Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 16

Fálkinn - 19.11.1943, Blaðsíða 16
10 r A L K 1 N N WITTE DIESEL RAFSTÖÐVAR VÆNTANLEGAR í ÝMSUM STÆRÐUM FRÁ 2,5 TIL 30 KÍLÓVATTA Gefum allar upplýsingar VJELA- H RAFTÆKJAVERSL. HEKLA Sími 1277 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ FERÐABÓK Egnerts Ölafssonar og Bjarna Pálssonar Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sem hefir þýtt bókina á íslensku, segir meðal annars í formálanum: „Það leikur vart á tveim tungum, að Ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sje eitt hið gagn- rnerkasta rit, sem um ísland hefir verið skráð fyr og síðar. í meira en heila öld var hún hin eina heildar- lýsing, sem til var af landinu . . Það má einnig telj- ast vafasamt, hvort nokkurt rit annað hefir borið þekkingu um ísland jafnvíða meðal erlendra þjóða .. Meðal alþýðu á íslandi hefir hún hinsvegar verið lítt kunn, öðruvísi en af afspurn, og aldrei hafa ýkja- mörg eintök hennar verið til í eigu íslenskra mannn Þjóðlífslýsingar hennar eru í gildi á öllum tímum og andi bókarinnar hefir ef til vill aldrei átt meira erindi til íslendinga en einmitt nú, á hinum mestu breytingatímum, sem yfir landið hafa dunið“. í bókinni eru allar þær myndir, sem voru í frum- útgáfunni, ásamt korti af íslandi sem fylgdi þeirri útgáfu. Bókin er í tveimur stórum bindum, prentuð á ágætan pappír, og að öllu leyti vandað til útgáf- unnar. .Þeir, sem ætla að gefa vinum sínum og kunningj- um utan Reykjavíkur myndarlega jólagjöf, ættu að Þyg'g'ja sjer eitt* eintak af Ferðabók Eggerts og Bjarna. Það er ekki víst, að hún verði fáanleg þegar komið er fram að jólum. Bókaverslun Isafoldarprentsmiðju hf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.