Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N O YNP/W LE/&N&URNIR Þroskuð hindber „Það er yndislegt að eiga heima í sveitinni í sumar," sagði Geirþrúður og tók litlu spónakörfuna sína. „Nú getum við týnt eins mikið af hind- berjum og okkur lystir, og gert úr þeim mauk.“ „Já, pönnukökur með hindberja- mauki er það besta, sein jeg veit, sagði Áki frændi liennar, sem var i heimsókn. „Hvað ætlarðu að gera við þessa körfu?“ „Jeg ætla út i runnan hjá malara- enginu,“ svaraði Geirþrúður; „þar er fult af hindberjum, sem enginn tínir.“ „Það hlýtur að vera leiðinlegt verk,“ sagði Áki. „Jeg hjelt að þú ætlaðir að tína hindberin í garð- inum hjerna.“ „Mamma gerir það sjálf. En vilj- irðu ekki koma með þá fer jeg ein.“ En Áki vildi nú verða samferða og svo fóru þau. Þarna var lieil flækja af hindberjagrösum og mik- ið af rauðum berjum, en þau voru smærri en berin í garðinum. Börn- in tíndu lengi, en svo reif Áki sig á þyrnum og líka var hann orðinn svangur, svo að hann hljóp heim. Skógarálfarnir höfðu mikið að hugsa um þessar mundir. „Það er gott að veðrið skuli vera svona gott um berjatímann,“ sagði sá álfur- inn, sem sá um berjamaukið álf- anna. Þetta var Ijómandi dugleg álfamær, og staða liennar var með þeim veglegustu i álfaríkinu. „Nú ættum við að tína hindberin og sulta þau,“ sagði aðstoðarmær hennar, sem var nærri því eins tig- in og hin. „Það skulum við gera, þetta er allra besti timinn, held jeg. Og við gerum boð eftir Snipp, Snapp og Snúrra, þeir vilja hjálpa til en voru of litlir til þess í fyrra. En nú eru þeir orðnir nógu stórir.“ Allir álfarnir hafa nefnilega mikið að gera nema þeir yngstu. Þið skuluð ekki lialda, að þeir geti lifað á því að dansa í tunglsljósi. Snipp, Snapp og Snúrri voru bræður, og þeir urðu glaðir þegar þeim var boðið í berjatinsluna. „Þið skuluð ekki tína í skóginum þar sem gamla eikin stendur,“ sagði gamla álfkonan, „þar er ekki nokk- urt ber eftir, því að á sunnudaginn komu þangað slæmir krakkar, sem rifu alt og tættu.“ „Æ, það var Ieiðinlegt,“ sagði Snipp. Eigum við að reyna í kjarrinu í í Skógarbrekku?“ spurði Snapp. „Það skuluð þið ekki,“ sagði Marteinn Hjeri, sem heyrði hvað þeir voru að tala um. „Kjarrið er í skugga og berin græn eða Ijós enn- þá. Bíðið þið þangað til í næstu viku, þá verða þau orðin rauð. Jeg veit það, þvi að jeg á sjálfur heima í Skógarbrekku.“ „Þá verðum við að bíða,“ sagði Snúrri. „Reynið þið í kjarrinu við gömlu rústirnar!" sagði leðurblaka, sem flögraði hjá. „Jeg er vön að sofa í rústunum þegar sólin skín á daginn, en nýlega heyrði jeg fólk vera að tala um, að nú væru berin bráðum liroskuð. Þið ættuð að flýta ykkur að ná í þau áður en fólkið hirðir |>au.“ Þetta þótti bræðrunum gott ráð og svo flugu þeir af stað. „Þið eruð einstaklega duglegir,“ sagði berjamauksálfurinn. „Þið meg- ið gjarnan jeta nokkur ber, úr því að þið eruð svona duglegir.“ Snipp og Snapp urðu upp með sjer við lirósið, en Snúrri sneyptist — því að hann hafði þegar jetið nokkur ber. En hann lijet þvi með sjálfum sjer að verða iðnari en áð- ur, og svo flugu þeir af stað aftur. „Nú sje jeg hvergi fleiri þroskuð hindber!“ sagði Snapp og' skimaði alt i kringum sig. „Jeg ekki heldur,“ sagði Snipp og Snúrri sagði það sama. „En vitið þið hvert við skulum fljúga núna?“ hjelt hann áfram. „Þið munið eftir kjarrinu við maíaraeng- ið, þar er mikið af berjum. Við skulum tína þar.“ Og svo flugu þeir af stað, að það vildi svo til að þeir byrjuðu að lína næst skóginum, en Geirþrúður og Áki voru næst veginum, svo að hvorugir vissu af öðrum. Álfarnir höfðu tint lengi og voru svó önnum kafnir að þeir tóku ekk- ert /eftir þegar hún Branda, beljan malarans, kom upp í kjarrið, þvi að hún hafði tekið eftir einhverjum skrítnum fiðrildum, sem flugu inn- anum hindberin. En þessi fiðrildi voru engir aðrir en Snipp, Snapp og Snúrri, en það vissi Branda ekki. Hún rak liausinn inn á milli hind- berjastönglanna til þess að sjá bet- ur, cn þá urðu álfarnir svo hræddir, að þeir mistu berjakörfurnar sínar. „Æ, hvaða hræðilega ófreskja er þetta!“ hrópaði Snúrri og datt aftur fyrir sig af liræðslu. En Snipp liljóp útundan sjer og Snapp reyndi að hlaupa, en datt um körfuna sína. Þetta heyrði Geirþrúður. Þá ♦ar Áki farinn lieim en hún sat alein og livíldi sig, því að veðrið var svo heitt. Og nú kom hún auga á álf- ana þrjá. „Æ, Branda, þú gerir þá hrædda!“ sagði liún og stóð upp. Branda var ullra besta kýr og þegar Geirþrúð- ur tók i hálsbandið hennar flutti hún sig út úr kjarrinu og fór að bita á enginu. En Geirþrúður læddist varlega til baka og horfði á litlu álfana, sem voru að tina berin upp í körfurnar sínar. „Þakka þjer fyrir hjálpina,“ sögðu þeir og gægðust til liennar. Þetta var í fyrsta sinni sem þeir höfðu sjeð menskt harn. „Getið þið líka tínt hindber?" sagði hún forviða. „Já, víst gerum við það,“ svaraði Snipp. „Hvað heldurðu að við ætt- um annars að borða i vetur? Við álfarnir tínum öll vilt ber, sem við getum, og sjóðum úr þeim mauk. Og þessvegna finst okkur ekki gam- an þegar mannfólkið tekur berin frá okkur.í* Geirþrúði tók þetta sárt, því að hún þurfti ekki að tína vilt ber. „Þið megið gjarnan fá berin mín,“ sagði hún og rjetti þeim körfuna. Þið hefðuð átt að sjá hvað álf- arnir urðu glaðir. Svona mörg hind- ber höfðu þeir aldrei sjeð i einu. Móðirin (sem er einstaklega ó- frið): — Finst yður ekki að dreng- urinn minn sje talsvert likur injer? Gestur: — Hm! Jú-ú! En það hef- ir langt um minni þýðingu fyrir drengi. — Sonur yðar hefir náð' miklu gengi á lifsleiðinni, er ekki svo? — Jú, jeg hefði nú haldið það. Fyrir þremur árum gekk hann i notuðum fötum af mjer, en nú geng jeg í notuðum fötum af honum. — Frú Randvers hlýtur að hafa unnið i liappdrættinu. Sjáðu bara þennan fallega hatt, sem hún hefir keypt sjer! — Já, peningarnir eru ekki lengi að stiga henni til höfuðs. Kennarinn: — Hvar liggur Mad- eira, óskar litli? Óskar: — Heima í vinkjallaran- um hans pabba. — Læknirinn er þvi miður i sum- arfríi. En þjer viljið máske tala við aðstoðarlæknirinn hans? — Nei, þakka yður fyrir. Þetta er guði sje lof króniskur sjúkdóm- ur, sem jeg geng raeð, svo að jeg get vel beðið þangað til læknirinn kem- ur heiin. Hann: — Þessi nýja eldhússtúlka býr til ágætan mat. Þetta er prýði- legur miðdegisverður! Frúin: — En jeg hefi nú hjálpað henni. Hann: — En maturinn er alveg ágætur samt. — Þetta er í annað skiftið, sem jeg verð að biðja þig um þessar tuttugu krónur, sem jeg lánaði þjer! — Þótti engum mikið. Varð jeg kanske ekki að biðja þig átta sinn- um um þær, þegar þú lánaðir mjer þær? Þeir þökkuðu og jiökkuðu og loks sögðu þeir: „Viltu koma með okkur heim og smakka á maukinu okkar. Þú mátt það ef þú vilt.“ Og Geirþrúður var til i það og svo fóru þau öll inn í skóg — þar sem berjúamauksálfurinn var að brasa. Þar fjekk Geirþrúður ljóm- andi gott berjamauk. Bræðurnir hjálpuðu til, Snipp flaug með körf- ur, Snapp hrærði í pottinum og Snúrri batt pappír yfir krukkurnar. En síðar gat Geirþrúður aldrei fundið þennan stað í skóginum. En hún vissi að hún hafði verið þar, þvi að karfan hennar var alveg tóm þegar Áki kom að sækja hana í matinn. • Frá Svatt: (við frú Pratt, sem er að setjast inn i flugvjelina sína): — Hvert eruð þjer nú að fara, frú Pratt? Frú Pratt: — Upp i Borgarnes. Það borgar sig ekki að kaupa ket- deigið lijerna á Laugaveginum, úr þvi maður getur fengið það fimm auruín ódýrara í Borgarnesi. Pjesi: — Hvað er það, sem hefir fjóra fætur, eú getur þó ekki gengið? Drjesi: — Þvi get jeg ekki svarað. Pjesi: — Þa, er bæði borð og stóll, eldavjel, komóða og fleira. Líkingamál. Hún: — Hvar hefir þú keypt þess- ar buxur? Þær eru sniðnar á þig eins og lianski. Hann: — Já, því er nú ver. Jeg vildi óska, að þær hefðu verið sniðn- ar á mig eins og buxur. Sonurinn: — Altaf ertu jafn hepp- inn, pabbi. Nú þarftu ekki að kaupa eina einustu nýja bók handa mjer i haust. Faðirinn: — Jæja. Hvað kemur til þess? Sonurinn: — Jeg á að sitja áfram í þriðja bekk. Sama sagan. Hann: (les i blaði): — Við Norr- torpa hafa þeir grafið upp í forn- rústum glerbrot og brotnar krukkur, sem er um 3000 ára gamalt. Frúin: — Ja, þessar vinnukonur, Drottinn minn! Faðirinn: — Já, sonur minn. — Svona er nú sagan af honum föður þínum og' fyrri heimsstyrjöldinni. Sonurinn (hugsandi): — En heyrðu pabbi. Til hvers notuðu þeir þá alla hina hermennina?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.