Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 28 dunda viö aÖ kveikja upp eldinn. Aö því loknu setti hann upp vatn og sótti böggul- inn sinn, sem var geymdur i rúmshorninu. Hann náði sjer í hreina, hvíta skyrtu og hreiddi úr henni á borðið. Svo tók hann upp sápuna sína og rakáhöldin. Hann dró leistana utan af stígvjelunum og fleygði þeim í eldinn. Þegar vatnið sauð í skaft- pottinum hitaði hann sjer meira vatn í fötu. Hann snyrti sig af meiri alúð en venja hans var. Hann fór úr öllu og þvoði sjer frá hvirfli til ilja, Rakaði sig og snurfus- aði, burstaði stígvjelin sín og fötin eftir bestu getu. Hann fór svo hægt að öllu af ásettu ráði, svo að það stóð nokkurnveginn heima, að þegar hann var orðinn hreinn og strokinn og byrjaður að updirbúa morg- unhressingu, heyrði hann hljóð úti fyrir — hljóð, sem hann var farinn að kannast við — skröltið í kerrunni, málróm Toms gamla, ýlfrið í tíkinni og hið Ijetta fóta- tak asnans. Því næst heyrðist hringl í ak- týgjum og dynkur, er vagnkjálkarnir voru reistir upp við kofavegginn. Sjómaðurinn gekk til dyra og lauk upp. P'yrst kom Betty, síðah Tom og skaut lok- unni ,fyrir. „Jæja?“ sagði sjómaðurinn. Tom rak upp stór augu þegar honum varð litið á félaga sinn. „Skárri eru það r.ú fínheitin!" sagði hann.. „Kliptur, kemd- ur, þveginn, kominn er hann á stallinn . . „Sjálfsagt að halda sjer til, Stubbur. Þetta er merkisdagur . .. .“ Hann var alt í einu alvarlegur og sagði: „ Skelfing ertu þreytu- legur, drengur.“ „Vertu ekki að gera veður út af mjer!“ svaraði sjómaðurinn önugur. „Segðu mjer heldur eitthvað í frjettum.“ Tom hló. „Jeg hefði ekki þurft að fara þarna ofan eftir, þegar öllu var á botn- inn hvolft. Sá, sem þú várst smeykastur um, þessi með heilahristinginn — hann var búinn að ná sjer pilturinn, og það var hann sem hleypti hinum fuglunum út úr húrinu. í sömu svifum og jeg kom þarna aðvífandi, og er að brjóta heilann um ein- hverja átyllu til að rekast þarna inn .... kemur þá ekki þessi með heilahristinginn, askvaðandi upp á veginn til mín eins og vitlaus maður, baðandi út öllum öngum cg hrópandi á hjálp! Jeg bregð auðvitað skjótt og vel við, eins og hjálpsömum veg- faranda sæmir, fer með honum heim að húsinu, og klifra á eflir honum inn um eldhúsgluggann, því að ekki hafði liann haft sinnu á að opna! Svo leystum við hina þrjá .... en bágt átti jeg með mig, það veit sá sem alt veit. Mjer er óskiljan- legt, hvernig jeg fór að því að skella ekki upp úr. En því lík hundaliepni, Stubbur! Því að ef maðurinn hefði ekki verið svona ruglaður, hefði hann ekki farið að æpa á hjálp, og þá væri jeg ekki til frásagnar. Mjer hefði sem sje aldrei dottið í liug að vaða þarna inn, nema jeg gæti rjettlætt nærveru mína.“ Tom þagnaði og hláturinn sauð niður í lionum. Sjómaðurinn gat ekki varist brosi og sagði: „Hann hefir hlotið að vakna við skröltið í kerrunni. Jeg er feginn, að jeg gerði ekki alveg út af við hann. Sögðu þeir nokkuð sjerstakt?“ „Sögðu þeir ....!“ Tom brosti út að eyrum. „Mig liafði aldrei órað Jyrir því, að lögreglan rjeði yfir öðrum eins orðaforða. Það var dásamlegt að lilusta á þá! Eink- um á orðbragð liðþjálfans. Þeir tóku það loforð af nijer að steinþegja yfir öllu saman. Jeg hjelt, að jeg færi nú ekki að breiða þetta út. Ó, nei! Mjer kom það bók- staflega ekkert við, þótt þeir hefðu legið þarna bundnir og keflaðir alla nóttina. Liðþjálfanum var sjerstaklega umhugað um að halda því leyndu. Það væri altaf uóg til af fiflum, sem mundu henda gaman íi.ð óförum lögreglunnar. Jeg Ieyfði mjer þá að segja álit mitt á svoleiðis fólki og sagðist vel skilja, að þetta gæti orðið á- litshnekkir fyrir þá ef sagan kvisaðist. Sem sagt, okkur kom prýðilega saman og að endingu gaf hann mjer í skyn, að jeg þyrfti ekki að þjást af þorsta á meðan jeg dveldi hjer um slóðir! Þeir skyldu sjá fyrir því.“ „Það væri nógu gaman að fá að líta yfir skýrsluna, sem hann sendir inn,“ sagði sjó- maðurinn og kímdi. Tonr kinkaði lcolli. „Já, hún verður ef- laust skemtileg aflestrar.“ Hann leit á borð- ið. „Nú er best, að jeg taki við húsvérkun- um,“ sagði hann og fór að hita te og steikja egg og flesk. Hann blístraði fyrir munni sjer ánægður með lífið. Sjómaðurinn kveikti sjer letilega í pípu og horfði á umstangið í fjelaga sínum. „Jeg held þú ættir að fara að ræsa hans liágöfgi," sagði Tom eftir nokkra mæðu. % „Hann sefur ennþá, syndaselurinn,“ sagði sjómaðurinn, sem bandaði frá sjer reykn- um og gægðist út í hornið. Betty var búin að koma sjer fyrir á gamla staðnum,, án þess að nokkur segði henni. Tom blöskraði: „Sefur!“ sagði liann og hristi pönnuna. „Alveg er það magnað! Heldurðu að þú liefðir getað sofið svona í hans sporum?“ „Hver veit?“ Sjómaðurinn lugði pípu- munnstykkið. „Nú veit hann hvað biður hans og að hann verður að sætta sig við hið óumflýjanlega. Þá kemur vonleysið og sljóleikinn.“ „Það er eittlivað til í þessu hjá þjer . .“ Tom gaut hornauga til fjelaga síns. „Ætlar þú með hann á lögreglustöðina?“ spurði hann. Hinn feut höfði til samþykkis. „Ætli að það sje ekki best .... Gamli maðurinn — hvað hann nú lieitir — Carson, verður þá búinn að fá brjefið með játningunni. Jeg hlýt að fá áheyrn, þegar jeg kem með kón- ann með mjer.“ „Hvenær ferðu?“ „Eins fljótt og hægt er.“ Sjómaðurinn stóð á fætur og teygði sig. „Hvað er klukk- an?“ „Morgunverðurinn er til,“ sagði Tom og byrjaði að skamta á diskana, „og klukkan er rúmlega hálfsjö.“ „Við skulum þá borða, og siðan getur þú skroppið og litið eftir stúlkunni. Á meðan týgjum við Pole okkur til fararinnar.“ „Þið verðið að vera komnir þangað laust fyrir klukkan átta.“ Tom gekk nú að borð- inu og livesti augun á álútt höfuð fjelaga síns. „Hvað sagðirðu annars? Á jeg að fa.ra og vita livernig Vallí líður? Hvers vegná ferðu ekki sjálfur?“ Sjómaðurinn dró stól að borðinu og sett- ist. Hann leit eklci upp. „Jeg kýs heldur að þú farir, sjerðu tij,“ svaraði hann. „Fjandakornið ef jeg sje nokkuð!“ Tom settist og hvesti augun á sjómanninn, sem HÖRUND YÐAR ÞARFNAST FILMSTJÖRNU FEGRUNAR-SNYRTINGAR Ef hörgull verður á Lux handsápunni um stundarsakir í nágrenni viS yður, þá skuluð þjer ekki láta hug- fallast fytir það. Þjer getið látið sápustykkið endast miklu lengur en áður. Því að Lux handsápan gefui svo ríkulegt löður, að aðeins lítið af henni getur gert mikil ahrif Það er eyðsla, til dæmis, að dýfa sápunm i vatnrð, eða láta hana liggja í því. Vætið hendurnar eða þvottaklútinn og strjúkið svo sápustykkinu einu sinni um, og þá fáið þjer nægilegt sápulöður Frægar kvikmyndadísir og aðrar fagrar konur un allan heirn hafa komist að raun um, að besta ráðið til þess að halda hörundinu unglegu og mjúku, er að nóta Lux handsápuna að staðaldri LUX HANDSÁPAN Paramount- stjarnan DOROTHY LAMOUR X-UTS 639,'4-93» L £ V LII - f ra i n kdte lu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.