Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N EINKENNISBÚNAR KONUR ......-.-. .......—... / Hjer segir frá helstu tegundum einkennisbúninga kvenna þeirra, sem starfa í U.S.A. í þágu stríðisins. Þetta þykir fallegasta kventískan þar. Þær 120.000 amerískar konur, sem nú gegna störfum manna, sem orðið hafa að fara í herinn, fiotann, landhersveitir flotans og flugliðið, hafa fengið ein- kennisbúninga við hæfi starfa þeirra, sem þær gegna. — Bún- inga, sem eru svo smekklegir og um leið hagfeldir, að þeir gætu orðið til fyrirmyndar í kventískunni framvegis. Á sama hátt og „baráttubún- ingur“ hjúkrunarkvennanna í ameriska hernum samsvarar í öllum þeim atriðum sem hag- feld þykja, búningi hermann- ánna, hafa allir einkennisbún- ingar kvenna í hernaðarstörf- um verið sniðnir eftir kröfum þeim, sem starf kvennanna úl- heimtir á styrj aldartímum. Útifatnaður hjúkrunarkvenna. Búningur sá, sem hjúkrunar- konur nota úti við á vígstöðv- unum er: víðar buxur, jakki og skór, ásamt stálhjálmi, í stað- inn fyrir gamla hjúkrunar- kvennabúninginn: línstrokiun livítan kjól, sem reyndist óvin- unum svo ágætt skotmark á Bataan-skaga. Búningarnir á sjúkrahúsum þeim, sem flutt eru stað úr stað og sett upp í hæfilegri fjarlægð frá víglín unni eru nú sloppar úr þunnu brúnröndóttu ljerefti eða silki, hnappalausir, og þurfa hvorki línsterkju nje strauningu. — I heimskautalöndunum nota hjúkrunarkonurnar skinnfóðr- aðar síðúlpur, sldðabuxur og legghlífar, eins og hermenn- irnir. Konur, sem ráðist hafa í sjó- herinn hafa „vinnu-einkennis- búning“, alveg eins og sjóliðs- mennirnir, méð ermastuttri, livítri bómuilarskyrtu. Stúlku’’, sem vinna sem vallarflugmenn og að ýmsum tæknilegum störf- um fyrir flugvjelar sjóliðins ganga í flugmanna-„overall“, og í síðbuxum úr ull eða bómull og er þessi búningur svipaður búningi karlmanna þeirra, sem vinna tilsvarandi störf. Þó að búist væri við því fyrst í stað að konur, er teknar voru í herþjónustu, yrðu aðens látnar vinna við skrifstofustörf, frjetta- flutning, matargerð og bifreiða- flutninga, ljet George C. Mar- shall, forseti herstjórnarinnar svo um mælt eigi alls fyrir löngu að það sje „svo óteljandi margt af því, sem hermenn eru látnir virina nú, ^em kvenfólk mundi A8 neffan: Búning þann, sem Mainbocker teikn- aði hana „the SPARS“ er affeins hægt aff þekkja frá búningi „the Waves“ á húfunni. Meff bláa tví- hnepta yfirfrakkanum á aff nota svarta hanska úr geitaskinni og hvít- an trefil. Yfirlautinant í U.S. Marine Corps kvenna, varaliðinu, hefir skóggræn- an vetrarbúning meff messinghnöpp- um. Pilsið og hálsbindið er úr khaki og snúran um húfuna fagurrauð. gera betur“. Konur í landhe. og sjóher vinna i dag sem flug- vjelafræðingar, málmsmiðir, og vjelfræðingar. Þær búa til loft- skrúfur fyrir flugvjelar, fall- hlífar, logsjóða járn, aka bif- reiðum og dráttarvjelum, þær eru rafmagnsfræðingar og smíða útvarpstæki og stjórna loftskeytastöðvum, gegna veð- urfræðiþjónustu, gera við vopu og sprengjumiðunartæki, halda vörð í eftirlitsturnunum og stjórna miðunartækjum fall- byssanna og þannig mætti telja störf svo hundruðum skifti. Og dugnaður þeirra við þessi störf endurspeglast í hinum áferðar- fallegu en hentugu einkennis- búningum þeirra. „WAVES — WAC’S — SPARS“. Mainbocker heitir sá, sem gert hefir teikninguna að einkennis- búningi kvennanna í sjóliðinu. Þær ganga í einhneptum jakka með fjórum hnöppum og stutt- pilsi. Undir þessum fatnaði, sem er með einstaldega látlausum línum, sem hafa skapað for- dæmi í kventískunni yfirleitt í Ameríku, hafa sjóliðsstúlkurn- ar — eða „The Waves“ — eru þær í hvítum silkiskyrtum, þeg- ar þær eru sparibúnar, dölclc- bláum að jafnaði, en við erfið- isvinnu í skyrtu með öðrum bláum lit. Einkennisbúningi þessum tilheyrir vetrarfraklci, tvíhneptur og með þremur hnöppum hvoru megin og er hvítur trefill stundum notaður með þessum frakka. Einnig fylgir búningnum regnkápa, með fóðri sem hægt er að taka frá. Sumareinkennisbúningur sjó- liðskvenna og strandvarnar- kvenna (þær eru kallaðar Spars) er úr bláu gabardini, ennfremur hvítur búningur til notkunar við hátíðleg tækifæri, og eru kvenforingjar skyldir til að eiga hann, en aðrar kon- ur sjálfráðar hvort þær nota hann eða ekki. Með 'hvíta ein- kennisbúningnum nota sjóliðs- konurnar hvíta skó, en við vinnu sína lághælaða Oxford- skó. Dorothy Shaver gerði teikn- inguna að grænleitu einkenn- isbúningunum, sem landher- Nancy Love flugsveitarforingi í grá- grœnum gabardine-buxum og jakka, að afgreiða fiugstúlku frá WAFS. Hún liefir einkenni sjóflughersins á öxlunum, en einnig vængjamerki flugmanjia á brjóstinu. Buxurnar eru ofurlítið gráleitari en jakkinn. deild kvenna (Women Army Corps — WACS) nota. Er hún ráðunautur yfirhershöfðingja birgðamála Bandaríkj ahersins. Nokkur afbrigði er leyfilegt að gera á þessum einkennisbún- ingum, ef óskað er. Pilsið er úr ullarklæði, má vera ofuylítið ljósari en jakkinn, sokkarnir hvort heldur vill úr ísgarni eða silki og fleiri afbrigði má nefna. « Sumar-hátíðabúningur þess- ara herlcvenna er hvítur, þegar um fyrirliða er að ræða, en að öðru leyti er lítill munur á búningi liðsforingja og óbreyttr lcvenliða. Stigmunurinn er sýnd- ur með stigmerkjum hersins, á öxlum og ermum. Vara-sjóliðið. Vetrarhúningur varasjóliðs kvenna er mjög líkur venjuleg- um landhers-sjóliðabúningum. Á sumrin eru búningarnir með grænröndóttum lit dg úr þunnu efni, samfeldur kjóll. Hálsmál- ið er eins og V í laginu að fram- an og ennarnar stuttar, og bygg- ist þetta á þeirri reynslu, að búningurinn megi ekki vera of hlýr, ef að vinnuafköstin eigi að vera góð. Frú Nancy Harkness Love, stjórnandi WAFS (Womens Auxiliary Ferry Command) hef- ir gert smekklega breytingu á flugliðaeinkennisbúningnum, þannig að hann hæfi konum. Búningurinn er úr gabardine, jakkinn grængrár og pilsið mó-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.