Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Aðalríyr konungshatlarinnar í Delhi, þar sem varakonung- urinn býr. Lífvörður konungs stendur við dyrnar dag og nótt. milli var liSið. Nú var vjela- hernaður orðinn þungamiðjan og flugvjelin hafði náð fullum þroska, sem hernáðartæki. Og það fjell í hlut Wavells að prófa til h-lítar liversu þessi nýju hernaðartæki gætu að gagni komið í eyðimerkurhern- aði og fá reynslu fyrir þvi. í níu mánuði liafði liaiin lítið að gera annað en að undirhúa allt undir óvænta atburði, sem koma mundu, ef til vill. A þess- ,úm tima stofnaði Wavell her, s'em þegar til hans lcasla kom, reyndist vera fáhært einvala- lið. Verður eidci annað sagt en áð Wavell hafi notað þessa bið sína í Egyptalandi á þann hátt, sem best varð á kosið. Svo kom fall Frakklands vor- ið 1940, og sá viðhurður, að ítalir gerðust aðilár í stríðinu. Um leið gerbreyttist alt hernað- -arviðhorfið, og herskarar Wav- ells voru í einni svipan um- kringdir af óvinum. Nú varð að taka alvarlegar og óljúfar á- kvarðanir, og verða á burt úr ýmsum Jandsvæðum. Wavell sýndi við það tækifæri, að liann brast ekki liugrekki til að láta undan síga, og takmarka á þann hátt það starfsvið, sem hiniíni tiltölulega veika her haris hafði verið ællað. Það má vera, að hann hafi neyðst til að hverfa til varnarstöðva en ekki sókn- ar. En hontím kom ekki sókn óvinana á óvart. Enn varð hann að hefja und- irbúnihgsstarfsemi, og hversu vel honum tókst það, kom á daginn þegar sá tími kom, að hann gæti hafið sókn inn í Líbyu. Þáð var mjög ósainstæð- ur her, sem hann rjeð yfir, og eigi má heldur gleyma því, að raunverulega var það liann, sem varð að stjórna lier á tveimur vígstöðvum samtímis — nfl. í Libyu og í Abessiníu. Sagt er að Þjóðverjar hefðu í þá daga talið Wavell hesta hershöfðingja Breta, svo að engan þurfti að furða á því, að hann var fluttur um set frá Egyptalandi til Indlands, þegar nýjar vígstöðvar mynduðust á þeim slóðum og ófriðurinn færðist austur á bóginn. Nú kom samvinnan við Rússa á dagskrá á nýjan leik, og enginn var starfi því betur vaxinn að stjórna þeirri somvinnu en Wavell, maðurinn sem talaði rússneskt mál lil fullnustu og hafði unnið með Rússum í fjögra ára stríði, einmilt á þeim slóðum, sem einmitt var lílcleg- ast að hernaðargerðir mundu þá og þegar hefjast á. En þar með var ekki alt upptalið, þvi að i viðbót við Indland sjálfl náði umdæmi hans yfir bæði íran og írak Persiu og Meso- potamíu — en þetta var enn ein sönnun þess, ef sannana þurfti við í því máli, liversu óbilandi tröllatrú breska stjórn- iri hafði á Wavell. Sú trú hefir nú endurspeglasl í þeim at- burði, að i sumar skipaði stjórn in hann varakonung í Indlandi. Hann er fyrsti frægi hermaður- inn,, sem nokkurntíma hefir i- klæðst viðhafnarbúningi liins enska varakonungs i kéisara- dæminu Indland. Walter Wellman Ameríkumaðurinn, er fyrstur reyndi að komast loftleiðis yfir Atlanshafið. A UÐ 1910 var miki'ð framfaraár fiugliStinni og meðal annars liafði sá stórviðburður gerst þá um vorið, að frönskum manni hafði lekist að fljúga frá Löndon til Man- chester, en vegalengdin er tæpir 300 kílómetrar. Fjekk hann um milj- ónárfjórðung króna í verðlaun fyrir þetta „þrekvirki“ og sýnir það best á hvaða stigi fiuglistin var þá. En einn kémur öðrum meiri. Vest- ur í Amerílcu var þá maður, sem hjet Walter Wellman. Ilafði liann áhuga á loftsiglingum. Missiri eftir Manchesterflugið, eða í oklóber 1910 Ijet hann það boð út ganga, að hann ætaði að fara austuryfir Atllants- haf, ekki þó í flugvjel heldur í loft- skipi'. Þótti flestum þetta einskær sjálfsmorðtilraun, sem mundi takast, ,en Welhnan og fjelagar hans höfðu tröllatrú á farartæki sínu, og þótt- ust örúggir um að ferðin tækist. Þetta loftfar, sem var eins og vind- ill í lögun, gat lyft sex smálestum, og helgur þess rúmaði 350.000 rúm- fet áf gasi. Það var knúð tveimur hreyflum og átti að geta komist rúmlega 30 kílómelra á klukkustund í logni. Neðan á gangbrúnni undir belgnum var björgunarbátur til taks, ef ske kynni að skipið þyrfti að lenda í rúmsjó. Einnig liafði skipið viðtæki og senditæki fyrir loftskeyti. Þetta skip hafði og tæki citt, sem einstakt þótti í sinni röð, svonefnd- an „equilibrator“, sem átti að sjá um það sjálfrkrafa, að skipið væri jafnan í sömu liæð yfir sjó. Var þetta 100 metra löng stáltaug, og skyldi neðri endi hennar jafnan snerta sjávarborðið. -— — Þegar skipið ljet úr höfn í All- antic Gity, 15. október 1910, voru þar sex menn um borð: Wellman, Simon kapteinn, sem átti að vera stýrimaður, ennfremur loftskeyta- maður, vjelstjóri og tveir vjelamenn. Eini farþeginn var svartur köttur, sem þegar frá byrjun virtist liafa megnustu ótrú á ferðalaginu. Nokkrum klukkutímum eftir að landfestar voru leystar fór annar hreyfillinn að ofhitna. Kom þá á daginn, að sandur hafði komist i legurnar. Meðan verið var að lag- færa þetta rak skipið langa leið úr stefnu. Þegar leið á daginn fór loftfarið smátt og smátt að liækka flugið; kom þetta af þvi að sólskin var og gasið þandi belginn út. Hæðarjafn- inn eða „equilibratorinn" gerði ekk- ert gagn við þessu heldur öllu frem- ur bölvun. Hann þeyttist fram og aftur á öldunum, hristi og skók loft- farið, svo að skipsliöfnininni leið bölvanlega. Þegar nóltin kom á og loftið kóln- aði fór loftfarið óðum að lækka í lofti. Reyndist nauðsynlegt að hella nokkru af eldsneytinu fyrir borð, svo að loftfarið hjeldist ofansjávar. Þegar hjer var komið sögu sáu þeir fjelagarnir fram á, að lítil von væri um að þeim tækist nokkurn- tíma að komast á áfnngastað, svo að þeir reyndu að ná sambandi. við fyrsta skipið, sem þeir sáu eftir að birta tók. En skipið liafði ekki loft- skeytatæki og gat ekki skilið merlc- in, sem þeir Wellman gáfu. Skömmu seinna munaði minstu að árekstur yrði hjá þeim við annað skip, þvi að dingullinn straukst aðeins nokkur fet frá skipinu. — Um klukkan 8 að morgni annars dagsins var loft- farið komið um 380 kílómetra frá Atlantic City. Nú var kominn mikill sjógangur og eftir því sem veðrið versnaði mistu þeir loftsiglingamennirnir alla von um að förin tækist. Loftfar- ið hossaðist upp og niður, og undir kvöld var gripið til þeirra dýru ráða að fleygja öðrum hreyflinum fyrir borð, til þess að halda fleyt- unni á lofti. En við svo búið hætti farið að láta að stjórn, og rak það fyrir vindi alla nóttina. Skipverjar voru alveg ósjálfbjarga. Þeir höfðu mist alla von og biðu þess að loftskipið lenti í sjónum þá og þegar, því að það var farið að steypa stömpum á öldunum. En þeg- ar birti morguninn eftir komu þeir auga á eimskipið Trent. Skipið sá merki þeirra og sigldi til þeirra á fullri ferð, en þeir fóru að losa um björgunarbátinn sinn. En dingullinn slettist aftur og fram og upp og ofan og lá við að hann mölvaði björgunarbálinn. Eftir Ianga og liarða haráttu tókst þó öllum sex mönnunúm að komast um borð í Trent. En við þetta ljetti á loft- farinu. Það tókst á loft aftur, hvarf upp í skýin -r- og sást aldrei fram- ar. En þó er sagan ekki öll sögð enn. Verkfræðingurinn, scm hafði smíð- að loftfarið liafði svo mikla trölla- trú á þessu furðuverki sínu, að hann tók þegar að smiða nýtt loftfar ai' sömu gerð. Það brann til ösku er verið var að prófa það, og þar brann höfundur þess og fjórir aðstoðar- menn hans til. bana. Þannig lauk hinni fyrstu sorg- legu tilraun mannanna til þess að komast loftleiðina yfir Atantshafið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.