Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri siómannsins 27 Framhaldssaga eftir Philip Macdonald mig. Það hefði orðið öllu erfiðara fyrir þig, að smeygja þjer út úr kröggunum í það sinnið. Þú gleymdir víst alveg, að taka liann fjelaga minn með í reikninginn, var það ekki? Hjelst að við værum af sama sauðarhúsi og þú, og þyrðum ekki að Ijóstra upp um þig? Á, var það ekki. En þar fórstu vilt. Við stöndum vörð um rjett- vísina rjett eins og liinir . .. .“ Hann vipr- aði munninn skrítilega .... „Þeim er raun- ar ókunugt um það, enn sem komið er. En það verður ekki lengi, úr þessu.“ Hann þagnaði; háðssvipurinn hvarf af andlitinu og yfir það færðist ísköld, miskunnarlaus ró. Hann stakk hendinni i vasann og tók upp brjefabögguninn. Pole tók viðbragð og greip andann ó lofti, en augnaráð sjómannsins og urrið í tikinni hjeldu honum í skefjum. Brjefin lágu á borðinu á milli þeirra; sjómaður- in lagði hendina yfir þau og sagði: „Taktu nú vel eftir, Pole! Þig langar í brjefin? Já, skiljanlega! Jeg hefi lesið nægi- lega mikið í þeim til þess að skilja, livers konar tangarhald Minna Watkyn hafði á þjer. Þú kemst ekki hjá þvi, að dingla i gálganum, Pole! f fyrsta lagi vegna þess, sem hrjefin sýna, og í öðru lagi vegna morðsins á kerlingunni. En nú hefi jeg einsett mjer að komast að samkomulagi við þig. Jeg krefst þess, að þú gefið mjer skriflega játningu er reki smiðshöggið á þau sönnunargögn, sem jeg hefi aflað mjer. Skilurðu mig? Jeg álít það tryggara, skilurðu? Þú værir vís með að neita öllu fyrir rjettinum... . í stuttu máli: Þínir dagar eru taldir, hvort eð er. Þú hlýtur að sjá það sjálfur. Gerðu þvi skriflega játn- ingu núna, og þá skal jeg sjá um, að þessi hjerna“ — hann klappaði ofan á hrjefin — „komist ekki í hendur lögreglunnar. Það verður ekki minst á þau í rjettarhöldun- um, og að þeim loknum verða þau eyði- lögð. Þú ert jafn lifandi og dauður, hvort sem sem þú gengur að þessum skilmála cða ekki. Jeg skil ekki annað en að þú kjósir heldur að vera hreinlega hengdur fvrir eitt morð, í stað þess að láta klína á þig allskonar óþokkabrögðum að auk! Þú þarft ekki annað en segja: hún gerði mjer þetta eða hitt til miska, uns jeg þoldi ekki meir og drap hana. Þeir spyrja auð- vitað, hvað hún hafi gert þjer, Þú neitar að svara. Þú verður óhjákvæmilega fund- inn sekur, en hin sanna orsök glæpsins mun verða öllum hulin ráðgáta, þ.ví að þessi“ — hann barði aftur á hrjefin með fingrunum — „koma aldrei fram í dags- ljósið.“ Hann lauk máli sínu og horfði rannsak— andi á föla steingerfings andlitið hinu meg- in við borðið. Kynleg augun störðu á sjó- manninn og um leið og hann þagnaði, brá fyrir snöggu leiftri i þeim — neista frá glóðinni, sem sýndist stöðugt hrenna á bak við þau. „Gott og vel,“ sagði hann með djúpu, ró- legu röddinni. „Jeg neyðist til að ganga að þessu. Hafið þjer hlað?“ Sjómaðurinn hafði eklci af honum augun. Loksins mælti hann: „Þú ert slunginn, en samt ekki nægilega slunginn! Eins og jeg tók fram áðan, þá geymi jeg brjefin þar til rjettarhöldunum er lokið. Þá, en ekki fyrr, eru þau úr sög- unni. Reyndu að skilja það. Jeg legg þar við drengskap minn, og liann verður að nægja þjer. Vonandi gerir þú þjer grein fyr- ir þvi, að svo framarlega sem þú reynir að hafa brögð í tafli eftir að búið er að setja þig inn, skal ekki standa á mjer að .afhenda brjefin......Nú fæ jeg þjer blað og blek, það er ekki eftir neinu að híða. Þjer er best að skrifa sýslumanninum. Skýra hon- i:m frá því með þínum eigin orðum, hvern- ig og hvenær þú vanst verkið, skýra satt og rjett frá öllu .... og Pole ....“ hann laut fram yfir borðið og neyddi fangann til að horfa framan í sig .... „Gleymdu því ekki, að við hjerna vitum sannleikann eins vel og þú. Svo, ef þú kynnir að hafa hugsað þjer að hafa smávegis hausavíxl a staðreyndunum, vildi jeg leyfa mjer að benda þjer á þetta: Jeg þeklci staðinn út og inn og veit hvenær morðið var framið. Einnig höfum við spurst nákvæmlega fyrir um ferðir þínar daginn þann.“ Þetta sið- asta var tómur uppspuni, en hann sagði það með sömu einbeitninni og hitt„ sem var vissulega satt. Fanginn hneigði höfuðið. Það var þögn. Er hann leit upp aftur, var yfirhragðið einkennilega svipmikið. Úr mögru andltinu skein annarleg ró og drætt- irnir við munninn báru vott um virðulega undirgefni og glóðin var kulnuð úr aug- unum. „Gott og vel!“ sagði hann loks. Tvö hvers- dagsleg orð, en i þeim fólst alt, sem sjómað- urinn hafði barist fyrir. Rjett sem snöggvast fann hann til meðaukvunar með þessum manni, en liún hvarf jafnskjótt og hann hugleiddi hið svivirðilega athæfi hans, og hverjar afleiðingar þess hefðu getað orðið fyrir Valentine. Hann sótti skriffærin og prestur settist við að semja pistilinn. Það tók langan tíma, því að sjómaðurinn gerði sig hvorki ánægð- an með fyrsta eða annað uppkastið. Það mátti notast við það þriðja, eftir smávegis hreytingar á orðalaginu. Að svo húnu hrein- skrifaði hann brjefið, það var látið í um- slag, og skrifað utan á og sjómaðurinn stak því kyrfilega í vasann ásamt frumritinu. „Það er best að framvísa því sem fyrst,“ sagði Pole, og nú var rödd hans sljó og þreytuleg. „Það verður líka gert,“ svaraði hinn. „Jeg á við,“ hjelt mæðulega röddin á- fram, „að það er ekki langt að fara.“ „Já ... . “ svarið gat verið spurning og samþykki í senn. Það var heldur ekki unnt að merkja á lionum hvorn veginn það var tekið en Pole hjelt áfram: „Sýslumaðurinn er víst á næstu grösum,“ og henti á suðurgafl kofans. Sjómaðurinn reyndi að dylja ánægjusvip- inn, sem lcom á hann og ljet sem sjer kæmi ekkert á óvart. „Hvernig veist þú að hann er enn í Mall- ow?“ spurði hann. „Jeg — jeg,“ honum vafðist tunga um tönn. „Jeg hitti Curtis lögreglufulltrúa í morgun — jeg þekki hann dálítið — og hann sagði mjer að sýslumaðurinn yrði þar uns leitinni væri lokið.“ Sjómaðurinn hló. Hann ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það. Svo henti hann á pokahrúguna og teppin, sem hann hafði sofið við um nóttina, og lágu nú snyrtileg'a samanbrotin í einu horninu, og sagði: „Þú getur lagt þig þarna, ef þjer sýnist svo. Annar okkar mun vera áverði, og við látum ljósið loga, skilurðu? Þjer er eins gott að reyna að sofa í liausinn á þjer.“ Pole stóð á fætur og rölti álútur og nið- urdreginn þangað sem pokarnir lágu. Hann lagðist á hnjen og bjó sjer til kodda úr teppunum. Sjómaðurinn horfði á fangann þangað til hann var húinn að hreiðra um sig og lagst- ur fyrir. Er hann var hættur að brölta, ljet sjómaðurinn smella í fingrum sjer, og á sama augabragði var Betty komin að hlið hans full eflirvæntingar. „Gættu hans!“ sagði hann og henti. Húu sperti eyrun, lagðist fram á lappir sínar, og einblindi út í hornið. Sjómaðurinn sneri þá við þeim bakinu og fór á hak við rúmið, þar sem hellan reis upp á x-önd. Hann gekk niður þrjú efstu þrepin, teygði niður höfuðið og blístraði hvelt. Hljóðið bergmálaði í dimmum gang- inum og von bráðar barst málrómur Toms upp til hans. „Hjer er alt í himnalagi,“ kallaði sjó- maðurinn. „Komdu eins fljótt og þú get- ur!“ Hann fór aftur upp, settist á rúmstokk- inn og byrjaði að troða í pípuna sina. Hann var í þann veginn að kveikja í, þegar stíg- vjelaglamur heyrðist á járngrindunum og andartaki seinna stóð Tom við hlið hans. „Hann sefur, manngarmurinn,“ sagði hann og benti með munnstykkinu. Eða er i þann veginn að sofna. Hann er alveg bú- inn að vera. Hvar getum við talast við?“ „Kmdu út á meðap.“ Tom hnykti liöfð- inu i áttina til dyranna. Er hann liafði geng- ið frá hellunni sagði hann: „Það hlýtur að vera óhætt. Betty gefur okkur merki und- ir eins og hann rótar sjer.“ Þeir fóru út. Hölluðu sjer upp að veggn- um fast við dyrnar. Myrkrið grúfði yfir umhverfinu og reykurinn frá pípunum þeirra dreifðist hægt í röku næturloftinu. Sjómaðurinn skýrði frá æfintýrum næt- urinnar í lágum, skýrum róm, en þagði yfir því, sem snerti ekki beinlínis málefni þeirra. Á meðan hann talaði starði hann heint fram fyrir sig inn í skóginn, þar sem myrkrið var svartast. Tom tók aðeins einu sinni fram í fyrir honum. Það var þegar hann skýrði frá því, sem brjefin höfðu að geyma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.