Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.11.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K r N N GE0R5E5 EIMEnon í______________ Q | Flæmska böðin ■wmmmm—ww—ubmmimw IHIHHll’11 llll Anna sagði eiílhvað á flœmsku. Maigret giskaði á að það þýddi: „Þú hefðir átt að koma með stærra glas.“ Við og við heyrðist maður á trjeskóm labba um bryggjuna. Regnið lieyrðist bylja á þúðarglugganum. „Mig minnir að þið hafið sagt mjer, að hann hafi rignt þann þriðja. Rigndi laann cins miltið þá og nú?“ „Já, það held jeg.“ Konurnar tvær voru lcomnar í sætin sín aftur. Þær horfðu á Maigret, er hann bar glasið að vörum sjer. Sannast að segja hafði Anna aldrei augun af honum. Hún var ekki nærri eins lagleg og móðir hennar. Og svo átti hún ekki þetta góðlega, bæga bros, sem móðir hennar hafði. Hafði hún saknað Ijósmyndarinnar, sem liann hnuplaði í herberginu hennar? Liklega ekki. Ef svo liefði verið, þá liefði það á- reiðanlega sjest á henni. „Það eru þrjátíu og fimm ár síðan við lcomum hingað,“ sagði frú Peeters. Við byrjuðum á körfugerð hjerna. Svo byrjuð- um við vlírsluh í ofanálag, og þá.bygðum við hæð ofan á húsið.“ En hugur Maigrets var á ferð og flugi. Hann var að imynda sjer Önnu fjórum ár- um yngri, á gangi í skóginum með Gérard Piedbæf. Hvernig liafði þetta atvikast? Hverskon- ar óráðsvíma hafði gripið liana? Eða var Gerard svo laginn við kvenfólk, sem liann ljest vera? Hvað hafði hún hugsað um þetta eftir á? Eitt þóttist Maigret alveg hárviss um. Að þetta væri eina ástaræfintýrið, sem hún hafði upplifað um æfina, og mundi verða það siðasta. Það var eitthvað seiðandi og dularfult yfir þessu liúsi. Snapsinn átti meðfram þált i því að einskonar heitur höfgi fjell yfir hann. En eigi að síður hafði hann fulla skynjan. Hann heyrði livert einasta hljóð ■— marrið í tágastólnum, smáhroturnar í gamla manninum, og livernig rigninguna hægði og lierli .... „Vilduð þjer gera svo vel að leika þetta lag fyrir mig áftur?“ spurði liann Önnu. Hún ætlaði að fara að færast undan, en rnóðir hennar tók fram í: „Já, gerðu það .... Hún spilar vel, finst yður það ekki? IJún hafði þrjá tima á viku í sex ár, hjá besta kennaranum í Givet.“ Anna fór inn i dagstofuna og skildi báð- ar hurðirnar eftir opnar á eftir sjer. Þau heyrðu hana opna hljóðfærið, svo rendi liún hægri hendinni eins og af tilviljun >rfir nótnaborðið. „Hún ætti að syngja,“ muldraði frú Peet- ers. „Að vísu hefir Marguerite betri hljóð, vitanlega. Það kom meira að segja til mála, að hún færi á tónlistarháskólann.“ Hljómarnir bárust um hljótt húsið. Anna hafði byrjað að spila. Gamli maðurinn svaf enn, án þess að nokkur skifti sjer af því, og konan hans, sem var hrædd um að hann mundi missa pipuna sína, tók liana var- lega úr liendi hans og hengdi liana á nagla uppi á þili. Hvað var Maigret að gera hjerna? Var hann í rannsóknarerindum? Ilafði hann komist á nokkurt spor? Frú Peeters hlustaði, leit oft upp úr blað- inu, sem hana langaði þó að halda áfram rð lesa, að því er virtist. En þarna hefði önnur manneskja átt að sitja við borðið líka — María, að leiðrjetta stíla nemenda sinna. Og þar með var alt fengið. — Eða liefði verið, ef allur bærinn hefði ekki. verið að saka þau um svívirðilegt morð, sem hafði verið framið einmitt á svona lcvöldi. Maigret hrökk upp við að dyrabjöllunni var hringt. Sem allra snögvast hefði hann nærri því geta látið sjer detta í hug, að hann væri þremur vikum yngri, og að það væri Germaine Piedbæuf, sem væri að kom inn til þess að rukka um liundrað franka mánaðarmeðgjöf með barninu sínu. Þetta var prammakarl í olíufötum, og rjetti fram litla flösku og hað frú Peeters að fylla hana með einiberj abrennivini. „Átta franka.“ „í belgiskum peningum?“ „Nei, frönskum. Eða tíu í belgiskum, ef þjer viljið það heldur.“ Maigret stóð upp og gekk gegnum húðina. „Eruð þjer að fara, svona fljótt?“ „Jeg kem aftur á morgun.“ Þegar út kom sá hann prammakarlinn á leið um borð. Fulítrúinn leit við og horfði á húsið. Ljósið logaði í búðarglugganum. Þetta var eins og á leiksviði, þar sem veik- ur ómur af tónum heyrist að haka til. Fallegir, viðltvæmir tónar. Anna var að syngja. Maigret göslaði í forarpollunum. Rign- ingarúrhellirinn slökti von bráðar í píp- unni lians. Og nú var það allur Givet-bær, sem var líkastur leiksviði. Prammakarlinn var horf- inn, og Maigret sjálfur var eina persónan, sem eftir var á leiksviðinu. Alt í kringum hann voru ekkert nema ljósin, hálfbvrgð bak við gluggatjöldin, og niðurinn í Meuse, sem smámsaman kæfði tönana, sem liöfðu f j arlægst. Þegar hann hafði gengið svo sem tvö hundruð metra sá hann bæði húsin. Bak við hann var flæmska búðin, en skamt frá honum til hægri var hreysi Piedbæufs. Þar sást ekkert ljós uppi, en hinsvegar var ljós í ganginum. Nu m.undi barnið vera komið í bólið sitt. Skyldi nokkur annar vera heima? Það var lítið gaman að því, fyrir ungan mann eins og Gerard að hýrast ein- an heima. Eða kanske yfirsetukonan .... Maigret var daufur í dálkinn. Sjaldan hafði honum fundist hann vera að inna af hendi jafn fánýtt starf og núna. Og hvað var liann eiginlega að vilja. —- Ilafði liann verið sendur liingað? Peeters- fólkið var sakað um að liafa myrt stúlkuna, en það voru ekki einu sinni sannanir fyrir þvi að hún væri dauð. Kanske hafði hún lifað lengur, en liún gat afborið — þessu dapurlega lífi þarna í Givet. Kanske hafði hún bundið enda á það sjálf. Kanske var hún einmitt núna í Rruxelles, Rheims eða París — að drekka með kunningjunum, sem höfðu tekið liana að. sjer á gölunni? Þó að hún væri dauð, þá var ekki þar með sagt, að hún liefði verið drepin. Hvers- konar viðtökur hafði hún fengið lijá Peet- ers? Höfðu þau knúð hana út i örvæntingu með þvi að segja, að hún skyldi aldrei gift- ast Jósepli? Og hafði hún farið beint út og fleygt sjer í ána? Engar sannanir. Ekki einu sinni lítilfjör- legar líkur. Hafði ekki Machére gert alt sem hann gat? Og samt miðaði honum ekkert áfram, og allar horfur voru á, að rnálið yrði lagt á liilluna, óráðið. Hvers vegna hafði Maigret farið að sletta sjer fram í þetta? Einu sinni enn: Hvað var hann að vilja þarna? Það var enginn vafi á svarinu, sem flest fólk í Givet hafði gefið honum við þeirri spurningu! Hann hafði verið leigður af Belgunum til þess að sanna saldeysi þeirral Yerksmiðjan var beint fram undan hon- um, á hinum árbakkanum, og' þar logaði einn einasti rafmagslampi i garðinum. Auk þess var þarna að .eins eitt ljós, í glugga varðmannsins, við hliðið. Piedbæuf gamli mundi vera á verði núna. Hvað skyldi liann aðhafast til þess að drepa tímann á nóttunni? Og án þess eiginlega að vita ástæðuna til þess, stefndi Maigret beint upp að brúnni með hendurnar djúpt í vösunum. I kránni, sem liann hafði komið inn í um morgun- inn, töluðu prammakarlarnir og dráltar- bátamennirnir svo liátt saman, að orðin heyrðust yfir þverán hafnarbakkann, en Maigret staðnæmdist ekki til að hlusta. Stormurinn mæddi svo mjög á brúar- strengjunum að þeir titruðu. Brú þessi hafði verið hygð i stað gömlu steinbogabrúarinn- ar, sem eyðilagðist í stríðinu. Hinu megin árinnar var árbakkinn ekki einu sinni stein- lagður, og Maigret varð að vaða forina í ökla. Flækingshundur liafði hreiðrað um sig í skjóli við livíta skjólgarðinn við verk- smiðjuna. Þegar Maigret nálgaðist hliðið sá hann á husinn á Piedbæuf í dyrunum á varðmanns skýlinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.