Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skulason. Framku.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sinii 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 lilaðið keniur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram MERBERTSpre/if. Hjer skal haliiið áfram þar sem horfið var frá í síðasta biaði. Og þá minst grobbins karls, sem sagði á gamals aldri, að sig hefði aldrei vantað nema þrent i búskapnum, nefnilega: hey, mat og eldivið. Hann nefndi eklci fatnað, en líklega hefir hann gleymt honum. Þetta var alsiða forðum, að suma fátæka bændur vaníaði þetta alt, þegar á leið veturinn, og þurfti ekki Iiarðindi til. Það þótti ekki tiltöku- mál þá, að menn dræpu úr hor á vorin, að beljurnar yrðu geldar vegna fóðurskorts og að koiian og krakkarnir sætu heima krókloppin og emjandi af hungri. Þá var barna- dauði algengari en nú er, en það er ekki læknunum einum að þakka, að úr honum hefir dregið, heldur kem- ur annað atriði þar til greina. Mikið af barnadduðanum var beinlínis fell- ir. Börnin dóu af ónógu viðurværi eða óhollu viðurværi, og stundum liöfðu þau tekið banasóttina í móð- urlífi, vegna þess að móðirin svelti eða gekk sjer til húðar i hinu von- lausa amslri og volæði, sem þá var allsráðandi húsbóndi í moldarbað- stofunni. — Það er stundum talað um, að nútímakynslóðin sje kveif- arleg; hún þoli hvorki vosbéð nje kulda og láti sjer fallast hendur, ef hana vantar mat einn dag. En gætum að því, að Drotning Neyð skar þá niður ungbörnin, þau sem elcki höfðu stálherst í uppeldinu. Nú liggur refsing við því að fella úr hor, ekki vegna skaðans og stund- um skammarinnar, sem verknaðin- um fylgir, heldur vegna þess, að það þykir ómannúðlegt að fara illa með skepnur. En ef bcita hefði átt álíka refsingu við foreldrana, sem mistu ungbörnin í hrönnum, vegna getuleysis og vankunnáttu, þá hefðu svo margir barnamorðingjar verið uppi fram undir síðustu aldamót, að tugthúsin í landinu hefðu orðið að vera rúmmeiri samtals en allar hlöð- ur í landinu voru þá. Langar þjóðina til þess að fá yfir sig ný fellisár fólks og fjenaðar? Langar hana til þess að komast aft- ur i sama ófremdarástandið, sem hún hefir verið að reyna að vinna bug á síðustu sextiu árin? Ónei. En þá má hún ekki ganga upp i þeirri dul, að eigi geti dunið yfir landið nv hafisár, nýir Skapt- áreldar og Móðuharðindi, nýir jarð- skjálftar. Eðli landsins hefir ekkert þreyst og veðráttan ger.gur í öld- Páll ísólfsson tónskáld fimtugur. Hinn ágæti listamaður Páll ísólfsson verður fimtugur 12. oklóber. Það er vafasaint hvort nokkur vinsælli mað- ur er til á landinu, hvort heldur er sem listamaður eða af dag- legri umgengni. í hart- nær aldarfjórðung hef- ir hann verið fremsti forvígismaður tónlist- arinnar á íslandi og sú breyting sem orðið hef- ir í þeim efnum er eigi hvað síst honum að þakka. Á sunnudaginn efnir Tónlistarfjelagið til hljómleika í Frí- kirkjunni og verður þar á söng skránni Alþingishátíðarkantata Páls, síðan 1930. en hún hefir ekki verið flutt lijer Leikfélaa Rejkjaviknr: LJENHARÐUR FOGETI Uelga í Klofa og Torfi (Þóra Borg og Valur). Rúmur aldarfjórðungur mun lið- inn síðan Einar H. Kvaran samdi söguleikrit sitt og það var sýnt i fyrsta sinn í Reykjavík. Síðan hefir það verið tekið til leiks i höfuð- staðnum oftar en einu sinni og nú síðast á miðvikudaginn var, er Leik- fjelag Reykjavíkur hóf starfsemi sin'a á þessu leikári með því að sýna ,,Ljenharð“, sem Haraidur Björnsson hefir sett á svið. Leikur hann jafn- framt fógetann. Að öðru leyti er hlutverkaskráin þannig, að Valur Gislason leikur Torfa sýslumann í Klofa, hinn fræga höfðingja Suðurlands, en Þóra Borg leikur Helgu í Klofa, geðþekkuslu og glæsilegustu persónuna i leikn- um. Feðginin á Selfossi, Ingólfur bóndi liinn riki og Guðný dótlir hans, eru leikin af Brynjólfi Jó- hannessyni og nýrri, ungri leikkonu, sem eigi mun liafa komið fram í skapgerðarhlutverki áður, Svövu um. Var ekki tækifæri til þess að nota góðæri stríðsins til þess, að koma sjer upp varasjóði — öflugum bjargráðasjóði fyrir framtíðina? Einarsdóttur. Biðla hennar tvo, Magnús biskupsfóstra (Stefán Jóns- son i Skálholti) og hinn einþykka og djarfa umkomuleysingja Eystein Brandsson úr Mörk, Ieika þeir Klem- ens Jónsson (sem er nýgræðingur á Br. Jóliannesson og Svava Einars- dóttir sem Ingólfur og Guðný á Selfossi. Krislján Skagfjörð, stórkaupmaður, verður 60 ára 11. j). m. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, öðru nafni Hannes á Horninu, varð 40 ára 4. þ. m. Er liann löngu þjóð- kunnur undir báðum nöfnunum. Vil- hjálmur er maður einkar vinsæll af þcim, scm kynni hafa af honum haft. Jón Árnason prentari á 50 ára starfs- afmæli á morgun og hefir unnið að prentlist síðan hann var 18 ára. En Jón á ýms önnur liugðarefni jafn- framt og meðal annars mun hann vera langfróðastur maður í stjörnu- speki á landi hjer og kynnast les- endur Fálkans þeirri fræði af grein- um hans hjer i blaðinu um þessar mundir. leiksviði í alvarlegum lilutverkum eins og Svava) og Ævar Kvaran. Bændafiflin þrjú, sem því miður liafa verið gcrðir afkáralegir frek- ar en aumingjalegir, eru leikin af Lárusi Ingólfssyni (Jón á Leiru- bakka), Valdimar Helgasyni (Ólafur í Vatnagarði) og Iíotstrandarkvik- Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.