Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Og þannig' sat hann, þungbrýnn og stórskorinn, með grófa jarpa hárið flaksandi niður i augu, þar til alt var skeS. Og nú var komiS kvöld. Dimt lcvöld um vetur, og stormurinn bljes. — Öldurnar risu hvitar, þungar og skjálfandi. Sjórinn var sem fönn, hvítur bylur af sjó. Geiri sat í vitanum. ÞaS átti svo aS heita, aS laann væri í gæsluvarðhaldi. En hann var samt enn vörður vitans, fyrir föður sinn, um nætur. Hann sat inni i vitanum. Með hönd undir kinn sat hann og starði á hvítkalkaðann stein- vegginn. Hann hlustaði á storm- inn og öldurnar, sem skullu á flatt bergið. Með jöfnu millibili kveikti vitinn. Og þegar hann kveikti heyrðist lágur en skær smellur. Engin hreyfing, enginn lifandi dráttur sást á andliti Geira. Hann var fölur með sam- anbitnar varir. Alt sem sagt var um hann inni í þorpinu, var sannleilcur. En var hann aS liugsa um þáð, eða var liann að hlusta á storminn og öld- urnar. Stormurinn var ekkert nýtt fyrir hann, eða ef til vill var hann alt af nýr. Var liann kanske að hugsa um framtíð- ina - getur verið. Svo skalf nóttin á, dimm og hrikaleg nótt. Út yfir brim og boða lýsti vitinn með jöfnu milli bili. Hversu oft hafði vitinn ekki lýst svona áður. Og hversu oft hafði Geiri ekki setið svona, liorft, iilustað og biðið. Biðið eft- ir að stormurinn kæmi með ný hljóð frá liafinu, aðra tóna þýð- ari en þá, sem öldur framkalla á fannhörðum klettum um nótt i skammdegi. Geiri hrökk upp við liátt og skerandi hljóð. Hann stóð upp og gekk þrjú skref að vitahurð- inni, þar nam hann staðar. Hve nær hafði liann lieyrt svona liljóð áður. Hugsunin um þetta hjelt honum föstum. En nýtt hljóð enn nær vakti undirvit- und hans til skilnings á löngu liðnum atburði. — Bróðir! — Strand! — Þessi tvö orð hrutu af vörum hans, og hann þaut út um dyrnar, út í ofviðri næt- urinnar. Alt var á flugferð í þorpinu, sem um miðjan dag væri. I fjör- una var komið fult af mönnum. Þeir gengu hiklaust að eina vjei- bátnum, sem til var í fjörunni, bátnum hans Palla í Nóakoti, og ýtlu honum á flot. En gífur- legt ólag .reið undir bátinn. Þeir hjeldu í stafnbandið, en liöfðu mist tökin af síðum bátsins. Við útsogið heyrðist dimmt og draugalegt marr. — Kaðallinn slitnaði og báturinn var mann- laus liorfinn út í myrkrið. Með næsta ólagi komu nokkr- ar þóttur og brotin borð. Þögn var í fjörunni. Enginn mælti orð. Allir stóðu sem dæmdir og horfðu í gaupnir sjer. Stormur- inn bljes, öldurnar æddu og út við brimgarðinn sást vjelbátur vagga vöngum í geislanum, sem kom frá vitanum öðru hvoru. í gegnum þórdunur nætur- innar heyrðist alt í einu liá og skipandi rödd kalla. — Ýtið bátnum á flot. Allir litu til þess, sem kallaði. Það var Geiri í vitanum. Hann stóð upp við lít- inn árabát, og var að bisa við að ýta honum niður. Hugsun- arlaust sem vjelar gengu nokkr- ir að bátnum, og liann rann ljettilega niður sandinn. — Til að stökkva upp í! — var kallað. Hik kom á alla, sem hjá bátn- um stóðu. Vitinn sendi skæran geisla yfir skerin og lýsti á hvítfyss- andi ólag, sem óð inn sundið. — Fljótir upp í! — var aftur kallað. En aftur hik. Það var um seinan að átta sig. Geiri ýtti siðasta átakið. Hann stökk upp í bátinn, og tvær árar runnu jafnt út úr ræðunum. Hann komst fyrir ólagið og báturinn slapp út úr fjörubriminu. Með flaksandi hárið sjóblautt, reri hann af öllum kröftum. Handleggsvöðvarnir linykluðust og' æðarnar þrútnuðu á höndum hans. Hann kreisti árarnar svo að hnúarnir hvítnuðu. Hann reri áfram, áfram, nær bátnum á skerinu. En var nokk- ur von að hann kæmist að bátn- um. Hann leit um öxl, og sá bátinn í vitaljósinu. En alt í einu náfölnaði hann. -—- Hann misti áralagið og starði í átt- ina til bátsins, þá slökti vitinn. Svo kom geislinn aftur og Geiri starði blóðhlaupnum augunum á bátinn. —- Jú, rjett! — taut- aði hann. — Það er sýslumanns- báturinn! Eldsnögl skaut því upp i huga hans, að hætta alveg að róa og láta bátinn liliðfleta og relca. Hvað átti hann að vera að liugsa um að bjarga sýslu- manninum, sem hafði dæmt liann frá öllu mannorði og allri von um að geta orðið maður. Nei, aldrei! — sagði hann upp- hátt við liugsunum sínum. Átti hann nú að vera búinn að gleyma hátíðlegu glotti sýslu- mannsins, er hann lcvaddi hann og sagðist vona að þeir sæjust aftur. Átti hanin að gleyma öllu, g'lolti allra, illu umtali allra og fyrirlitningu allra. En þeir voru fleiri um borð. Já, en höfðu þeir nokkuð reynt til að hindra það að svona færi fyrir honum. Var þeim ekki sama. Jú, vissulega. Öllum var sama, það vissi liann. En hendurnar reru ósjálf- rátt áfram með jöfnu millibili. Árarnar lustu ólgandi sjóinn og það sauð á lceipum. Hann sætti lagi og háturinn rann und- an einu sterku áratogi að hlið bátsins á skerinu. Þrír menn duttu, fremur en stukku ofan í bátinn. Það var sýslumaðurinn, ritarinn og einn háseti. — Hánn tekur ekki fleiri. kallaði Geiri til þess fjórða, og skipandi rödd hans stöðvaði manninn. Þeir ýttu frá. Tveir sterkir liandleggir sneru bátnum og knúðu hann i áttina til fjörunnar. Saman- bitnar blóðlausar varir ræðar- ans sýndu það vel, að hann var ekki framar i neinum vafa um hvað gera skyldi. Báturinn færðist altaf nær og nær fjör- unni og í vitaljósinu sást hann skjótast upp á himinháar öld- urnar og hverfa svo aftur langt, langt niður á milli þeirra. Á bringu hárrar öldu sást Iitli róðrarbáturinn alt í einu renna inn sundið. Fólkið í fjör- unni stóð höggdofa. Það áttaði sig vai'la á því, að sjá mennina stökkva út úr bátnum við fjör- una, og' vaða í land, en bátinn snúa við með einum manni i, sjá hann hverfa, hverfa út á liafið. Aðeins einn maður, sem i fjörunni stóð, tók eftir öllu. Hann var hár vexti og liold- grannur. Silfurgráir lokkarnir hörðust framan i angistarfullu andliti lians. Og það sá það eng- inn, að þegar báturinn sneri við, þá óð þessi maður út eftir bátnum. Hann ætlaði að kalla, en stormurinn kæfði óstyrka rödd hans. Öldurnar teygðu hvítar tung- ur sinar upp í fjöruna og sleiktu sandinn. Nóttin var altaf jafn dimm. Og fólkið, sem i fjörunni stóð og beið, var orð- ið vonlaust. Vitinn hafði oft lýst yfir skerin og sundið, en enginn sá litla bátinn aftur. Hann var horfinn sjónum. I einum geislanum frá vit- anum sást að stóri hvíti vjel- báturinn var einnig horfinn. Smátt og smátt týndist fólk- ið á burt. Um morguninn þegar dagurinn var að rísa í austrinu, sást aðeins einn maður eftir i fjörunni. Hann var hár vexti og holdgrannur og snjóhvitt hárið lá fram í augun. Hann gekk fram með sjónum jöfn- um skrefum og stundum óð liann út í og leitaði árangurs- laust að einhverju. Sólin var komin liátt á loft, þegar fólkið byrjaði aftur að týnast niður í fjöruna. Menn gengu fjöruna. Og það var eins og meira líf færðist yfir gamla manninn, þegar hann sá til hinna. Og hann óð lengra og lengra út í sjóinn. Alt í einu ralc hann upp lágt hljóð. Hann seildist niður i sjóinn og kom upp með lík af ungum manni í fanginu. Hann bar það upp á sandinn, og lagði það frá sjer. Kringum hann safn- aðist fólkið og liorfði á. Gamli maðurinn horfði líka, en hann horfði ekki á líkið við fætur sjer, og ekki heldur á sandinn, sem það lá á. Hann leit upp og augu lians og sýslumannsins mættust. — Á að flytja líkið suður? spurði hann og varir lians titruðu. — Sýslumaðurinn sneri sjer undan og fór. Fólkið var þögult, þegar gamli maðurinn beygði sig nið- ui’ og tók upp aðra fórnina, sem hafið liafði krafið hann um enn. — Þannig er heimur- inn, —- stundi hann. En allir stóðu ósjálfrátt berhöfðaðir meðan hann gekk upp úr fjör- unni. UMHREINSUN í MIÐJARÐARHAFINU. Til vinstri á myndinni sjest enskt orustuskip, en til hægri flugvjelaskip, að „hreinsa til“ i Miðjarðarhafinu. í baksýn sjest undir skýjamóðu Gibraltarkletturinn, austan frá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.