Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Kelvin Lindemann: T_TINN 5. desember 1872, var barkskipið Dei Gratia, á leið frá New York til Gibraltar, statt um 300 sjómilur frá á- kvörðunarstaðnum. Veðrið var ágætt. Þarna sást til tveggja annara skipa, var annað þýskt flutningaeimskip en bitt var briggskip. Það kom seinna á daginn, að flutningaskipið, sem var á leið til Vestur-Indlands, liafði sent briggskipinu merkja- skeyti, en briggskipið ekki svar- að. Þýski skipstjórinn bafði ekki hugsað nánar um þetta, þó að honum eigi að síður find- ist það einkennilegt, að skip- stjórinn á briggskipinu virtist eigi kunna almenna kurteisi farmanna. Dei Gratia dró fram á brigg- skipið og sendi því merkja- skeyti, en fjekk heldur ekki neitt svar. Skipstjórinn furðaði sig á þessu. Og eitt þótti honum enn skrítnara. Skipið virtist reka undan vindi, án þess að balda ákveðinni stefnu. Þegar skipstjórinn á Dei Gratia spurði stýrmann sinn álits, svaraði hann því, að sjer þætti liklegt, að öll skipshöfnin hefði lent í kófdrykkju og væri nú að sofa úr sjer. Nú var dregið að hún merkja- flaggið, sem notað er til þess að krefjast svai-s þegar í stað. En ekki bafði þetta álirif á brigg- skipið. Dei Gratia sigldi nær og nú var hrópað til þessa furðu- skips. Ekkert svar. Var nú skot- ið út báti, og skipstjóri, II. stýrimaður "og nokkrir menn aðrir reru út i skipið. A aftur- stefninu var liægt að lesa í nokkurri fjarlægð, nafn skips- ins: Mary Celeste — New York. Þeir rjeru upp að skipshlið- inni og stýrimaðurinn gekk um borð. Enginn stóð við stýrið, yfirleitt var ekki nokkra lif- andi manneskju að sjá ofan- þilja. Og ekki heyrðist þar hljóð nema hvinurinn í seglunum. En komumönnum var ómögu- legt að skilja að ekki væri þarna neinir menn um borð. Þeir leituðu hátt og lá’gt um alt skipið, en hvergi Var nokkurn mann að finna, nje heldur neitt, sem gæti gefið vísbendingu um ráðningu þessarar gátu. Að því er virtist var ekkert að sjálfu skipinu. Segl og reiði var í á- gætu standi, og um borð var alt „Mary Celeste“ Mesta ráðgáta hafsins þrifað og fágað. Farmurinn, en það var vínandi á tunnum, var vel skorðaður í lestunum og' ó- lireyfður. í skipinu var nóg af vatni og matvælum. í skipshafnarklefa fram á fundu þeir fatnað skipverja í kistunum; rakhnífar tveir, sem voru uppi við, voru ekki ryðgað ir. Nærfatnaður hjekk til þurks á snúru. I eldhúsinu var slokn- að á eldavjelinni, en aska var enn í vjelinni. Og i pottunum mátti sjá leifar af morgunverði skipshafnarinnar. í skipstjóraklefanum bafði verið borið á borð fyrir fjóra menn, en svo virtist sem þeir liefðu orðið að standa upp frá borðum i skyndi, undir miðri máltíðinni. Á einum diskinum voru grautarleifar, við disk skipstjórans stóð egg í eggja- bikar; liafði verið brotið gat á skurnið en ekkert etið af egg- inu. Glas með hóstasaft stóð á borðinu og lá tappinn við blið- ina á því. Á litlu borði, skamt frá, stóð saumamaskína með einhverjum barnafatnaði bjá, og á öðrum stað í klefanum stóð orgel og ýmsar nótnabæk- ur og aðrar bækur, sem mest megnis voru trúmálalegs efnis. Alt þetta stóð á sínum stað í bestu röð og reglu, og virtist ekki hafa orðið fyrir sjó eða öðru. I klefa stýrimannsins lá pappírsblað með reiknings- dæmi, sem ekki hafði verið reiknað til enda. Ef til vill hafði verið kallað á stýrimanninn í mat — eða þá að eitthvað ann- að bafði truflað bann. T FYRSTU grunaði mennina á ■*■ Dei Gratia, að þarna mundi liafa verið gert sainsæri um borð, gegn yfirmönnunum. En fjehirslan á Mary Celeste var ósnert, og í skipstjóraklefanum lágu ýmir verðmætir munir. Hinsvegar vantaði krónómeter skipsins, en önnur mælitæki voru á sínum stað, að því er best varð sjeð. Björgunarbát- arnir bjengu á davíðunum. Ef áhöfnin liefði gert samsæri hlaut bún annaðhvort að bafa stokkið fyrir borð og í sjóinn, eða annað skip hafa tekið hana. Ýmislegt sem þarna bar fyrir sjónir gat stutt líkur að þvi, að þar hefði í raun og veru verið gert samsæri. I klefanum fanst sveðja, sem leit út eins og hún befði verið ötuð í blóði en síð- an þurkað af lienni. Ennfremur fundúst blóðblettir á borð- stokkinum á stjórnborða og rjett þar lijá var djúp skora í borðstokkinn, likust því og hún væri eftir beitta öxi. Við nánari athugun á skips- skrokknum kom líka annað í Ijós. Báðum megin við stefnið, um það bil tveimur—þremur fetum }rfir vatnsborðinu var skorinn burt hluti úr byrðings- planka, um þumlungs breið en 6—7 feta löng rifa. Það var ber- sýnilegt, að þetta liafði verið gert í ákveðnum tilgangi — og ljóst var, að þetta hafði verið gert alveg nýlega. Skipstjórinn á Dei Gratia rannsakaði skipsferðabókina. Ekki sást þar neitt ritað, sem bæri þvi vitni, að eitthvað ó- venjulegt hefði viljað til um borð. Hafði verið rituð skýrsla í bókina til og með 25. nóvem- ber. Þann dag liafði Mary Cel- este farið framhjá nyrstu eyj- unni í Azoreyjabverfinu. Ef lialda skyldi það, að skipið hefði verið yfirgefið þann dag eða rjett á eftir að síðast var skrifað í sjóferðabókina, þá hefði það með öðrum orðum siglt mannlaust og án stjórnar í alt að tiu daga. En það nær engri átt. Það verður að álítast vafalaust, að menn liafi liaft stjórn skipsins í marga daga eftir að hætt var að skrifa í skipsbókina. Og er þetta merkilegt atriði, sem á- reiðanlega varðar lausn gát- unnar miklu. 'C'FTIR rannsóknina voru menn ■*-** settir um borð í Mary Cel- este, og skipinu stýrt til Gibralt- ar, en þar var skipið afhenl yf- irvöldunum. Skipstjórinn á Dei Gratia gerði kröfu til björgun- arlauna. Nú var gerð ítarleg rannsókn á þessum atburði, en ekki kom neitt nýtt í dagsljósið við hana. Skráningarskjöl skipsins og farmskrár fundust hvergi, nje lieldur krónometrið og sextant- inn. Og ein vínandatunnan hafði verið opnuð. Otgerðarmaður skipsins, Jam- es H. Winchester í New York, hraðaði sjer til Gibraltar til þess að bera fram kröfur sín- ar viðvíkjandi skipinu. Skip- stjórinn, sem stýrt liafði skip- inu á liinni örlagaríku ferð, hjet Briggs, og var viðurkendur heiðursmaður. Þegar skipið fór frá New York voru þar um borð tíu manns: Sem sje skip- stjórinn, kona lians og barn þeirra, I. stýrimaður, sem hjet Albert G. Richardson, II. stýri- maður Andrew Gilling að nafni, brytinn Edward Herd og fjórir hásetar: Walter Lorentzen, Bay Lorentzen, Airan Hardens og G. Gondschall. Hvar voru þessir menn nið- ur komnir? Enginn vissi það. Hvorki lögreglan, liðsl'oringjar sjóhersins eða aðrir gátu gefið neina skýringu á örlögum Mary Celeste eða því livernig því gat vikið við, að skipið hafði verið yfirgefið. í sjórjettinum í Gibraltar var skipstjórinn á Dei Gratia (þetta er latneskt orð og þýðir: Guðs náð) og öll skipshöfn lians yf- irheyrð. Og samkvæmt sjódómn um, var skipstjóra og áhöfn hans dæmt í björgunarlaun % af andvirði skipsins sjálfs og farms þess, sem það hafði inn- byrðis. Skipið, sem þó eigi var að stærð meira en 206 smálest- ir, var metið á 5.700 dollara, en farmurinn á 37.000 dollara. O JERFRÆÐINGUR einn var kvadd ^ ur til þessa máls. Hann hjet Shufeeldt og var kapteinn. Gerði hann nýja rannsókn á Mary Celeste, og komst að þeirri niðurstöðu í á- liti sínu, að áhöfnin liefði yfirgefið skipið án þess að nægileg ástæða til þess væri fyrir hendi. Hann taldi i áliti sínu, að skipstjórinn hefði gripist liræðsluótta, af einliverri ó- þekktri ástæðu, og hefði látið flytja sig, fjölskyldu sína og áhöfnina um borð í annað skip. Undir eins og þetta „annað skip“ hefði komist í höfn mundi rjetturinn fá skýringu á hinu dularfulla hvarfi skipshafn- arinnar af Mary Celeste. Hinir sjerfróðu í. sjórjettinum í Gibraltar voru helst á þeirri skoð- un, að skipshöfnin á Mary Celeste hefði drukkið frá sjer meiri liluta vitsins í áfengi, sem hún liefði með óleyfilegu móti náð úr lestunum. Síðan hefði skipsmenn myrl skip- stjórann og konu hans og börn, sem voru um borð, — og ef til vill líka I.- stýrimann —■ en komið sjer siðan um borð i annað skip. En ljótar veilur voru á þessari kenningu um afdrif Marý Celeste. Ef morð hefði verið framið um borð mundi tæpast hafa vcrið þar svo hreint og þokka- leegt sem reyndist. Og hvernig átti áhöfnin að flýja án þess að nota björgunarbátana? Var sennilegt að áhöfnin á næsta skipi, sem sigldi lijá, fengi skipstjórann þar til þess að hylma yfir glæpnuin, sem skips- höfnin hefði drýgt? Nei! Mr. Winchester, útgerðarmaður Mary Celeste, gerði sjer sína eigin skoðun á málinu. Hann hjelt fram því, að skipshöfnin hefði álitið, að vínandinn í skipinu væri um það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.