Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Æfintýri Buffalo Bill Indíánar. ísak Cody batnaði aldrei verulega eftir sárin, sem honum höfðu ve"ið veitt. Hann dó, þegar Billy var enn ungur að árum og Billy varð eftir það að vinna allskonar vinnu til að halda makindum sinum og draumahugleið- ingum inni i eða undir vögnunum, meðan aðeins þrír menn stóðu vörð yfir nautunum, þeir áttu sannarlega ekki von á Indiánum á þessum slóð- um. lifinu í fjölskyldunni. Eitt sinn fjeklc hann vinnu hjá vini föður síns heitins, en þessi vinur var yfirmaður vagnalestar nokkurra ný- t>yggja- Starf Cody „litia“ var að reka á eftir dráttaruxunum, sem drógu vagnana. Nýbyggjarnir höfðu nefnilega komist að þeirri niður- stöðu að uxarnir hefðu þann kost fram yfir hesta og asna, að þeir voru góðir til matar, og því heppilegri, ef eitthvað óhapp skyldi henda vagna- lestina. Og það sem meira var, ef vagnalestin kæmist leiðar sinnar án óhappa, náðu uxarnir sjer mjög fljótt aftur eftir ferðalagið, svo að auðgert var að fita þá og selja. Þeir, sem stjórnuðu þessum naut- um, voru kallaðir „nautasvipur". — Billy reyndist vera ágæt „nautasvipa“ og kom öllum nautum sinum yfir sljetturnar heilum á húfi. Vegna þeirrar reynslu, sem hann hafði fcng- ið þannig af hyrndum nautgripum rjeði hann sig sem nautarekstrar- mann að mikili nautahjörð, sem stjórnin ætlaði að senda Albert Sid- ney Johnson hershöfðingja, sem var á leið með her sinn gegn Mormón- ' unum í Utah. Þegar lestin og nautahjörðin, sem Billy hafði farið með, kom i nágrenni Kearrneyvirkis lentu þeir í fyrsta alvarlega ævintýrinu. Þeir höfðu tjaldað til kvöldverðar og stöðvað vagnana og lágu flestir í En skyndilega hrukku þeir upp við vondan draum, stríðsóp skáru i gegnum kyrðina, skot glumdu, jörð- in skalf af hófadyn, og áður en þeir vissu af, hafði heill herflokkur Indí- ána á stríðsstigum ráðist á þá og dreift nautunum i allar áttir. En þeir hvítu voru ekki lengi að átla sig, söfnuðust saman, tilbúnir að berjast, og heilsuðu rauðskinn- unum með skothrið úr stuttu Miss- issippibyssunum sinum. Eftir stutta viðureign duttu tveir hvílu mannanna niður og Frank, yfirmaður lestarinnar, sem sá, að lið hans gat ekki varist í svona op- inni stöðu, kallaði til manna sinna: „Fljótir niður að ánni, bakkar henn- ar geta skýlt okkurl* Billy og fjelagar hans hlupu strax niður að árbakkanum og tóku þá særðu með sjer. Þeir komust í betri stöðu, áður en Indiánarnir höfðu safnast saman eftir skothríðina og nú var hafdin ofurlitin ráðstefna o." ákveðið að reyna að komast til Kearneyvirkis með því að vaða nið- ur ána og hafa árbakkann sem brjóst- vörn. Þeir sendu rauðskinnunum enn eina kúlnahríð og síðan hjelt hið um- setna lið niður ána og'notfærði sjer eins og mögu'egt var bakkann til varnar og hjelt um leið uppi stöð- ugri skothríð á Indíánana, sem eltu eins nærri og þeir þorðu. Eftir því sem tók að dimma fór Billy að finna meir til þreytu af því að vaða og verjast heldur en hinir eldri og þroskaðri fjelagar hans, og hægt og hæet fór hann að dragast aftur úr, þó að hann berðist áfram eftir bestu getu. Skynditega hrökk hann við, við ejnhverja svarta þús'u, sem valt yfir balckann. Rjett á eftir kom tungtið fram úr skýjaþykkni svo að Billy gat greint fjaðurhöfuð og skinnklæði Indíána, sem hafði mist jafnvægi við að njósna yfir bakkabrúnina og dottið i ána. Hinn rauði sá Billy á sama augna- b’iki og Billy kom auga á hann og rak unp stríðsöskur mikið, sem Billy svaraði með skoti úr riffli sínum, því að unglingurinn hafði ekki tap- að snarræði sinu, þótt að honum væri komið óvörum. Hvítu mennirnir, sem höfðu heyrt stríðsöskrið og skotið komu hlaup- andi uppeftir, því að þeir höfðu um leið saknað Billys. Þeir fundu Billy dragandi Indíána á eftir sjer. „Þetta er minn Indíáni, piltarl“ kallaði hann sigri hrósandi. „Vissulega,“ sagði yfirmaðurinn, „það var bara skrambi vel gert hjá þjer.“ Og siðan heltu þeir hrósyrð- um yfir Cody. „Jeg er nú ekki eins þreyttur eins og jeg var og jeg geri ráð fyrir að jeg geti hangið i ykkur öllum, það sem eftir er,“ sagði Billy með merlc- issvip, „því að ef Indíáninn liefði ekki dottið á bakkanum lægi jeg nú dauður á árbakkanum.“ Fjelagar hans fóru að hlæja yfir þessum orðuiu hans, þrátt fyrir hætt- una, en hjeldú síðan áfram niður ána. Þeir brutust áfram alla nóttina, þar til þeir komu auga á Kearney- virkið og komust heilir á húfi þang- að um morguninn eftir nokkurn bar- daga við rauðskinnana, sem enn voru á hælum þeirra. r---------------------- S k r í 11 u r. Verið var að halda hljómleika í skólasal einhversstaðar í Skotlandi, og einn liðurinn var sá, að Skotinn Sandy ljek einleik á be'gpípu. Þeg- ar hann hafði lokið laginu og lófa- klappinu linti, heyrðist rödd fiainan úr salnum: „Góði, leikið þjer fyrir okkur „Annie Laurie“, Sandy!“ „Ha!“ spurði Sandy undrandi og upp með sjer um leið. „Á jeg að leika það aftur?‘ Maður nokkur hringdi til ritstjóra blaðs eins og skýrði honum frá þvi, að frændi hans hefði verið kaup- andi blaðsins í fimtíu ár. „Það er prýðilegt!“ sagði ritstjór- inn. „Og jeg vona að liann verði kaupandi lengi áfram.“ „Já, það ætlar hann að verða. En mig langar til þess að segja yður dálítið af honum. Hann hefir ávalt verið fyrirmynd annara að velsænn, hann reykir ekki og hann drekkur ekki, skammast aldrei og fer aldrei i leikhús eða horfir á kvikmynd.* í sluttu máli verður engin ódygð eða löslur i honum fundinn. Og nú heldur liann áttatíu ára afmæli sitt hátíðlegt á morgun.“ „Hvernig getur svoleiðis maður farið að halda upp á afmæli?“ spurði ritstjórinn. — Jeg heyri, að maðurinn yðar hafi verið að sækja um stöðu í Stjórnarráðinu, hjerna um daginn. Hvað gerir hann núna? — Ekkert. Hann fjekk stöðuna. — Nefndir, kunningi! Jeg skal seg^ja þjer hvað það er. Það eru nokkrir menn, sem fleygja minút- unum og fleygja tímunum. Frú ein í New York fór á ráðn- ingarskrifstofu til þess að reyna að ná sjer í vinnukonu. Hún hitti þar eina, sem henni leist einstaklega vel á og fór að lýsa fyrir henni þvi, sem stúlka á sínu heimili ætti að gera. — Heima hjá mjer hefir það altaf verið venjan, að fá morgun- kaffið í rúmið! sagði hún. — Einmitt það?“ svaraði stúlkan napurt. — í yðar rúm —- eða mitt? Hefðarfrú ein, sem hafði gaman af að safna kringum sig listamönn- um í kvöldboð sín, bauð einu sinni fiðlusnillingnum Fritz Kreisler heim til sin. „Og hafið þjer fiðluna yðar með yður,“ bætti hún við. „Það er engin þörf á því,“ svar- aði fiðlusnillingurinn. „Hvers vegna ekki?“ spurði hefð- arfrúin með ofurlitlum snúð. Hún var vön þvi að láta hljómlistarfólk syngja og leika í samkvæmum sínum til endurgjalds fyrir matinn. „Vegna þess, sjáið þjer frú, að fiðlan mín jetur ekki,“ svaraði fiðlu- snillingurinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.