Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNG/tlf LL/&NQURNIR Ofurlítill skúr ÞaS var steikjandi sumarsól, ein- mitt veSur, sem öllum þykir svo vœnt um nema kanske þeim, sem eru latir aS vökva garðinn sinn. Því aS þegar þurkurinn keyrir úr hófi, verSa allir garSeigendur aS hafa þaS liugfast, að blómin og grænmetiS þarfnast vatns, ekki síst þegar líka er heitt, því aS þá verS- ur uppgufunin úr jörSinni svo mikil. Þá líta oft garSeigendurnir upp í heiSan himininn og segja svo: — Jæja, nú væri ekki amalegt aS fá ofurlitla skúr, til þess aS bleyta í moldinni! Sólin, sem hafSi skiniS frá því snemma um morguninn og fram undir kvöld, vissi mjög vel, aS mörg blómin var fariS aS þyrsta og aS grasiS var fariS aS verSa safalítiS. — Og þessvegna fór hún aS kalla á vatniS. Því aS þú hlýtur aS vita, aS þaS er sólin sjálf, sem dregur skýin upp á himininn, sömu skýin sem byrgja hana stundum alveg, og gera alt grátt, og leiSinlegt. Sólin skein úti á hafinu og kall- aSi á þúsund miljónir af regndrop- um, sem höfSu fyllt hafiS mikla. AuSvitaS kallaSi hún ekki meS neinni rödd, eins og viS mennirnir gerum — nei, hún kallaSi á vatns- dropana meS hita og lýsandi geisl- um, en þetta kall könnuSust drop- arnir við. 1 — Upp! Upp! lokkaSi sólin, — komiS upp i himingeiminn! Vind- urinn tekur ykkur, blæs ykkur sam- an, lyftir ykkur og ber ykkur — þið getið flogið, farið um himininn og skoðað jörðina. Komið þið! komið þið! Og vatnsdroparnir voru ekki lengi að hugsa sig um, þeir hnöppuðu sig saman eins og björt þoka, vindur- inn tók þá með sjer og fleiri og fleiri dropar bættust við, og nú var kominn þarna heill fjöldi, ofurlitið hvítt sumarský, sem flaug iágt yfir hafinu og sýndist hvitt undir him- inblámanum. — Komið þið með mjer! söng vestanvindurinn og hristi votá væng- ina, því að þeir höfðu verið úti í þoku, langt úti á Atlantshafi. Svo bljes hann á iitla skýið svo að það fór á fleygiferð og komst inn yfir ströndina. En skýið varð þyngra og þyngra, því að vindurinn bætti í sífellu við það nýjum dropum, sem hann bljes inn i skýið. og loks fór skýið alt í einu að gráta. — Þú skalt ekki verða leitt yfir þessu, hvíslaði sólin að þvi —þú átt að gráta við og við, og eiginlega grætur þú af gleði — þú ert orðið að ofurlítilli skúr! Þúsundir af þyrstum blómum mændu vonaraugum á skýið, þegar það kom svífandi i bláum sumar- himninum. Það var eitthvað grátt, nærri þvi svart, i miðju skýinu, og úr þvi komu nokkrir dropar. ÞaS var byrjað að rigna. — Ó, nú kemur rigning, sögðu blómin og liniptu hvert í annað. Þau langaði svo til að drekka — drekka — drekka þetta tæra, sval- andi vatn, þvi að það var svo nær- andi og hressandi. Og nirðri í jörðinni fengu jurta- ræturnar nóg að gera, að soga i sig vatnið úr moldinni. Og meira að segja trjen lika, sem höfðu borað rótunum langar leiðir niður í upp- sprettuvatnið, þeim þótti vænt um rigningarvatnið, sem rótarangarnir fengu. — En hvað blöðin verða frískleg og falleg þegar regndroparnir þvo þeim í framan! livíslaði gamalt beykitrje að grankonu sinni, gam- alli eik i skóginum. — Blöðin min voru orðin grá og stirð af rjyki, en nú eru þau græn og hrein og þvöl. Það var inikil blessun að l'á þessa skúr! — — — En það væri synd að segja, að þessi skúr væri allstaðar jafn* velkomin. Fyrir utan einn bæ- inn stóð kona og var að hengja upp þvott; hún hafði verið að þvo allan daginn og lilakkaði nú til að að fá þerri. En varla hafði hún lokið við að koma þvottinum á snúrurnar þegar fór að rigna. —Æ, nú kemur hann á! sagði hún og stóð upp. Hún var að drekka kaffi með grannkonu sinni. — Ætti jeg að taka þvottinn inn áftur? — Nei, vertu ekki að því, láttu hann bara hanga, sagði konan. — Þvotturinn liefir svo einstaklega gott af því að fá ofurlítinn úða á sig áður en hann fer að þorna. Hann bleikist við það og verður svo miklu fallegri en þegar hann snarpþornar i mikilli sól! — Jæja, jeg get beðið þó að hann verði ekki þurr í kvöld; mjer er svo sem sama! sagði fyrri konan. — Hann verður víst þurr á morgun, og þá verður hann miklu hvitari! Og skúrin hjelt áfram yfir bygð- ina og sendi mildan úða yfir engi og skóga, garða og liús, og þannig atvikaðist það, að nú fór að renna niður af þakinu á húsinu, sem hún Ása átti heima í — einmitt í sama bili og hún Fríða frænka hennar úr kaupstaðnum kom heim til henn- ar og þær ætluðu að fara að halda stórefnis brúðuveislu. — Æ, hvað þetta er ergilegt! sagði Fríða, — nú fer hann að rigna! Kökurnar vökna og brúðurn- ar líka og við sjálfar með. — Við skulum flýta okkur inn, sagði Ása. Hún tók fatið aðra hönd og nýju brúðuna sina í hina. En Fríða tók brúðu í aðra hönd og bangsa í hina, og svo flýttu þær sjer inn i stofu. Þeim tókst sem bet- ur fór að koma flestu inn áður en það varð vott. En báðar jöguöust þær og sögðu, að þetta væri auma hryðjan, sem hefði eyðilagt fyrir þeim ánægjuna. Mamma hennar Ásu heyrði þetta vel, en hún sagði ekki nitt fyrst um sinn. En þegar skúrin var liðin hjá og stór regnbogi kominn á himin- inn kallaði hún telpurnar inn til sín út í garÖ. — Lítið þið nú á! sagði hún og benti. — Alt þetta hefir skúrin gert grænt aftur, öll þessi hundrað þús- und af stráum og mislitu blómum geeta nú notið sólarinnar, en áður voru þau að deyja úr þorsta. Var þetta ekki góð skúr? — Jú, sögðu litlu telpurnar, og Ása bætti við: — Eða þá jarðar- berin, mamma. Nú þurfum við ekki að vatna þeim. — Nei, það segirðu satt, og þau hafa líka miklu betra af skúrinni en af vatninu, sem við getum gefið þeim! sagði móðir hennar. — Þá má okkur eiginlega þykja vænt um þessa skúr, sagði Friða, og það þótti þeim lika öllum. Jæja, þá er þessi litla saga búi'n, en mjer finst að við getum lært af henni. Það getur stundum verið leiðinlegt ef sunnudagsferðin fer út um þúfur vegna rigningar. En hvert væri gaman að fara ferð, ef rign- inguna vantaði? Ungfrúin: — Mjer finst að allir rettu að syngja við vinnu sína. Hann: — Mjer mundi vist veitast það erfitt. Hún: — Hversvegna? Hann: — Jeg er lúðrablásari. ókunnur maður (reiður): Hann sonur yðar henti snjóbolta á eftir mjer. Konan: — Hitti hann yður? ókunnur: — Nei, ekki gerði hann það, en söm var hans gerðin. Konan: — Þá hefir það ekki verið sonur minn, þvi að hann hittir altaf. Milli systra: Anna: — Jeg er viss um, að þig hefir dreymt í nótt, að hann Dóri væri að biðja þín. Emma: — Af hverju heldurðu það? Anna: — Af því að þú hrópaðir upp úr svefninum: Já! Já! í rjettinum. — Hvað heitið þjer? — Jóhannes! — Yðar fulla nafn, meina jeg? — Jeg heiti Jóhannes, hvort sem jeg er fullur eða ekki. Kornungur maður kemur inn á rakarastofu. Hann er óþolinmóður og spyr: — Hvað haldið þjer að það verði lengi þangað til hægt er að raka mig? — Ætli það verði ekki eitthvað um tvö ár, svaraði rakarinn. Unga frúin (móðguð): — Þú hef- ir ekkert vit á mat! Jeg get búið til hvaða mat, sem er, og svo segir þú altaf að það sje alt annar matur. Kaupandinn: — Jeg er ánægður með þetta hús — bara að það væri ekki svona nálægt þessari ljótu verk- smiðju. Seljandinn: — Það skuluð þjer ekki setja fyrir yður. Þetta er lier- gagnaverksmiðja, svo að hún hlýt- ur að springa upp einn góðan veð- urdag. — Jeg andmæli aldrei konunni minni. — Það geri jeg ekki heldur. Jeg doka bara dálítið við, og þá gerir hún það sjálf. 0 Heildsölubirgðir: Laitozone jaðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.