Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.10.1943, Blaðsíða 14
/ 14 F A L K I N N Guðný og Ljenharður í IV. þætti. í i LEIKFJELAGIE. Frh. af bls. 3. indið af Lárusi Páíssyni, en and- stæða þeirra, röggsemdarkarlinn Bjarni á Hellum af Jóni Aðils. Ingi- riði gömlu í Hvammi, konuna, sem vill fórna aleigu sinni, sonunum, til þess að hefta vald Ljenharðs og afstýra þvi, að hann fái að leika lausum hala, leikur Anna Guðmunds- dótlir, en Guðmundur Gíslason leik- ur Holm, hinn þögula förunaut fó- getans. Umbúnaðurinn á leiksviðinu er hinn glæsilegasti, bæði hvað leik- tjöld og búninga snertir. Leiksviðin eru frá hlaðinu á Selfossi, með vest- urhluta Ingólfsfjalls og Kögunarhól í baksýn (í 1. og 3. þætti), frá Klofa með Heklu í baksýn (í 2. þætti), stofan á Hjalla, þar sem viðureign Ljenharðs og Guðnýjar og handtaka hins fyrnefnda fer fram (4. þáttur), og útisvið á Hjalla i 5. þæíti. Eru leiktjöld þessi hin glæsilegustu og þá ekki síður búningarnir, gerðir eftir fyrirmyndum 16. aldar tisku að því er höfðingjana snertir. Það eitt mætti vekja furðu, hvernig þeir Ljenharður og Torfi geta riðið milli bæja og heilar dagleiðir, án þess að duft eða aursletta sjáist á fótabún- aði þeirra. Þá er hún heldur en ekki ósennileg til fara bóndadóttirin á Selfossi, þegar hún ætlar að fara að taka saman hey. Svipar þetta fremur til óperusýninga en raunveruleikrits, en verður afsakað nieð því í þessu tilfelli líka, að áhorfandinn vill hafa „eitthvað fyrir augað“. Af leikendum ber sjerstaklega að Lárus Pálsson sem Kotstrandar- kvikindið. jr minnast á liina ungu stúlku, í hlut- verki Guðnýjar. Henni tekst prýði- lega að sýna hina ungu, saklausu sveitaslúlku, sem lika hefir skap þegar ástamáiin eru annarsvegar. Hinsvegar brestur nokkuð á leik hennar í viðureigninni við hinn slompfulla kvennamann Ljenharð, í 4. þætti, en jafnframt er það tals- vert veikur þáttur í leikritinu, hvernig Guðnýju tekst að svæfa hann. Þegar hann er nýblundaður er hafður í frammi mikill hávaði, bæði í tali og eins hjá hljómsveit- inni, aðjíknst er og að viðkomandi langi mikið til að vekja Ljenharð aftur — cn það tekst ekki. Hinsveg- Handtaka Ljenharðs. Frá vinstri: Bjarni á Hellum, Ljenharður og Torfi í Klofa (Jón Aðils, Haraldur Björn son og Valur Gíslason). Frá vinstri: Þóra Borg, Valur Gísli son, Svava Einarsdóttir og Br.. Jóhannesson. . ar tekst Guðnýu það mætavel, nokkr um mínútum á eftir, þegar hún vill láta hann flýja undan bana sin- um. Samleikurinn er góður og öll hin stærri lilutverkin og mörg þeirra minni, sæta hinni bestu meðferð. Sjerstaklcga ber að geta Ævars Kvaran, sem leikur Eystein mjög hressilega. Það eitt mætti að hon- um finna, að framburður hans verð- ur dálitið ógreinilegur, þegar hon- um er mikið í skapi. Kotstrandar- kvikindi Lárusar Púlssonar er ó- gleymanlegt og er skoplegt af þvi að þ«ð á að vera það, en hinsvegar er tæplega tilefni til þess, að Jón á Leirubakka sje gerður skoplegur, því að liann er aðeins aumingi og meinlaus rola, eins og allir, sem eru „á sama máli og síðasti ræðu- maður“. Undirtektirnar voru ágætar, eftir því sem hjer gerist um alvarleg leik- rit, en þakkir áhorfenda í leikslok báru þess merki eins og oftast, að flestir vildu verða fyrstir í barátt- Ævar Kvaran sem Eysteinn úr Mörk. una um fatageymsluna. Hjer birtast nokkrar myndir úr leiknum. SCOTLAND YARD. Frh. af bls. 5. að einkennið lýsir einhverri lík- legri vöntun, svo sem því, að glæpamaðurinn hafi ör eða staurfingur. Margt fleira gefur að sjá og skoða á Scotland Yard. Til dæmis er öll nýtísku tækni Ijós- myndagerðar notuð þar, infra- rauðar og ultra-fjólubláar Ijós- inyndir sýna t. d. hve barnalegt það er að breyta dagsetningu eða lýsingu skoðunarvottorða á bifreiðum, sem stolið er, og hve auðvelt ér að komast að þvi, ef ávísun er fölsuð eða tölum breytt á henni, hversu vel sem það er gert. Enn einu verð jeg þó að lok- um að segja sjerstaklega frá: það er litla blaðaskrifstofan, sem gefur út daglega blað, sem aðeins er sent þeim, er leggja til efni í það. Meðal almennings fær enginn að sjá þetta „blað“, sem sent er daglega öllum lög- reglustöðvum á Bretlandi og í nokkrar borgir erlendis, innan breska heimsveldisins og ann- arsstaðar. Þarna eru birtar aðvaranir gegn ýmsum glæpamönnum, og þar er sjerstakur dálkur um gimsteina og dýrgripi, þar sem þeim er lýst, ef þeim hefir ver- ið stolið. Ennfremur eru birt úrslit ýmsra sakamála. Einnig eru þarna myndir og lýsingar á albjóða bófum, sem fara land úr landi og brjótast inn í hús og stela og ræna. — Sömuleiðis gefur Scotland Yard út „Upp- ]ýsingar“, sem sendar eru lög- reglustöðvum í Bretlandi. Þar er skýrt frá ýmiskonar glæp- um, mannahvarfi, stolnum mun um o. s. frv. Þetta blað er lesið hátt yfir lögregluþjónunum áð- ur en þeir fara til starfa. Egsls ávaxtadrykkir Drekkiö Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.