Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.12.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Æfintýri Buffalo Bill Og á'ður en veiðimaðurinn gat sagt eitt orð til að mótmæla var Cody stokkinn upp á örlítinn stall, sem skagaði út úr klettinum, og nú klifr- aði hann upp í áttina að stignum — ofar og ofar meðan augu lians fundu sifelt ný för fyrir liendurnar og fæturnar, þar sem minna reynd- ur maður hefði sagt að ekkert hald væri að fá. Hann klifraði, rann og sveiflaðist, en það mátti treysta Buffalo Bill, hann lijelt örugglega áfram þrátt fyrir allar hindranir. Gamli veioimaðurinn sat í keng fyrir aftan stóru steinana, umlaði ljót orð i barm sjer og glápti gal- opnum augum á Buffalo Bill, þar til er hávær öskur frá Indíánunum sögðu honum að þeir hefðu sjeð Cody. „Jæja, þá fer það að grána, lasm,“ ■ sagði hann við sjálfan sig og beit í vörina. „En ef jeg get haldið þess- um bölvuðu rauðu hundum í burtu, svo að þeir komist ekki í skotfæri, ja, þá er jeg meiri maður, en jeg hafði haldið sjálfan mig vera hingað til.“ Og af stað Iijeldu Indiánarnir i áttina að þeim gamla, þeir voru alveg hamslola af bræði yfir þvi að mögu- leiki var á, að annað af fórnardýr- unuiu gæti gengið þeim úr greip- um. Marghleypa Walls sagði þrisvar sinnum til sín með þeim árangri að þrír hinna ungu stríðsmanna fjellu sem tuskuhrúgur í spor liest- anna. Zymmpph — spat — spit — zymp. Byssukúlur rauðskinnanna tóku að leika mn klettinn umhverfis Cody þar sem liann klifraði sífelt hærra og hærra. „Jeg get aldrei haldið þeim í nægilegri fjarlægð," rumdi í þéim gamla. „Jeg get alveg fundið Jiað á mjer hvernig liárið verður skoriö af með höfuðleðri og öllu saman og þeir verða víst áreiðanlega búnir að sjá fyrir Cody, áður en sú at- höfn fer fram .... Halló! Hvern fjárann ætla þeir sjer núna?“ Honum til mikillar undrunar höfðu Sioux-indíánarnir stöðvað fram- sóknina, flýtt sjer úr skotmáli og söfnuðust nú saman og virtust, eftir æsingunni að dæma, vera að ræða eitthvað mjög áríðandi mál. Skyndi- lega skáru nokkrir sig úr hópnum og þutu af stað með geysihraða í Norðvesturátt. Walt skelti hendinni á lærið með smeíli miklum.. „Henneky klifið!“ æpti hann upp. „Fari það þó i sjóð- bullandi, jeg var alveg búinn að steingleyma því! Það er ekki nema nokkrar mílur i burtu, og þar að auki miklu hægara að komast á stíg- inn þeim megin. Ja, ef þeir ná ekki Bufflinum í þetta sinn þá verður það ekki af þvi að jeg liafi lijálpað hon- um!“ Hann lagði lófana að munninum og rak upp óp svo að rumdi í klett- unum. „Hæ, Buffull, komdu strax aftur, snúðu við!“ kallaði liann.,, Nokkrir af Indíánunum eru komnir yfir á stiginn um Kennedy klifið. Þeir ná þjer áreiðanlega við Svartavatns- gjána. Snúðu við, Buffull, snúðu viðl“ En Cody var þegar kominn út úr heyrnarvídd. Með sterklegum tökum dró hann sig upp á sylluna og tók nú að ganga í áttina til Red Peak með því að snúa andlitinu að klettinum, það var svo mjó sylla að liann gat ekki gengið öðru vísi. Cody í klípu. „Jeg geri ráð fyrir að Walt liafi ekki verið að segja neina vitleysu, þegar liann sagði, að allar likur bentu til, að sá maður, sem reyndi að ganga eftir þessari syllu, mundi brjóta í sjer livert bein. Þetta er líklega sá alversti vegur, sem jeg hefi farið um mína daga!“ Þetta var Buffalo Bill að muldra í barm sjer, meðan liann hálfri klukkustund síðar sneri enn fram- hliðinni að klettinum og varð að ganga á hlið til að komast eftir þessari syllu, sem hann nú varð að nota, vegna ]iess að hún var stysta leiðin til Iled Peak. Og það er ekkert til að undrasl yfir, að jafnvel eins æfður og fær njósnari og Buffalo Bill, fyndi hvöt hjá sjer til að bölva. Stallurinn eða syllan var eitl af þeim nátfúrufurðu- verkum, sem aðeins eru til hjer og livar í klettabeltum vestursins. -— Hvergi meira en tveir til þrír metr- ar á breidd og mjókkaði oft niður í minna en eitt fet, og meira að segja voru þar stór göp, þar sem stykki höfðu fallið úr klettinum. Þessi sylla lá meðfram kletti í þröngu gili og náði um tvær mílur lengra til norðurs. Frá efstu brún klettana niður i sjóðandi vatn'ð fyrir neðan hljóta að hafa verið alt að því þúsund fet. Um það bil miðja vegu milli brún- arinnar og botnsins sneri þessi sylla sig og á henni fikraði Cody sig áfram líkt og blint skórdýr. Fyrir neðan hann lá fimm liundruð feta fall niður í svart vatnið, en fyrir of- an var sljett berg, sem slútti ofl yfir sylluna, svo að liann neyddist tii að ganga boginn, en á öðrum stöð- um var bergið svo laust i sjer, að hann náði hvergi handfestu. Eitt misstigið spor, ein skrikun fótarins og — en það þýddi nú ekk- ert að lmgsa um það. Aðeins á breiðustu köflunum gat Cody gengið nokkuð i líkingu við eðlilegan gang, en oftast var liann neyddur til að ganga á hlið, ann- aðhvort með því að snúa bakinu eða framhliðinni að klettinum. Cody brann af óþolinmæði og ákafa, sjer í lagi vegna þess, að hann var að sækja hjálp til vinar í neyð, umsetinn af mörgum tugum grimmra og miskunarlausra rauð- skinna. Samt fór hann aldrei svo hratt að liann færi sjer að voða. Skyndilega kom Cody auga á trje, sem lá þvert yfir gjána. Það hlýtur að liafa fokið niður i einum hinna æðisgengnu sveipa, sem oft leika um gilin, en rætur þess voru samt enn fastar á stalli hinumegin gjárinnar. Það, sem eftir var af bolnum lá nakið öllum greinum, og livíldi endi hans á syllu þeirri, sem Cody var staddur á. Þannig myndaðist eins- konar brú yfir gilið. „Mjer þætti gaman að vita, hvorl leiðin liggur yfir þennan drumb?“ hugsaði Cody með sjálfum sjer. „Jeg get ekki sjeð það ennþá, en —“ Hugsanir hans trufluðust, er liin árvöku augu lians festust á litamót- setningu við hið blágráa berg. Indíánar! Hann horfði aftur á sama stað og komst að raun um, að liann hafði sjeð rjett, því að allmargir vopnað- ir og málaðir rauðskinnar komu þarna skríðandi á móti honum. Það var engum blöðum um það að fletta — þeir voru á leið eftir syll- unni til að hitta hann; öskrin, sem þeir ráku upp, þegar þeir komu auga á hann gáfu algerlega til kynna stað- reyndirnar. Þó að Buffalo fiill liefði ekki lieyrt aðvörunaróp Walls, hafði gamli veiðimaðurinn giskað rjett á um, hvar hann mundi mæta Indíánun- um. Staðurinn, sem Cody stóð á var Svartavatnsgjáin. „Phiff! Þetta lítur lielst út fyrir að ætla að verða nokkuð svart. Hvað á maður nú að gera til að halda höfuðleðrinu?“ Cody komst strax að niðurstöðu með festu þeirri og snarræði, sem honum var eiginleg. Trjábolurinn i klifinu! Hann varð að ná þangað á undan rauðskinnunum, komast yfir og treysta svo á lieppnina með að finna skýli hinumegin. Að því er hann fjekk best sjeð, var drumbur- inn um það bil miðja vegu milli hans og rauðskinnanna. Það yrði kapp- hlaup upp á líf og dauða, og alls ekki víst að hann gæti bjargað sjer samt, þó að liann kæmist yfir um. En til allrar skarmbans ólukku, var Cody nú einmitt staddur á þeim stað, sem lilýtur áreiðanlega að hafa verið mjósti kafli syllunnar, þó að liann hjeldi samt af stað, áfram, með þeim hraða, sem liann mögulega vogaði sjer. Hann losaði um einu skammbyssuna, sem hann hafði á leiðinni, því að lionum fanst vera líkindi til, að hann mundi þurfa að skjóta fremsta mótstöðumann sinn til að stöðva þá um stund. HÍLÖ • et mtíi&áýyi* £4*. aJ mio ^ Lii .H E l l dTö L U B t R Q 0 f R: ARNI JÖNSSON H/lfNA BS.TB. 5 fiEVKJÁVÍK, Egils ávaxtadrykkir — Það er mekilegt hvaÖ hann faðir yöar er líkur forföður minuml — Nei, það er ekkert merkilegt. Þaö var hann, sem sat fyrir hjá málaranum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.