Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.10.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Leo Tolstoi: UPP í borginni Vladimir átti heima ungur kaupmaður, Ivan Dimitrich Aksunov að nafni. Hann átti tvær verslanir og eitt ibúðarhús. Aksunov var laglegur maður með ljóst, hrokkið hár, fullur af fyndni og hrifinn af hljómlist. Á öndverð- um æskuárum sínum hafði hann heldur setið að sumbli og gerðist þá oft liávaðasamur, er hann draklc úr hófi fram. Eftir að hann stað- festi ráð sitt, ljet hann af öllum drykkjuskap, nema við sjerstök tæki- færi. Eitt sumar ætlaði Aksunov á mark aðinn í Nizhny. Þegar hann var að kvelja fjölskyldu sina, sagði lcona hans við hann: „Ivan Dimitrich legðu ekki af stað i dag, mig hefir dreymt ljótan draum um þig.“ Aksunov hló og sagði: „Þú ert hrædd um að jeg iendi í einliverju slarki á markaðnum.“ Kona hans svaraði: „Jeg veit ekki við hvað jeg er hrædd, en jeg veit það eitt, að jeg hefi þunga drauma. Mig dreymdi að þú værir að koma aftur heim og þegar þú tókst ofan húfuna, þá sá jeg að hár þitt var grátt.“ Aksunov hló. „Þetta er heilla- merki,“ sagði hann. „Við skulum sjá hvort jeg sel ekki allar vörur mínar og færi þjer einhverja gjöf heim af markaðnum.“ Síðan kvaddi hann fjölskyldu sína og ók á brott. Þegar leiðin var hálfnuð, hitti hann annan kaupmann, sem hann þekti. Þeir tóku gistingu á sama veitingahúsinu. Fengu þeir sjer te og fóru síðan að sofa í herbergjum hvoru við hliðina á öðru. Það var ekki háttur Aksunovs að sofa lengi fram eftir degi og þar sem hann vildi nota morgunsvalann, vakti hann ökumann sinn fyrir dög un og sagði honum að hafa hest- ana tilbúna. Því næst fór hann yfir um til húsráðanda (hann bjó i smáhýsi á bak við), greiddi reikning sinn og hjelt svo áfram ferð sinni. Þegar hann hafði farið um 25 milur, nam hann staðar til þess að á hestunum. Aksunov hvíldi sig á meðan í gangi gistihússins. Síðan hjelt hann út i anddyrið, ljet hita te og dró fram fiðlu sína og tók.að leika á hana. Alt í einu ók þríæki upp að dyr- unum. Það hringlaði í bjöllunum og embættismaður steig út og tveir hermenn með honum. Hann sneri sjer að Aksunov og byrjaði að yfir- heyra hann og spyrja hann hver hann væri, hvaðan hann kæmi. Ak- sunov leysti greiðlega úr spurning- unum og sagði: „Viljið þjer ekki fá yður te með mjer?“ En embættismaðurinn hjelt áfram að spyrja hann spjörunum úr. Hann spurði: „Voruð þjer einn eða með öðrum kaupmanni? Sáuð þjer hinn kaupmanninn í morgun? Hversvegna lögðuð þjer af stað fyrir dögun?“ Aksunov undraðist, að allar þess- ar spurningar skyldu vera lagðar KOMA SVIK UM SIÐIR fyrir hann. En hann sagði alt af ljetta um það sem gerst hafði og bætti síðan við: „Hvers vegna spyrj- ið þjer mig eins og jeg væri þjófur eða ræningi? Jeg er á ferð í eigin erindunPog þess gerist engin þörf að yfirheyra mig.“ Embættismaðurinn kallaði á lier- mennina og sagði: „Jeg er sýslu- maður í þessu hjeraði og ástæðan til þess að jeg yfirheyri yður er sú, að kaupmaðurinn, sem þjer voruð með síðastiiðna nótt, hefir fundist skorinn á háls. Við verðum að rann- saka farangur yðar.“ Þeir fóru inn í húsið. Hermenn- irnir og sýslumaðurinn leystu utan af farangri Alcsunovs og rannsökuðu hann. Alt í einu dró sýslumaðurinn liníf út úr poka og hrópaði: „Hvers hnífur er þetta?“ Aksunov leit við og þegar hann sá blóðstorkinn hnífinn tekinn út úr poka sínum, varð hann hræddur. „Hvernig stendur á að blóð er á hnífnum?" Aksunov reyndi að svara, en gat varla komið upp nokkru orði. Hann stamaði: „Jeg —- veit það ekki — jeg á hann ekki.“ Þá sagði sýslumaðurinn: „í morg- un fanst kaupmaðurinn skorinn á háls. Þjer eruð sá eini, sem hefir getað gert það. Húsið var lokað innan frá og enginn annar var þar. Hjerna er þessi blóðstorkni linífur í pokanum yðar og svipur yðar og látbragð koma upp um yður! Segið mjer livernig þjer drápuð liann, og hversu miklu fje þjer stáluð?" Aksunov sór og sárt við lagði að hann hefði elcki gert það, að hann hefði ekki sjeð kaupmanninn eftir að þeir drukku saman teið, að hann hefði enga peninga nema 8 þúsund rúblur, sem væru hans eigin eign, og að hann ætti ekki hnífinn. En hann var óstyrkur í röddinni, and- lit hans var fölt og hann skalf af otta eins og hann væri sekur. Sýslumaðurinn skipaði hermönn- unum að binda Aksunov og setja hann upp í vagninn. Þegar þeir bundu hann á fótum og fleygðu hon- um upp í vagninn, signdi liann sig og grjet. Peningar hans og vörur voru teknar af honum og hann flutt- ur til næstu borgar/og hneptur þar í varðliald. Upplýsinga var leitað um hann í Vladimir. Kaupmennirn- ir og aðrir borgarbúar sögðu að liann hefði verið vínhneigður áður fyrr og eytt tíma sínum til einskis, en að hann væri góður maður. — Siðan hófst rjettarrannsóknin: Hann var ákærður fyrir að hafa myrt kaupmann frá Ryazan og rænt hann 20 þúsund rúblum. Kona hans var utan við sig af örvæntingu og vissi ekki hverju hún ætti að trúa. Börn hennar voru öll kornung. Eitt þeirra liafði hún á brjósti. Hún fór með þau til borgar innar, þar sem maður hennar var í haldi. í fyrstu fjekk hún ekki að heimsækja hann. En fyrir þrábeiðni hennar var henni leyft það að lok- um. Þegar hún sá eiginmann sinn hlekkjaðan í fangabúningi, lokaðan inni með þjófum, glæpamönnum, fjell hún i ómegin og lá lengi i óviti. Síðan tók liún börnin til sín og settist niður nálægt honum. Hún ræddi við liann um ýmsa hluti heim- an frá, og spurði hann hvað hefði komið fyrir hann. Hann sagði henni alt af ljetta. Hún spurði: „Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ „Við verðum að senda beiðni til tzarsins, að liann láti ekki saklaus- an mann tortímast.“ Kona hans sagði honum að liún hefði sent beiðni til tzarsins, en henni liefði ekki verið sint. Aksunov svaraði ekki og virtist mjög hugsjúkur. Síðan sagði kona hans: „Það var ekki út í bláinn, að mig dreymdi að húr þitt væri orðið grátt. Manstu eftir því? Þú hefðir ekki átt að leggja af stað þann dag.“ Hún strauk fingrunum gegn um hár hans og sagði: „Elsku Vanya, segðu konunni þinni sannleikann, varst það ekki þú, sem gerðir það?“ „Svo að þú grunar mig líka!“ sagði Aksunov. Hann huldi andlitið i höndum sjer og fór að gráta. Sið- an kom hermaður og sagði, að kona hans og börn yrðu að fara burt og Aksunov kvaddi konu og börn í síðasta sinn. Þegar þau voru farin varð Aksun- ov hugsað til þess, sem sagt liafði verið og þegar liann mintist þess að kona hans hafði einnig grunað hann, sagði hann við sjálfan sig: Það virðist sem Guð einn viti sann- leikann. Nú verðum við að 'leita til lians eins og frá honum einum er miskunar að vænta. — Og Aksunov sendi enga beiðni framar. Hann gaf upp alla von, en bað til guðs. Aksunov var dæmdur til flenging- ar og til vistar í námum. Síðan var hann húðstrýktur með hnútasvipu og þegar sárin undan svipunni voru gróin, var hann sendur til Siberíu með öðrum föngum. í 26 ár dvaldi Aksunov sem fangi í Siberíu. Hár hans varð hvítt sem mjöll og skegg .hans gerðist grátt og þunt. Öll gleði hans var dauð. Hann varð lotinn í herðum. Hann gerðist seinn í gangi, talaði fátt og hló aldrei, en baðst oft fyrir. í fangelsinu lærði Aksunov skó- gerð og vann sjer inn dálitla peninga sem hann varði til þess að kaupa „Æfi dýrlinganna". Þessa bók las liann, þegar ljós var nóg i fangels- inu. Á sunnudögum las hann kafla úr Biblíunni í kirkju fangelsisins og söng i kórnum, því að liann hafði enn þá ágæta rödd. Yfirvöldum fangelsisins geðjaðist vel að Aksunov, vegna hógværðar hans og hinir fangarnir báru virð- ingu fyrir honum. Þeir kölluðu liann „afa“ og „dýrlinginn". Þegar þeir þurftu að senda yfirvöldunum í fangelsinu beiðni um eitthvað, gerðu þeir AksunoV ætíð að formælanda sínum og þegar deilur risu milli þeirra sjálfra leituðu þeir til lians til þess að láta liann jafna málið og dæma i því. Aksunov bárust engar fregnir lieiman að og hann vissi einu sinni ekki ,hvort kona hans og börn væru enn á lífi. Einn dag kom nýr hópur af saka- mönnum í íangelsið. Um kvöldið söfnuðust eldri fangarnir lcringum liina nýkomnu og spurðu þá frá hvaða borgum og þorpum þeir væru og fyrir hvaða sakir þeir liefðu ver- ið dæmdir. Aksunov settist einnig niður lijá föngunum og hlustaði hryggur á svip á samtalið. Einn af nýju föngunum, liár, sterk- legur maður um sextugt með þjett, grátt skegg, var að segja hinum fyr- ir hvað liann hefði verið tekinn fastur. „Jæja, vinir,“ sagði hann. „Jeg gerði nú ekki annað fyrir mjer en að taka liest, sem var.bundinn við sleða, og jeg var tekinn fastiir og ákærður fyrir þjófnað. Jeg sagði að jeg liefði aðeins tekið hann til þess að komast fyr lieim og mundi síðan hafa slept honum. Þar að auki var ökumaðurinn vinur minn. Svo að jeg sagði: „Það er alt í lagi.“ „Nei,“ sögðu þeir. „Þjer stáluð þá lionum.“ En þeir gátu ekki sagt hvar, hvernig jeg hefði stolið honum. Einu sinni framdi jeg virkilegt órjettlæti og hefði rjettilega átt að vera kominn hingað fyrir löngu, en í það skifti komst ekki upp um mig. Nú liefi jeg verið sendur hingað fyrir eklci nokkurn skapaðan lilut .... Jæja, jeg er að skrökva að ykkur, jeg hefi verið fyrr i Siberíu, en jeg dvahli þar ekki lengi.“ „Hvaðan ertu?“ spurði einhver. „Frá Vladimir. FjöLkylda mín er frá þeirri borg. Nafn mitt er Makar, en jeg er einnig kallaður Semyonich.' Aksunov leit upp og sagði: „Segðu mjer Semyonich, þekkir þú nokk- uð Aksunov-fjölskylduna í Vladim- ir? Er það fólk enn á lífi?“ „Þekki það? Auðvitað. Aksunov- fólkið er ríkt, þó að faðirinn sje í Siberíu: syndari eins og við sjálfir, að því er virðist! En hvað um þig afi, hvers vegna komst þú liingað? Aksunov þótti ilt að ræða um ógæfu sína. Hann varp öndinni mæðulega og sagði: „Vegna synda minna hefi jeg verið í fangelsi þessu í 26 ár.“ „Hvaða synda?“ spurði Makar Semyonich. En Aksunov sagði aðeins: „Það er nú svo — jeg hlýt að hafa átt það skilið.“ Hann mundi ekki hafa sagt neitt meira, en fjelagar hans sögðu nýju föngunum, hvernig á ])ví stæði að Aksunov væri í Siberíu, að ein- hver hefði drepið kaupmann nokk- urn og komið síðan lmifnum í far- angur Aksunovs og hann verið dæmdur saklaus. Þegar Makar Semyonich heyrði þetta, leit hann á Aksunov, sló sjer á lær og lirópaði: „Þetta er alveg dásamlegt! Virkilega dásamlegt! En hvað þú ert orðinn ellilegur afi!“ Hinir spurðu hann, hvers vegna liann væri svo undrandi og livar hann hefði sjeð Aksunov áður. En Makar Semyonich varðist allra frjetta. Han sagði aðeins: „Það er dásamlegt að við skulum hittast hjer, drengir!“ Þegar Aksunov lieyrði þessi orð, datt honum í liug, livort þessi mað- ur vissi, hver hefði drepið lcaup- manninn, svo að hann sagði: „Semy-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.