Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Frú Margrjet ísaksdóttir, Hverfis- gölu 65, varö 65 ára 7. þ. m. Bjarni Gestsson bókbindari, Lauga- vegi 48 Reykjavík, varö 40 ára 2. september síöastliöinn. SUNDLAUGIN í HAFNARFIRÐI. Frh. af bls. 3. margir klefar eru fyrir kvenfólk, hinumegin í forbyggingunni. Úr búningsklefunum verða fyrst á vegi manns steypibaðsklefarnir, þar sem allir verða að skola af sjer áður en þeir fá aðgang að lauginni. Þarna eru einnig saierni og gufubaðsklefi fyrir þá, sem þess óska. Sundlaug- arkennarinn hefir sjerstakt herbergi og einnig er þarna stofa, þar sem liœgt er að kenna sundtökin á þurru. Þetta er opin sundlaug, með háum veggjum alt í kring en gert er ráð fyrir, að bygt verði yfir liana með tíð og tíma. Sjór er notaður i laug- ina og er bann hitaður upp með miðstöðvarhita. Fullkomin hreins- unartæki eru fyrir vatnið. Svo var í upphafi ráð fyrir gert, að fjár til laugarinnar yrði fengið með frjálsum samskotum, en brátt kom á daginn að þetta fyrirtæki yrði svo dýrt, að ókieift yrði að koma því fram nema með aðstoð ríkis og bæjar. Söfnuðust þó 30.000 krónur í gjöfum frá fjelögum og ein- staklingum en mestan hluta kostnað- ar ber Hafnarfjarðarbær og svo ríkið, samkvæmt lögum. Allur kostn- aður hefir margfaldast siðan bygg- ing laugarinnar var hafin árið 1940. Um framkvæmdir allar hefir sjeð sjerstök sundlaugarnefnd. Formað- ur hennar er Guðmundur Gissurar- son, skipaður í nefndina af Hafnar- fjarðarbæ, og flutti hann ítarlega ræðu við vígslu laugarinnar, 29. ágúst. Með honum eru þessir í nefnd- inni: Loftur Bjarnason útgerðarmað- ur, frá Skipstjóra- og stýrimanna- Ellilaun og örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur fyri árið 1944 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borgarstjóra, Pósthússtræti 7, herbergi nr. 19, 2. liæð, alla virka daga kl. 10—12 og 2—5 nema laugardaga eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðublöð á sama tíma frá 1. september. Þeir eru sjerstaklega beðnir að vera við því búnir að gefa upplýs- ingar um eignir sínar og tekjur frá 1. okt. 1942 og um framfærsluskylda vensla- menn sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra, maka). Þeir, sem sækja um örorkubætur íyrir árið 1944 og hafa ekki notið þeirra árið 1943, verða að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar rík- isins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð, nema þeir fái sjerstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rjettum tíma, mega þeir búast við Jþví, að þær verði ekki telcnar til greina. BORGARSTJÓRESTN í REYKJAVlK Siguröur Guömundsson klœöskera- rneistari varö fimtugur nýlega. Hann hefir um langt skeið rekið dömu- klæöskeraverslun og saumastofu og um eiui lengra skeið, eöa nálægt ald- arfjórðungi .haldið .dansskóla . i Reykjavík. Byrjaöi hann dansnám sitt hjá frú Stefaníu Guðmundsdótt- ur fyrir 35 árum, en mentaöist síö- an hjá Carl Carlsen danskennara í Kaupmannahöfn. — í tilefni af af- mælinu gaf hann Náttúrulœkninga- fjelaginu gjöf Uil minningar um látna móður sina og systur, — 5000 krónur, er eiga aö verða vísir til byggingarsjóðs er kosti skýli, sem fjelagiö ætlar sjer aö byggja...... fjelaginu „Kári“, Hállsteiin ;; p " son íþróttakennari, f. li. barnaskól- ans, Grímur Kr. Andrjesson frá Verkamannafjelaginu Hlíf, Hermann GuSmundsson f. h. íþróttafjelaganna í HafnarfirSi og Jóngeir DavíSsson frá Sjómannafjelagi HafnarfjarSar. Er almennur fögnuSur í Hafnar- firði yfir því aS hafa fengiS sina eigin heilsulind, því aS hingaS til hafa þeir orSiS aS leita til Reykja- víkur til aS synda í yljuSu vatni. Fertnpr iþróttafrSmntlnr. Ármann er nú eitt slærsta íþrótta- fjelag landsins og þykir jafnan erfitt viSureignar á kappmótum aS ganga af þvi með sigri. ÞaS hefir starfaS markvisst og af kappi, og þelta er aldrei aS þakka meSlimahópnum ein um, heldur fyrst og fremst góSri stjórn og dugleguin kennurum. Og Ármann hefir átt livorttveggja. Þar hefir t. d. sami maSur setiS i stjórn í 19 ár, ;þar af sem formaSur siSustu 15 árin. Bendir þaS á, aS rjettur maSur inuni þar sitja á rjettuin staS, úr því aS stjórnarskiftin eru svo fátíS. Þarna er þó fult „þingræSi“ — en hvaS mundu menn segja um þingræSisráSherra, sem sæti í sama sessinum í 15 ár eSa 19. ÞaS var þvi ástæSa til aS furSa sig á því, er þaS spurðist, í vikunni sem leiS, aS þessi hæstráSandi Ár- manns væri ekki nema fertugur, eSa aS komast á þann aldur, er menn byrja aS komast til virSinga. Þetta reyndist þó klára sannleikur. Jens GuSbjörnsson varS ekki nema fer- tugur á mánudaginn annan en var, og mun mörgum þykja lygilegt, sem ekki þekkja hann í sjón en aSeins af afspurn. Svo langt finst mönnum síSan þeir fóru aS heyra liann nefndan. ÞaS er ómetanlegt og ótrúlega mikiS starf, sem liggur eftir Jens í þágu Ármanns. Nú skyldi einhver halda, að hann hlyti aS hafa van- rækt skyldustörf sín, en hann er verkstjóri Fjelagsbókbandsins og hef- ir starfaS þar i 25 ár. En ekki er þaö aS sjá aS svo hafi verið, því aS húsbóndi hans, Þorleifur Gunnars- son færSi honum aS gjöf vandaS gullúr á afmælinu í þakklætisskyni fyrir frábærlega unniS starf. Hafi Jens GuSbjörnsson ekki vitaS þaS fyr þá veit liann þaS nú, aS hann á marga vini. Það er vafasamt hvort noklcur íslendingur hefir á fertugsafmæli sínu fundiS jafn (ilý- leg vinarhót og fengiS jafn óskoraÖ þakklæti jafn margra og Jens fjekk á afmælisdaginn sinn. ÞaÖ rigndi yfir hann skeytum og blómum og gjöfum. Stjórn Ármanns færSi lionum aS gjöf gullliring meS merki Ármanns og hver einasta íþróttagrein innan fjelagsins færSi honum gjafir. Þátttakendur í frjáls- um íþróttum færSu honum gullúr ofan á þaS, sem áður er nefnt, og eigi er hjer rúm til aS nefna allar þær gjafir, sem honum bárust. Þeir sem þekkja til starfs Jens Guðbjörnssonar furða sig ekkert á þessu, en finst hann vel áS heiðri þeim kominn, sem honum hefir ver- ið sýndur. Hann hefir sameinað í einni persónu dugnað, lipurð og lægni á því að vekja áhuga fjelags- manna sinna og halda honum vak- andi. En hitt er ekki að efa, að þetta hefir oft kostað hann langan vinnu- dag, sem mundi nema stórum upp- liæSum, ef greiða skyldi með eftir- vinnu- eða lielgidagakaupi. En starf Jens i þágu iþróttanna mun nær ein- göngu teljast til þeirra flokka. Velunnendur Ármanns munu ein- huga óska þess, að fjelagiS fái að njóta hans sem lengst. Þrátt fyrir alt striðið hefir hann eigi látið á sjá, enda er hann sannur íþrótta- maður með því íþróttahugarfari, sem alla piætti prýSa. -----J---

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.