Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N BEORBES SIMEnon í________ --------- [0 Flæmska buðin dökkbrúnn, og fyrir innan hann stóð hæru- hvít kona í svartri peysu, og var að tala flæmsku við konu prammakarls, sem var með barn á handleggnum. „Viljið þjer gera svo vel og ganga hjeina í gegn, fulltrúi?“ Maigret gafst tími til að renna augunum um búðarhillurnar, sem voru fullar af alls- kyns varningi. Hann tók sjerstaklega eftir því, að nokkur hluti búðardisksins var með zinkþynnu, og að á lienni stóðu flöskur með einiberjabrennivíni og koníaki, með hellikrana í stútnum. En honum gafst ekki tækifæri til að at- huga þetta nánar, því að nú var honum visað inn um aðrar dyr með glerhurð, en rýjuvefur var hengdur fyrir glerin. Næst gengu þau Anna gegnum eldhús, og sat gamall maður í tágastól fast við eldstóna. „Þessa leið!“ Það var kaldara í ganginum fyrir innan. Svo komu nýjar dyr, sem lágu að alveg óvæntri stofu, er sumpart var setustofa en sumpart borðstofa. Þar var píanó, fiðlu- kassi, vel fágað tiglagólf, þægileg húsgögn og eftirlíkingar af frægum málverkum á veggjunum. „Má jeg ekki taka við frakkanum yðar?“ Borðið var dúkað. Munstraður borðdúk- ur, silfurborðbúnaður, bollar og undirskál- ar úr vönduðu postulíni. „Það má vist bjóða yður kaffi, er ekki svo ?“ Frakki Maigrets hafði þegar verið hengd- ur fram í ganginn, og Anna kom aftur inn í stofuna í hvítri silkiblúeu, sem síður en svo yngdi hana upp. Þetta er fullorðin stúlka. En hvað var það, sem svifti hana öllum kvenlegum þokka? Það var ómögulegt að hugsa sjer að hún gæti orðið ástfangin Og enn óhugs- anlegra var þó, að nokkur karlmaður gæti orðið ástfanginn af henni. Það var aúðsjeð, að viðtökurnar höfðu verið rækilega undirbúnar fyrirfram. Hún kom inn með sjóðheita kaffikönnuna og helti í þrjá bolla. Svo livarf liún aftur út i svip, en kom aftur með risgrjónatertu. „Gerið þjer svo vel að fá vður sæti, herra fulltrúi .... Hún móðir mín kemur á hverri stundu.“ „Leikið þjer á pianó?“ „Já, og hún systir min líka. En hún hefir minni tíma til þess, en jeg hefi. Á kvöld- in verður hún oftast nær að sitja yfir því að leiðrjetta stíla.“ „En fiðlan?“ „Hann hróðir minn á hana.“ „Hann mun ekki vera hjerna í Givet, geri jeg ráð fyrir?“ „Hann kemur hingað bráðlega. Jeg sagði honum að það væri von á yður!“ Hún skar tertuna í sneiðar og rjetti Maig- ret eina með svo mikilli einbeitni, að ekki var tiltökumál að afþakka. Frú Peeters kom inn í stofuna, spenti greipar á magan- um, heilsaði gestinum með veimiltitulegu brosi — brosi, sem var mettað hrygð og undirgefni. „Hún Anna sagði mjer að von væri á yður. Það var fallega gert af yður ....“ Ilún var flæmskari í máli, en dóttir henn- ar, og talaði greinilega mállýsku. Andlits- drættir hennar voru talsvert fíngerðir og greindarlegir, og silfurhvítt hárið jók henni þokka. Hún tylti sjer á brúnina á stólnum sínum, eins og konur gera, sem aldrei setj- ast nema eins og kría á stein. „Þjer hljótið að vera svangur eftir alt þetta ferðalag.' En hvað mig snertir, þá hefi jeg mist alla matarlyst siðan . .. .“ Maigret mintist gamla mannsins, sem liann hafði sjeð í eldhúsinu. Hvers vegna kom hann ekki inn og fjekk sjer kaffisopa og tertubita? En í sömu svifum sagði frú Maigret við dóttur sína: „Skerðu þarna bita lianda honum pabba þinum.“ Og við fulltrúann sagði hún: „Hann skilur varla við stólinn sinn. I rauninni skilur hann ekki . ...“ Þvi fór fjarri að nokkuð óvenjulegt virt- ist liggja í loftinu þarna, og Maigret virtist ótrúlegt að utanaðkomandi atburðir gætu truflað þennan heimilisfrið. Manni fanst það á sjer, þegar gengið var inn í þetta hús, að jafnvel þó að mikið gengi á fyrir utan, væri lítil hætta á því að þeir atburðir gætu í nokkru raskað friðnum á þessu kyrláta flæmska heimili, þar sem hvergi sá dust á neinu og ekkert heyrðist nema súgurinn i ofninum. Þegar Maigret rjeðst i stóra tertubitann, fór hann jafnframt að spyrja spurninga. „Hvenær bar þetta við — nálcvæmlega?" „Þriðja janúar.“ „Og nú er kominn sá tuttugasti.“ „Já. Þeir hugsuðu sjer ekki að sakbera okkur í fyrstunni." „Þessi stúlka .... hvað kölluðuð þið hana? Germaine ....?“ „Germaine Piedbæuf,“ svaraði Anna, er nú var komin inn í stofuna aftur. „Hún kom hjerna um átta leytið um kvöldið. Hún mamma fór fram í búðina, til þess að af- greiða hana.“ „Hvaða erindi átti hún svo?“ Frú Peeters strauk af sjer tár og svaraði: „Það sama og vant var .... Hún var að kvarta undan því að Josepli liti aldrei inn til sín og sendi sjer aldrei linu .... Og hugsið þjer yður hvað hann hefir mikið að gera! Það er merkilegt hvað hann lcemur miklu af og hafa þó alt þetta hangandi yfir sjer og okkur ....“ „Stóð hún lengi við?“ „Jeg hygg að hún hafi staðið við svo sení fimm mínútur. Jeg varð að biðja hana um að liafa elcki mjög hátt, þvi að jeg kærði mig ekki um, að prammakarlarnir hjerna í kring færu að þyrpast hingað inn til þess að sjá hvað gengi á. Þá kom Anna fram í búðina og sagði henni, að henni væri best að fara.“ ',,Og fór hún þá?“ „Anna fór með henni út, en jeg fór aftur inn í eldhúsið til þess að taka til á borð- inu.“ „Og þjer sáuð hana ekki aftur eftir það?“ „Aldrei.“ „Síðan hefir enginn maður sjeð hana, er ekki svo?“ „Nei, það segja þeir.“ HÖRUND YÐAR ÞARFNAST FILMSTJÖRNU FEGRUNAR-SNYRTINGAR Ef liörgull verður á Lux handsápunni um stundarsakir í nágrenni viö yöur, þá skuluð þjer ekki láta hug- fallast fyiir þaö. Þjer getiö látið sápustykkið endast miklu lengur en áöur. Þvi að Lux handsápan gefui svo ríkulegt löður, að aðeins lítið af henni getur gert mikil ahrif Þaö er eyösla, til dæmis, að dýfa sápunm i vatmð, eÖa láta hana liggja ( því. Vætið hendurnar eöa þvottaklútinn og strjúkið svo sápustykkinu einu sinni um, og þá fáið þjer nægilegt sápulöður Frægar kvikmyndadísir og aðrar fagrar konur un allan heim hafa komist aö raun um, að besta ráðið til þess að halda hörundinu unglegu og mjúku, er að nota Lux handsápuna aÖ staðaldri LUX HANDSÁPAN Paramount- stjarnan DOROTHY LAMOUR X-LTS 639/4-039 LL FZi7Mramk?iúslu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.