Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N Kolur: Vegna stríðsins Sagan hefst nokkrum dögum eftir að Hitler hóf að tala máli stálsins við Pólverja. Nánar tiltekið daginn áður en fjelagi Stalin slíðraði hníf- inn i baki blæðandi nábúa sinna í Póllandi, — i fullkomnu hlutleysi. Álirifa frá stríðinu var þegar farið að gæta hjer heima í Þaravik. — Vörubirgðir kaupmanna og kaup- fjelaga voru á þrotum, því allir kei)t- ust um að verða á undap hinni lofsælu fimmburastjórn með að á- kveða sjer vöruskamt sinn á næstu mánuðum. Greindir menn og getspakir, úr öllum flokkum, voru alveg sammála um, að fáheyrður vöruskortur og dýrtið væri framundan. Þvi var jafnvel spáð, og færð að því s.terk rök, að svo langt kynni að reka að hvorki tóbak nje brennivin yrði fáanlegt á íslandi. Sló þá, sem von- legt var, óhug á margan mann við þær uggvænu spár. Jeg sem er hvort tveggja í senn aðal þolandi og hetja sögunnar, hefi tuggið munntóbak frá því á fermingaraldri, og mátti ekki huga að því renna að vera án sælukendar þeirrar er safarík skro- tugga veitir. Jeg reyndi að líta aug- um hins bjártsýna manns á hlutina, og vona hið besta. Og jeg ákvað i huga mínum að láta éinskis ófreistað til að tryggja mjer samvistir og un- að tóbaksrullunnar, svo lengi sem hendur stæðu jafnlangt fram úr erm- um. Mennirnir þenkja og álykta, en Guð ræður, segir einhversstaðar í gömlum fræðum. Þessi spaklega setning sannaðist á mjer, ef ekki beint þá óbeint, að kvöldi hins um- getna dags, þegar jeg kom heim til Jónasínu minnar. Raunar var það ekki nein ný saga að jeg ákvarð- áði en Jónasína rjeði, þannig hefir hlutverkum altaf verið skift, síðan við urðum eitt i heilagri giftingu fyrir, ja, fyrir mörgum árum. En þetta kvöld tók ráðsmenska Jónas- ínu alveg nýja stefnu. Jú, hún Jónasina hafði heyrt það eins og jeg, að svo langt kynni að reka í okkar landi, að hvorki yrði fáanlegt tóbak nje brennivín þó að skömtunarseðlar og gull væri í boði. Allir tóbaksmenn og brennivínsneyt- endur yrðu því að una lífinu án i eirra gæða. Og þá ályktaði Jón- asína svo, að af þvi svo hlaut að fara innan skamms, að jeg fengi ekki að jeta tóbak, væri alveg eins gott fyrir mig að hætta strax að neyta þess. Með því sparaði jeg nokkrar krónur, og þess væri sann- arlega þörf eins og nú horfði. Þessi ákvörðun örlagavalds míns, kom svo óvænt og þvert ofan í mínar nýteknu ákvarðanir, að mjer svelgd- ist á tóbaksleginum og jeg fjekk vonda hóstakviðú. „Já, þjer er sannarlega mál að hætta að jeta þetta fjandans tóbak, með þessa heilsu. Guð má vita hvort þú ert ekki búinn að fá óðatæringu af því að bryðja það.“ Svo var málið útrætt. Jeg var kom- inn i tóbaksbindindi. Og nú hófst hið strangasta stríð, sem jeg hefi nokkru sinni háð. Strið, sem jeg veit eklci enn þá, hvort jeg slapp frá sein sigurvegari eða hinn sigraði. En áfram með söguna, svo þeir sem hana lesa geti sjálfir skorið úr því vafamáli af eigin liyggjuviti. Jónasína gerðí þegar um kvöldið ýtarlega rannsókn á tóbaksbirgðum mínum, en þær reyndust að vera 1 hönk, einn tuttugasti úr kiló- grammi af „sinal Augustinus“. Auk þess átti jeg hálfa fingurhæð af sömu tegund, sem vafinn var innan í sóknargjaklareikninginn minn (ó- goldinn) og grafin var dýpst niður í buxnavasa minn. Þeim forða tókst mjer að skjóta undan. Tóbaksliönk- in var samstundis gerð upptæk og læst inni skáp Jónasínu, og þar með var undirbúningi að þessari lifs- venjubreytingu minni lokið. Fyrsta nóttin í bindindinu leið án stórkvala. Enda blótaði jeg á laun og jórtraði á stúfnum, sem mjer hafði tekist að koma undan, þegar minn hetri helmingur svaf og sá ekki til mín. Þegar leið fram yfir hádegið næsta dag og síðasti safinn var soginn úr síðustu skroliryðjunni, varð mjer fyrst nokkurnveginn Ijóst hvar jeg var staddur, .og hvílíkum heljarklóm örlaganna jeg var nístur. Tungan þornaði í munninum og loddi við góminn. Magnleysi og sljóleiki færð- ist yfir mig. Jeg ráfaði út í þorpið til að hressa mig á því að rabba við kunningjána. Umræðuefnið var alls- staðar hið sama, stríðið og stríðs- ráðstafanir. Allir höfðu eittlivað mikilvægt til þeirra mála að leggja. Var jafnan efst á baugi að nú yrði til róttækra spranaðarráðstafana að grípa. í því efni sat jeg með stórt tromp á hendinni, sem jeg sló nú út: Alsherjartóbaksbindindi. Jeg væri til dæmis þegar genginn í bindindi sjálfur. Augun i Óla bláa urðu eins og í glaseygðri hryssu, þegar hann heyrði þessi tíðindi. — Fyr má nú rota en dauðrota —, sagði hann. — Þann fjanda skyldi enginn frjáls maður gera meðan nokkurt tóbakslauf fæst í þessu landi. • Til áherslu orðum sínum spýtti hann heilu flóði af kolbrúnum tó- bakslegi út á miðja götuna. Jeg maldaði í móinn og lijelt uppi vörn fyrir minn málstað — eða Jónasínu. En liefði Óli vitað hve lijartanlega jeg var honum sammála undir niðri liefði lionum vissulega verið vel skemt. Þegar kvöldskuggarnir af vestur- fjöllunum voru farnir að teygjast fram á fjörðinn, hjelt jeg lieim — heim til Jónasínu. Þegar jeg nálgaðist húsið okkar greip jeg af gömlum vana, ofan í buxnavasann til að fá mjer tóbaks- mola. Það var orðin föst öryggis- ráðstöfun, að leggja ætíð nýja tuggu undir jaxlinn áður en jeg kæmi inn til Jónasínu á kvöldin. Mjer óx bæði kjarkur og stilling við það, en þess þurfti jeg alt af með, ef eitthvað hafði sjerdeilis gengið á á heimilinu um daginn. Það var svo þægilegt að veita svölun og útrás skapsmun- um sínum með þvi að leggja orku í að merja tóbakið undir jaxlinum. Nú greip jeg auðvitað ofan í tóm- an vasann og skuggar vanmáttar- kendar þeirrar, er jeg jafnan ól i brjósti, þegar jeg stóð augliti til auglitis við Jónasínu urðu liálfu lengri og dekkri nú en endranær. Slíkt var þó ástæðulaúst í þetta sinn. Þegar jeg kom inn í eldhúsið stóð Jónasína við að ausa heitum hafrgraut á diska. Hún hjelt ausunni hreyfingarlausri á lofti og djúp hrukka milli augnabrúna hennar sýndi að hún glimdi við að leysa mjög torráðna gátu. — Það var gott að þú komst Þorlákur, sagði liún um leið og hún sá mig. — Hvað kostar ein hönk af munn- tóbaki, eins og sú, sem jeg geymi i skápnum? Jeg kipptist við. Þetta var eins og að rífa í opið sár. Mjer varð orð- fall isvip. — Heyrir þú ekki Þorlákur? Það var óþol í röddinni. — Eina krónu áttatíu og tvo, stamaði jeg, þegar jeg hafði nokkurn veginn náð jafnvægi aftur. — Hvað hefir þú jetið margar hankir á ári? Hjer var ekki um neitt að villast. Jónasína var alráðin i því að yfir- heyra mig, og af nokkurra ára reynslu vissi jeg að þá var vænleg- ast að þrjóskast ekki. — Venjulega fjörutíu. Nema i fyrra þá urðu þær fimmtíu og ein. En þá um vorið fór jeg líka í hákarla- legu i verstu kuldunum, bætti jeg við eins og til afsökunar. — Meðal eyðsla er þá 40 hankir á ári. Fjörutíu hankir á eina áttatíu og tvo, sagði Jónasína. Og það verð- ur. Ja, hvað verða það margar krón- ur? Jónasina hætti á ný að ausa graulnum og hrukkan á enninu dýpk aði. — Verða það ekki einar fimmtíu krónur, sagði Jónasina. Þorlákur fáðu þjer blað og reiknaðu þetta snöggvast fyrir mig. Jeg þurfti hvorki blað nje blý- ant til að reilcna eyðslu mína í tóbakið. Svarið hafði jeg á reiðum höndum. Alt of oft hafði jeg nagað mig i handarbökin fyrir þá eyðslu, og óskað þess fyrr á árum að eiga þrek til að venja mig af tóbaks- nautninni, til þess að vita ekki ná- kvæmlega hvaða skattur hún var mjer áhverjum tíma. En niðurstaðan af þeim óskum varð æ hin sama. Jeg hjelt áfram að naga tóbakið. — Tóbakið kostar með núverandi verði 72 krónur og 80 aura, sagði jeg. — Ha! Hvað sagðir þú Þorlákur? Sjötíu og tvær krónur og áttatíu aura! — Já. Sjötíu og tvær krónur og áttatíu aura. — Sjötíu og tvær og áttatiu, tók Jónasína enn þá upp eftir mjer, og mjer var óskiljanlegur feginslireim- ur í röddinni. Jónasína lauk við að ausa upp grautnum og við hjónin settumst að snæðingi við eldhúsborðið. — Þorlákur. Sko. Nú þegar þú ert hættur við að jeta tóbakið spar- ar þú sjötíu og tvær krónur og 80 aura á ári, og kanske mikið meira, v ef tóbakið stígur rosalega. Fyiir þá peninga getum við keypt fallega divanteppið, sem er í glugganum á Gíslabúð. Það kostar ekki nema sjö- tíu krónur. Er það ekki rjett? Jeg varð að viðurkenna að svo væri. Fyrir sjötíu og tvær krónur og áttatiu aura hlaut að vera hægt að kaupa hlut sem kostaði 70 krón- ur, ef peningarnir væru raunveru- lega til. — Mig hefir altaf langað svo skelf- ing mikið til að eignast þelta teppi, siðan jeg sá það í glugganum. Og þú manst hvernig gamla divantepp- ið er orðið, bara útslitin tuska. Blindur maður getur talið stjöru- urnar i gegnum það. Jeg get bara ekki varið þessuin peningum betur. Finst þjer það Þorlákur? — Nei, svaraði jeg stuttaralega. En mjer fanst alt annað. í fyrslr. lagi leyndist i liuga mínum grunur, eða jafnvel von um, að atvikin kynnu að liaga þvi svo að jjessir peningar yrðu aldrei sparaðir. Og i öðru lagi flökraði i liuga minn, að pf einliverjir peningar spöruðusl við þessar nýbyrjuðu pyntingar mín- ar, lægi margt nær að kaupa fyrir þær en "þetta agalega sæta dívan- teppi. Jónasína var nú komin i sólskirs- skap við tilhugsunina um að eign- ast teppið góða. Það var þvi hið mesta óráð að malda nokkuð í mó- inn með tóma buxnavasana. Já, Jón- asína var komin í svo gott skap, að hún gaf mjer sykur út á grautinn þvert ofan í allar sparnaðarráðstaf- anir. í andvöku næstu nætur snerist hugurinn sífelt um þetta dæmalausa teppi. Jónasína liafði ákveðið að eignast það, og þóttist hafa fundið óskaráð til þess. Þetta voru stað- reyndir, sem ekki varð fram hjá hlaupið, og í reynsluskóla hjóna- bandsins hafði jeg numið þau fræði til fullrar lilýtar, að í þessu máli var aðeins ein lausn hugsanleg, og það var að láta hana fá vilja sinum framgengt. Jeg hlaut að viðurkenna það, að stofan okkar og dívangarmurinn hefðu fullkomna þörf að eitthvað væri þeim til fegurðar og vegsauka gert. Og undir niðri þótti mjer vænt um kerlinguna og vildi gjarnan gera henni lífið ánægjulegt, svo sem i mínu valdi stóð. Hafði jeg jafnan verið drjúgan spöl á undan gjald- getu minni. Með aðdrætti til heim- ilisins og í þvi að búa híbýli okkar húsgögnum. Útreikningar Jónasínu ljetu þvi á vissan hátt all lokkandi i eyrum mínum. Jeð leitaðist að telja mjer trú um að jeg legði þess- ar píslir á naig til þess að veita hús- freyju minni ánægju. Næsta dag gekk jeg ofan að Gisla- búð og skoðaði teppið. Ekki duld- ist það mjer að fagurt var það álit- um og mundi það gera veg gamla dívansins okkar stórum meiri en hann var nú. En jafnframt læddist sú fullviss'a i liuga minn, að ekki mundi mjer hent að ætla að hvila mín lúin bein á jafn glæstu klæði, ef það kæmist i eign Jónasínu. En nú staðrjeði jeg það að teppið skyldi verða hennar eign. Jeg greip þá ákvörðun eins og druknandi mað- ur liálmstrá, og hjelt henni þvi fast- ar sem kvalir mínar af tóbaksleys- inu ukust meir. Þegar jeg hafði staðið nokkra .stund við gluggann i Gfslabúð og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.