Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Iiitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út livern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpre/i/. SKRADDARAÞANKAR Eldhúsdagar Alþingis eru ætlaðir ]>vi verkefni, að andstöðuflokkar ráðandi rikisstjórnar fái eitt alls- herjartækifæri til að gagnrýna gerð- ir stjórnarinnar og fylgisinönnum stjórnarinnar til að verja hana. En nú stendur svo á, að með völdin fer stjórn, sem ekki á neinn slunðnings- flokk að haki sjer á þingi — utan- þingsstjórn, skipuð af ríkisstjóra, eftir að blessað þingið gafst upp við það, um þetta leyti í fyrra, aö mynda stjórn með stuðpingi meiri- hluta þingsins, eins og gert liefir verið í undanfarin 39 ár. Tilefninu til eldhúsdagsins var því á burtu kipt —- og það var þing- ið sjálft, sem það hafði gert. Samt mátti eldhúsdagurwin nú ekki nið- ur falla. Þingið varð að halda eld- liúsdag' og meira að segja láta allan landslýð hlusta á sig i aliri sinni dýrð eða nekt. Fáir urðu þar til þess að bera fram varnir fyrir Al- þingi og það „ástand“, sem þar rík ir nú, og er síst öðru ástandi betra. Tiltölulega lítið kvað að skömmum um stjórnina. En hinsvegar var það þó eins og ofurlitil glæta i myrkr- inu, að margir þingmenn ljetu 4 sjer heyra, að þeim blöskraði sú ófremd, sem nú er orðin merki Al- þingis. En i sambandi við þau orð, sem um þetta voru sögð, hlaut áheyrand- iiin að rekast á eitt: að þingmenn sjálfir liafa ekkert lært siðan i fyrra. Fjandskapurinn er enn í al- gleymingi, allt rangt sem andstæð- ingurinn vill, allt er rjett, sem „jeg vil“. Umboðsmenn þjóðarinnar á æðstu samkundu hennar eru ekki enn farnir að skilja, að fjandskapar- leiðin liggur til enn önturlegra á- stands en nú er. Og þó virðist engum detla í hug að láta af fjandskaparleiðinni. Eng- inn gerist til þess að bera sáttarorð milli flokkanna. Enginn freistar að gera um boðsmö n n u m þjóðarinnar Ijóst, að þessi árin eru þeir að leika hættulegan leik, sem hlýlur að leiða til algers ófarnaðar, þjóðargjald- þrots og glötunar sjálfstæðisins, ef ekki er af lionum látið nú þegar. Óvitaliátturinn er svo blöskranleg- ur að það er sárgrætilegur voði, að þetta slculi vera ábyrgir menn, sem að honum standa. Vilja nú ekki flokkarnir, í sam- bandi við 25 ára afmælið, sem verið er að minnast, taka upp betri sið. Árið 1918 ríkti eindrægiii á þingi. Er hennar síður þörf nú? Mikilvirkasti athafnamaður ís- Thor Jensen áttræður lands á þessari öld verður átt- ræður í dag. Nú situr liann í elli sinni í bústað sínum á Lágafelli en þaðan má líta yfir víðlendustu tún á íslandi, þar sem fyrir tæpum aldarfjór'3 ungi voru móar, mýrar og nielar. Þannig notaði liann árin- eftir fyrri heimsstyrj- öldina, sem þó yfirleitt voru crí- iðleika ár, og sýndi svo áþreif- anlega sem kost- ur var, hvers megnug islensit mold er, ef við nýtur áræðis, framkvæmdadugs og' afls þeirra liluta sem gern skal. Áður liafði hann og fisk- veiðafjelag hans, „Kveldúlfur“ um langt skeið verið slærsta útgerðar- fjejagið lijer á landi. Tlior Jensen barðist gegn sölu íslensku logaranna til útlanda í síðasta stríði, og hjelt sjálfur sinum togurum. Sú ráða- breytni mun hafa gert honum i'ært að ráðast í mesta jarðræktarfyrir- tækið, sem einstakur maður liefir ráðist i á íslandi. Fjórtán ára gamall kom Thor Jensen tii íslands. Gerðist verslun- armaður nyrðra rak verslun á Akra- ncsi og búskap að auk í Borgarnesi, uns hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist með mestu athafnamönnum hjer. En það er cigi ætlunin að fara að rekja liinn merka æfiferil Thors Jensen á þessum stað, þvi að til þess er of lítið rúm. En það mun sannast, að eftir þvi sem timar líða fram mun sá ferill þykja athyglis- verðari. Þjóðin liefir áreiðanlega ekki skilið til fulls ennþá hve mikla þakkarskuld hún á honum að gjalda. Hljömleikar Kathryn Overstreet Tónlistarunnend- ur hafa undan- farna sunnudaga um langt skeið Jilustað með mik- illi ánægju á pí- anóleik amerí- kanska tónsnill- ingsins ungfrú Kathryn Over- street, sem dval- ið hefir lijer um skeið og starfar við Rauðakross y Randaríkjanna. Hjer í blaðinu hefir áður verið sagt nokkuð frá ungfrúnni, í sam- bandi við það er hún byrjaði að leika i Banda- ríkjaútvarpinu hjer, námi henn- ar og hljóinleika- höldum austan liafs og vestan. Tónlistarfjelaginu liafði tekisl að fá þessa ágætu lista- konu til þess að annast 2. hljóm- leilca sína á þessum.vetri, sem haldn- ir voru í Gamla Bió fyrra sunnu- dag. — Var þar alsetiun bekkur- inn, svo að sumir stóðu, og var ]ietta þó ekki á ákjósanlegum tima. Á leikskránni voru úrvalsverk, fyrst Kromatisk Fantasie og E'uga í d-moll eftir Bach, þá Sónata nr. 58 eftir Chopin, Tilbrigði yfir stef cftir Paganini, op. 35. eftir Brahms, Tarantella Venezia Napoli eftir Bókaíregn Trygve tíulbrandsen: DAGUR í BJARNARDAL Rókaútgáfan -Norðri. Akureyri í.943. Það eru orðin allmörg ár siðan skáldsagan „Og bakom suser skog- ene“ kom út i Noregi á frummál- inu. Höfundurinn varð þegar fræg- ur al' þessari sögu, liinni fyrstu i bálki, sein varð lengri og nú hefir skipað lionum á bekk með fremstu skáldsagnahöfundum Noregs og kynl hafa nafn hans og Noregs meðal margra annara þjóða, ekki aðeins frændþjóðanna á meginlandi áll'- unnar heldur þeirra, sem fjarlægari eru, svo sem Breta, Ameríkumanna, Hollendinga, Frakkfi og Þjóðverja. Einkum hefir Trygve Gulbrandsén hlotið miklar vinsældir i Englandi og Svíþjóð. Það var því vel til fall- ið að „*Norðri“ skyldi ráðast í að koma þessu ágæta verki á íslenska tungu ekki síst vegna þess, að þýð- andanum virðist hafa tekist með ágætum að ná þeim stilblæ, sem einkennir höfundinn. í bindi því, sem nú er komið út, er fyrsta sagan, en síðari tvær sögurnar munu vera væntanlegar fyrir jól. „Dagur i Bjarnardal“ er ættarsaga frá liðinni tíð. Yfir henni hvílir dálitill forneskjublær, sem sómir sjer vel, og er í fullkomnu samræmi við umhverfið og þá ramefldu af- dalabúa, sem bera hana uppi. Dag- ur heitir hver sonur ættarinnar fram af öðruin og þessi ættleggur lifir fyrir það málefni að yrkja jörðina og bæta hana og verða einskis manns eftirbátur, en á öðrum þræði er það veiðimannshugurinn og ástin á skógum og útilífi, sem einkennir þá heimamennina í Bjarnardal, svo að fram kemur í þeim hneigð frum- mannsins, forföður þeirra, sem lifði á veiðiskap áður en sögur hófust og áður en Noregsbúar fóru að yrkja jörðina. Sagan minnir að sumu leyti á sagnabálk danska skáldsins Johs. V. Jensen, en er þó öll með öðrum svip, hún er norsk en hin dönsk. Þetta er í rauninni ekki saga margháttaðra viðburða, en gegnum hana alla rennur þungur straumur og stíll höfundarins er svo ramauk- inn og falslaus, að hann heillar. Sumar lýsingarnar eru gull, meitl- að, fágað og skinandi, svo að það gleymist ekki. Lesandinn man ekki aðeins persónurnar heldur líka um- hverfið, hina þögulu norslui skóga, hjarnið og marrið í sleðameiðunum og bjöllukliðinn. Jeg tel víst, að margir þeirra, sem lesa þesa bók, taki liana sjer i hend- ur og lesi hana aftur, njóti hennar þá jafnvel enn betur en i fyrra skiftið. Því að sögur sem þessar konta ekki fram á hverjum degi. Margir góðir ritdómarar hafa orðið lil þess að telja liana meðal sigildra listaverka. Og svo lýsir hún fólki, sem íslendingar hugsa oftar til nú á tímurn, en þeir liafa gert. Fólki sem hefir sýnt það undanfarin ár, að það er í ætt við Dag i Bjarnardal. Liszt og fleira hnossgæti. Ungfrú Overstreet túlkaði þetta alt með frá- bærri leikni og af mikilli smekk- visi og listfengi, enda kunnu áheyr- endurnir vel að meta það sem í boði var og þökkuðu óspart þessa ágætu skemtistund.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.