Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.11.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L Ií I N N TJEKKÓSLÓVAKÍA. Frli. af bls. 5. til þess og lofaði því að sameina alla Þjóðverja innan landamæra Stór-Þýskalands tóku hinir tjekkn- esku þegnar í Súdetalandi þegar að gerast óværir, og foringi þeirra, Konrad Heinlein, gerði hverja kröf- una eftir aðra til tjekknesku stjórn- arinnar og færði sig upp á skaftið við liverja kröfu. Loks virtist svo sem ekki gæti orðið um friðsamlega lausn hinnar svonefndu Súdetadeilu að ræða, og 20. maí 1938 buðu Tjekkoslóvakar út liði, eftir að Þjóð- verjar höfðu safnað liði að landa- mærum Bæheims. Hinn 2. júlí neit- aði tjekkneska stjórnin að verða við ýmsum af kröfum þeim, sem Hein- iein hafði gert til hennar í svonefndu „Karlsbad-prógrammi“, en þær voru í átta liðum. Mánuði síðar sendu Bretar Runciman lávarð til Praha, til þess að rannsaka deilumálið og var skýrsla hans í samræmi við skoðun Neville Chamberlains, sem vildi frið fyrir livern mun. Alt sum- arið 1938 var Súdetamálið aðal liita- mál beimsstjórnmálanna og loks hefjast „samningar“ Hitlers og Chamberlains um þessi mál í Godes- burg, seint í september, eftir að Frakkar og Bretar höfðu lagst á eitt um að þvinga Tjekkoslóvaka til þess að verða við kröfum þeim, sem Þjóðverjar höfðu þá gert .— og fengið þá til þess. En Chamberlain kom með nýjar kröfur frá Godesberg, miklu meiri en þær fyrri. Um þær kröfur, sem raunverulega höfðu inni að halda skifting Tjekkoslóvakiu halda svo þeir Mussolini, Hitler, Daladier og Chamberlain hinn alræmda fund í Múnchen, 29. september, þar sem forsætisráðherrar þeirra þjóða, sem lofað liöfðu að véra bjargvættir Tjekkoslóvakiu, kingja öllum kröf- um Hitlers — til þess að „varðveita friðinn í Evróp'u“. Rússar, sem liöfðu lofað hinu sama, voru ekki til kvaddir. — Og daginn eftir ganga Tjekkoslóvakar að kröfunum. Þeim var nauðugur einn kostur. Þeir stóðu einir uppi — yfirgefnir. „tJt- skúfaðir öllum frá“. Þannig lauk tæplega tvítugri sjá'f- stæðissögu hins endurreista ríkis — um sinn. Tíu dögum siðar liöfðu Þjóðv'erjar hernumið landssvæði þau, sem fundurinn í Múnchen hafði samþykt að gefa Þjóðverjum, og sumstaðar fóru þeir lengra, en landamærin hin nýju höfðu tilskil- ið. En ófriðarliættan var ekki minni en áður. Hún var öllu lieldur meiri. Skal nú farið fljótt yfir sögu. Hitl- er liafði fengið litla fingurinn af Tjekkoslóvakiu og þess varð skamt að biða að hann gleypti alla hönd- ina. Hinn 13. mars 1939 stefnir hann Hacha, sem tekið hafði við forseta- embætti i Tjekkoslóvakiu, þegar Benes fór frá eftir fundinn í Múnch- en, á fund sinn í Berlin. Meðan Hacha er í ferðinni lýsir presturinn Tiso, sem var handgenginn nazistum, yfir því, að Slóvakia sje sjálfstætt ríki og hafi sagt sig úr lögum við Tjekka. En Hitler sendir her manns til Praha, afnemur tjekkoslóvakiska lýðveldið og gerir það að „verndar- ríki“ sínu og setur þar landstjóra. Þar með var endanlega gengið frá innlimun Tjekkoslóvakiu. —x— Veislan á Sólhaugum hið glæsilega leikrit Ibsens, sem Norrænafjelagið gekst fyrir að tek- ið væri til leiks í fyrra og fjekk frú Gerd Grieg til að húa á svið, Jiefir nú verið tekið til leiks á ný, enda var það ekki leikið’ nema til- tölulega fáum sinnum á síðasta leik- ári. Frú Soffía Guðlaugsdóttir leik- ur aðalhlutverkið sem fyrr og öll önnur lilutverk eru í sömu höndum og áður nema hvað Helga Valtýs- dóttir leikur hlutverk það, sem Edda Kvaran ljek síðast, því að Edda er nú í Ameríku. Hinn glæsi- legi ytri umbúnaður leiksins, leik- tjöld og búningar er svo framúr- skarandi, að sjaldgæft er að sjá því líkt hjer á landi. handarkrika GMM DEODORANT stööuar suitan örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðii ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- asl undir eins eflirrakslur 3. Stöðvar þegar svita. næslu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, bvítt, filulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð aljpóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðlaust fatnaði A p p‘i d ep svitastööv- unapmeðalið sem selst mest . . . reynið dós f dag AERID Fæst í öllam betri búðum ... J i — ; Vélaverkstíeði í Drekkiö Egils-öl | Sig’iiröitr Nveiiib!örn§sonar Simi 5753 — Skúlatún 6 — Reykjavík umnn li m U11 Tekur að sjer viðgerðir á bátamótorum, Samkuæmis- alt að 25 hestafla. og kuöldkjnlar. Prufukeyrum og innstillum vjelarnar að við gerð lokinni. Efiirmiðdagskjolar Með þessu er hægt að gera gamla vjel sem nýja. Pogsur og pils. Sendið mótorana í heilu lagi, til þess að UattEraðir hægt sje að gera þá í stand fulllcomlega. siikisloppar og suEÍnjakkar Kanpi eiuBiig* notaða móíora. i Plikið lita úrual Drekkið Egils ávaxtadrykki 5ent gegn pástkpöfu um a!lt land. — Bankastræti 7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.