Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N XI Theodór Arnason: Öperur, sem lifa Dóttir hErdEiIdarinnap La Figlia del Reggimento Efnis-ágrip Ópera i tveim þáttum eftir italsku tónskáldið Donizetti (1797—1848). Textinn er eftir höfundana Bayard og St. Georges. Frumsýningar: Opera Comique Paris 11. febrúar 1840, Her Majestiy’s, London 27. mai 1847, New Orleans i Bandaríkjunum 7. mars 1843. ítalska tónskáldið Donzetti samdi 60 til 70 söngleiki, sem flestum var fagnað vel bæði í Ítalíu og Frakk- landi á sínum tíma, en urðu þó ekki ianglífir, því að einir þrir þeirra lifa. Lucezia Borgia, Lucia di Lam- mermoor og Dóttir herdeildarinnar1 sem hjer verður nú sagt frá. En þessir söngleikir eru þá líka mjög vinsælir, ekki síst Dóttir herdeildar- innar, og eru teknir fram alt af öðru hvoru á óperuleikhúsum víðs- vegar um heim. í Danmörku er t. d. þessi söngleikur sjerstaklega vin- sæll og eru tónsmiðar úr honum t. d. teknar upp í ýms „albúm“ fyrir pí- anó, og þvi kunnar svo að segja á hverju heimili, þar sem píanó er til. — En alt hitt er gleymt. Það er grát- broslegt þetla, en þetta er býsna al- geng staðreynd, að óperur, sem samdar voru á liinu svo nefnda söng-virtúósa-tímabili og oft samdir í „hvellinum“ fyrir slíka söngvara (eftir þvi hvernig raddirnar voru), voru ekki annað en glæsilegt, inni- baldslaust ljettmeti, sem ef til vill átti aðeins við . ákveðna söngmenn eða söngkonur persónulega, og urðu að listavcrkum í afburðameðferð þeirra, en voru ekki á annara með- færi við að fást og var þá fleygt þegar að lilutaðeigandi snillingar fjellu frá. Þannig var þetta um fjöld- an allan af óperum Donizettis. í þeim „brillieraði“ margt ágætra söngvara, karla og kvenna, og bljes i þá lifi. Þar má nefna Jenny Lind, Mario, Pasta, Rubini, Grisi, La- blache o. fl„ hið ágætasta söngfólk, sem uppi hefir verið. Annað er líka talið ástæða til þess, að söngleikir Donizettis urðu skammlífir, sem sje það: að liann gerði sjer leik að þvi að semja þá á örskömmum tíma: viku, hálfum mánuði, og heila þætti samdi liann á örfáum klukkustund- um. Það er tæpast von til þess, að slík verk geti staðist langvarandi hnjask. Dóttir herdeildarinnar, eða tón- listin við þessa óperu er sambland af ísmeygilegri italskri lyrik og frönsku Ijeltlyndi, gáska, og smelln- um „uppáfyndingum“. Og textinn gef ur tilefni til þessa, og er talinn mjög sæmilegur, enda er sagt að Donizetti hafi haft þar hönd i bagga lika, sem oftar, þó gð aðrir sjeu taldir höf- undar. Fyrri þátturinn gerist nálægt Bol- *) Menn kannast ef til vill betur við þessa óperu með danska heitinu: Regimentets Datter. ogne, árið 1815, en annar þáttur í kastala markgreifafrúarinnar af Maggioriviglio.. Mary er munaðarleysingi, sem frakkneskur liðþjálfi að nafni Sal- pice hefir „fundið“ og alið upp og veitt nokkra fræðslu, hún er þesfc vegna eins og tilheyrandi herdeild- inni hans, sem er í hernaði á ftaliu. Hún er nefnd „dóttir“ herdeildar- innar, sem hefir alið hana upp, og hún er orðin fullvaxta, greind og glaðlynd stúlka, fjörmikil og táp- mikil, yndi og eftirlæti allra her- mannanna í herdeildinni. Tonio er ungur Svisslendingur, sem felt hefir ástarhug til Mary, en hermennirnir gruna hann um að vera njósnara, og til stendur að hann “verði hengdur. En hann hafði kom- ið til herbúðanna i þeim einum til- gangi að sjá Mary. Þetta vissi hún og segir fóstrum sínum það, og bæt- ir því við, áð þessi ungi maður hafi einu sinni bjargað lífi liennar. Það hafði þá.legið við, að hún hrapaði i klettum, en Tonio afstýrði því, með miklu snarræði. Þetta breytti öllu viðhorfi, og þegar hann tjáir þeim löngun sína til þess að niega gerast „einn af þeim“ og ganga í herdeild- ina, er það fúslega veitt. Þegar her- mennirnir eru farnir leiðar sinnar, og þau eru ein eftir, Mary og Tony, tjáir hann henni ást sína, en Mary tekur honum með blíðu. Er nú þeg- ar leitað samþykkis hermannanna, fóstra hennar, til ráðaliagsins, og veita þeir það. En þegar verið er að bq'llaleggja um þetta, kemur markgreifinn af Maggiorivoglio á sjónarsviðið, og breytast nú ölí við- horf. Svo stendur á, að þegar Sulpice fann Mary, fann hann og í fórum hennar brjef, sem skrifað var utan á til markgreifa með þessu nafni. Hafði Sulpice, geymt brjefið vand- Iega og sýnir það markgreifafrúnni. Brjefið ber það með sjer að Mary er frænka greifafrúarinnar, og að sjálfsögðu þvertekur sú tigna frú fyrir það, að frænka sín giftist hin- um lítilmótlega Svisslendingi, en krefst þess hins vcgar, að fóstrar Mary afhendi sjer hana. Mary kveð- ur fóstra sína og elskhuga, sárhrygg og grátandi, en Tonio ákveður, að veita henni eftirför. En nú er búið að skrá hann sem liðsmann í her- deildina, og honum er neitað um far- arleyfi. Sulpice og öll lierdeildin bölva hinni tignu frú í sand og ösku fyrir að ræna þá dóttur þeirra. Mary er komin til kastala frænku sinnar í öðrum þætti. 'Búið er að útvega henni kennara i ótal fræði- greinum, svo að liún geti orðið, sem fullkomnust hefðarmey, en henni getur ekki úr minni liðið hið frjáls- lega lif með dátunum, sem lienni hafði þótt svo undur vænt um, og í stað þess að æfa sig i aríum og mansöngvum, eins og fyrir hana var lagt, því hún hefir góða söngrödd, syngur hún og kvakar hermanna- söngva og sittlivað annað mjög svo veraldlegt, frænku sinni til mikillar raunar. Og ekki getur hún heldur gleymt Tonio. Það hefir verið mik- ið að henni lagt að játast aðalsmanni nokkrum, og svo fara leikar, að nærri stappar, að henni sje þröngvað til þessa. En þá heyrir hún trumbu- slátt og lúðurblástur, sem lætur henni heldur en ekki vel í eyrum, þvi að hún kannast svo ákaflega vel við hann. Það er herdeildin liennar á ferð og Tonio er foringi hennar. Hann liefir hækkað í tigninni, fyrir hreysti og liugrekki í bardögum. Hann væntir nú þess, að þetta muni bæta fyrir sjer hjá greifafrúnni, og biður hana nú aftur að gefa sjer Mary. En honum er .þverneitað öðru sinni. Hann stingur þá upp á því við Mary, sem honum tekst að tala við fáein orð, svo að aðrir heyra ekki, — að hún flýi með honum. En nú kemur greifafrúin aflur til sögunnar, og tjáir hún Mary, að hún sje dóttir sín, en ekki frænka. Hafi hún átt hana utan hjónabands, á yngri árum sínum, með liðsforingja af lágum stigum, en hann liafði fall- ið í hernaði, litlu síðar. Hún hafi leynt skyldfólk sitt þessu, en þar eð það er augljóst, að liún hefir meira vald á Mary eftir en áður, þorir veslings stúlkan ekki að óhlýðnast henni, og þó henni sje það þvert um geð, lætur hún loks tilleiðast að segja Tony upp. Greifafrúin býður nú fjölda gesta, til þess að halda upp á trú- lofun dóttur sinnar og aðalsmanns- ins, sem er sonur nágrannakonu hennar. En hinir tryggu vinir Mary, hermennirnir, koma nú öllum á ó- vart, til þess að bjarga henni úr þeessum óhugnanlegu tengslum, við mann, sem hún vill hvorki heyra nje sjá, og gera boðsgestina alveg forviða, me$ þvi að segja þeim frá uppvaxtarárum „dóttur“ þeirra. Það Jafnvel þó að þjer verðið að komast af með minna Rinso en áður, þarf þvotturinn ekki að lfða neinn baga við það. Rinso er svo kröftugt. að hægt «r að þvo, þó að ei sje notað meira vatn en svo að rjett renni yfir þvottinn, þegar honum er vel þjappað saman. Því minna vatn sem þjer notið, því minna Rinso þurfið þjer. Rinso liafði nú verið að því komið að Mary væri látin undirrita hjóna- bandssamninginn, en greifafrúin kemst nú svo við af þessari frásögn hermannanna og því, hversu aug- ljóst það er, að þeim þykir öllum vænt um hana og þeir bera hag hennar fyrir brjósti, að hún sigrast á stórlætinu og samþykkir ráðahag þeirra Tonio og Mary. Sulpice og hermenn hans æpa nú allir í einum kór fagnaðaróp, — en hinir hátignu gestir hafa sig á brott hljóðlega, og stórum hneykslaðir. Ozolo Desinfector er ómissandi i vaska, salerni og í uppþvott- arvatnið. Ilm- urinn gjör- breytir hibýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Egils ávaxtadrykkir Hrærið vel sápulöður úr Rinso og vatni úr heita krananum og þvælið hvíta þvottinn yðar_úr jjvottavatninu í 12 mínútur. Þegar þjer hafið tekið hvíta þvottinn yðar upp úr, þá pvælið þjer mislita þvottinu úr sama vatninu í 12 mínútur. Með því sparið þjer þriðjung af því Rinso, sem þjer notið ' venjulega, og þvotturinn yðar I lítur ljómandi fallega út, eigi ! að síður. Engin suöa— gerir þ\rottinn hreinan X-K 200/1-151

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.