Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N SCOTLAND YARD 1. STARF HANS OG SAGA Effir John Fischer ast og fyrirskipanir til sömu stöðva. Ekkert markvert ber við á þeim 1813 ferkílómetrum, sem London hin meiri (þ. e. London með úthverfum og nágrenni) nær yfir, án þess að það berist til Scotland Yard innan fárra mínútna eða jafnvel sekúnda. Og í öllum þessum stofum, sem tilkynningarnar berast inn í, eru menn á verði, sem ýmist segja til um hvað gera skuli, eða senda málið til þeirra aðila, sem sjerstaklega eiga um það að fjalla. Á friðartimum snúast flestar þessar tilkynningar um glæpi, sem drýgðir hafa verið, eða um grunsemdir á því, að glæpur hafi verið drýgður, slys, elds- voða og því um líkt. En þegar styrjöld dynur á koma alt í einu mörg fleiri mál til greina. Þegar loftárásir eru gerðar á London berast Scotland Yard látlausar tilkynningar um slys og um hversu skemdirnar hafi orðið umfangsmiklar, hvar kviknað hafi í, hve margir hafi farist, hvar umferð hafi tepst og svo framvegis. Og þó ekki sje verið að varpa sprengjum T7YRIR meira en heilli öld var einn. af húsagörðunum í Whitehall Palace í London — en þar var forðum aðsetur enskra konunga — kallaður Scotland Yard, eða „Skotagarður“. Þegar borgarlögreglan í London stofn- aði sjerstaka rannsóknardeild sakamála árið 1842, fjekk deildin liúsakynni í þeim liluta hallar- innar, sem vissi út að þessum garði, og þannig fjekk deildin nafnið „Scotland Yard“ í með- vitund almennings og þetta nafn fjekk svo ríka liefð, að þegar aðalstöðvar lögreglunnar flutt- ust á rúmbetri stað í nýrri bygg- ingu, skamt frá Westminster Bridge, árið 1890, hjelst gamla nafnið, Scotland Yard, eigi að síður áfram. Hinn nýi Scotland Yard er nú í þrem stórum húshvirfingum, sem bygðar eru árin 1890, 1905 og 1940. Nú skulum vjer fyrst heim- sækja „taugakerfismiðstöð“ þess- arar stofnunar, en hún er í f jölda herbergja, þar sem tilkynning- ar berast allan sólarhringinn frá 200 lögreglustöðvum í umdæmi Lundúnaborgar; en þaðan ber- Fingrafarasjerfrœðitujiir að taka fi ujruför af manni, sem settur hefir verið i fangelsi, grunaður um glæp. Fingur sakborningsins sjást l hœgri lófa sjerfræðingsins. Hjer sjest einn af starfsmönnum Scotland Yards að skoða fingraför í smásjd. er nóg annað efni til þess að tilkynna Scotland Yard (t. d. brot gegn myrkvunarfynrskip- unum, tjóðurflugbelgir, sem slitnað hafa upp, fangar, sem hafa strokið o. s. frv.). Sumt af þessum upplýsingum á að fara til annara stofnana, svo sem hermálaráðuneytisins, flota- mála- eða flugmálaráðuneytis- ins eða til annara ráðuneyta, en maðurinn, sem tekur við til- kynningunni í Scotland Yard, verður að vita upp á hár hvort tilkynningin á að sendast áfram og hvernig. „Upplýsingaskrifstofan“ er stærst af þessum skrifstofu- deildum í Scotland Yard. Flest- ar tilkynningarnar koma með talsima eða fjarritara. Kunn- .'.stu talsímanúmerin í London eru 999 og Whitehall 1212. — 999 er númerið, sem almenn- ingur notar, þegar hann vill ná fljótlega í lögregluna. Þetta númer var valið vegna þess, að það er svo þægilegt að ná því á símaskífunni í myrkri. Það gefur beint samband við Upp- lýsingaskrifstofuna og slítur öllum millisamböndum. Þegar dyrnar að Upplýsinga- skrifstofunni eru opnaðar blas- ir þar við fjöldi borða með upp- dráttum og á þeim sjást á víð og dreif svartar tölur, eins og taflmenn á borði. Hver þessara uppdrátta er af ákveðnum hluta borgarinnar og liver „tafl- maður“ táknar lögreglubifreið og sýnir hvar hún er stödd. Bif- reiðarnar, sem hafa einkennis- búinn lögreglumann við stýr- ið óg eru einkendar lögregl- unni, eru sýndar með kringl- óttum tölum. En aðrir vagnar, sem hafa óeinkennisbúna lög- reglu innanborðs eru sýndir með marghyrndum tölum. Allir þessir vagnar geta tekið á móti loftskeytum beint frá Scotland Yard og ennfremur frá öllum hinum smærri lögreglustöðvum, víðsvegar um borgina. I raun- inni getur embættismaðurinn á Scotland Yard lalað við allar sínar 85 undirstöðvar samtím- is. En við 23 helstu undirstöðv- arnar er einnig fjarritarasam- band. Ennfremur eru um alla borg- ina símaturnar þar sem hægt er að síma á lögreglustöðina, bláir á litinn til aðgreiningar frá símaturnum póst- og sima- málastjórnarinnar, sem eru rauðir. Þegar talsímatækið er tekið upp á þessum stöðum er óðar komið samband við næstu lögreglustöð. Lögregluþjónarnir nota -einnig þessar talstöðvar sjálfir til þes að láta stöð sína vita af sjer og senda henni til- kynningar, þegar þeir eru á verði, og eins leita þeir sjer þar húsaskjóls þegar þeir mega taka sjer hvíld. Efst á turninum er ljós, sem hægt er að gera marg- falt sterkara, þegar lögreglu- þjónninn þarf að ná í hjálp manna, sem framhjá ganga. Fyrir tilverknað þessara marg- víslegu hraðvirku tækja er hægt að handsama á ári þverju um 4000 manns, sem ella mundu sleppa. Önnur sjerkennileg stofa á Scotland Yard er „Uppdrátta- stofan“. Þar blasa hvarvetna við uppdrættir í stórum mæli- kvarða, alsettir smáflöggum, mislitum títuprjónum og öðrum dularfullum merkjum. Þessir uppdrættir eru til margra hluta nytsamlegir. Einn aðaltilgang- urinn með þeim er sá, á ófrið- artímum, að hafa jafnan örugt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.