Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Nýja Akranessskipið Á mánudaginn var lá nýtt og fall- egt skip hjer við ÆgisgarS. ÞaS var „Víðir“ liið nýja skip samnefnds hlutafjelags á Akranesi, og smiðað þar að öllu leyti af Eyjólfi Gísla- syni skipasmið og Magnúsi Magnús- syni. En að öðru leyti liafa Akur- nesingar sjálfir unnið að skipinu að öllu leyli, nema livað Reykvík- ingur gerði reiðann, Óskar Óiafs- son. Raflögn gerði Sveinn Guð- mundsson, Akranesi, en skipið er liifað með rafmagni og liefir raf- magnseldavjel, og eru hitunartækin og hún frá Raflia í Hafnarfirði. — Lárus Árnason á Akranesi sá um málninguna, Runólfur Ólafsson bólstraði bekki, en liurðir og glugga smíðaði Teitur Stefánsson á Akranesi. Virðist smíði og allur frá- gangur vera hið vandaðasta og skip- ið mjög traustbygt — alt úr eik. Járnsmíði og vjelauppsetningu önn- uðust Þorgeir & Ellert á Akranesi. „Viðir“ er 103,6 smálestir og 25,6 metra langt, 5,72 m. á breidd og 3,4 m. á dýpt. Aflvjelin er 320 hestöfl og mun skipið geta farið uin 11 sjó- mílur. Vjelin er ensk, frá Lister Marine Sales. Þá liefir skipið 20 hestafla ljósavjel. Skipið liefir verið í smiðum síð- an í mars í fyrra, og hefði getað orðið tilbúið snemma í sumar, ef ekki hefði staðið á vjelinni. Framkvæmdastjóri „Viðis“, Jón Sigmundsson skýrði blaðamönnum frá, að upprunalega liefði skipið verið ætlað lil fiskveiða, en síðar hefði verið horfið frá því, og inn- rjettingu skipsins liagað þannig, að það yrði liæft til mannflutninga. En með lítilli breyfingu — með því að færa til tvö skilrúm, er hægt að breyta því í fiskiskip. Hefir skipaútgerð ríkisins tekið „Víði“ á leigu og hefir liann i för- um milli Akureyrar og Sauðárkróks í vetur, hvað sem siðar verður. Skipstjóri á „Víði“ verður Bern- harð Pálsson frá Akureyri, en 1. vjel- stjóri Guðjón Sigurjónsson frá Akra- nesi. Skipshöfnin verður 7 manns meðan skipið -er i flutningum. Blómaverslurtin Flóra flutti í ný og vegleg húsakynni á laugardaginn var — úr Austurstræti 7 yfir þvera götuna i nr. 8, þar sem setjarasalur ísafoldarprentsmiðju var áður en prentsmiðjan fluttist í Þingholtsstræti. Hefir sá fornfrægi salur verið gerður óþekkjantegur, inngangur settur á vestanverða lilið lians, en gamli gangurinn afnum- inn, gólfinu hleypt niður næst fyr- ir innan dyrnar, en nokkur þrep upp að ganga í sjálfa búðina og handrið á allri brúninni. Þá er og speglar og gler, ásamt ljósaútbúnaði notað þarna meö meiri hugkvæmni, en títt er í Reykjavík og búðin öll ein hin fegursta, sem til er hjer í bæn- um, enda óprýða blómin aldrei nein salakynni. — Er það Gisli Hall- dórsson húsameistari, sem ráðið hefir tilhögun búðarinnar, Bergþór Jónsson hefir stjórnað trjesmiðinni en Guðm. Breiðdal smíðað afgreiðlu borð og aðra innanstokksmuni. En glerverkið hefir Pjetur Pjetursson annast, ljósaútbúnað Lúðvik Guð- mundsson og málningu Steingrímur Oddsson. Virðist þetta hvað öðru vandaðra og smekldegra. Þau Ragna og Ingimar, börn Sig- tirðuar heitins búnaðarmálastjóra, stofnuðu verslun þessa árið 1932 og var hún þá til húsa á Vesturgötu 17, en flutti í Austurstræti 1 árið 1935 og fyrir 5 árum í Austurstræti 7, þar sem hún liefir verið síðan. Á hinum nýja stað er húsnæði versl- unarinnar orðið tíu sinnum stærra en það var í upjihafi. Árið 1940 tók ungfrú Ragna ein við rekstri verslunarinnar. Það er glæsileg sjón að líta inn um glugga „Flóru“ á hinum nýja stað, og enn skemtilegra að litast þar um, þegar inn er komið. Þar skipar smekkvísin umgerðina — og innihaldið getur ekki verið unaðs- legra, þvi að blóm eru altaf blóm. ♦.-------- Drekkið Egils-ðl Þiísund og ein nótt kemur út í nýrri útgáfu. Þúsund og ein nótt, sögurnar frægu, sem vezírsdóttirin Sjersade töfraði með hjarta liins grimma kon- ung Sjarjars, er fyrirskipað hafði, að hver kona, er hann tók sjer, skyldi líflátin eftir fyrsfu nóttina. Sjerasade bað leyfis að morgni að segja honum sögu, og konungurinn hlustaði og hreifst og vildi ákafur heyra framhald sögunnar, og Sjer- sadc var ekki líflátin eftir fyrstu nóttina, eins og þúsund konur á undan henni. Og hún var ekki lield- ur tekin af lífi eftir þúsunduslu nóttina og elcki lieldur hina þús- undustu og fyrstu. Eins og Sjerasade með auði og töfrum sagna sinna og æfintýra fjekk hinn grimmasta konung til að hlusta á sig', hefir hún síðan fengið áheyrn hverrar þjóðar, kynslóð fram af lcynslóð. Þúsuiul og ein nótt hef- ir verið þýdd á öll tungumál lieims. Ríki liafa liðið undir lok, kynslóð gengið af leiksviði lífsins, en Þús- und og ein nótt, töfralist hennar, lifir altaf jafn fersk. Hún er ein af þeim bókum, sem er eilíf og ekki lengur tengd neinni þjóð, heldur sameign allra þjóða, en þó umleikin andrúmslofti fjarrænna alda. Þúsund og ein nótt hefir ekki sið- ur töfrað íslendinga en aðrar þjóðir. Hin fagra þýðing Steingríms Thor- steinssonar hefir tvisvar verið prent- uð áður, og hefir þó um langan tíma verið ófáanleg. Nú kemur hún í þriðju útgáfu og verður í þrem stórum bindum, livert bindi skreytt á annað hundraC myndum. Engin kynslóð getur verið án þess að lesa þúsund og eina nótt. Hver unglingur, sem les hana, verð- ur auðugri i anda. Skáldin teyga af brunni liennar. Sagan af lampa Aladdíns, l'erðum Sindbaðs, Kalífans mikla Harúns Alrasjids, og fjöldi annarra, gefur hugmyndaflugi hverr- ar kynslóðar nýja vængi. rt mlnA mhö ^ Lii ■UiÍM. ‘ H E11,DSÍ> L U S I p <i 0 1 B: A R Nt; J ó N S SO N Wafnabstr.s revkjavik. í SÍBERÍU er fólk, sein liggur í dvala á vetrum, eins og björn í hýði. í skammdeginu þegar öll vinna utanhúss er óhugs- andi vegna kulda og snjóa, liggur þetta fólk i rúminu allan sólar- hringinn, að undanteknum svo sem klukkutíma, sem það fer á fætur til þess að fá sjer matarbita og bæta á eldinn. CMN DE0D0R1NT stööuar suitan örugglega mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar sainstundis. Not- ast undir eins eftir'rakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur liandar- krikunum þurrum. 4. Hreint, hvítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið voll orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðlaust fatnaði A p p i d ep svitastöðv- unapmeðalið sem selst mest . . . reynið dós í dag ARRID Fæst í öilum betri búðmn ' 1 Egils ávaxtadrykkir NINON . SCTíSjiEEBaW Samkuæmis- □g kuöldkjálar. Effirmiödagskjólar Pagsur og pils. UaítEraðir silkislappar ag suefnjakkar Plikið lita úrual 5ent gegn pústkröfu um allt land. — Bankastræti 7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.