Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Javnnuo bcuuancL Yard. era óvinsamleg ásýndum .... og vel er haldinn vörður um þau. — Hjer eru inngöngudyrnar að Scotland Yard. En eigi að síður er ,The Yard‘ miðstöð alls þess, sem gert er í slíkum málum. Eins og gera á sjer í hugarlund er þar mið- stöðvardeild, sem fjallar um framsal sakamanna, flóttamanna, glæpi, alþjóðaglæpamenn, hvíta þrælasala, sem og aðra glæpa- menn, sem ferðast með vega- brjef í vasanum. Þar er og sjer- stök deild fyrir útlendinga, sem eiga dvalarstað í Bretlandi um stundarsakir, en í þeim hópi voru, árið 1939 alls 132.303 (yfir sextán ára aldur) Þá er og ein deild, sem hefir veg og vanda af stjórnmálafyr- irbærum og öðru því, sem fyrir kann að koma, i sambandi við alþjóða stjórnmál. Þegar kon- unglegir gestir og aðrir frægir gestir koma til Bretlands, ann- ast sama deild umliugsun fyrir þeim, og gerir þær ráðstafanir, sem þurfa þykja. Að öðru leyti er starf Glæpa- rannsóknardeildarinnar C. I. D. ekki umfangsmeira eða skipu- lagsbundnara, frekar en Þjóð- verja, um það, að binda fram- kvæmdir sinar við sjerstakar tegundir glæpa, svo sem vasa- þjófnaði eða „shop-lifting“, af þeirri einföldu ástæðu, að ef svo væri mundu liða langir tím- ar svo, að ákveðnir sjerfræð- ingar i „Yardinum“ mundu ekk- ert hafa að gera. Mestum hluta glæparannsóknarstarfsins er skift á starfsmenn, hvern í sínu umdæmi. En auðvitað er það svo, að starfsmenn, sem sýnt hafa sjerstaka hæfileika í upp- Ijóstrun ákveðinna tegunda af glæpum, eru venjulega beðnir um að ganga í rannsókn þeirrar sjerstöku tegundar, á aðalstöð- inni. Árangurinn af starfsemi Scot- land Yard ve.rður sýndur þeim, sem fá að kynna sjer þau mál, af skrám þeim, er haldnar eru um alla þá glæpi, sem lögregl- unni hafa borist tilkynningar um, ásamt skýrslum um það, hvernig máli viðkomandi glæpa manna hafi reitt af. Það fæst gott yfirlit af þeim skýrslum. Þær ná til tveggja tegunda glæpa. Önnur er sú, sem lög- reglan ffæti afstýrt, ef svo bæri undir, svo sem innbrot í hús eða þjófnað úr bifreiðum, sem lögreglunni var innan handar að ráða við, ef hún væri á verði einhversstaðar nálægt. Hinsveg- ar koma svo falsanir og prettir, sem umferðalögreglan getur ekkert gert til að fynrbyggja, og sem ekkert uppgötvast um, fyTr en löngu eftir að glæpur- inn er drýgður. Að meðaltali eru drýgðir í London um 90.- 000 meiriháttar glæpir á ári; þar af eru aðeins 40.000, sem ekki væri hægt að afstýra. Yfirleitt má segja, að Bretar trúa því, að ef lögregla þeirra væri heppin í aðgerðum sín- um, mundi tala glæpa þeirra, sem hægt væri að afstýra, verða tiltölulega lág, enda þótt oft sje talið svo, að aukning og full- komnun innbrotsverkfæranna til dæmis, sje oft talin merki þess að lögreglan sje aðsúgs- mikil, frekar en dæmi um aukn- ar athafnir glæpamanna. Þvínær allir þessir glæpir varða sókn að eignum náungans sjerstaklega þjófnaði úr hús- um einstaklinga, verslunum og bifreiðum. Það eru tiltölulega mjög fáir glæpir, sem telja má undir líkamlegt ofbeldi, á þessu sviði. Hlutfallstala glæpa þeirra, sem skráðir eru í floklcinn „rán og tilræði í þeim tilgangi að ræna“, er aðeins einn af hverju hundraði glæpa. Og í Bretlandi mun aldrei verða þörf á, að hafa sjerstaka deild, sem heiti „Sjálfsmorðingjadeildin“. (En slíkar deildir eru til með ýms- um öðrum stórþjóðum). Nærfelt 30 af 100 allra þeirra glæpa, sem tilkyntir eru, upp- götvast, og engin vafi er á því, að fjölmargir glæparæflar kom- ast í hendur lögreglunnar fyr eða siðar. Af ýmsu því „óupp- kláraða“, sem máske ávalt verð- ur „óuppklárað“ má nefna, að rannsókn, sem gerð var á 77.- 000 þjófnaðartilfellum fyrir nokkru sýndi, að verðmæti þar sem stolið hafði verið eitt sterl- ingspund eða minna, í fjórða hluta þessara mála, en ekki yfir fimm pund í tveim þriðju af málunum. Sjerfrœðingur á Scotland Yard er að rannsaka mjög áríðandi fingraför í safni Scotland Yard. Fulltrúi á Scotland Yard er að rannsaka skjal, með þvi að varpa á það ultra-fjólubláum geislum. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.