Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 laufabrauðskökur soðnar í tólg og meira gott ætla jeg að senda honum, á morgun, þessu lofaði jeg sjálfum mjer og jeg varð glaður aftur. Og í liuganum sá jeg Óla litla með laufabrauðs- staflann á borðinu fyrir fram- an sig og alt í kring brunnu kertin, en hann spenti greip- ar, kingdi munnvatninu sínu og grjet, en nú grjet hann af gleði, vesaling? litli drengur- ipn. Halli kom á móti mjer með skautana i hendinni. Innan skamms vorum við komnir út á svell með hinum og jeg' gleymdi Óla. Á aðfangadaginn var alt á lofti í annríki og jeg lijálpaði til, var venju fremur viljugur í snúninga, enda val' mjer hælt fyrir. Jeg hlakkaði ákaflega mikið til og liafði um margt að hugsa, svo varla var hægt að ætlast til þess, að jeg myndi eft- ir lionum Óla litla. — Við þekt- umst líka svo lítið. Hann var bara fæddur heima hjá mjer Hann var eiginlega vandalaus. Hvernig átti jeg að rnuna eftir honum mitt í jólaannríkinu? Að morgni þriðja jóladags ligg jcg og flatmaga uppi í rúmi. Kaffihakki var á stóli við rúmið. Jeg var búinn að drekka og eta allav smákökurnar, en jeg leyfði laufahrauðinu. Jeg lieyrði málróni mömmu frammi í stofunni og svo var líka einhver að gráta, svo ótta- legá átakanlega og með þung- um ekka. Hver gat þetta verið? Ekki nema það þó, gráta á sjálf- um jólunum. Mjer fjell þetta illa. Mamma! Hvað er að, drengur minn. — Mamma gekk að rúmi mínu. Hver grætur í stofunni? Það er hún Gunna í Hlíð, vesalings konan. Hvers vegna grætur hún? Hann ÓIi litli er dáinn. Jeg hnje á koddaníi og grjet beisklega. Já, drengur minn. Þetta er sorglegt. Það hefir líklega var- ið lungnabólga. Döpur jól í Hlíðinni. Hann hafði lengst af rænu og hann bað að heilsa þjer með þaklæti fyrir kom- una. Þakklæti fyrir komuna, þakk- læti! Mamma! Taktu í hendina á mjer, jeg á svo voðalega bágt, aldrei get jeg orðið glaður aft- ur, nei, aldrei, aldrei. Jeg, sem át kökuna hans alla, það besta sem liann átti, en nú get jeg aldrei bætt honum hana. En laufabrauðið mitt mamma, — láttu mig aldrei sjá laufabrauð framai'. Jón Árnason: Um stjðrnnspeki Stutt söguyfirlit. Stjörnuspekin er ein hin elsta fræðigrein, sem menn þekkja. Var hún iðkuð í fornöld meðal Egypta og Kaldea og skipaði háan sess með- al kunnáttumanna. Var hun ein þeirra fræðigreina, er kendar voru i launhelgunum. 1 þann tið var stjörnufræði og stjörnuspeki ein og sama námsgrein. Til Grikklands barst hún snemma í fornöld og eru rit þeirra lögð til grundvallar hjer i Vesturlöndum enn í dag. Er ævin- lega vitnað í þau ef um ágreining er að ræða. Mörgum árþúsundum fyrir Kr. barst stjörnuspekin til Austur- landa og var iðkuð í Kína, Japan, Tíbet, Indlandi, Síam og Persíu. Pyþagoras kunni hana og mun hafa flútt hana til Grikklands frá Egypta- landi. Stjörnuspekin hefir verið iðk- uð um allar aldir fram á okkar daga. Rjett er að minnast á eitt eða tvö stórmenni í þessu sambandi og má þá nefna danska stjörnufræðinginn Tycho Brahe og lærisvein hans, Kepler, sem gerði liina alkunnu stundsjá Wallensteins og sagði fyrir um afdrif hans. Þá er íslendingurinn Oddur bisk- up Einarsson, sem var einn af læri- sveinum Tycho Bralies. Hann þekti skiftingu á dýraliringnum, sem ekki er alment notuð af stjörnuspeking- um Vesturlanda, en eru kunnar meðal indverskra og austrænna stjörnuspekinga. Ber greinarkorn vott um það, sem Jón Trausti reit eitt sinn í „Skirni“ um sýnir Odds biskups, og er þar klausa, sem hann tólc úr handriti eftir liann i Lands- bókásafninu. Nú á tímum fást fjölda manna við stjörnuspeki og er hún mjög útbreidd víða um heim. Það er tal- ið að þeir skifti hundruðum þús- unda, sem hafa kynst lienni í Banda- ríkjum Norður-Ameríku. í Englandi hafa margir menn fengist við hana jáfnvel frá því snemma á nitjándu öld og nú skifta þeir mörgum hudr- uðum hjer á landi. sem fást við hana og fer þeim stöðugt fjölgandi. Því ber ekki að neita að nokkuð hefir borið á „fúski“ og bögubósa- liætti í þessari grein, eins og fleir- um, og hefir það orðið til þess að lítilsvirða liana. Þess vegna hafa þeir, sem vilja reka þessi fræði á heilbrigðum grundvelli myndað með sjer fjelagsskap í því skyni að reka stjörnuspekina eingöngu á fræðileg- um grundvelli og vinna gegn allri misnotkun hennar. Þessi fjelög gera því strangar kröfur til fjelaga sinna um það að vinna þetta fræðikerfi samkvæmt- þeim fornu og viður- kendu grundvallarreglum, sem geymst liafa og varðveist frá upp- hafi vega, og að hvika ekki frá, þeim í neinu. Þess vegna hafa stjörnu- spekingar Englands myndað með sjer fjelagsskap í þessu skyni og reka skóla, sem menn geta fengið að- gang til þess að nema þessi fræði og undirbúa sig til þess að verða hafa stjörnuspekingar í Ameríku atvinnustjörnuspekingar. Einnig fylgt í fótspor þeirra og myndað fjelag, sem veitir viðtöku bæði fje- BRETÁKONUNGUR í N.-AFRÍKU. Eftir að lokasigurinn var unninn í Norður-Afríku í vor heimsótti George Bretakonungur 1. og 8. herinn, flotann og flugherinn og heri Bandaríkjanna og Frakka þar. Hann sæmdi við það tækifæri Eisenhower herstjóra stórkrossi Bath-orð- unnar. í för með konungi voru sir James Grigg hermálaráð- herra og sir Archibald Sinclair flugmálaráðherra. Hjer sjest konungurinn í herskoðun ásamt Clark hershöfðingja. Það er ameríska heiðursfylkingin, sem þeir ganga fram hjá. FALL PANTELLARIA. Myndin er tekin klukkutima eftir að eyvirkið Pantellaria fjell í hendur Bandamanna. í fjörunni sjást ítalskir fangar vera að þvo sjer. Iögum og einstaklingum. Heitir enska fjelagið: Federation of British Astro- logers, FBA, en liið ameriska: Amer- ican Federation of Scientific Astro- logers, AFSA. —- Bækur hafa verið sayidar og gefnar út af þeim, sern skarað hafa fram úr i þessum fræð- um og eru til bæði eldri og yngri rilgerðir og rit um þessi efni. Er sumt af því ætlað almenningi til notkunar, en hitt er einungis ritað fyrir nemendur og þá sem eru orðnir lærðir í þessum fræðum. Til eru brjefaviðskiftaskólar í stjörnuspeki og jafngilda þeir hinum r^glulegu stjörnuspekiskóluin og geta menn fengið þá keypta og þegar þeir hafa lesið þá, eru þeim sendar prófspurn- ingar til úrlausnar og fá svo próf- vottorð samkvæmt því. Meira. Jón Árnason, MAFSA. m r+t e+t -HXLO ' etr inluJra. MILO Úú HtÍLP . ÁRNI JÓNSS OIV»,„ HAFNAHSTR.S BEYKJAVIKiív

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.