Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blafiið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprenh SKRADDARAÞANKAR Síðustu vikuna liöfum við íslend- ingar fengið að sanna þann samhug, sem er og verður milli Norðurlanda- þjóðanna. Það er sagt svo, aff bióff- iff renni til skyldunnar og aldrei hef- ir það sannast betur en undanfarna tíu daga. Jafnvel íbúar Gósenlands- ins úti í mi'jju Atlantsliafi, fundu til gegnum fögnuðinn milcla á þeirra sjálfstæðisdegi. Þetta var j)ó talsvert furðulegt, því að á öld gullkálfsins hefir fjarað út hinn gamli gestrisn- arhugur, sem var einkenni þeirra, er taldir voru góðir menn á góðu sveitaheimili, i gamla daga. Þetta verður síðasti þanki skradd- arans í ár og þess vegna er rjett að líta dálítið aftur á bak — renna huganum yfir árið. Og þá er það fyrst að segja, að árferði hefir verið mjög sæmilegt til lands í flestum fjórðungum landsins, en á norð- landi ilt. Hinsvegar hefir bjargvætt- ur íslands, sem nú heitir síld — var þorskur í gamla daga — ekki brugð- ist. Hún liefir reynst bjargvættur nú, eins og mörg önnur ár. En bóndinn —- bústólpinn — verð- ur að lifa á einskonar ómagafram- færi. Bóndinn segir að vjer ljúgum því. Og vjer vitum hvað hann mein- ar, því að hann langar ekkert til þess að lifa á verðuppbótum. — Hjer var fyrir rúmu ári Eng- lendingur, sem sagði: Það rigndi miklu af sprengjum yfir London, sumarið 1940 — og það vitkaði menn. Við stöndum vel að vígi, eft- ir stríðið. En svo bætti sami mað- ur við. Það rignir miklu gulli yfir Reykjavik og ísland núna — gulli, sem ekki hefir verið grafið úr þeirra eigin jörð, heldur fallið oins og sprengja frá flugvjel ofan úr loft- inu. Guð gæfi að það heimskaði ekki þessa menn! Hvers vegna er jeg að tilfæra þetta dæmi? Vegna þess, að hjer hefir set- ið að völdum í landinu stjórn, séin skipuð var út úr nauðung Alþing- is. Hún er þingræðisbundin að því leyti, og hún fcr, undir eins og þessu svokallaða Alþingi tekst að mynda stjórn. Þessi stjórn liefir unnið verk sitt vel, og liún liefir sýnt, að hún vill ekki vera stjórn neinna flokka lieldur landsstjórn. En það má eng- inn þingflokkur heyra nefnt. Úti i Danmörku og Noregi standa í það minsta nítján tuttugustu hlutar þjóðarinnar saman um, að „eitt sje til, sem sje verra en dauðinn. Nefni- lega skömmin". Hvenær ætla íslend- ingar að fara að hugsa um það atriöi málsins? Bókafregn Guöbjörg frú Broddanesi: GAMLAR GLÆÐUR. fsafoldarprentsmiðja. Húsfreyjan á Broddanesi hefir ráðist í að gefa út endurminning- ar sinar, sem hún segir svo um í formála: Ekki býst jeg við að hafa neitt það fram að bjóða, sem al- menningur telur verðmæti, og því síður, að það hafi mikið bókmenta- gildi“. Þetta er litillæti höf. — því að einmitt þegar luin nefnir almenn- ing, sem ekki skilur torráðnar rún- ir — eða læst ekki skilja, þá á bók- in einmitt erindi til þeirra, sem vilja lesa gott og gamalt íslenskt mál um liugnæmt islenskt efni. Og hvorttveggja er að finna í þess- ari bók. Þar segit' frá merkisfólki og nierkum* viðburðum. Og alt er þetta fram borið á fallegu og eðli- legu máli, og vitum vjer eigi hvort fremur ber að þakka það liöfund- inum eða umsjónarmanni útgáfunn- ar, hr. Helga Hjörvari, sem eins og alþjóð veit, er manna smekkvisastur á íslenska tungu. í köflunum segir frá mörgu fleiru en drepið var á fyrr. Þar er m. a. lýsing á jólahátíðinni. Bókin er prentuð á prýðilegan paþpír og i stóru broti. Hýn er 277 balðsíður að lengd, og á hverri blað- síðu er eitthvað, sem mörgum þykir gaman að lesa. Sigurd Elkjœr: JAKOtí OG HAGAR. Har. Leós þýddi. Prentsm. ísrún, 19i3. Nöfnin, sem mynda heiti bókar- innar minna talsvert á Bibliuna. Þau eru bæði þaðan. En persónurnar, sem ganga undir þessum frægu nöfn- uin eru bæði börn eða unglingar á Jótlandi í Danmörku, gerð með þeim sjerkennum, sem er eignuð „liinum seiga Jóta“, sem kallaður er svo. Jakob er sonur bónda, sein er ein- tómur dugnaður og harðneskja við sjálfan sig, en Hagar er dóttir óðals- herra i næstu sveit. Þau tvö hittast sem börn, þegar Jakob er að sitja yfir kúnum og birtast þá þegar eig- inleikar þeirra og aðstæður. Síðan er hann ráðinn vikapiltur á stór- helmilið hjá föður Hagar. Og hefst þá þessi saga i alvöru. Sagan Sigurd og Hagar vann fyr- ir nokkrum árum fræg bókmenta- verðlaun og liefir verið mikið les- in á öllum tungum Norðurlanda. Ilún birtist nú i vönduðum islensk- um búningi eftir Harald Leósson, og er gefin út á ísafirði. — Sagan hefir meira bókmentalegt gildi en flestar þýddar sögur, sem út hafa komið undanfarið. Are Waerland: MATUR OG MEGIN. Náttúrulækningafjelagiö gaf út. — R.vík 19*3. Það er svo um starfsemi Náttúru- lækningafjelagsins sem margt annað nýmæli, að liún sætir ómildum dóm- um af hálfu þeirra, sem eigi gefu sjer tíma til að kynna sjer hvað það eiginlega er, sem um er að ræða. Ýmsir meðalagutls-átrúendur hafa það t. d. fyrir satt, að þessi „villu- trú“, sem Jónas Kristjánsson standi að, sje eitthvað í líkingu við anda- lækningakukl sjertrúarmanna, sem reyni að lækna beinbrot eða bráða- lungnabólgu með hænum og handa- yfirleggingum. Þeir sem lesið hafa eða nent að hafa að kynna sjer efni þeirra tveggja bóka, sem fjelagið hefir gef- ið út á undanförnum árum, sann- færast“, að átta sig á tilgangi fjelags- þetta er. Og enn betur ætli fólk það, sem „ekki er komið til að láta sann- færast“ að átta sig á tilgangi fjelags- ins, ef það les nýjustu bókina, sem koinin er út á fjelagsins vegum og nefnist „Matur og megin“. Er liún skrifuð ag Are Waerland og þýdd af Birni L. Jónssyni. En Jónas Krist- jánsson skrifar formála fyrir bók- inni og aftast í lienni eru ummæli nokkurra alkunnra heilsufræðinga um hana, þ. á. m. dr. Hindhede, hins danska lieilsufræðings, sem mikið var talað uin lijer á árum. Starfsemi Náttúrulækningafjelags- ins liggur fyrst og fremst í þvi að kenna fólki holt' og eðlilegt matar- æði, i þeim tilgangi að það sleppi hjá mörgum almennum sjúkdómum, sem ýmsir heilsufræðingar nútimans kenna eingöngu þvi, að fólk sje kom- ið á afvegu að því er snertir fæðu- val sitt. Öllum er kunn barátta Jónasar Kristjánssonar gegn slípuð- um grjónum og hveitimjölinu, sem íslendingar nota, svo og sigtuðu rúg- mjeli o. s. frv. Það hefir sein sje leiðst í ljós, að einmitt hýffið á mörgum korntegundum er mikils- verðasta fæðan fyrir allan þorra inanna. Það er sjerstaklega gaman að lesa hókina vegna þess, að hún er einkar vel og ljóst samin. Og dæmin, sem höf. tekur úr daglegu lífi og reynslu eru svo glögg og merkileg, að ekki þýðir að berja höfði við steininn gagnvart þeim. Gíslina Vigfúsdóttir, Elliheimilifí, Hafnarfirffi, verffur SO ára 10. þ. m. Frú Sigríður L. Nikulásdóttir, Sól- vallagötu 70, verffur 50 ára 26. þ. m. Guffm. Rjörnsson, fyrv. sýslumaffur, Jón Guffmundsson, fyro. yfirkjöts- varff 70 ára 5. þ. m. matsmaður, verffur 70 ára 11. þ. m. Næsta tölublað Fálkans verður Jólablaðið %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.