Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 ið, sem stendur liátt uppi i Tatra-fjöllum, var stærsta hæli sinnar tegundar í Evrópu. Matg-jafir barna. Sjerstakar ráðstafanir voru gerðar til þess að auka heil- brigði barna, svo sem mjólkur- gjafir i skólum og ókeypis suin- arliæli fyrir börn. Þessi sumar- liæli voru ekki reist eða rekin fyrir samskotafje lieldur rckin af ríkinu, eins og skólarnir. — Sumarið 1937 voru 48.000 börn á þessum sumarheimilum. Atvinnuskilyrðin fóru síbaln- andi. Átta stunda vinnudaginn og 48 stunda vinnuvika var á- kveðið með lögum, og viða var vinnuvikan stytt ofan í 40—42 stundir með samkomulagi beggja aðila. Alt verkafólk fekk sumarfrí sitt iaeð fullum laun- um. Næturvin .ía var því aðeins leyfð að hagsi iunir þjóðarheild- Landráðamaðurinn Iíascha. arinnar krefðust þess, og ekki var undir neinum kringumstæð- um leyft að konur og börn stunduðu næturvinnu; einnig var bannað að ráða unglinga undir 18 ára í hættulega vinnu eða þá vinnu, sem heilsu þeirra og eðlilegum þroska gæti staf- að nokkur liætta af. Öll vinna í verksmiðjum eða utan heimil- is var hönnuð börnum yngri en 14 ára. Skipun verkamála var í mjög föstum skorðum i Tjekkoslóva- kiu, og venjulega samdi hver at- vinnugrein i heild við vinnuveit- endurna. Þar voru sjerstakir gerðadómar í atvinnudeilum, sem gerðu út um misklíðarefni þau, sem upp komu. Ef verksmiðja neyddist til að færa saman kvíarnar og segja upp tíunda hverjum starfs- manni sínum eða fleirum, varð hún að gera gæslumanni verk- smiðja í umdæminu aðvart um ])etta tveimur vikum á undan. Ilann gat skipað verksmiðju- stjórninni að lialda sumum verkamönnunum eða öllum, ef liún að hans áliti var fær um það. Allir verkamenn, sem þann ig var sagt upp, átlu kröfu á tveggja vikna kaupi, og ef verk- smiðjan lokaði þá fengu þeir þriggja vikna kaup. Útrýming öreigahverfanna. Meðan Hahsborgarættin rjeð yfir Tjekkoslóvakiu var fult af öreigahverfum (slums) i iðnað- arborgunum, sem síðar urðu tjekkoslóvakiskar. — Stjórn Tjekka hafði orðið vel ágengt í því að útrýma hverfum þeSs- um, þegar' nazistar komu tii sögunnar og stöðvuðu slíkt ,dek- ur‘ við þjóðina. Stjórnin ljet hyggja sambýlishús og einkahú- staði, og lánaði einstaklingum einnig fje með góðum kjörum til þess að kmna sjer upp hús- um. Milli 1919 og 1936 voru bygðar nýjar íbúðir yfir 131.602 fjölskyldur. Ilámark var sett á húsaleigu og í rauninni var há- mark á mörgu öðru verðlagi. Ennfremur voru setl ákvæði um lágmarlc gæða ýmiskonar vöru- tegunda. Alls yfirvann tjekkneska stjórnin mörg nytsemdarverk og þjóðin lifði i farsæld. Alt þangað til nazistar komu til sög- unnar og spiltu öllu þá álti liið unga og endurreista lýðveldi við vaxandi velmegun að búa. .7. Mitchell Morse. Ef nokkur forustumaður þeirr" ríkja, sem risu upp í lok síðuslu s yrjaldar getur lieitað skapari þjóð- ar sinnar þá er það Tliomas Garri- gue Masaryk, hinn fyrsti forseti tjekkneska lýðveldisins. Hánn flýði land til þess að berjast fyrir end- urreisn þjóðarinnar, vann að þessu máli öllum árum og tókst að vinna bandamennina þáverandi á mál sitt. Lengstum dvaldi liann í Frakidandi og Englandi, og þegar líða tók á styrjöldina hafði honum tekist að fá ákveðin loforð um, að Tjekko- slóvakia skyldi viðurkend sem sjálf- stætt riki. Sú viðurkenning fjekst 28. október 1918, en formlega kom hún þó ekki fram fyr en með samn- ingunum i St. Germain 10. september 1919. Landið, sem áður hafði verið inn- liinað i Austurríki og Ungverjaland er meðal frjósömustu svæðanna í Mið-Evrópu. En þessir voru aðal- Iilutar hins nýja rikis: Böhmen eða Bæheimur, Moravia, Sljesia, Slovak- ia og hjeraðið Bútenia i Karpgta- fjöllum. Bæheimsbúar voru fjölmenn asta þjóðin í hinu nýja ríki, og nefn- ast þeir á eigin máli sinu Cesks eða Tjekkar, en í.æslstærstir voru Slóv- akar. í Súdetafjöllum, sem liggja norðan að Bæheimssljettunni bjó á þriðju miljón þýskumælandi manna. Auk þess voru Rútenarnir í Karpatafjöllum talsvert blandaðir Ungverjum. Hjer voru því mörg þjóðerni samankomin, og hefir það meðfram orðið sjálfstæði Tjekko- slóvaka að falli. Helstu borgir þessa frjósama rík- is voru Praha, liöfuðhorgin, Brno eða Brúnn, Ostrava, Bratislava (Pressburg), Plzen (Pilsen) og Kos- ice. Landsbúar töldust nær 15 milj- ónir og landið hvorttveggja í senn ágætt landbúnaðarland og iðnaðar- land. Bændurnir ræktuðu hveiti, liafra, bygg, rúg, sykurrófur, humal og allskonar ávexti, en úr jörðu voru unnir margskonar málmar, svo sem járn, radíumgrýti, gull, silfur, grafíit auk steinsalts og kola. Þá er land- ið og mikið skógland. Og tjekknesk- ui- iðsnaður þótti standa mjög fram- arlega. Þar var mikill dúkavefn- aður og allskonar tóvöruiðnaður, járn- og stáliðnaður (Skoda-vopna- verksmiðjurnar voru þær þriðju stærstu i Vestur-Evrópu), kemiskur iðnaður, frægasti kristallsiðnaður Evrópu, leirbrensla, leðurvörugerð (Bata-skóverksmiðjurnar voru stærst- ar í sinni grein í Evrópu fyrir stríð) húsgagnagerð og eldspýtnagerð. Öl- bruggun Tjekkoslóvaka varð fyrir- myndin að þeirri iðn lijá Þjóðverj- •um og helsta öltegund Norðurlanda er kend við Pilsen. En landið var hafnlaust — lá hvergi að sjó. Leiðir erlendu versl- unarinnar lágu eftir járnbrautuin og fljótaleiðum, norður á bóginn einkanlega til Iiainborgar og Stettin, en suðauslur eftir Dóná, sem renn- ur um Tjekkoslóvakiu. Þar var ekki einu sinni um neinn „pólskan korri- dor“ að ræða. Meðan Tjekkoslóvakar voru að skipa málum sínum eftir striðið gegndi Masaryk ríkisstjórastörfum samkvæmt bráðabirgðasamþyktum, en forseti var hann kosinn (til sjö ára) árið 1920 og endurkosinn 1927. Þegar liann var kosinn forseti í fyrra sinnið stóð liann á áttræðu, en árið 1934 var liann svo farinn að heilsu að liann treyslist ekki til að taka við endurkosningu, og var Eduard Benes, núverandi forseti hinar útlægu stjórnar í London, kosinn í hans stað. Hafði liann um langt skeið verið forsætis- og utan- ríkismálaráðherra og meðal annars lengi verið formaður Alþjóðasam- bandsráðsins. Þing það, sem Tjekkoslóvakár settu sjer, var í tveimur deildum: Neðri deild, skipuð 300 meðlimum kosnum til sex ára, og efri deild skipuð 150 mönnum, sem kosnir voru til átta ára. Löngum bryddi á talsverðri óá- nægju milli aðalþjóðanna i ríkinu: Tjekka og Slóvaka. Þó varð þetta ekki að alvörumáli fyrr en áróðurs tók að gæta í landinu af hálfu naz- ista. Þegar Hitler fór að gera kröfu Frh. á bls. Í4. Mólmœlaganga í Prag, gegn skiftingu Tjekkóslóvakíu. Ríkisforsetahöllin í baksýn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.