Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Baftkastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Skraddaraþankai. V í blaSinu Vísi er Hörður Bjarna- son bæjarskipulags'fræðingur að byrja að skrifa um skipulagsmál Reykjavíkur og mun hann ræða málið bæði frá sjónarmiði l'egurð- ar og jjcss sem hagfelt er. Þetta er vel farið, þvi að svo mikill ambögu- háttur hefir ríkt í þessum efnum hjer í sjálfum höfuðstaðnum að raun er að. Og gott að Hörðúr skyldi veljast til þessa, þvi að hann hefir sýnt það áður, að hann er maður smekkvís og blöskrar sinnuleysið, sem ríkjandi er í þessum málum. Hjer á þessum stað hefir við og við verið vikið að þessum málum og drepið á þörfina sem á þvi er, að lijer bindist ráðandi menn — en það eru í þessu efni allir hús- eigendur í bænum — samtökum um að hætta að tilbiðja afkáraháttinn og smekkleysið. Það má að vísu segja, að mjög hafi breyst til batn- aðar í þessu lilliti á síðari árum, síðan fleiri sjerfræðingum í húsa- byggingum varð á að skipa, en þó má ýmislegt að síðari verkum finna, og svo er það mikið verk að bæta fyrir eldri syndir. Við fordæmum aðgerðir sveitabænda, er þeir reisa náðhús á traustum steinsteypu- grunni beint fyrir framan bæjar- dyrnar hjá sjer. En er sumt betra, sem aðhafst er hjer í Reykjavík? Á hverju ári eru bygð hús hjer, sem bersýnilega verða Þrándur í gölu framtíðarskipulags gatna í Reykjavík. Hjer er leyft að byggja smá hús og stór i sömu götunni, svo að húsaröðin verður eins og tann- garður í manni,’ sem mist liefir aðra eða þriðju hverja tönn. Og þetta eru steinhús, sem því miður geta enst margar aldir. Það gerði minna til meðan bygt var úr timbri, þvi að þau hús fyrnast fljótt eða brenna. En þær verða ljótur minnisvarði um smekk Reykvíkinga á öndverðri luttugustu öld sumar þessar smeklc- leysur og vitleysur, sem þeir hafa steypt í stein. Annars er það undarlegt livernig smekleysið og andhælisháturinn hef- ir náð að festa rætur hjer, þvi að hitt vita allir, að Reykvíkingum er mjög sýnt um að fegra og prýða hi- býli sín hið innra. Maður rekur sig svo oft á afkáralega bygð og afkára- lega sett hús, en þegar inn er komið blasa við vistlegar stofur. Það er sagan um kölkuðu grafirnar — en öfug þó. Ný íramhaldssana. Það er engum vafa bundið, að þessir drengir, sem Iiafa gefið sig fram til þessarar vinnu, hafa gagn af þvi — og flestir gaman, eftirá. Það hefir verið hörnmlega vanrækt á mörgum heimilum, að lialda börn- unum til vinnu og láta þau læra sem flesta vínnu. Því er sem er: að svo mörg börn Ienda í hálfgerðij og algeru iðjuleysi, sem getur haft áhrif á allan æfiferil þeirra. Sum lieimili hafa ekki tök á að koma börnum sínum i sveit. En eru ekki næg verkefni nærtæk hjer, sem hæft gætu börnum. Bærinn á mik- ið óræktað land hjer i kring. Það gæti verið skemtilegur og nytsamur SJÚKRAFLUTNINGUR' í FLUGYJELUM. / styrjöldinni í Afríku voru flugvjelar mikiff notaðar til þess aff flgtja særffa menn sem þurftu bráðrar læknishjálpar viff. Þessar flugvjelar voru og notaffar tii þess aff flgtja vistir til hersins. Ýmsar tcgundir vjela voru notaffar til þessara fiutn- inga, frá meðalstórum upp í stærstu flugvjelategundir. Hjerna sjást særöir menn í Hudson-flugvjel, en hún flggur um 3000 km. og er mikiff notuff til strandgæslu, og hefir um 400 km. hraöa. Hudson er tveggja hreyfla flugvjel. Unglingar í Hitaveitunni Þeir, sem leið hafa átt um sumar götur bæjarins í sumar, þar sem ræsi fyrir hitaveitupípur liafa ver- ið steypt áður en fylt aftur, hafa eflaust tekið eftir drengjum um ferm ingaraldur eða jafnvel yngri, sem hafa verið að moka ofan af ræs- unum. Jarðvegurinn' er að vísu miklu auðveldari viðfangs á þessum stöðum.en ógrafinn væri, en þó er samt æði víða svo, að eigi þarf síð- ur að beita liakanum en skóflunni. Drengirnir skiftast á um að nota er fróðlegt að sjá hve misjafnir þeir eru að dugnaði. Sumir fara sjer hægt og vinna með hangandi hendi. En aðrir liamast. Sá, sem þetta ritar En aðrir hamast. Sá, sem þetta ritar hafði gaman af að horfa á þrjá stráka úr svona vinnuhóp hjerna um daginn. Þeir unnu eins og berserk- ir og hjeldu svo vel áfram, að marg- ur fullorðinn maðurinn liefði mátt af þeim læra. Aðrir voru ónýtari, og á sumum þeirra mátti sjá, að þá skorti krafla. Er það ekki nema eðlilegt, að drengir, sem aldrei hefir verið haldið til vinnu, skorti þrek og æfingu, ef þeir eiga að fara að vinna að moldarmokstri og urðar- pjakki. skóli l'yrir börnin, að fá að læra ýmsar greinar jarðræktar, undir stjórn fróðra manna og góðra kenn- ara, sem sýnt væri um að auka á- huga unglinganna fyrir ræktun jarð- arinnar, og gætti þess að börnun- um væri ekki ofgert. Slíkur skóli yrði unglingunum betra og hagnýt- 5jra vegarnesti en margt af því, sem verið er að troða í þau í skól- unum, og betri hreyfing en nokkur leikfimi. Hjer á myndinni (sem er tekin af U. S. A. Signal Corps sjest drengjaflokkur í hitaveitunni á Hverfisgötu. Sagan, sem hefst meö ársfjórff- ungsskiftunum, í næsta blaffi Fálk- ans, er eftir franska höfundinn Georges Simenon og heitir ,,Flæmska húsið". Fálkinn hefir einu sinni áð- nr birt sögu eftir Simenon, sem hlaut afar miklar vinsældir og þótti „enda of snemma", en þessi nýja saga hans er ekki síðri. Aðalpersónan er sú sairia og í sögunni, sem blaffiff birti áffur: Maigret, lögreglufulltrúinn, beljak- inn, sem Simenon hefir gert að einskonar Sherlock Holmes Frakk- lands. Hann er beðinn um aö koma til bæjarins Givct á landamærum Frakklands og Dclgiu, til þess aff grafast fgrir alvarlegt mál, sem þar er á ferðinni. Ung, fátæk stúlka liefir horfiff. Hún hefir fyrir þrem- ur árum átt barn meff syni efnaffra hjóna i bænum, og vill giftast hon- um, en liann er áður heitinn lækn- isdóttur, sem fjölskylda hans vill aff hann eigi. Þessi fjölskylda er belg- isk, og Frökkunum í bænum er illa viff hana. Fellur grunur á hana um, aff hún muni hafa komiö horfnu stúlknnni fyrir kattarnef. Þarna eru engin sönnunargögn, til effa frá. Og Maigret sjálfum ligg- ur við aö gefast upp. . .Fylgist vel með sögunni frá byrj- un, og notiff tækifærið — aff nú •’ ársfjórðungsskifti — til þess að gerast áskrifendur blaðsins. Fimm stærstu sigarettuframeið- endur í Englandi hafa gert með sjer samkomulag og skiftast á afurðum sínum, til þess að spara flutnings- kostnað. Er talið að sölufyrirkomu- lag það, sem fjelögin hafa tekið upp, spari um 46% á flutningi á járn- brautum, eða sem svarar 12 miljón tonn-kílómetra á ári. Drpkkiö Egils-öl •:*»%**

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.