Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 11
F Á L Ií I N N 11 Dvergríki Evrópu vera of lítið til að mega vera með- Sitt af hvsrju um furstadæmið Lichtenstein, lýðveidið San Mar- ino, spilavítið Monaco og- frírík- ið Andorra. — Árið 1939 afsalaði furstinn í Liclit enstein, Franz L, sjer vödum í liend- ur bróðursonar síns, Jósefs prins, sem fyrir nokkrum árum kom till íslands til að veiða lax. Furstinn var orðinn hálfníræður en Jósef ekki nema 33 ára og ógiflur enn. Leridir hann sennilega í klónum á einliverri amerískri dollaraprinsessu, sem gel- ur ef til vill gerbreytt öllu ríkinu með vasapeningunum sínum. Franz gamla leiddist altaf í Lichtenstein Og hjelt sig lengstum í Vín, en þegar Þjóðverjar hirtu Austurriki fóru Lichtensteinbúar að ympra á því, að gamli maðurinn kæmi heim í ríki sitt svo að Hitler gleypti hann ekki líka. En það vildi Franz ekki heyra nefnt á nafn og fóru svo leik- ar, að hann sagði af sjer. Lichtenstein er eitt af hinum svo- nefndu dvergríkjum Evrópu, sem fyrir óskiljanlega gletni örlaganna hafa fengið að halda sjáfstæði sinu undir handarjaðrinum á löndum, sem eru þeirn niiljón sinnum votd- ugri. Hin ríkin eru San Marino, Monaco og Andorra. Monaco er þeirra voldugast og frægast, og frægð sína og fje á það að þakka spila- vítinu í Monle Carlo. Ekkert þess- ara ríkja er svo slórt, að hægt sje að sjá það berum augum á litlu Evrópulandabrjefi. Lichtenstein er furstadæmi og gengur furstatignin i erfðir i karl- leg'g furstanna. Sjest þess fyrst get- ið á 12. öld i gömlum skræðum. Land þetta liggur að Rin, og er eins og krækiber á milli Sviss annarsveg- ar og Austurríkis hinsvegar. Helm- ingur landsins er i Rínardalnum sjálfum og er þar frjósamt land og búhöldar góðir, sem selja bæði korn og kvikfjenað úr landi, en liinn helmingurinn er fjalllendi, og liæsti tindurinn i landinu er tals- vert liærri en Öræfajökull (2573 m.) og heitir Naakopf. Landið er 159 ferkílómetrar, eða nokkru stærra en Þingvallavatn og ekki nema dagleið göngumanns að fara kringum alt ríkið. Á þessum litla skækli lifa 12.000 manns, þar af eru tæp tvö þúsund í höfuðborginni, sem heitir Vadus. Eru íbúar allir rómversk- kaþólskir, eins og íbúar hinna dverg- ríkjanna. Engin er þar herslcylda og voru Lichtensteinbúar lilutlausir í lieimsstyrjöldinni miklu, og nulu þess þar, að engan munaði um þá. Aðalatvinna landsbúa er jarðyrkja og griparælct, en auk þess vinna þeir góðar marmaranámur, sem eru í landinu. Og af iðnaði til útflutn- ings má sjerstaklega nefna kven- töskur og vasabækur, úr innlendu geita- og sauðskinni. Líka eru þar tvær spunastofur, sem vinna að mestu leyti úr bórnull. Ein járnbraut í landinu' og teng- ir hún það við járnbrautir Austur- ríkis og er hún um 12 kílómetra löng. Árið 1920 sótti Lichtenstein um inngöngu í alþjóðabandalagið. En beiðninni var synjað — landið þótti limur í svo veglegri samkundu. Hin dvergríkin liafa ekki lieldur fengið að ganga i þjóðabandalagið. En þrátt fyrir þessa lítilsvirðingu sótt- ust margir eftir því, að fá að verða ríkisborgarar í Lichtenstein og er- lendum auðfjelögum þótti gott að láta skrásetja heimilisfang sitt par, því að skattarnir voru ekki nema brot af því, sem þeir liefðu orðið annarsslaðar. Og frímerkin frá Licht enstein eru lika eftirsótt, álíka og íslensku frímerkin voru hjer fyrr- um, meðan póstflutningarnir voru litlir. ítalska lýðveldið San Marino er ekki nema fáeinna klukkustunda akstur með járnbraut í suðaustur frá Lichtenstein og er nokkurra kíló- metra vegur þaðan niður að Adria- hafi. íbúar eru þar nálægt þúsund fleiri, en i furstadæmi Jósefs, en stærðin talsvert minni, því að land- ið er ekki nema 98 ferkílómetrar. Er hægt að aka kringum San Mar- ino í bifreið á rúmum hálftíma. Þó er San Marino ekki minsta dverg- ríkið í Evrópu. En í einu tillili þyk- ist San Marino vera fremst allra ríkja í Evrópu. Það telst nefnilega að vera 1000 ára gamalt! Sagan segir að trúboði einn, Marinus að nafni hafi slofnað þetta ríki um 300 ár- um e. Kr., og skjallegar sannanir eru fyrir því, að landið hefir verið lil um 700. Tveir ,capitani reggenti* (einskonar liöfuðsmenn eða ræðis- menn) liafa stjórnina með höndum og' kosningarrjett hafa allir, sem eru orðnir 21 árs og eru heimilisfeður. Piparsveinar hafa því aðeins kosn- ingarrjett, að þeir liafi tekið dokt- orspróf! Herskylduna sleppa menn ekki við þarna, eins og í Lichten- stein. San Maririo hefir lier: 38 for- ingja og 950 dáta. Útflutningsvaran segir nokkurnveginn til um atvinnu- vegi landsbúa: það er vín, ull, ilm- vötn, sápa, viðsmjör, liveiti, mais og kalksteinn, sem þeir flytja út. Á siðustu öld var San Marino frægur griðastaður pólitískra útlaga, til dæmis dvaldi Garibaldi um langt skeið i San Marino. Fánalitir lands- ins eru blátt og hvítt. Eins og áður er sagt kemst mað- ur kringum San Marino i bifreið á rúmum hálftima,. en til þess að komast kringum næsta dvergríkið á sama tíma þarf maður engan bil, heldur aðeins reiðhjól. Monaco er ekki stærra en svo. Land þetta ligg- ur við Genovaflóa og er ekki nema 21.6 ferkílómetrar, minst allra dverg- ríkja Evrópu. En hinsvegar er það þjettbýlast allra ríkja Evrópu, því að þarna búa 25.000 manns, eða 1160 manns á ferkílómctra. Býr alt þetta fólk i þremur bæjum, Monaco, sem ei’ höfuðborgin, með rúmum 2000 íbúum, La Condamine með tæp- um 12.000 íbúum, og Monte Carlo með 11.000 íbúum. Þarna er skilj- anlega ekki neitt rúm fyrir sveita- býli. Monaco er arfgengt furstadæmi eins og Lichtenstein og heitir fursta- ættin Goyon-de-Matignon-Grimaldi. Fram að 1911 voru furstarnir i Mon- aco einvaldir, en síðan 1918 er land- ið undir vernd Frakldands. Núver- andi fursti er Lúðvík II. og er 68 ára. Harin er sonur Alberts I. sem dó 1922 og varð frægur maður, með- al annars fyrir áliuga sinn á haf- rannsóknum. Það var hann, sem stofnaði liaffræðasafnið í Monaco, sem er best allra safna lieimsins i sinni grein. Frægast er Monaco fyrir spilavít- ið í Monte Carlo. Er það illræmt um allan lieim, nema hjá borgarbúunum í Monte Carlo, sem sleppa við alla skatta, því að spilabankinn greiðir tvær miljón krónur á ári fyrir leyf- ið, og það hrekkur fyrir útgjöld- unum. íbúunum er bannað að koma í spilavítið, svo að ekki þarf að óttast að þeir rýi sig. Þeir lifa næðisömu lífi, eins og fólk, sem lif- ir á eignum sínum, helsta likams- vinna þeirra er að tína appelsínur, sítrónur og olífur og búa um það til útflutnings. Iðnað hafa þeir engan, nema ilmvatnagerð og sætinda. Her, inn í Monaco er skipaður þremur foringjum og 71 dáta. Andorra ér um flest alger and- stæða furstadæmisins Monaco. Þelta dvergriki liggur á afskektum og fremur hrjóstrugum stað upp í Pyr- eneafjöllum, á landamærum Fraklc- Vinnukonan: — Hvað á jeg til bragðs að taka, frú. Jeg get ómögu- lega náð stóra kolastykkinu i sund- ur? Frúin: — Hugsið þjer yður bara, að það sje einn af dýru postulins- bollunum minum. Þá skuluð þjer sanna, að það lætur sig. —x— lands og Spánar. Það er stærst allra dvergríkjanna, 453 ferkílómetra stórt en jafnframt er það fámennast þeirra allra, því að ekki lifa þar nema 5000 hræður. Og þessi fjalla- þjóð er á lágu menningarstigi, sið- laus og hjátrúarfull" og fæstir eru þar læsir á bók. Það er talið, að þetta fólk lifi aðallega á kvikfjár- rækt og má það að nokkru leyti til sanns vegar færa. Aðalatvinnan er þess eðlis, að lmn verður ekki ti- unduð á hagskýrslum: liún er nefni- lega sú, að smygla tóbaki og ýmsum öðrum tollvörum inn i Spán og eru Andorrabúar víst tvímælalaust dug- legustu smyglarar Evrópu, þó að aðrar þjóðir liafi átt kræfa menn í greininni á bannárunum. í öðru eru Andorrabúar einnig fremri flestum: þeir eru bestu fjallgöngumenn og klifrarar í Evrópu. Þeir eru fjall- lendinu vanir. Andorrabúar fengu sjálfstæði sitt árið 775 i þakklætisskyni fyrir það, að . þeir vísuðu liermönnum Ivarls mikla leið suður yfir Pyreneafjöll, er hann átti i stríði við Mára á Spáni. Svo að í rauninni geta þeir þaklcað dugnaði sinum í fjallgöng- um það, að þeir fá að heita sjálf- stæð þjóð. —■ Við höfum herbergi fyrir tiu krónur og fjórtán krónur yfir nótt- ina. — Hver er munurinn? — Þau á tíu krónur eru altaf útleigð. HALDIÐ HLNNI ÞURRI OG SUNLIGHT YÐAR ENDIST LENGUR nota meiri sápu til þess að þvó llíkurnar úr, og á þann han endist Sunlight-sápuslykkið yðm til miklu flein þvotta cn áður Og hinn mjög freyöandi '’unlight sápulögm n<ei óhreinindunum a burt án þess ajS þjer slítið þvottinum með því að nudda hann ems og sjá m á á t vei m u r með • íylgjandi myndum. Með því að nota Sunhght þá sparrð þjer ekkt aðeuv- ■'ápuna, heldursjmnð ji|('i líka fatnaðinn SUNLICHT C Æk lj|J| sparar vinnu & H^B sparar peninga x-s 1351 /5-151__________IXI ££-{ramlei<>>«l.i SUekkuö Ijósmynd af þvolh PVPGNUM Or ÓDVRRI VO.NDRI SAt'U \11• • • .‘i111v» ratigrar |)\ tii t aaófcróar Ljcnfnó skcint, Ijra'rjirnir slitnir. PVEGNUiM ÚR SUNLIGHT Eullkonun aflciðinp i Siinlight-þvottar j Ljcreftió scm nýtt. þráóurinn óskemUur Einföld aðferð til að spara Sunlight-sápuna yðar ei sú, að láta hana ekkt otan í þvottavatnið Þegai þjer þvoið, þá vætið þvottinn, nuddið s\o Sunlight-sápustykkinu a jrá bletti, sem óhreinastu eru Djer jjurfið ekki að —x-—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.