sendiherra undir- skrifaði fgrir hönd Bandaríkjanna, en Vilhj. Þór vegna Islands. Sjást þeir sitjandi hjer á mgndinni, en stand- andi að balci þeim þeir Carlos Warner, Björn -Ólafsson og Agnar Kl. Jáhsson. U. S. Signal Corps tók mgndina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.