Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.09.1943, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N Jotan Steinbeck: SKELLINAÐRAN AÐ var að heita mátti dimt, þegar dr. Phillips hinn ungi sletti pokanum á öxl sjer og labb- aði upp úr fjörunni. Hann brölti upp bergfláan og yfir rotin, og þrammaði síðan upp göturnar í þykku gúmmístígvj.ejúnum. Þegar hann kom upp að rannsóknarstof- unni var búið að kveíkja á götu- ljóskerunum, í götunni þar sem all- ar niðursuðustöðvarnar voru. Rann- sóknarstofan var í litlu kumbalda- legu liúsi, sem stóð að hálfu á staur- um úti í sjónum, en að hálfu á landi. En á báða vegu voru stórar sard- ínusuður með bárujárnsveggjum. Dr. Phillips gekk upp bratta timb- urtröppu og opnaði dyrnar. Hvítu rotturnar í búrunum klifruðu upp ^og ofan vírnetið og tilraunakettirn- ir í kössunum mjálmuðu eftir mjólk. i)r. Phillips kveikti á Ijóssterka lampanum yfir skurðrannsóknar- borðinu og setti votan pokann sinn á gólfið. Hann gékk að glerbúrunum við gluggann, þar sem skellinöðr- urnar lágu, beygði sig niður og gægðist inn til þeirra. Nöðrurnar lágu i einni fiækju í einu horninu, en þó mátti sjá haus- inn á hverri um sig; sljó augun í þeim virtust ekki horfa á neitt sjer- stakt, en þegar ungi maðurinn leit niður að búrinu komu klofnu tung- urnar fram — þær voru svartar fremst, en rauðar þegar ofar dró — og hreyfðust liægt upp og niður. En svo þektu nöðrurnar manninn og drógu tunguna inn í hvoftinn aftur. Dr. Phillips vatt sjer úr skinnjakk- anum og kveikti í ofninum; hann setti skaftpott með vatni á eldinn og helti úr dós með niðursoðnum baunurn út i. Svo stóð hann kyr og horfði á pokann á gólfinu. Hann var mjósleginn, unglingslegur mað- ur, augnaráðið vingjarnlegt, en ofur- lítið fjarrænt, eins og títt er um menn, sem horfa mikið í smásjá. Hann var með stutt, ijóst alskegg. Loftrásin niðaði í reykháfnum, og það fór að liitna i stofunni frá ofn- inum. Það gjálpaði ofurlitið í bár- unni undir liúsinu. í hillum með- fram veggjunum iágu ýms rannsókn- arefni, slceljar og önnur lagardýr — það var þesskonar, sem rannsókn- arstofan fjekkst við. Dr. Phillips lauk upp hurð í öðr- um enda stofunnar, þar var svefn- herbergið hans. Ofurlítill klefi með bókahillum á veggjunum, bedda, les- lampa og trjestól. Hann fór úr gúmmístigvjelunum og setti upp sauðskinnskó. Þegar hann kom fram 'aftur var vatnið í skaftpottinum farið að sjóða. "LJ ANN lyfti pokanum upp á borð- -■■ ið undir hvita ljósinu og helti úr honum. Tvær tylftir af venjuleg- um krossfiskum. Svo sneri hann sjer, eins og í hálfgerðri leiðslu að rottunum í vírnetsbúrunum. Hann tók nokkur korn úr brjefpoka og setti í matarbollana þeirra. í sama vetfangi þustu rotturnar ofan úr netinu og fóru að rífa i sig matinn. Flaska með mjólk i stóð uppi í hillu milli útstoppaðs kolkrabba og mar- glyttu. Dr. Phillips tók flöskuna, gekk að kattabúrinu en áður en hann helti mjólkinni rjetti liann hand- legginn ofan í búrið og lyfti varlega upp stórum, gömlum fressketti. — Hann strauk lionum en svo ljet hann hann ofan i lítinn svartmálaðann kassa og lagði lokið aftur og setti hespuna á, siðan opnaði hann gas- lianann og ljet gasið streyma inn í kassann. Meðan stutt dauðastrið var háð í kassanum helti hann mjólk í skálarnar handa köttunum.. Einn kötturinn nuddaði sjer upp að hend- inni á honum, og hann brosti og klóraði lionum í hnakkanum. Nú var orðið hljótt í svarta kass- anum. Hann iokaði fyrir gasið, því að kassinn, sem var loftþjettur tók ekki við meiru. Vatnið i skaftpottinum bullsauð kringum baunadósina. Dr. Phillips tók dósina upp úr með töng, opnaði hana og helti baununum í glerskál. Hann hafði gát á krossfiskunum á borðinu á meðan -hann var að eta. Mjólkurkendur vökvi síjaðist út úr öngunum á þeim. Hann hámaði i sig baunirnar, og þegar búið var úr skálinni setti hann hana í þvotta- trogið og gekk að áhaldaskápnum. Þar tók hann fram smásjá og fjölda af litlum glerskálum.Hann fylti skál- arnar hverja eftir aðra með sjó, úr sjerstökum krana og raðaði þeim meðfram krossfiskunum. Svo tók hann úrið sitt og lagði það á borðið undir livíta, skarpa ljósinu. Sjórinn gjálpaði á staurunum undir húsinu. Phillips tók augnasprautu og beygði sig yfir krossfiskana. Ísama augnabliki heyrði hann hratt og Ijett fótatak á þrepun- um fyrir utan, og svo var barið harkalega á hurðina. Ungi maður- inn gretti sig er hann fór til dyra. Há og grönn stúlka stóð fyrir utan. Hún var dökkklædd og svart og gljá- andi hárið, sem óx langt niður á enni var úfið, eins og vindur hafði leikið um það. Það glampaði i svört augun í ljósinu að innan frá. Hún talaði með mjúku kokhljóði. „Má jeg koma inn? Mig langar til að tala við yður!“ sagði hún. „Jeg hefi nú mikið að gera eins og stendur," sagði hann frernur stutt ur í spuna. „Jeg hefi ákveðið verk sem jeg þarf að ljúka við.“ En hann vjek til liliðar og háa konan gekk inn. „Jeg skal ekki trufla yður fyrr en þjer hafið tíma.“ Hann lokaði hurðinni og sótti trje- stólinn inn i svefnherbergið. „Þjer skiljið það,“ sagði hann af- sakandi, „að tilraunin er byrjuð og þá rná jeg ekki hætta í hálfu kafi.“ Þarna komu svo margir inn og voru að spyrja um hitt og þetta. Hann hafði tamið sjer, að gefa alþýðleg- ar skýringar á ýmsum einföldum fyrirbrigðum. Hann gat gert það án þess að hugsa. „Setjist þjer hjerna. Jeg skal svo tala við yður eftir nokkrar mínútur. ' Háa konan laut yfir borðið. En Phillips-þók augnasprautuna og saug upp í hana vökvann úr krossfiskun- um og spýtti lionum svo í eina skál- ina, sem hann hafði látið sjó í. Svo tók hann mjólkurlitaða slímið og spýtti því í sömu skál og hrærði í varlega með sprautunni. Og svo byrjaði liann á skýringunum, eins og hann var vanur. „Krossfiskar, sem eru kynþrosk- aðir, gjóta sæði og eggjum, þegar þeir liggja á þurru um fjöru. Jeg safna kynþroska krossfiskum og læt þá vera hjer við sömu skilyrði og i fjörunni. Nú hefi jeg blandað sæði og eggjum í sömu skálina, og svo tek jeg dálítið af þessari blöndu og læt í tíu tilraunaglös. Eftir tíu míríútur ætla jeg að drepa það, sem er í fyrsta giasinu með mentól, 20 mínútum síðar í öðru glasinu, og þannig koll af kolli tuttugustu hvei’ja mínútu. Þá liefi jeg áframlialdandi þroskastig afkvæmisins og festi þau á smásjárgler, svo að hægt sje að rannsaka þróunina líffræðilega. — Hann þagnaði. „Langar yður til að sjá fyrsta flokkinn í smásjánni?“ „Nei, þökk!‘ Hann sneri sjer snögt að henni. Flest fólk var svo sótgið í að fá að líta í smásjá. Hún leit yfirleitt alls ekki á borðið, heídur liorfði hún á liann. Svörtu augun í henni horfðu á hann, en virtust þo ekki sjá hann. Hann skildi 11/ers vegna —- regnbogahimnan i augun- um var jafn dökk og sjáaldrið, eng- in litlína á milli. Dr. Pliillipps móðg tðist af svarinu. Þó að lionum leidd- isi að svara spurningum, gramdist honum, þegar liann varð var við álnígaleysi annara fyrir þvi, sem hann var að gera. Og nú langaði hann til að gera henni bilt við. „Jeg þarf að gera dálitið þessar fyrslu tíu mínútur, sem jeg bíð. Dáiitið, sem fæstir vilja horfa á. Það er best að þjer farið inn i hitt herhergið, meðan jeg er að því.“ „Nei,“ sagði liún með lágri, djúpri rödd. „Gerið þjer það sem þjer vilj- ið. Jeg bíð þangað til þjer liafið tima til að tala við mig.“ Hún var með hendurnar í kjöltunni. Hún var alveg róleg. Glampi í augunum en að öðru leyti virtist liún vera undarlega fjarhuga. Hann liugsaði: „Hægur hjartsláttur, nærri þvi eins og í lindýri, eftir útlitinu að dæma.‘ Og nú langaði hann aftur til þess að vekja hana af þessum dvala, með þvi að láta henni bregða við. ANN ýtti svolitlu trogi úr trje að borðinu, sótti linífa og skæri og festi dálitla innanliola nál á gúmmi- slöngu. Svo tók liann dauðá köttinn upp úr svarta kassanum, lagði hann í trogið, og batt lappirnar á honum við króka i börmunum. Hann gaf konunni hornauga. Hún hafði ekki hreyft sig — var jafn utangátta og áður. Það glóði í augun i kettinum und- ir lampanum og tungan lafði út á milli hvassra tannanna. Dr. Phillips skar á barkann á honum og leitaði ir sjer með hnífnum þangað til liann fann slagæðinia. Svo kom hann nálinni fyrir í æðinni og fesli gúmmíslöguna við lokaðan geymi. „Smurningarvökvi,“ sagði hann. — „Svo sprauta jeg gulum lit inn i hinar æðarnar og rauðum vökva i blóðæðarnar — svo að liægt sje að nota köttinn til þess að skoða æða- kerfið.“ IJann sneri sjer að henni á ný. Það var hula á svörtu augunum. Hún liorfði á hálsskorinn köttinn án þess að breyta svip. Engin blóð- dropi hafði sjest. Dr. Phillips leit á klukkuna. „Nú er kominn tínrí til að athuga fyrsta glasið," sagði hann o'.> helti mentólkrystöllum í glasið. Það lá við að þessi kona gerði honurn órótt. Rotturnar klifruðu í netinu og tístu. Og aldan gnauðaðj á stólpunum undir húsinu. Það var hrollur i 'honum. Hann setti nokkra kolamola í eldinn og settist. „Jæja, nú liefi jeg ekkert að gera í tuttugu mínútur," sagði hann. Hann tók eftir hvað hakan á henni var stuh, frá vörinni niður á liöku- broddinn. Nú var eins og hún smá- vaknaði, eins og lienni skyti upp úr sinni eigin meðvitund. Hún lyfti höfðinu og rendi augunum um stoT- una og horfði svo á hann. T EG beið bara,“ sagði lnin. Hend- urnar hreyfðust ekki í kjöllunni. „Er það satt að þjer eicið nöðrur?“ „Sei, sei, já,“ sagði þann með óviðkunnanlega hárri rödd. „Jeg hefi lijerna eilthvað yfir tutfugu skellinöðrur. Jeg tæmi úr þeim eit- ur, sem jeg sendi á blóðvatnsstofn- unina.“ Hún liorfði enn á hann, en þó var eins og hún festi ekki á horíum augun heldur væri augnaráðið alt í kringum liann. „Hafiðs þjer karl- kyns nöðrur, skellinöðru, sem er karlkyns?" „Já, jeg veit af tilviljun að jeg hefi hana. Hjerna einn morguninn sá jeg nöðru, sem var að eðla sig við aðra. Það kemur mjög sjaldan fyrir um nöðrur i búri. En af þessu veit jeg að jeg á karlkyns nöðru.“ „Hvar er liún?“ „Þarna í glerbúrinu við glugg- ann.“ Hún leit.liægt til hliðar, án þess að lireyfa liendurnar. Svo sneri hún sjer að honum. „Má ' jeg sjá hana?“ Hann stóð upp og gekk að búrinu við gluggann. Á sandlaginu í botnin- um lágu allar nöðrurnar í einni bendu, en hausarnir á þeim sáust vel, hver um sig. Tungurnar komu út úr hvoftunum á þeim og voru á # iði. Dr. Phillips leit til hliðar. Kon- an stóð lijá honum. Hann hafði ekki sjeð hana standa upp af stólnum. Hafði ekkert heyrt annað en gjálpið í bárunum, og skrjáfið af rottunum i virnetinu. Hún spurði lágt: „Hver þeirra er karlkvns?“ \ I 'LT ANN benti á digra mógráa ■*■ nöðru, sem lá ein sjer í liorn- inu. „Þessi þarna. Hún var nærri því fimm feta löng. Hún var frá Tex- as. Nöðrurnar okkar hjerna á Kyrra- hafsströndinni eru venjulega miklu minni .Og liún er vön að háma i sig allar rotlurnar. Þegar jeg gef nöðrunum verð jeg að taka þennan varg úr búrinu áður.“ Konan starði fast á digran haus- inn á nöðrunni. Tungan lafði titr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.