Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 9
stjórninni — örugg hönd á stýrinu og glögt auga á átta- vitanum, —- og þá gengur alt vel.“ AÐ hringsnerist alt fyrir Tercel, og þetta var ekki whiskyi Sarkers að kenna. Hann var farin að verða þreytt- ur á sjónum, og þessi tillaga var hýsna freistandi. Að visu var hann ekki ástfanginn af Nancy, en honum fanst að sam- líf með henni mundi að minsta kosti ekki þurfa að verða leiðin- legt. Og þarna mundi honum líða vel, hann fengi tækifæri til að stunda veiðar, og hann mundi geta varið tómstundun- um með gömlum manni, sem víða hafði farið og margt reynt. Og svo eignaðist hann fallega eign og mikið af peningum. Hann svaraði hikandi: „En hún Nancy? Haldið þjer að hún vilji sætta sig við þessa ráða- gerð? Hún er orðin nítján ára og veit hvað hún vill.“ „Það er undir yður komið,“ svaraði Jim stutt. „Þjer eruð maðurinn, sem hún þarfnast, og það er yðar að láta hana skilja það. Hún er uppi — er eiginlega eftir nokkru að biða?“ Tercel hitti Nancy Sarker u]>pi á flala þakinu, hún var í loðkápu og var að stara á norðurljósin. „Viljið þjer giftast mjer, Nancy?“ sagði hann. Jim Sark- er hefði ekki getað verið um- svifaminni sjálfur. Þetta var svo eðlilegt. Gagnvart Nancy, sem stóð þarna í hjarma norð- urljósanna, hefði það verið lieimskulegt að nota samskonar orðatiltæki og notuð eru við stúlkurnar í Halifax. Hún sneri sjer rólega að hon- um. „Hversvegna þá það?“ Hann var ekki viðbúinn þess- ari spurningu. „Af því .... af því, að mjer þykir vænt um yður. Fyrsta skiftið, sem jeg sá yður, sagði jeg við sjálfan mig: Þetta er töfrandi, ung stúlka. Og það eruð þjer. En jeg er hræddur um, að jeg sje ónýtur í bónorðsför.“ Hún hló kuldalega. „Fyrsta sinn sem þjer sáuð mig hjeld- uð þjer að jeg og Jim værum smyglarar. Vitið þjer að jeg er Indíáni í aðra ætt?“ sagði hún svo upp úr eins manns hljóði. Honum vai-ð orðfall eitt augna hlik. Mikið flón var liann að hafa ekki sjeð þetta fyrr. En svo sagði hann: „Jeg veit aðeins að þjer eruð l'alleg," og það meinti liann. „Jim hefir altaf vonað 'að jeg giftist góðum manni. Eruð þjer það?“ „Já, sagði hann frjálsmann- lega. „Og þjer haldið, að Jim geti gefið yður mig umsvifalaust?“ „Nei, þetta er auðvilað undir yður sjálfri komið.“ Hún þagði um stund. Svo sagði hún kuldalega: „Jeg skal hugsa um þetta. Jeg kann vel við yð- ur. Þjer komið víst við hjerna i næstu ferð, er ekki svo. Þá skuluð þjer fá svarið.“ „Sjáumst þá aftur,“ sagði hann. lyrORGUNINN eftir vakti ^ Trale Tercel fyiúr dögun. Bátur frá togaranum sótti hann upp að hrímhvitri bryggjunni. Nancy fór beint upp úr rúm- inu út á svalirnar og sá hátinn sigla frá landi. Hún stóð þarna enn teinrjett og grönn í stutt- jakka yfir náttkjólnum, þegar Sarker kom út úr herhrginu sínu. Hann hafð klætt sig undir morgunhreyfinguna, í flúnels- skyrtu og reiðbuxur. Hún sneri sjer hægt að honum. Sjer til furðu þóttist hann geta lesið út úr andlitinu á henni sama leiðindasvipinn, sem jafnan hafði verið á konunni hans. En þetta var ekki nema augnablik, því að nú sá hún að hann var með skammbyssu við beltið, og hún spurði fljótlega: „Hvað ætlarðu að gera við hana?“ „Veiðiþjófar!“ svaraði hann stutt. „Hvar?“ „Inni í firði. Trale heldur að liann hafi lútt einn þeirra með haglaskoti í gær. „Æ-------■“ „Vertu heldur heima i dag, harnið gott. Við Trale ætlum að reyna að leita þá uppi. Hann segir að þeir hafi eintrjánings- bát. Mig langar að vita hvernig þeir hafa komist hingað inn, það lilýtur að vera einliver leið inn fjörðinn, sem jeg ekki þekki.“ Hann hvarf en liún gekk inn i baðklefann af gömlum vana. En hún nam staðar í dyrunum og starði á handklæðin og sáp- una, flísagólfið og fægðu vatns- kranana, eins og hún liefði al- drei sjeð þetta fyrr. Svo sneri hún sjer á hæli, fór inn í her- hergi sitt og færði sig í veiði- fötin sín: skyrtu, síðar buxur og skinnsokka. Hún nældi skyrt- una saman með nælu í hálsmál- ið, nælu með slípuðum stein- um í messingumgerð. Þetta var djásn sem móðir hennar hafði ávalt borið, en gaf Nancy að skilnaði. í eldhúsinu smurði hún sjer nokkrar þykar brauðsneiðar og skar sjer stórt kökustykki með sykri ofan á. Þetta setti hún hvorttveggja í rauðan klút. Eldhússtúlkan sá til hennar en sagði ekki neitt. Hún hafði lært það af reynslu, að skifta sjer aldrei af því, sem Nancy hafði fyrir stafni. En Tlirale sást hvergi. Nancy fór niður í háts- naustið og skaut fram ein- trjáningnum. Þessi fjörður var einkennileg- ur í lögun. Hann teygði sig inn í landið eins og kreptir fingur á hendi. Hún stýrði eintrján- ingnum inn einn „fingurinnn“, hjelt áfram gegnum helti úr sefi, þar sem maður skyldi halda að ómögulegt væri að komast áfram. Svo breikkaði vatnið aftur og niyndaðist dá- lítið stöðuvatn, umkringt af greni og furu. Þarna var hún þessi leynihöfn, sem veiðiþjóf- arnir þektu, — þessir sem Jim Sarker hafði illan befur á. Þegar báturinn tók niðri í fjörusandinum stóð hár mað- ur, gamall upp úr rjóðri einu og horfði á hana, gljáandi svört- um augum. „Hvar er Mathieu?“ spurði hún og hoppaði i land. Hann leit til hliðar. Svarta hárstiýið á honum var fljettað í margar, mjóar fljettur og hundið saman í hnakkanum. Hún gekk fram hjá honum og inn í rjóður, sem háir runnar lokuðu þeim megin, sem vissi að ströndinni. Blakkur, ungur maður með svart hár lá þar endilangur á lyngbeði. Hjá hon- uni var útbrunnið bál og ein- trjáningur á hvolfi. En upp við trje stóðu tveir riflar og nokkrir pokar fullir af fiðri. Indiánarnir tveir höfðu dval- ið þarna nokkrar vikur og skot- ið villigæsir, vegna fjaðranna, alveg eins og forfeður þeirra höfðu gert frá ómuna tið. Henni fanst eithvað tignar- legt vera við alt þetta frum- stæða, eitthvað sem hafði miklu meiri áhrif á hana en allur íburðurinn lieima hjá henni. Indíánarnir höfðu nýlega setið að fuglasteik, sem þeir liöfðu steikt á teini yfir bálinu. Malhieu horfði dálitið illi- lega á liana, svörtum augunum. Hann hreyfði sig ekki. Hann var i skinnsokkum, ljerefts- hrókum og slitinni skyrtu. Gam- all flókahattur lá hjá honum. „Einn af karlmönnunum þín- um skaut á mig i gær,“ sagði hann. „Thrale?“ „Litli feiti karlinn, sem kann svo vel að læðast.“ „Það er Thrale. Ert þú særð- ur, Mathieu?“ Hann hristi hausinn ergileg- ur. „Skotið fór yfir hausinn á mjer. En fyr má nú vera fúl- menskan — að skjóta á fólk! Við erum hræddir. Við þorum ekki að kveikja hál. Við förum hjeðan i dag.“ „Við komum ekki aftur,“ sagði gamli maðurinn. „Ó!“ sagði Nancy hrygg. Ungi maðurinn starði á hana. Svo sneri hann sjer og horfði á klútinn, sem hún hafði haft með sjer. Á hvei'jum degi í heila viku, síðan hún hafði uppgötvað staðinn þeirra, liafði liún komið til þeirra með eitl- hvað gott úr eldhúsinu. Hún lagðist á hnje og leysti upp klútinn, við hliðina á unga manninum. Sá gamli horfði hænaraugum á sætindin, sem ungi maðurinn hámaði i sig. Loks braut Mathieu af kökunni og fleygði bita til þess gamla, eins og maður kastar beini í hund. Svo borðaði hann af- ganginn sjálfur. Nancy sat á liækjum og horfði á þá. Hann benti á brúsa, sem var fullur af köldu uppsprettu- vatni. Hún rjetti honum hann. Hann teygaði í sig vatnið. Svo lagðist hann út af aftur, saddur og ánægður, en gamli maður- inn færði sig hikandi nær og saup nokkra sopa af brúsahum. Nancy lá á maganum og studdi höndunum undir hök- una og horfði í augu Mathieu. „Hvert ferðu núna, Mathieu? Þegar þú ferð hjeðan? Upp með ströndinni inn að Sandá og á stað, sem heitir New Alford. Þar eiga Indíánar heima. Og þar er sögunarmylla. Jeg vinn stundum í þeirri sög- unarmyllu.“ „En hvað gerir þú þess á milli?“ Hann horfði dreymandi aug- um upp í skýin. „Jeg flakka og hitti aðra Indíána, sje nýja staði, veiði fisk, fer á veiðar, ríð körfur og smíða axarsköft, sem jeg sel. Alt þetta geri jeg.“ „Og livað gera Indíánastúlk- urnar?“ „Það sama.“ Þögn. „Átt þú nokkra konu?“ „Nei.“ Hann hætti að liorfa á skýin og augu þeirra mættust. Þau horfðust lengi í augu. Gamli maðurinn tók riffil og gekk niður að sjónum. Hann leit við eftir dálitla stund. Son- ur hans og ókunna stúlkan liöfðu ekki hreyft sig. Mathieu starði á hana alveg eins og hann hafði starað á rauða klútinn með matnum i. Gamli maðurinn kom aftur eftir klukkutíma. Nú sat Math- ieu upprjettur. Hann var að hretta upp hattinn sinn og festa harðið með nælunni liennar Nancy. Og unga stúlkan lá við hliðina á lionum.-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.