Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 14
14 FALKINN STÓR SKJALDBAKA. Á tollstöðinni í Southampton í Englandi varð skjaldbaka ein all- mikil til þess að vekja athygli fyr- ir nokkrum árum. Hún kom þangað með slcipi úr suðri, og hafði eig- andi hennar vafið að henni hita- brúsum og álíka tilfæringum, svo að henni skyldi ekki verða kalt. Það kvað hafa verið kostulegt, er þessi mikla skjaldbaka labbaði á- leiðis frá skipinu með alla hitabrús- ana á bakinu, út af járnbrautarstöð- inni og í lestina, sem átti að flytja hana í dýragarðinn i London. Þvi að skjöldurinn á lienni var fjögra metra langur. •—x— Á siðasta ári seldi póststjórnin enska alls 20 miljón póstávisanir samtals 65 miljón pund að upphæð. Þegar útborgaðar póstávísanir höfðu verið geymdar ákveðinn tíma voru þær afhentar pappírssöfnuninni til afnota. Náðist þannig í 100 smálestir af pappír til endurgerðar. í görðum þeim, sem borgarstjórn- in í London ræður yfir hefir nú verið úthlutað skákum til 16.000 heimila, til þcs að rækta á þeim grænmeti og garðávöxt, e'n á bið- lista standa enn um 3.000 manns, sem hafa beðið um land til matjurta- ræktunar. Auk þessara skáka hefir borgarstjórnin afhent talsvert af garðlandi til kornræktar, þ. á. m. 35 hektara undir hafra og annað eins undir kartöflur. —x— Fáir leikir hafa unnið eins óskifta aðdáun í Englandi í ár og leikur- inn „Ást fyrir ást“, sem endurvakinn hefir verið oftsinnis og nú er sýnd- ur á einu leikhúsinu í London. — Hann er eftir William Congreve og var sýndur i fyrsta sinn árið 1695. Þær sextán vikur, sem leikurinn liafði verið sýndur, þegar síðast frjettist, hafði inngangseyririnn numið 56.000 sterlingspundum, eða að meðaltali yfir 90.000 krónur á viku. —x—■ Síðan 1. þ. m. hefir verið bann við þvi í Bretlandi að smíða leikföng, sem innihalda af málmi meira en 10% af allri þyngdinni. Ennfrem- ur liefir verið álcveðið liámarksverð á leikföngum og leiktækjum, sem. notuð eru innanhúss. Þau mega ekki kosta meira en 24 sh. og 5 pence, svo að fyrirbygt er að „lúxusleik- föng sjeu seld i landinu, Hvað segja þeir um þetta, sem Icaupa 300 króna brúður hjerna? —Aíghotiar Sbófatnaéur ogSohhar nijtishu vórur Sími: 3351 Austurstræti 12, Rcykjavík Stórkostlegt úrval af Karlmannaskófatnaði LJÓSASTÖÐVAR Höfum fyrirliggjandi fáeinar Ijósastöðvar 1500- 1800 Watta 32 Volta. Ennfremur 500 Watta 110 Volta. GÍSLI HALLDORSSON H.F. Símnefni: Mótor. — Sími H77. ,Fálkinn‘ er víðlesnasta heimiiisblaðið Ekkcrt er flugi eða flugher nauðsynlegra en glöggar og víð- < tækar vcðurfregnir, encla hefir flugherinn enski sjerstaka veð- urstofnun, sem starfar eingöngu fyrir hann. Að veðurathugunum starfar meðal annars fjöldi úr Flughershjúlparliði kvenna. Undir skýrslum þessara „veðurfræðinga í pilsum" eru mikið komin úrslit árásarferðanna til meginlandsins og eftirlitsferð- anna á haf út. Skýrslur þeirra hafa bjargað ógrynnum af mannslifum, mcð því að vara flugstjórana við hættum þeim, seni stafa af snöggum veðrabreytingum, ísingu og fleiru slíku. N Hjer sjást tvær stúlkur úr hjálparliði flughersins (W.A.A.F.) eða Womans Auxiliary Air Force — með loftbelg, er þær hafa sent með mælitæki upp í skýin, þeodólít og stoppúr, að skrifa niður hjá sjer árangur athugunar sinnar. ENSKAR STÚLKUR VEÐURFRÁEÐINGAR. „LANDGANGA VIÐ ETNU“. Teikning þessi á að sýna hinn sögulega viðburð, er innrás- arher Bandamanna rjeðist inn í Sikiley, í dögun hinn 10. júlí í sumar. Mánuði siðar hafði mótstaða öxulveldanna verið yfir- buguð á eyjunni, og Bandamenn tekið yfir 120.000 fanga. En þýskt herlið hafði barist vonlausri baráttu á norðausturskaga Sikileyjar, til þess að missa ekki fyrr en í síðustu lög þann skaga eyjarinnar, sem næstur var meginlandi Ítalíu, svo að tim- inn yrði sem lengstur til þess fyrir Þjóðverja, að búa sig undir varnir þar. Myndin sýnir ensk herskip þar á verði, sunnan und- ir eldfjallinu Etna, meðan landgönguliðsbátarnir eru að fara til strandar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.