Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N - LITLFl SfiEflN - Boggullinn Að morgni þessa dags, — þannig hóf vinur minn sögu sína, — vakn- aði jeg í svitabaði og hafði það á tilfinningunni, að jeg hafði hljóðað Upp úr svefninum. Jeg hafði mikinn hjartslátt og rjetti hendurnar út i loftið eins og jeg ætlaði að grípa eitthvað, sem jeg vissi ekki hvað var. Það leið nokkur stund áður en jeg kom til sjálfs mín. Jeg lá þarna, þreyttur og heitur, og starði ókunn- uglega á bókaskápana, skrifborðið initt, sem var þakið blöðum, gler- skápinn og annað, sem var mjer svo kunnugt. Það var víst áreiðanlegt að jeg lá á legubekknum í skrifstofunni minni þarna hjekk úrið mitt, og þarna voru fallegu inniskórnir mínir, sem kon- an mín hafði saumað allskonar rós- ir í, — konan mín, — nú glaðvakn- aði jeg, nú mundi jeg allt. Mig halð. v rið að dreyma konuna mína. Mjer fanst vera kaldranalegur haustdagur, eins og núna. Ekkert rauf þögnina, nema ömurlegt regn- hljóðið. Trjen voru nakin og ein- stæðingsleg, akrarnir huldir þoku og himininn var grár og þungbúinn. Alt í einu fanst mjer hurðin þarna vera opnuð, og inn kom litil og ein- stæðingsleg vera, blaut af regninu og skjálfandi af kulda, — það var konan min. Jeg reis upp i ofboði og hljóðaði hátt. Hún leit á mig með einkennilegu og fjarrænu augnaráði og lyfti upp fyrir framan mig litl- um böggli, sem hún baf í hendinni. Svo sagði hún lágt: „Þetta er lík- klæði, Georg; það eina sem jeg fjekk með mjer hjeðan.“ Jeg hljóðaði aftur og vaknaði. Já, þetta dreymdi mig. Og við umhugsunina um drauminn varð andlit mit baðað í svita og mjer varð þungt um andardrátt, af ang- ist og kvíða. Og hún, hvernig skyldi hún hafa sofið í nótt eftir orðasennu okkar í gærkvöldi? Skyldi hún líka kveljast af leiðinlegum draumum? Slcyldi hún líka liggja, eins og jeg núna, og finna þessa einkennilegu sársaukatilfinningu, sem þeir einir geta fundið, sem elska aðra meir, en sjálfa sig. Jeg heyrði lágt fótatak fyrir utan dyrnar. „Hver er þarna?“# hrópaði jeg og spratt upp. Ágústa vinnustúlk- an okkar svaraði: „Jeg ætlaði aðeins að spyrja lækninn hvort hann vildi fá morgunkaffið hingað upp?“ „Nei, jeg kem niður. En það liggur víst ekki á, það er ekki framorðið,“ sagði jeg. „Nei, en læknirinn fer alt af snemma út á fimtudögum." „Já, það er fimtudagur .. Þjer hugsið um alt, Ágústa.....Konan min er víst ekki vöknuð enn þá?“ „Jú, frúin hefir verið á fótum síðan kl. 6 í morgun.“ „Siðan kl. 6? Eruð þjer vissar um það, Ágústa?“ „Já, frúin er að strjúka þvott, og nú verð jeg að fara niður og líla eftir járnunum." „Jeg kem strax,“ kallaði jeg á eftir henni. „Hvað gekk að Mattliildi, að fara á fætur kl. 6 til þess að strjúka þvott? .... Jeg hefði heldur átt að sofa niðri .... Nei, þetta var gott. Þræta okkar hafði orsakast af smá- munum einum, en ef hún elskaði mig eins og jeg elskaði hana, þá ....“ „Herra læknir!“ kallaði Ágústa. ,Jeg er að koma,‘ sagði jeg og flýtti mjer að Ijúka við að þvo mjer. Þcgar jeg, fimm mínútum síðar, kom niður I borðstofuna, var Malt- hildur gest við borðið og leit svo vel út, í rósótta morgunkjólnum, með liðaða, Ijósa hárið og rjóðar og frísklegar kinnar að mjer fanst hún ekkert eiga sameiginlegt með vesal- ingnum, sem mig dreymdi. Jeg hafði komið inn með þeim góða ásetningi, að taka hana í faðm mjer og láta gærkveldið vera gleymt, en nú sagði jeg aðeins kuldalega: „Góðan daginn, Matthildur!“ „Góðan daginn Georg!“ Svo helti hún kaffinu í bollann minn og rjetti mjer brauðbakkann og smjörið, án þess að segja orð. Til þess að rjúfa þögnina spurði jeg hana, hvernig hún hefði sofið. „Ágætlega, það er að segja, jeg hefi samt ekki sofið eins vel og þú. Jeg fór á fætur kl. 6.“ „Já, þú fórst að eiga við þvott.“ „Svo þú veist það, þú hefir þá munað eftir því.“ „Munað eftir hverju?“ „Að það er kaffiboð hjá frú Bergs í dag.“ „Jeg reyndi að hlæja, en tókst það illa. „Kaffiboð hjá frú Bergs? Nei, það mundi jeg sannarlega ekki.“ „Jæja, jeg hjelt að þú vissir að jeg á ekki nema einn kjól, sem jeg get verið i í boðum, svarta blúndu- kjólinn. Jeg þurfti að vakna snemma til þess að laga hann fyrir boðið í dag.“ „Nei, það hefi jeg sannarlega ekki hugsað um, Matthildur. Þegar jeg vaknaði i morgun, var jeg sannai- lega ekki í skapi til að hugsa um kaffiboð og blúndukjóla .... Jeg verð að fara að komast af stað. Þú veist að það er fimtudagur. Vertu sæl, Matthildur." Hún hafði staðið upp og gengið út að glugganum. „Vertu sæl,“ endurtók jeg. „Vertu sæll,“ sagði hún kuldalega. Hún leit við, og jeg tók í hurðar- húninn, en jeg gat ekki stigið yfir þröskuldinn. Gremjan og ástin ti'. Matthildar áttust við í huga mjer. Svo fanst jeg mjer sjá hana með böggulinn, likklæðin. „Matthildur/ hrópaði jeg. Hún leit hrædd á mig. „Georg, þú missir af lestinni," stamaði hún. „Matthildur mig dreymdi þig i nótt.“ Hún gekk tvö skref í áttina til mín.. „En hvað það var skrítið," sagði hún. „Mig dreymdi þig lika svo yndislega." „En mig dreymdi ekki ,yndislega‘. Mjer fanst þú vera að fara burt frá mjer með lítinn böggil.“ Hún brosti. En hve henni fór vel að brosa svona. „Þú varst lika með böggul, Georg.* „Það er andstyggilegt .... Var jeg þá ekki líka að fara burt .... fara i dauðann?“ Hún hristi höfuðið. „Dreymdi þig það, Georg?“ „Já, þú fórst út í kuldann og regn- ið með litla böggulinn og sagðir að í honum væri likklæði, það eina, sem þú tækir með þjer úr þessu húsi, sem hefði verið heimili þitt. Þessi draumur er ekki þannig, að jeg geti strax gleymt honum.“ Skæru augun hennar döggvuðust tárum. Svo lagði hún hendurnar um hálsinn á mjer og kysti mig. „Og draumur þinn, Matthildur’ Rændi hann ást þinni til min?“ „Nei, nei. Þú opnaðir hurðina þarna, komast inn og rjettir mjer stóran böggul, og þegar jeg ætlaði ekki að taka við honum sagðir þú: Taktu hann, Matthildur. Jeg veit að þú hefir lengi haft þörf fyrir þetta. Jeg hefi áreiðanlega ekki hugsað nógu vel um þig undanfarið. Svo opnaði jeg böggulinn og í honum var blúnduklóll, miklu fallegri en sá gamli .... En hvers vegna hærðu Georg?“ Borgarstjórnin í London rekur eitt stærsta sveitabúið i Bretlandi. Þeir hafa 7000 ekra (2833 hektara) land og eiga meira en þrjátiu býli og eru sífelt að kaupa fleiri, í ná- grenni við London. Á búum borgar- stjórnarinnar eru 1617 nautgripir, 3726 svín, 1660 sauðfjár og 4814 alifuglar. Jeg hló, fullum hálsi. „Sjerðu ekki að þetta er alt saman ekki til ann- a'rs en hlæja að, litla vina min, ‘ sagði jeg og lyfti andliti hennar. Hún brosti gegnum tárin, og ástin Ijómaði í augum hennar. Enn þá geymum við minninguna um þetta augnablik, sem helgidóm í safni minninganna frá samveru- stundum okkar, og þegar jeg er að leika mjer við börnin okkar, Georg og Matthildi, og lít í broshýr og glettnisleg augu konu minnar, dett- ur okkur altaf í hug morguninn forðum, þegar við komumst að raun um að þrátt fyrir alt elskuðum við hvort annað með kærleika sem alt gat fyrirgefið. Með þessum orðum lauk vinur minn sögu sinni. Hulda S. Helgadóttir. þijddi. Minningarsjóffur Kitcheners var stofnaður með alþjóðasamskotum til þess að geyma minningu og afreks- verk hins fyrsta lávarðar Kitchen- ers af Kartoum. í fyrstu skyldi þessi sjóður veita námsstyrki mönnum, sem hefðu tekið þátt i fyrri lieims- styrjöldinni, svo og sonum slíkra manna, en nú hefir þessu verið ' breytt þannig, að menn úr núver- andi styrjöld fái sáma rjett. Siðan r.jóðurinn var stofnaður í júní 1918, > liafa yfir 2700 stúdentar fengið úr liónum styrki, sem nema alls 641.- 302 sterlingspundum. Sjötíu af hundraði hverju, sem ferðast með neðanjarðarbrautunum i London kjósa heldur að kaupa farmiða sína i farmiðasjálfsölunum en af afgreiðslumönnunum. 1 ---------------------- *f “MINNA-VATNS” AÐFERÐIN | GERIR RINSO NOTADRVGRA Setjið það ekki fyrir yður þó að þjer verðið að komast af me'ð minna af Rinso, en j ður finst, gott. Þjer getið samt átt' bragglegasta þvottinn í allri götunni. t Rinso er svo undur- samlega kröftugt, að þó að þjer notið ekki meira vatn í balanum, en að aðeins rjett fljóti yfir þvottinn, þá verður hann tandurhreinn. En þjappið þvottinum vel saman. Notið sem allra minst vatn og þá inema lítiðaf Rinso. Þaðermerkilegt Nýja aöferóiu þurfiðþjerekkii hve stóran þvott þjer getið þvegið £ litlu vatni, g þegar þjer notið Rinso. Hjer segir frá því, hvernig þjer skuluð fara með f| þvottinn, þegarþjernotið “minna-vatns"aðferðina: g Hrærið vel saman þyottalftg úr Rinso og vatni beint gj úr heita krananum og látið hvíta þvottinn yðar g liggja í leginum í 12 mínútur. (Munið að vatnið á g ekki nema rjett að vætla yfir þvottinn.) Takið svo gj hvíta þvottinn upp úr og látið mislita þvottinn fg liggja 12 mínútur í sama þyælinu. Með þessu móti = getið þjer sparað að minsta kosti þriðjung af því g. Rinso/ sem þjer notuðuð venjulega aður og g þvotturinn verður prýðilegur.' Auðvitað sjer Rinso g fyrir öllum þvottinum yðar—og hreingemingunum g líka. m '0 Engin suoa— gerir þvottinn hreinan ’X-R 201/1 151

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.