Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 6
c FÁLKINN - LITLfl 5flBfln - Gegn ofviðrinn Jóhann Scheving þýddi Anton lokaði hinni þykku og þungu bjálkahurð á eftir vini sín- um. Hann gekk inn i kofann og stað- næmdist við borðið. Hann skrúfaði kveikinn upp og fletti sundur brjef- inu, sem Eiríkur Eiríksson hafði komið með. Anton var óvanur við að lesa skrift, svo að þetta tók langan tíma. Skriftin var heldur ekki góð, lín- urnar hölluðust. Og það leit út fyrir að brjefið hefði ekki verið ritað í einu. Sumir stafirnir voru stórir og feitir, aðrir litlir og daufir. Og brjefið var skrifað með blýanti. En loksins hafði hann komist fram úr þvi öllu, og marg lesið sumt af því. Hún ávarpaði hann Anton í brjefinu. Fyrrum skrifaði hún kæri Anton.. í brjefinu stóð að 'Björn, maður hennar, væri dáinn fyrir nokkrum tíma síðan. „Og jeg fer brátt sömu leið. Eiríkur ætlar að færa þjer þetta brjef. Jeg vona að það komist til þín. Jeg bið þig fyrirgefningar á því að jeg brást þjer. Alt gat farið betur. Jeg þrái það að þú fyrirgefir mjer. Jeg ligg veik í fjallakofanum og hríðin lemur liann að utan.“ Lena. Tvö tár fjellu niður á nafn henn- ar. Var hann farinn að gráta? Nei, það vildi hann ekki viðurkenna. Hann þurkaði augun með liandar- bakinu. Þetta stafar af móreyknum hugsaði hann. Aumingja Lena. Þann- ig á endirinn að verða. „Því tók hún Björn fram yfir mig?“ sagði hann við sjálfan sig. „Björn varð ekki henni til hamingjuauka. „Því sveik liún mig? Nú eru fimm ár síðan að þetta gerðist." Sársauki Antons var eins mikill og í fyrstu. Hann gekk um gólf. Hann nam skyndilega staðar, kraup á knje og huldi andlitið með höndunum. Hann bað til Guðs. Bað hann að taka ekki Lenu, láta hana ekki deyja. Hann bað um fyrirgefningu fyrir liatursfullar liugsanir, er hann hafði sent yfir fjallið til Björns og Lenu. Bað um fyrirgefningu fyrir illvilja sinn. Bæn hans var ekki þrungin orðavali. Það var svo langur timi liðinn síðan, er hann hafði beðið bænar. Og Guð var ekki að hugsa um orðalagið heldur hjartalagið. Það kom friður yfir Anton. Hann varð rólegur. Hann stóð á fætur. En sett- ist svo á stólinn við borðið. „Nú deyr Lena róleg, það finn jeg á mjer,“ sagði hann. Anton sat lengi og horfði fram fyrir sig. Alt í einu sá hann skíðin sín í horninu við gluggann. Á auga- bragði spratt Anton á fælur. Blóðið steig honum til höfuðsins. Hjer sat hann rólegur og hugsunarlaus meðan Lena barðist við dauðann, ein og yfirgefin í kofanum hinumegin fjalls- ins! Hann barði i borðið, svo að buldi í þvi og lampinn hentist til. Höggið vakti hann af mókinu. „Nei, nei,“ öskraði liann. „Guð minn góður! Jeg verð að gera skyldu mína. Það verður að gerast krafta- verk.“ Hann hað Guð að hjálpa sjer til þess að rata í stórhríðinni. Anton bætti mó í eldstæðið, fór i skinnfeld sinn, setti hlýja stóra húfu á höfuðið, þreif skíðin, slökti ljós- ið, lokaði dyrunum á eftir sjer.og fór út í hríðina og óveðrið. Hríðin lamdi hann allan utan. Oft þurfti hann að hreinsa snjóinn frá vitunum. Frostið var mikið svo að hann sveið í andlitið. En hann hjelt hiklaust og óhræddur áfram ferð sinni gegn stormi, hríð og öðrum torfærum. Um miðja nótt kom liann í dal- verpið, þar sem býli Lenu stóð. Hartn fann kofann, reisti skíðin upp við vegginn og fór inn. Hann litaðist um. Þarna lá Lena og svaf. Og við rúmstokkinn sat gamla Gústa. Hún var frá bæ, sem næstur lá þessu býli. En var þó langt í burtu.. Aðrir bæir voru ekki þarna í grendinni. Anton gekk áleið- is til Gústu, en hún benti honum að staðnæmast, stóð upp og kom til hans. „Það er mál til komið að þú kom- ir, Anton. Nú er Lena úr allri hættu. Þegar hún vaknar sjer hún þig og það verður besta meðalið. Viltu ekki taka við varðstöðunni?" „Jú,“ sagði Anton og kinkaði kolli til samþykkis. „En þvi komst þú hingað/ mælti hann. Gústa horfði lengi á hann. „Jeg veit það ekki. Jeg fjekk skyndilega ómótstæðilega þrá til að fara hingað í gærkvöldi á sjálfa jólanóttina.“ „Er jólanóttin í nótt?“ sagði Ant- on. „Já, vissirðu það ekki, Anton?“ „Nei, Gústa, við sem búum uppi í óbygðum fylgjumst ekki með daga- talinu! Jólanótt, Gústa! Guð minn góður, þess vegna var bæn min upp- fylt. Jeg fjekk boð frá honum, sem býr ofar öllum skýjum og stormum, frá honum, sem þekkir alla vegi, öll mannanna hjörtu.“ „Þetta fer alt vel,“ mælti Gústa. Hún vafði sjalinu fast að sjer, bauð góða nótt og sagði: „Þú komst seint, Anton, en nú lifir þú dásam- leg jól. Anton hafði setið lengi á stólnum við rúm Lenu. Hann hjelt i hönd hennar. Hún sefur vært. Það snark- ar í viðarbútunum á eldstæðinu. Það morgnar. En hingað berast engir jólaklukkuhljómar. En í lijarta Ant- ons er jólagleði. Hann horfir bros- andi á liið fagra og föla andlit Lenu er nú var orðin hitalaus. Hann bíð- ur dagsins. Hann bíður hinnar var- anlegu hamingju. Storminn hefir lægt og snjórinn fellur hljótt á kof- ann af skekta, sem dauðinn hafði yfirgefið. Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? W. ShakespEarE Lear konunsfur Sýndur leikárið 1605—6. Gerist í Bretlandi. T EAR konungur í Bretlandi er orðinn gamall og þreyttur á ábyrgðarmiklum stjórnarstörfum. — Eftir langa umhugsun liefir hann afráðið, að skifta ríkinu milli þriggja dætra sinna, i rjettu hlutfalli við það, hve vænt þeim hefir þótt um föður sinn. Gekk hann að því vísu að Cordelia, yngsta dóttirin og sú sem honum þótti vænst um, mundi fá stærsta hlutann. Og nú bað hann dætur sínar að tjá sjer, hve hjart- fólginn hann væri þeim. Eldri dæt- urnar, Goneril og Regan, sem báð- ar voru giftar, lýstu kærleika sín- um til föðurins með háfleygum og lijartnæmum orðum, en Cordelia, sem ofbauð fals og fláræði systra sinna, komst þannig að orði, að hún elskaði föður sinn eins og hann ætti skilið, en hvorki meira nje minna. Þessu svari reiddist Lear konungur ákaflega; skifti liann síðan ríkinu milli dætra sinna tveggja en gerði Cordeliu arflausa. Hann ákvað einn- ig að dvelja nokkra mánuði hjá eldri dætrunum, hvorri um sig. Áður en þetta gerðist höfðu tveir tignir menn biðlað til Cordeliu. Annar þeirra var hertoginn af Bur gund, en hinn Frakklandskonungur. Þegar frjettist um að Cordelia hefði verið gerð arflaus, þvarr ást her- togans til hennar eins og dögg fyrir sólu. En Frakklandskonungur skildi betur hver manneskja Cordelia var og fór með hana til Frakklands og giftist lienni. Undir eins og Cordelia var farin úr landi fór Lear konungi að skilj- ast, að hann hafði hlaupið á sig, og að hin fögru orð eldri dætranna höfðu verið mælt af falsi og fláræði. Þær ráku hann báðar frá sjer áður en mánuður var liðinn og nú varð hann að ganga um eins og ölmusu- maður, umhirðulaus og hálfgeggjað- ur. Cordelia frjetti liversu farið væri um föður hennar og bað kon- unginn um að lána sjer liðsöfnuð til þess að fara tit Englands og koma Lear konungi til valda á ný. Það gerði hann. Nú er að segja frá því, að þær konungsdæturnar Regan og Goneril voru báðar ótrúar bændum sínum en ástfangnar af sama manninum, hertðganum af Glouchester. Fengu þær hann til þess að hafa forustu liðs þess, sem þsér sendu gegn hinu franska liði Cordeliu. Nú bar svo vel í veiði hjá Regan, að maður hennar dó skyndilega, og opinberaði hún þá þegar trúlofun sína og hertogans af Glouchester. Þessu reiddist Gon- eril svo, að hún drap systur sína á eitri. En maður hennar, sem engan hlut hafði átt að þessum málum, komst að glæpnum og ljet varpa konu sinni í fangelsi. Þar fyrirfór hún sjer skömmu síðar. Hertoginn af Glouchester varð hlut skarpari í vopnaviðureigninni við her Cordeliu og náði henni á sitt vald og ljet varpa henni i fangeisi og dó hún þar. Nokkru síðar Ijet hertoginn lífið í einvígi við bróð- ur sinn, sem hann hafði svikið og rænt erfðarjettindum. En meðan þessir viðhurðir gerðust dó Lear konungur úr eymd og elli og ljet ekki eftir sig neina erfingja. Mað- ur Goneril erfði ríkið og kom r.'tur á friði í Englandi. MACBETH. Líklegt er að þessi leikur hafi verið sýndur fyrst í London á leikárinu 1605-6. Hann gerist í Skotlandi. A ríkisstjórnarárum Duncans hins gæfa var uppi í Skotlandi mik- ill höfðingi og hraustur bardagamað- ur, sem Macbeth hjet og var hersir í Glamis. Eitt sinn er liann og vinur lians og bardagabróðir, Banquo, voru að koma heim úr hernaði, hittu þeir á förnum vegi þrjár nornir, sem heilsuðu þeim með fullu nafni, en lcölluðu Macbeth auk þess hersi i Cawdor og konung Skotlands. En Banquo nefndu þær ættföður kom- andi Skotakonunga. Þegar Macbeth kom heim i virk- ishöll sína frjetti hann að hann væri orðinn hersir í Cawdor. Og nú fór hann þegar að hugsa til hins, sem nornirnar höfðu sagt, úr því að liitt var þegar komið fram. Átti hann að verða konungur Skotlands? Kona lians, sem var framgjörn og valda- sjúk eggjaði hann svo að liann drap Duncan konung, eitt sinn er hann var að gestaboði lijá Macbeth, og tókst að koma sökina á morðinu á tvo lierbergisþjóna. Eftir morð Dunc- ans konungs flýðu synir hans tveir land. En Macbeth, sem stóð næstur þeim til erfða, varð konungur Skot- lands. Hann var naumast kominn i há- sætið fyr en hann og kona hans fóru að hafa áhyggjur af spám norn- anna fyrir Banquo: að ætt hans ætti að ráða ríkjum í Skotlandi, eftir hann.. Gerði hann nú heimboð mik- ið og bauð þangað öllu hefðarmenni þar á meðal Banquo og Fleance syni hans. En á leiðinni rjeðust að þeim flugumenn Macbeths i fyrirsát og tókst þeim að drepa Banquo, en Fleance komst undan til skógar. Þegar gestirnir settust að borðum i höll Macbeths birtist honum svip- ur Banquos, sem settist við borðið á þeim stað, sem honum hafði verið ætlaður. Enginn sá svipinn nema Macbeth og varð honum svo bylt við, að drotningin varð að slita samsætinu og fór hver heim til sin. Macbeth vildi vita allan sannleik- ann um það, sem koma skyldi og fór nú aftur á fund nornanna. Þær sögðu að ríki hans væri engin hætta búin „fyr en Birnam-skógur hreyfist til Dunsaine Hill (þar sem höllin var),“ og einnig, að „enginn maður af konu fæddur“ mundi gera honum miska. Hægði Macbeth við þetta og bjóst nú um í höll sinni sem best, því að fregnir bárust af þvi, að Malcolm, sonur Duncans hins gæfa, væri /arinn að safna liði til að herja á Macbeth konung. Drotningin fór nú að hafa sam- viskubit af morðunum, sem framin Framhald á bls. 11 Drekkið Egils ávaxtadrykki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.