Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 þá til djúps unaSar, vegna alls er hann sá í kringum sig. Hann dró fæturnar í hvitu rykinu á veginum, og þyrlaði þvi upp með tánum, eins og barn, þar til skórnir hans voru orSnir æfintýralega þokugráir. Hann fann til barnslegrar sælu við að athuga hrukkurnar i skóleðrinu ofan við táhetturnar, hvernig þær opnuðust og lokuðust við hvert spor svo það hjelst svört rák neðst í hverri hrukku. Hann var nú orðinn sannfærður um að hann hafði verið borgarbúi alla æfi. Iíann hafði á- reiðanlega aldrei leikið sjer að þvi fyr, aS ganga á rykugum sveitavegi. Honum fanst hann þenjast. Hann langaði til að hitta einhvern hinna óþektu meðbræðra sinna, sem bygðu þessa sælusveit. Hann þráði að fá að tala viS einlivern, og segja frá þessu einkennilega fyrirbrigði, sem hafSi hent hann. En framar öllu þráði hann að fá staðfesta hina ný- fundnu gæfu sína. í liuga sinum fanst honum að vísu hún ekki þurfa staðfestingar. Dagblaðið i vasa hans myndaði þau einu tengsl, sem hann gat skynjað milli þess raunveruleika sem hann hafði gleymt, og þeirrar eyðu til- verunnar, sem hann hafði á svo einkennilegan hátt dottiS ofan í. Efinn hafði hörfað fyrir lönguninni. Löngunin hafði, í fjarveru allra ann- ara hugrænna afla, orðið aS vissu. Maðurinn var nú fyllilega sannfærð- ur um, að hann væri enginn annar en hinn auðugi afgreiðslumaður, erfingi kaupmannsins. Hann hjelt áfram glaður í bragði. Handan við beygju á veginum rakst hann á lögregluþjón, sem hall- aðist upp að reiðhjóli sínu og var að þurka svitann af enninu, með velktUm hvitum vasaklút. MaSur- inn nálgaðist hann, með titrandi eftirvæntingarfullu brosi. „Getið þjer gjört svo vel og sagt mjer hvaða þorp þetta er?“ spurði hann, og benti i áttina þangað. „Wittenden,“ sagði lögregluþjón- inn, og liorfði á hann með mein- leysislegri forvitni. „Þökk.“ Manninn hungraði og þyrsti eftir því, að fá að tala við einhvern. „Heitt, finst yður ekki?“ hjelt hann áfram. „O, jæja,“ sagði lögregluþjóninn, meS tregðu. „Víst er það. Fremur heitt.“ Samt sem áður setti hann aftur upp hjálminn, eins og sá, sem vill sýna að hann getur fórnað eigin þægindum þegar skyldan býður. Manninum fanst hann yrði að haf- ast eitthvað að til þess aS þessi eina inannvera, sem hann hafði hitt i nýrri tilveru, hyrfi ekki undir eins. Hann tók því ofan hattinn, og þurkaði svitann af enni sjer. Lög- regluþjónninn, sem veriS hafSi i þann veginn að setjast á reiShjólið, liikaði og einblíndi á manninn. Fjöldi dulinna liugarkenda liðu yfir andit hans, eins og svipir yfir leik- svið. Þvi næst virtist haftn komást aS niSurstöðu. Hann muldraði eitt- hvað i kveðjuskyni, vatt sjer upp á reiðhjólið og lagði af stað i átt- ina til þorpsins. Maðurinn setti upp hattinn, með eftirsjón. Eins og barn, sem í fyrsta sinn rennir grun í að leikfang þess kunni að bila, hikaði við að brjóta til mergjar tilfinningar sínar. Hann var þess aðeins meðvitandi, að sæl- « Jón Árnason: Um stjornuspekí an hafði verið hrakin úr veldisstóli i huga hans. Þar sem hann gekk áfram eftir rykugum veginum var hann að brjóta heilann um, hversvegna lögreglu- þjónninn hefSi horft svona einkenni- lega á hann. Honum hafði nokkuð hægst liugur þégar hann að lokum náði þorpinu. Sólin var þá að ganga til viðar, og svalir skuggar teygðu sig yfir um göturnar. Þó var ennþá heilt í lofti. BugSótt gatan sem hann gekk eftir var svo friðsæl, að liin hversdagslegu smáhljóð virtust hvíla sig í loftinu uppi yfir henni. Raddir manna, fótatak, hringl í keðju, öll hin smáu hálfhljóð sem berast út um opnar dyr svifu til og frá, hóg- vær, stefnulaus, en eins og þau kviðu fyrir að deyja. MaSurinn brosti, ánægjubrosi. „Hjer vildi jeg eiga heima,“ hugsaði hann með sjer. Hann fann til hungurs og þorsta. Veitingahús, hvítt með rauðu hellu- þaki, stóð við næsta götuhorn. Það bar merkið „Bláa Ljónið“. Hann gekk þangað. Ógrynni af háværu skrafi ruddist út um opnar dyrnar, eins og kart- öflum væri helt úr poka. MaSurinn hikaði andartak utan við dyrnar, gripinn óvæntri feimni. Hann vann von bráðar bug á hiki sinu og gekk inn. Skrafið fjell niður í sömu svipan. Aðeins feitlaginn maður, sem hall- aðist fram á borðið og sneri baki að dyrunum, hjelt áfram að tala. „Hversvegna gæti hann ekki hafa rakað það af sjer?“ spurði hann frekjulega. „Það er það sem jeg segi. Hvers vegna ........“ Sá sem næstur honum ,stóð hafði snortið hann á olnbogann. Feiti maðurinn leit við og horfði á ó- kunna manninn gapti, og skeytti svo í sig í flýti því sem hann átti eftir í bjórkönnunni. MaSurinn, sem liafði tapað minn- inu var aftur gripinn feimni og um leið dularfullum óróa. Þessi skyndi- lega þögn hafði einhverja merkingu, sem hann gerði sjer ekki grein fyrir. Hann tók eftir því, að vinur hans, lögregluþjónninn, var í stof- unni, og utan um hann hópur manna. „Bjór“ sagði maðurinn. Rödd hans var þvinguð. „Mörk?“ spurði veitingaþjónninn. Hann horfðist ekki í augu við ó- kunna manninn, heldur leit þangað, sem lögregluþjónninn stóð. „Já, og brauð og ost, ef það er til.“ Þjónninn sneri sjer við, til þess að fylla bjórkönnuna. Maðurinn sem hafði tapað minninu, tólc ofan, setti olnbogana fram á borðið, og heykt- ist í herðum. Hann fór að skoða á sjer neglurnar með nákvæmri at- hygli. Hann var í varnarstöðu. Óskiljanlegur ótti, eins og barns, sem væntir órjettlátrar hegningar, óx hægt og hægt í meðvitund hans. Augnablik liðu. Hann þorði ekki að líta um öxl. Honum fanst allir í stofunni vera að slá hring um hann. Það dimdi í herberginu. Hurðin hafði veriS látin aftur. Það marr- aði í gólffjöl...... Hann sá veitingaþjóninn, þar sem hann kom með bjórkönnuna, hika. Augu hans einblindu á eitthvað að baki ókunna mannsins. Honum fanst eins og ætti að slá sig. Hann ljet aftur augun. Hönd var lögS með hægð á hand- legg hans. Fimta greinin er að ýmsu leyti mjög hugðnæm og eru þeir ekki fáir, sem fást við hana og hafa gert það með góðum árangri. ÞaS er að mikl- um mun ljettara að fást við hana í löndum, sem liafa reglubundið veðráttufar en þar sem jiað er óstöð- ugt. Geta nienn þar betur rakið og sagt fyrir um vindstöðúr, vindhraða og annað þvi viðvíkjandi nákvæm- lega frá degi til dags með löngum fyrirvara — með meiri en árs fyrir- vara. Fyrir nokkrum árum reyndi jeg um tíma að gera samanburði í þess- ari grein stjörnuspekinnar og kynna mjer reynslu þá, er aðrir höfðu öðiast og sjá að hve miklu leyti hún gæti dugað hjer í landi. Sumt gaf góðan árangur, en sumt elcki, og dró jeg af þvi þá ályktun, að hjer yrði að gera víðtækari undirbúningsat- huganir áður en unt yrði að gera ábyggilegar spásagnir i þessari grein. Það yrði ef til vill nauðsynlegt að gera samanburð á löngum veðráttu- farstímabilum, jafnvel á hundruðum ára, og sjá hvað lægi til grundvall- ar fyrir þeim og hafa þær svo til hliðsjónar, þegar farið er að rekja frá ári til árs og degi til dags. í þessu sambandi verður að rekja hita og kuldalímabilin í sambandi við áhrif og afstöður Mars — hit- ann og Satúrn — kuldann. Jeg gat þvi eigi timans vegna lagt út í þetta viðfangsefni og lagöi það að svo stöddu á hilluna. Sjöttu og sjöundu greinarnar eru eigi almenns eðlis og eru einungis sálfræðilegar og þvi munu þeir fáir, sem stunda þær. Eins og áður er sagt, þá er það sú almenna stjörnuspeki, sem fæst við einstaklinga, en hinar eru sjergreúi ar, sem menn taka til við þegar þeir hafa lært hina fyrstu að minsta kosti í öllum aðalatriðumi. Námið. Þeim, sem kynna sjer stjörnuspeki má skifta í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru almennir lesendur eða þeir, sem lesa alt sem birtist um þessi efni í blöðum og límaritum og láta sjer það nægja. í öðrum flokknum eru þeir, sem gera sig ekki ánægða með það. Þeir vilja fá að vita meira í þessum fræðum og kynnast þeim og ná staðgóðri þekkingu á fræðikerfinu, grundvelli þess og notkun, vinnu- brögðum þeim, sem iðkendur þess beita í viðleitni sinni og á þann hált geta þeir öðlast alment yfirlit yfir alt fræðikerfið og liafa þar af leiðandi meira gagn af fræðiritum en almenningur.' Þeir kunna öll hin almennu „teknisku“ orðatiltæki og merki, sem notuð eru í stjörnuspeki- máli o. s. frv. Geta þeir því þar af leiðandi lesið sjer til gagns rit og „A-a-a-a-ah,“ æpti maðurinn, sem hafði tapað minninu. Hann opnaöi augun. í spegli á bak við borðið sá hann andlit sitt. Það var kritarhvítt, undir stutt- kliptu rauðu hári. ritgerðir, sem eingöngu eru ritaðar fyrir kunnáttumenn í þessari grein. í þriðja og síðasta flokknum eru jieir sem stunda þessi fræði og vinna sem lærðir stjörnuspekingar að meira eða minna leyti. Til þess að geta lært til hlýtar öil undirstöðuatriði stjörnuspekinn- ar í því augnamiði að verða starf- andi stjörnuspekingar, verða menn að liafa náð sæmilegum tökum á einu af hinum þrem aðal menningar- tungum nútíðar, ensku, þýsku eða frakknesku. Á Norðurlandamálum eru mjer vitanlega engar kenslu- bækur tii um þessi efni. Að minum dómi eru ensku kcnslubækurnar bestar, einkum rit og útgáfur Alan Leo’s, sem langmest liefur ritað um þessi efni af nútíðarhöfundum. — Hann ljest 1917. Náminu má skifta í tvo hluta. í fyrri lilutanum er stjörnufræði og stærðfræði. Er jiar aðallega lögð áliersla á þann hiuta stjörnufræðinn- ar, sem stendur í sambandi við kensluna um að leggja stundsjá (horoscope) og fjallar ein af stærri bókum Alan Leo’s einungis um það efni. 1 henni eru skýringar á því hvað stundsjá er og hvernig eigi að gera hana. Þessum hiuta fylgja tvær bækur aðrar, sem sje sjerstök alman- ök, sem eru gefin út fyrir stjörnu- spekinga eingöngu og eru þau gefin út í Lundúnum í 500 þúsund eintök- um. Aimanak þetta sýnir stöðu sólar, tungls .og pláneta á hádegi i Green- wich á hverjum degi ársins ásamt hreyfingum þeirra á sólarhring hverjum, hve langt þær fara á braut sinni, sjeð frá jörðu. Hitt ritið eru logaritmatöflur, sem nota verður til hægðarauka við reikninginn, bæ-’i cr reikna skal hluta af sólarhrings- lireyfingunni, t. d. á 5 klt. e. hád. í Greenwich. Önnur taflan er þríliðu logaritmar, sem nota þarf, er finna skal livaða stjörnumerki, gráða og mínúta er t. d. í hádegisstað á ákveðnu augnabliki á ákveðinni lengd austur eða vestur frá Green- wich. Fyrri hlutanum eiga menn að geta lokið á nokkrum mánuðum og orðið fullfærir um að leggja stund- sjá fyrir hvaða stað og stund sem vera skal frá 70 stigum norðurbreidd- ar til 70 stiga suðurbreiddar. Seinni hlutinn er öllu örðugri, því hann er fræðslan um það, hvernig’ lesa skuli úr stundsjánni eða leysa hana upp og skýra og er það verk í raun rjettri aldrei fulllært. Er það margra ára nám og er list, sem menn eru mjög misjafnlega lagaðir til þess að iðka og ná tökum á. En með elju og þrautseigju má komast langt i þeirri grein,* jafnvel að fræði- legri leið. Því er haldið fram af sumum, að sjerhver nemandi eigi að lokum að finna sina eigin lestraraðferð. Leiðbeiningarrit eru einnig gefin út í þessari grein og fyrirmyndar- stundsjár sýndar og skýrðar nem- endum til hægðarauka, þæði til þess að sýna þýðingu hinna ein- stöku afstaða plánetanna hverrar gagnvart annari og stöðu þeirra í stundsjánni í stjörnumerkjum og hús- um og livað það tákni. Þegar menn liafa lært þetta sæmi- lega, þá koma til greina tvö mikil- væg verkefni, sem sje að finna ó- þekta fæðingarstund og rekja fram- tíðina, sem er bygt á frumstund- sjánni. Mun jeg skýra þessi atriði síðar. Meira.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.