Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfi SfiEfin - Tabú Ástarsaga frá Bora-Bora. Jóhann Scheuing þýddi ár sænsku. Ein allra i'egursla eyjan í eyja- hafinu umhverfis Tahili er Bora- Bora. Hvergi er hafið eins fallega blátt og þar. Engin eyjan hefir fjöl- breyttari gróður. Og íbúar Bora- Bora, einkum frumbyggjarnir, eru allra nianna lífsglaðastir og ham- ingjusamastir. Sólskini'ð og liafið fæðir þá. Vegna sólskinsins vaxa ýmiskonar ávaxtatrje, og í hafinu veiða íbúar eyjarinnar nægilegan fisk án mikillar fyrirhafnar. Alt fæst svo að segja við húsvegginn, er þarf til lífsviðurhalds. Eins og börn njóta frumbyggjar eyjarinnar lífsins. Og aðeins dynj- andi rigning og of mikið hvassviðri ér þeim til angurs. Þegar er þessi saga gerði#t rjeði afar voldugur höfðingi yfir Bora- Bora og eyjunum þar umhverfis. Hann var mjög strangur. Kvað hann guðina verða æfareiða, ef lögunum og fyrirskipunum hans væri ekki hlýtt. En guðir þeirra tíma voru liefnigjarnir. Til eru kvæði um það, að heilar ættir voru upprættar vegna lagabrots eins manns. Yfirleitt höfðu íbúar Bora-Bora verið löghlýðnir og ekki átt i illdeilum svo að orð væri á gerandi. Að búa á Bora-Gora var himneskt. Þar átti Redi heima. Hún var feg- ursta stúlka eyjarinnar. Og Iiún var lika óviðjafnanlega liamingjusöm. Hún elskaði Mathi, og liann hana. Mathai var fræknastur og fallegast- ur allra ungra manna á Bora-Bora. Enginn var Iionum jafn sterkur, hugrakkur og göfugur sem Matliai. En svo kom sorgin. Dag nokkurn kom sendimáðurinn Hitu, er sendur var af yfirmanni eyjanna. Hann hafði þá frjett að færa að hin fagra Redi skyldi flytj- ast í höfuðmusterið á Tahiti, sem heilög mey „Tabú“ (ósnertanleg). Frá þessari stundu var lif Redi vígt guðunum. Og vei þeim manni, er snerti hennar lieilaga líkama. Það var óleyfilegt að horfa á hana hvað þá meira. Sú kona, sem er Tabú er eign guðanna. Allir vissu að dauðarefsing lá við að brjóta þetta boðorð. íbúum Bora-Bora hafði fallið niikill heiður í skaut, að kona frá þeirra ey hefði orðið fyrir þessu vali. Þeir álitu sig sem ástmegi guð- anna af þessari ástæðu. Redi er bæði fögur og góð, það er eðlilegl að guðirnir velji þá hana, sögðu eyjaskeggjar. Allir íbúar Bora-Bora klæddust hátíðabúningi dag þann, er flytja skyldi Redi i musterið. Allir tóku þátt í hátíðahöldunum. Einnig Matlii. En liann hataði nú guðina, sem tóku liina dásamlegu ástmey af honum. Hatur hans óx með hverri stund, sem leið. Redi er flutt út á skip það, er liún átti að fara með. Mathi fór í laumi um borð. Hann gat fengið Rédi til þess að flýja með sjer á litla bátnum sínum. En þetta komst upp og varð alt í uppnámi. Til þess að fyrirbyggja reiði guðanna varð að ná Redi og drepa jjann, er hafði rænt henni. Eyjabúar reiddust yfir þessu fram- ferði hjónaefnanna, því þeir ótluð- ust að gremja guðanna bitnaði á þeim. Redi varð að ná. En Redi og Mathi komust undan. Þau náðu til eyjar einnar langt i burtu. Þar voru perlukafarar. Mathi gaf sig að perluveiðum og varð brátt snjallastur í Jjessari grein. Þau voru hamingjusöm og álitu sig sloppin frá reiði guðanna. Einu sinni náði Mathi stærstu og fegurstu perlu, sem sjest liafði um þessar slóðir. Þá hjeldu þau veislu, er var öllum öðrum veislum fremri meðal þessa fólks. En er veislan stóð sem liæst leggur bátur að eynni. Þar var Hitu kominn með menn sína í leit að flóttamönnunum. — Elskendurnir flýðu inn i kofa sinn og álitu sig örugg. Mathi liafði mút- að lögregluþjónunum til þess að þegja og segja ekki frá þvi, að þau byggju á eynni. Hann gaf lögreglu- þjónunum eina dýra pérlu í þessu skyni. En næstu nótt, á meðan Mathi svaf fast og vært, vaknar Redi hrædd og sjer Hitu utan við glugg- ann. Hún áleit Jjetta fyrst vera draum en svo er fleygt blaði inn um glugg- ann. í brjefi þessu er því hótað að Matlii skuli drepinn, ef hún yfirgefi ekki eyna innan liriggja daga ásamt Mathi. Ennþá vilja þau flýja. Mathi ákveður að fá bát. En svo kemur hinn liái reikningur fýrir gildið. Svo að hann stendur uppi peningalaus. Perlan lians er á braut. Allar bjargir eru bannaðar. Mathi þykist hafa farseðla með báti, er fari fljótlega frá eynni. En hann skrökvaði þessu að Redi til þess að gera liana rólega. Þrír dagar eru liðnir. Um nóttina vaknar Redi. Hjá henni stendur Hitu með stór- an liníf. Með honum ætlar hann að drepa Mathi. En Redi legst ofan á hann til þess að bjarga lífi lians og gefur Hitu merki um að hún skuli fara með honum. Mathi dreymir. Hann þykist vera að kafa eftir afar stórri og*fagurri perlu. Hann vaknar. Trúir á draum- inn þýtur út og ætlar að kafa. Hann fer til þess hluta strandarinnar, sem um langan aldur hafði verið talinn- „tabú“ fyrir perlukafarana. Menn vissu að stórir hákarlar voru þar á sveimi úti fyrir. En menn álitu að þeir hjeldu vörð um bestu perlu- miðin og hverjum manni væri dauð- inn vís, er þar kafaði. En Malhi kafar þarna óliræddur. í J)ví er hann nálgast botninn kem- ur ógurlegur liákarl vaðandi að hon- um. Þá sjer Mathi samtímis afar stóra og fagra perlu. Hann grípur perl- una, syndir sem örskot upp á yfir- borðið og hákarlinn missir vænt- anlega bráð sína. Hann flýtir sjer heim. Þar finnur hann stutta orð- sendingu frá Redi, að Hitu liafi knúið hana til þess að yfirgefa ást- vininn. Hann hleypur aftur til strandar og sjer bálinn, er Hitu og Itedi eru i, sigla í áttina til Bora- Bora. Mathi finnur það nú betur en nokkru sinni fyrr, að hann getur ekki lifað án Redi. Hann ætlar enn einu sinni að bjóða guðunum byrg- ► Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? Edmcind Fmstand Fæddur í Marseille 1869. Dáinn í Suður-Frakklandi 1918. HJÁ hverri l)jóð, sem á Jjýðingu af leiknum Cyrano de Berger- ac á sínu máli, er tilveru franska skáldsins Edmond Rostand trygt heiðurssæti í meðvitund allra bók- mentavina. í raun rjettri eru öll þrjú bestu leikril hans, Cyrano, L’Aiglon og Le Chanticler einstæð verk i hópi allra rómantískra leik- rita. Þar er glæsileg Jjóðræn lirynj- andi, ekki síst í Cyrano og fegurð efnisins er svo mikil, að jafna má þessum leikjum til þess besta, sem Sophókles, Shalcespeare og' Moliere hafa látið eftir sig liggja. Faðir Edmonds var ágætur og vellauðugur blaðamaður. Pilturinn ólst upp í allsnægtum og gekk á ágætar mentastofnanir í Paris, Iagði stund á lögfræði, eins og títt er um marga auðugra ínanna syni. En alt frá barnæsku hafði hann haft hug á að verða leikritaskáld. Árið 1890, Jjegar Rostand var að eins 22 ára gamall, gaf hann út ljóðabók —- fyrstu bók sina, er nokkra atliygli vakti. En 1894 kom út fyrsta leikrit hans, Romancers, og var leikið á Comedie Francaise. Og til dæmis um, að Rostand hafi þá þegar komist í álit, má nefna, að liin fræga Sarah Bernhardt ljek árið eftir aðalhlutverkið í nýjum leik eftir liann, sem lijet „Prinsess- an fjarlæga", og árið 1897 annað aðallilutverk i leiknum „Iíonan frá Samaríu" eftir Rostand. Mesta hlutverlcið í öllum leikjum Rostands, Cyrano, var formað og skrifað fyrir ákveðinn leikara franskan, Constance Coquelin. Það var samkvæmt beiðni hans í raun og veru, sem að dauða-sýningin í lok leiksins var skrifuð. Svo virðist sem öll leikril Rostands sjeu harm- leikir, en J)ó líður áhorfendunum vel, er þeir liorfa á þau, og þeir njóta Jjeirra betur, en marga gleði- leikja. Einn gagnrýnandi hefir kom- ist þannig að orði: „Dauðinn i Rostandleikriti er skemtilegri en líf- ið hjá Maeterlinck". Eftir að Rostand hafði samið „L’Aiglon" var hann kjörinn með- in. Hann fleygir sjer til sunds með stefnu á stað, er hann veit að bát- urinn fer fram hjá. Eftir milda erf- iðleika nær hann bátnum og gríp- ur í kaðalspotta, er lafði utanborðs.. En Hitu hafði komið auga á hann. Og í sama augnabliki, sem Mathi náði í kaðalinn, tekur Hitu stóra hnífinn sinn og sker bandið sund- ur. Báturinn siglir áfram með Redi á leið í musterið guðlega, til að verða tabú. En Mathi berst við hafið, þar til ])að verður honum yfirsterkara. Hann komst aldrei að landi. limur franska akademisins, árið 1901, og hafði sú veglega samkunda aldrei kjörið sjer jafn ungan fjelaga. Atvik sem gerðist i sambandi við frumsýninguna á Chanticler sýnii best hve öflug tök Rostand átti á mönnum viðsvegar um lieim. Dag- in eftir frumsýninguna varði dag- blað eitt i Butte í Montana ekki einum dálki heldur allri forsíðunni undir ummæli um leikinn. Rostand var lengstum heilsutæpur maður og J)oldi ckki loftslagið í . Suður-Frakklandi. En l)á sjaldan að hann sýndi sig á götu i Paris safn aðist jafnan að honum fjöldi for- vitinna manna og elti hann. Hann reisti sjer stórhýsi suður í Cambo i Pyreneafjöllum og þar lifði hann og skrifaði til æfiloka, 1918. Kona hans var einnig skáld, og mundi vafalaust hafa orði'ð þektur rit- höfundur, ef frægð hins mikla eig- inmanns hennar hefði ekki skygt á hana. CYRANO DE BERGERAC. . .Frumsýning á Thealre de la Porte S.áint-Martins i Paris, 28. desem- ber 1897, íreð Constant CoqueVr i aðalhlutverkinu. Leikurinn geris' í Paris og Arras, meðan setið var itm þá borg. YRANO de Bergerac, varðliði og skáld á því óláni að fagna, að nefbroddurinn á lionum er svo stór óg ljótur að undrun sætir. Þyk- ist hann þess viss, að engin stúlka muui nokkurntíma geta felt ástar- . hug til sín, vegna þessa herfilega nefs. En hinsvegar liefir hann ým- islegt til sins ágælis. Hann hefir orðið kunnugur um alla Paris fyrir hreysti og fyrir undurfögur kævði sín. Cyrano á fagra cg ríka frænku, sem Roxane heitir, og ganga jafn- an margir á biðilsbuxunum eftir henni. Maður einn liefir orðið til að móðga liana og Cyrano liefir skor- að hann á hólm og liaft betur. Eftir það finst honuin, að Roxane sje far- in að leggja ástarliug til sin. En samt kemst kemst liann að raun um að liún lieldur, að liún sje ástfangin af Christian de Neuvillette, sem er nýr varðliði i sömu sveit og Cyrano, sveit Castel-Jaloux höfuðsmanns. -— Reynir hún að fá Cyrano til þess að kynna sig þessuni nýja varðliða. Cyrano tekur þetta að sjer, þó að haqn elski stúlkuna sjálfur, og lijálp- ar Christian. Hann semur liáfleyg brjef til liennar fyrir Christian. Og Roxane verður hrifin af öllu andrik- inu, sem í brjefunum felst, og dirf- ist að laumast gegnum óvinaherinn til þess að ná samfundum við þenn- an hugljúfa varðliða. Þegar Christ- ian sjer hvílík áhrif brjef þessi liafa haft á stúlkuna, þá gengur það alt í einu upp fyrir honum, að það sje í rauninni Cyrano, en ekki hann sjálfur sem liafi unnið ástir hennar. Skipar hann nú Cyrano að segja Roxane allan sanleikann og fer burt af leiksviðinu. En áður en Cyrano hefir skýrt frá leyndarmálinu er Christian borinn inn á leiksviðið, og er nú særður til bana. Þegar Cyr- ano hvíslar að honum: „Jeg liefi sagt lienni það, en það ert þú, sem hún elskar,“ deyr Christian og er gæfusamur. Eftir að Christian er dáinn geng- ur Roxane í klaustur og er þar 15 ár, en Cyrano heimsækir hana á hverjum laugardegi klukkan þrjú stundvislega. Þrátt fyrir að hann á Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.