Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Jeg óska til hamingju Eftir Jón Kr. Eitt kvöldið, fyrir nokkru síð- an, var jcg á heimleið eftir einni af þessum hálfmvrku, liol- óttu götum í útjaðri hinnar ís- lensku höfuðborgar. Stormur- inn lamdi regndropunum á skrokkinn á mjer. Jeg tók stór stökk yfir stærstu pollana, en bílar og hifhjól skvettu við og við á mig úr smærri pollunum Yfir þessum vatnsaustri, sem á mig gekk að ofan og neðan, var jeg orðinn argur í skapi. Mjer var það Ijóst, að jeg yrði að hengja kápuna mína til þerr- is á miðstöðvarofninn og liggja þögull og rólegur á buxunum mínum um nóttina. Jeg var, sem sagt, eins og úrillur kven- hatari, sem mest hugsar um sinn eigin hag. All i einu var þrifið í öxl mjer. „Komdu sæll, Sæli!“ var sagt alt annað en blíðlega. „Sæll,“ svaraði jeg og leit upp. „Sæll, Óli.“ „Hvert ertu að fara?“ „Heim.“ „Jeg er líka á heimleið. — Heyrðu, jeg þarf að segja þjer tíðindi, lagsmaður,“ og til þess að gefa orðum sínum meiri á- herslu, hnipti liann harkalega í síðuna á mjer. „Nú, livað er það?“ „ímma og Valli eru gift, maður! Hefirðu lieyrt annað eins,“ og nú fjekl: jeg óþægi- lega að kenna á áherslunni, því að liægri linefi hans skall á síðunni, sem að honum vissi. „Ertu að gera hnefaleikaæf- ingar á mjer?“ „Nei, nei, en jeg er spentur fyrir þessum hnefaleikaskóla okkar Reykvíkinga. En hvernig líst þjer annars á „parið“? „Jeg hefi liaft svo stuttan um- hugsunarfrest, að jeg get ekki svarað því svona í hvelli,“ svar- aði jeg og herti gönguna. „Jæja, vertu bless!“ „Bless.“ Það var gott að hann fór. Jæja, svo þau voru þá gengin í hjónaband! Nú langar mig til þeás að víkja nokkrum orðum að ykk- ur, ungu brúðhjón! Jeg óska ykkur innilega til hamingju! Jeg hefi nú grenslast nokk- uð um hagi ykkar og sú rann- sókn hefir leitt d Ijós, að þið gætuð vel verið án liamirigju- óskar minnar — þið eruð svo liamingjusöm — en það spillir ekki, þó að þið fáið mína vel- meintu liamingjuósk. — En það er nú raunar annað en marg- endurtekin hjónaástahamingja, sem jeg ætla að tala um við ykkur. Það er mín sárþjakaða samviska, sem krefst þess að verða ljettari — eftir orðsins fylstu merkingu. Jeg æíla að gera játningu. Þið lcannist við atvikið, þegar þið lesið þessar línur, sem „Fálkinn“ flýgur nú með til ykkar yfir forugar göt- urnar, lieim í hlýju íbúðina ykkar á — ja, í Austurhænum, skulum við bara segja. — Það eru nú alt að því 2 mánuðir síðan. Það var kvöld. Klukkan var rúmlega átta. Jeg stóð á Lækjartorginu og hafði mjer helst til skemtunar að horfa á karla og konur í kapp- hlaupum við hatta, sem, fegn- ir frelsinu, leituðu með mismun andi hraða undan kuldanepj unni. Þessar venjulegu „Je“- upphrópanir elskulegra kven- radda blönduðust ruddalegum formælingum rómsterkra karl- mannsradda. Allir og allar náðu liöfuðfötum sínum, tóku þau fantatökum og þrýstu þeim á úfna kollana. Jeg hló að þessu um stund, en svo fann jeg, að kuldanepjan mjakaði sjer í gegnum kápulausan klæðnað minn — nær lijartanu. Jeg leit á klukkuna. Nú, það var víst hest að hafa sig i húsaskjól! Eins og „þjóf úr heiðskíru lofti‘ sló því niður yfir mig, að jeg skyldi heimsækja þig, Valli kunningi. Jeg tók á rás yi'ir göt- una, milli glóandi götunaglanna þar sem fótgangandi fólk getur ólíftrygt hoðið allri bílaumferð Réykjavíkurhorgar hyrginn, án þess að saka liið minsta. Hrað- ganga upp Bakarabrekkuna — fyrirgefið — Bankastrætið, hit- aði mjer nokkuð, en Laugavegs- lahhið dreifði þeim liita. Þess- ar eilífu hnippingar á katlar- garnamjóum gangstjettunum eru svo fjarska óþægilegar. •— Manni virðist þarna eins og heimurinn sje alt of látill. — Lolcs konist jeg að lnisinu, þar sem þú áttir heima. Jeg gekk inn og upp stigana, að herberg- ishurð þinni. Prúðmannlega barði jeg að dyrum. Enginn svaraði. Jeg' reyndi á hurðina. Hún var ólæst. Jeg gekk inn, lók liúfuna af höfðinu, lokaði dyrunum og i myrkrinu gekk jeg raldeitf að djúpa liæginda- stólnum. Þarna var jeg kunn- ugur öllum staðháttum. Mjer varð brátt nptalegt og gat farið að velta ýmsu fyrir mjer, sem „veltumaður“ „Morgunhlaðsins“ liefir enn ekki velt fyrir sjer. En mjer fór ekki að lítast á það, livað þú gast verið ógæt- inn að fara ekki að vitja heim- kynna þinna. Jeg ætlaði sann- arlega að halda yí'ir þjer áminn- ingarræðu. Jeg fór að hugsa ræðuna. Ilún fjekk smám sam- an á sig fast fprm. Ilún varð loks að einni af þessum gamal- dags áminningarræðuin, sem við skólamenn kryddum með latneskum og dönskum áherslu- orðum. En ekkert dugði. Ræð- an var tilbúin, en þú komst ekki til að sitja undir henni. — Það heyrðist óljóst i grammófón í fjarska. —• Ó, þú gránnnófónn, sem nolaður ert til þess aftur og aftur að endurtaka óhljóm- ræna „slagara"! Og þið æsku- mannsevru, sem þráfaldlega verðið að taka á móti hjáróma „jass“-tónum! Hversu miklu fremur vilduð þið ekki heldur láta yndisblíða söngva leika um ykkur. Jæja, Valli minn góð- ur, þú lætur heldur en ekki híða eftir þjer. Jeg verð víst að bæta nokkrum orðum í á- minningarræðuna. Það er ann- að en skemtilegt að bíða lengi einsamall í niðamyrkri. Og tím- inn leið. Mig fór að syfja. Loks fór jeg að dotta. Þá stóð jeg snögt á fætur, kveikti og leit á klukkuna. Hún var farin að genga tíu. Jeg vissi, að þú hafð- ir annað lierbergi, sem þú kall- aðir svefnlierbergi. Það var inn af þessu, sem. þú kallaðir dag- stofu. Þar vissi jeg, að þú hafð- ir bæði rúm og legubekk. Strax og jeg mundi eftir legubekkn- um, opnaði jeg svefnherbergið, kveikti þar, en slökti i dagstof- unni, tólc húfuna og gekk inn. Jeg gekk snarlega að legubekkn um og kastaði mjer niður á hann. Ansi var það nú fyndið, að vera hrjótandi þarna, þeg- ar þú kæmir! En Ijósið mótti ekki lifa. Jeg slökti. Áður en jeg ahnenilega vissi af var jeg steinsofnaður. IJve lengi jeg' liefi sofið, er mjer ekki ljóst. Alt í einu vaknaði jeg við það, að talsvert háværar raddir heyrðust frá dagstöfunni. Hvað var um að vera? hugsaði jeg og fór að reyna að átla mig. Jeg þekti fljótlega rödd þína, en hitt var kvenmannsrödd, er jeg ekki kannaðist við. „Nei, góði minn, það er mjer ómögu- legt. Hvað heldurðu að inamma segði, ef jeg kæmi ekki lieim í kvöld?“ lieyrði jeg stúlku segja. „En, elskan mín, hvað lield- urðu að það geri til? Þú ert nú orðin unnusta mín, og þá finst mjer ekkert við það að athuga þótt þú verðir lijá mjer í nótt.“ „Jeg get það ekki núna.“ Það varð þögn, sem kossa smellir rufu öðru hvoru. „Nú verð jeg að fara, vinur minn,“ sagði unnusta þín blíð- lega. „Gerðu það fyrir mig, hjart- ÞESSI ÞÝSKI KAFBÁTUR KOM EKKI AFTUR. Skömmu eftir að mijndin var tekin af þessum þýska kafbáti la hann á hafsbotni. Það voru tvœr Wellington-sprengjuflug- vjelar, sem rjeðu niðiirlögum hans. Fgrri flugvjelin laskaði hann svo, að hann Ijet ekki að stjórn og komst ekki í kaf, en sú síðari sprengdi hann. Er mgndin tekin úr síðari vjelinni og sýnir hvernig rgktlr tir bátnum eftir sprengju fgrri vjel- arinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.