Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 1

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 1
16 ifðor Þessiim fleytom fækkar 1 byrjun aldarmnar voru engin vjelknúin fiskiskip til á íslandi, heldur aðeins róðraskip, frá tveggja manna förum upp í tein- æringa. Síðan komu opnir vjelbátar til sögunnar, og fóru að rgðja róðrarbátunum úr vegi, en stærri þilfarsbátar vjelknúnir og línuskip komu í stað kútteranna og margir þeirra fengu hjálparvjel. og jafnframt fjölgaði togurunum, hinum stórtækustu fiski- skipum landsmanná. Bæði í Reykjavík og kaupstöðum og fiskiverum meðfram strönd landsins var það algengt fyrrum að sjá sjón þá, sem sjest hjer á myndinni: raðir af opnum bátum uppi í fjörukampinum. Það voru á árum þessara báta, sem ungu sjó- mennirnir tognuðu, sem kallað var, og margur gamall sjómaðurinn kann að segja frá endurminningum um langan og harðan barning gegn sjó og roki á þessum bátum. Útróðrar voru iþrótt, sem styrktu og stældu margan manninn, en þó mundu fæstir vilja hverfa að þeirri fiskiaðferð á nýjan leik. — Sumir bátarnir hjer á myndinni eru með vjel. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.