Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Theodór Arnason: TÓNSNILLINGAR LÍFS OG LIÐNIR BFU51 1811—1869 Þœr voru á svipuðu reki, þrjár hinar fögru og dáðu söngkonur, sem heimurinn dáði mest fyrri hluta nítjándu aldarinnar, og bar á liönd- um sjer. Pasta var sú fjórSa, — en hún var eins og út af fyrir sig, hún hafSi komiS fram á undan hinum, og var dáS líka, en eftir aS þessar þrjár ungu og fögru meyjar, Sontag, Malbrau og Grisi komu fram, þá var aSstaSa Pasti nokkuS svipuS aSstöSu mömmu til dætra sinna, þaS er aS segja út á viS, — liins- vegar gæti jeg trúaS þvi, eftir því, sem skapgerð Pabsta befir veriS lýst, aS liún bafi ekki aldeilis elsk- aS þær, ungu söngkonurnar, eins og móSir elskar dóttur sína, t. d. þegar fundum þeirra bar saman einhversstaSar. Þvi aS ]>aS gat þá jafnvel komiS fyrir, aS þær gripu fram i fyrir henni, þegar liæst stóS hennar vegur, eins og t. d., þegar hún var aö syngja í Lundúnum sumariS 1824, (Rosina i „Rakaran- um“) og Malibrau var fengin til aS hlaupa í skarSiS fyrir hana (þá aSeins fimtán ára gömul) og vakti svo milda aSdáun og háværan fögn- uS, aS alt ætlaSi um koll aS keyra. Þó er nú svo aS sjá, sem Pasta hafi haldiö sínum hróSri og vinsældum á meSan hún gat sungiS. En hún hætti sjer of langt, söng of Iengi, og lá við aö hún yrSi sjer til minkunar síSast. En ungu söngkonurnar, sem nefndar voru hjer aS framan voru dáðar meS öSrum hælti en Pasta. Áheyrendurnir elskuSu þær beinlín- is, þær voru svo fagrar og fram- koman svo yndisleg — söngurinn var svo í ofanálag. Giulia Grisi var yngst þeirra 3ja fædd i Milano 28. júli 1811, og var faSir hennar liösforingi í her Napo- leons og lijet Gaetano Grisi. Margt skyldfólk hennar var listhneigt, meS al annars var systir hennar, Giu- ditta, talin ágæt söngkona. Var hún sex árum eldri en Giulia og vegna þess, aS Giulia fór snemma aS kvaka byrjaöi þessi góSa systir aS segja henni til í söng, kornungri, og kenna henni ýms undirstöSuatriSi tónlist- ar. En síSan voru svo fengnir til hin- ir bestu kennarar, sem völ var á, aS undirbúa Giuliu undir lifsstarfiö. Enda var hún vel undirbúin, þegar hún kom fram í fyrsta sinni í fæS- ingarborg sinni, og söng hlutverk Emmu í söngleik Rossinis: „Lel- mira“. Henni tókst svo vel sú frum- raun, aS óperuleikhúsin fóru þeg- ar aS rífast um hana, svo aS hún var ekki á flæöiskeri stödd. Merkur tónsnillingur einn sá hana og lieyrSi til hennar í Florense, 1830, og Ijet svo um mælt: „Hún er ekki ósvipuð Pasta aö andlitsfalli og vaxtarlagi, en hún er miklu fegurri.“ Rossini hafði mikið álit á Giuliu, dáði hana, og spáði henni glæsilegri framtíð og vildi greiða götu henn- ar. Eins var um lónskáldið Bellini, og mun bann liafa verið einhver ,,heitasti“ aðdáandi hinnar ungu söngkonu. Hann hafði samið söng- leikinn „Norma“ fyrir Pasta, eða annað aðalhlulverkið hafði hann ,,sniðið“ eftir hennar rödd. En nú þóttist liann sjá i Giuliu einmilt þá einu söngkonu, sem sungið gæti hlutverk Adalgisu á móti Norma (Pasta), og ræður hana til þessa, en söngleik þennan átti að sýna í i'yrsta sinni í Milano í desember 1831. Þessi ópera varð síðar og er enn í dag ákaflega vinsæl, en livernig sem á þvi stendur, mistókst fyrsti þáttur algerlega, ,og áheyrendur ljetu sjer fáttum finnast. En i öðrum þætti kemur fyrir tvísöngur, sem þær sungu þá Pasta og Grisi, og hækkaði þá brúnin á fólkinu, og ællaði alt um koll að keyra. En maSur hefir það á tilfinningunni, að Paslá liafi ekki líkað það alls- kostar, að hafa þessa fögru, ungu söngkonu sjer við lilið, og muni hafa gert Giuliu örðugt fyrir. Víst er það að Giulia varð brátt sárleið á því að þurfa að syngja þelta hlut- verk, fór fram á, að fá samningi sínum riftað, en því var neitað. Hún tók þá til sinna ráða og flýði. Iiún komst heilu og höldnu yfir landamærin til Frakklands, og hjelt áfram i einni lotu til Parisar. Þar hitti hún móðursystur sína Mame. Grassini, sem verið hafði fræg og dáð söngkona á sínum duggara- bandsárum, og systur sina Giudittu — og Rossini, en hann hafði þá á hendi stjórn Theatre des Italiens. Hún var því ekki i vandræðum með að komast að leikhúsi. Rossini hafði ekki gleymt henni, og þauð henni þegar hlutverk Semiramide, i sam- nefndum söngleik, og hinn 10. októ- hor 1832 kom Grisi fram í fyrsta sinni í itölsku óperunni í Paris. Og sagt er, að sigur liennar í það skifti hafi verið „svo fulllcominn sem orðið gat‘. Og næstu 16 leikárin söng Grisi á þessu leikhúsi (1832— ’49). Ekki sat hún þar þó kyrru fyr- ir, heldur ferðaSist hún til stórborga álfunnar og söng sem gestur á hin- um merkustu óperuleikhúsum. Til Lundúna kom liún ekki fyr en 1834, en var þegar tekið með kostum og kynjum og alveg sjerstakri alúð, en ]>ar söng hún fyrst hlutverk Ninettu i „La gazza ladra“ þann 8. april 1834. Árið 1835 samdi Bellini söng- leikinn „II Puritani“ fyrir þau Grisi, Rubini, Tamburini og Lablache, — einhverja albestu söngvarana, sem þá voru uppi. Þetta hafði verið dá- samlegur kvartett, og hjeldu þau sið- au hópinn þessi fjögur lista-hjú. Bar þessi kvartett af öllu hliðstæðu, og eins eftir að mannaskifti urðu og Mario (1810—1883) kom í stað Rub- inis. Fyrir kvartettinn þannig skip- aðann, — Mario-kvartettinn svo- nefnda, samdi Donizetti (1843) óper- una „Don Pasquale“, og árum sam- an sungu þau saman: á veturna í Paris, en á sumrin í Lundúnum. Þessu hjelt áfram til ársins 1846. Þá skildu leiðir með þeim. En þau Grisi og Mario hjeldu áfram að syngja tvisöng sinn (duo concert- ante), sem Donizetti hafði samið fyrir þau sjerstaklega og felt inn i „Don Pasquale“, og sungu hann svo dásamlega, að ekki var talið líklegt, að nokkurntíma verði sú tónsmiS svo vel sungin síðar. Þau lijeldu á- fram að vera „rósin og næturgal- inn“ eins og segir i „Parisar-brjef- um‘ Heines: „Rósin og næturgali meðal blóma og næturgalinn, rósin meðal fugla.‘ Frá því árið 1834 til 1861 söng Grisi á hverju leikári, að einu und- anskildu (1842) í Lunúnum, og naut þar vinsælda umfram alla aðra listamenn. Árið 1854 fór hún í söngför á- samt mario (en þau höfðu gifst árið 1836) til U. S. A. og var báSum fagnað fádæma vel. Og sömu sög- una var að segja, hvar sem þau komu annarsstaðar, en þau ferð- uðust víða, og voru talin með al- beztu og geðþekkustu söngvurum sinnar tíðar. Árið 1861 tók Grisi sjer livíld um 5 ára skeið, og lijeldu allir að hún myndi ætla sjer að setjast í helgan stein og hætta að syngja. En svo var ekki. Hún- kom enn fram í Lundúnum 1866 og söng síðan alloft á liljómleikum, viðs- vegar, en hafði „aðalbækistöðvar sínar í Lundúnum. En haustið 1869 fór liún til Berlinar, en veiktist af lungnabólgu og andaðist eftir fárra daga legu 29, nóvember 1869. ÞVÍ ÞURRAR SEM ÞJER GEYMIÐ SUNLIGHT SÁPU-STYKKIÐ ÞVÍ LENGUR ENDIST. ÞAD! Þjer kærið' yður ekki um að láta hinakröftugu Sunlight-sápti fara til ónýtis, svo að hjerna. kemur sparnaðar-ráð. Látið ekki sápuna ofan- í vatnið. V’ætið þvottinn fyrst pg nuddið svo þurru sápustykkinu á óhreiuu blettina. Þá fáið þjer nægilegt sápulöður til að þvo flíkurnar og það sparar mikla sápu. Stœkkuo Ijósn iynd af þvoiti liili ÞVEGNUM ÚR ÓDÝRRI, VONDRISÁPU Afleióing rangrar þvottaaöforoar. Ljcroftió skcint, þra'óimir slitnir. ÞYEGNUM ÚU SUNLIGHT Vullkomin atlviöing Sunlight-þvottar. I.jcrcítiA scm nvtt, þráóurinn óskcnuíur. Hinn ' mjög freyðandi sápulögur Sunlight spai-ar jafnframt þvottinn, af því að ekki þarf að nudda liann, honuin til slits. Þessar tvær myndir sýna vkkur annarsvegar hver- nig aflciðingarnar, verða, þcgar þjcr , notiö 'ódýra, vonda sápu, en hinsvegar hvernig þvotturinn- er þegar hanit er ' þveginn með ■ Sunlight. SUNLICHT SAPAN sparar vinnu sparar peninga X-S 1352'5-151 LE F£/?-frámIeióa!a*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.