Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N % Endáslepp bónorðsför Gamansaga úr Reykjavíkurlífinu. Eftir Jóhannes Fridlaugsson frá Fjalli. Hann Jón stúdent lá aftur á bak upp í legubekknum og reykti vindil. En hva'ð honum fanst fara vel um sig, þar sem hann lá þarna í dúnmjúkum legubekknum og var að reykja ágætan Ilavanavindil. Hann virti fyrir sjer hringina, sem mynduðust í loftinu fyrir ofan hánn af reyknum, sem hann bljes hægt og rólega frá sjer. En hann var nú i raun og veru ekki að liugsa um reykinn eða vindilinn heldur um hana Línu Johnsen, dóttir lians John- sens kaupmanns. Hann var nú húinn að vera ástfanginn upp yfir eyrii í meira en viku, eða síðan að seinasta dansskemtun- in var lialdin í Bárunni, og enn var hann engu nær um hugarþel hennar. Að vísu hafði hún litið svo undur iiýrt til hans og þrýst sjer fast að honum, þegar þau dönsuðu seinasta valsinn rjett áður en hætt var. En hún liafði nú reyndar iitið liýrt til fleiri jjilta þá nótt, til dæmis til hans Sigga bakara og til hans Gríms bókhaldara og jafnvel til fleiri. En Jóni fanst hann ekki þola þetta lengur. Hann varð að fá að vita annaðhvort áður en langt um liði. En hvernig átti hann að ná tali af henni, eða-átti liann að skrifa henni. Nei. Það leist honum ekki ráðlegt, því það liafði hann Pjetur stúdent sagt honum að þær voru mildu gjarn- ari að segja nei, ef þær væru beðnar hrjeflega. Og Pjetri var óhætt að trúa, því hann hafði allmikla reynslu í þeim málum. Nei, munnlega varð liann að gjöra það. En hvar átti hann að ná tali af henni, og hvernig átti hann að byrja. Það fanst honum býsna erfitt. Hann hugsaði lengi um þetta aftur og fram og velti því fyrir sjer á alla vegu -—• þar fann hann ágætt ráð. Hann setlist upp í einhverju ofboði. Já, niður á fjörn. Þar var ágætur staður. Þar hlaut Lína að koma. Tjörn- in var nýlögð, og mátti húast við að þar yrði fjörugt og mann- margt, þegar fram á kvöldið kæmi Hann hallaði sjer út af aftur, teygði úr sjer makindalega og fór að hugsa um hvernig hann ætti að bera sig að, þegar sú mikla stund kæmi, að hann færi að bera upp bónorðið við Línu. En livað hann skyldi bera sig riddaralcga til á skautunum. — Hann skyldi gæta þess að hafa skrefin jöfn og halla sjer jafnt út í báðar hliðarnar. Það hafði hann sjeð hann Þórarinn kaup- mann gera, og liann var talinn hesti skaulamaðurinn í Vík. Svo skyldi hann ögn veifa nýja stafn- um, sem hann hafði keypt í gær. Já, hann skyldi sannai’lega bera sig vel á skautunum og vekja eftirtekt stúlknanna á sjer. Svo skyldi hann gefa því gætur hvar Lína væri, og þá gæti hann rent sjer i námunda við hana, og máske reka óvart í hana olnbog'- ann, og hiðja hana svo fyrigefn- ingar. Og þegar liann væri far- inn að tala við hana þá var æf- inlega hægt að lengja samræð- urnar. Svo gæti hann boðið henni að leiða liana ögn um Tjörnina, og þá gæti hann dregið sig út úr mesta mannfjöldanum og lengra suður á Tjörnina. Og svo — og svo, liann hugsaði ekki setninguna til enda. Hann hrökk upp frá hugsunum sinum við það að drepið var á herbergis- dyrnar. „Kom inn,“ sagði Jón og sneri sjer við á legubekknum. Það var Pjetur skólabróðir hans, sem kom, og lijelt liann á skautum í hendinni. „Blessaður Jón, komdu strax suður á Tjörn. Það er kominn feikna fjöldi þangað af fólki. Komdu nú fljótt. Þær verða margar fallegar meyjarnar þarna í kvöld. Vittu bara til!“ Jón settist upp. „Já. Jeg ætlaði að fara á skauta í kvöld. Og það legst einlivern veginn í mig að það verði við- burðarikt og þýðingarmikið fyr- ir mig þetta kvöld. Mig dreymdi fvrir því i nótt.“ Siðan gengu þeir fjelagar nið- ur götuna og niður að Tjörn-. Það mátti lieita að allur norður- hluti hennar væri alþakin fólki. En á suðurhluta hennar voru fáir, nema örfáir smádrengir, er vogaðastir voru, því þar var ís- inn ótraustastur. Flest af fólkinu voru unglingar og börn, bæði piltar og stúlkur. Samt var þó margt af fullorðnu fólki og altaf var að bætast við. Þeir fjelagar bundu upp á sig skautana hjá Frikirkjunni og rendu sjer út á Tjörn, þar sem mannösin var mest. Lína var þar hvergi sjáanleg. Jóni leist ekki á blikuna. Það var liðin löng stund og Jón liafði enn ekki orðið var við Línu. En alt i einu kom hann auga á liana og Sigga bakara. Þau voru auðsýnilega að koma rjett í þessu. Það var auðsjeð að Siggi reyndi það sem liann gat að koma sjer í mjúkinn hjá henni. Hann hjálpaði lienni til að binda á sig skautana og studdi hana fyrstu skrefin og hjelt sig stöðugt við hlið hennar. Jóni fór ekki að lítast á hlik- una og var í vandræðum með hvað hann ætti að gera til þess að ná tali af henni, eða fá Sigga til að skilja við hana. Var liann i þann veginn að liætta við alt saman og fara heim. En þá sjer hann sjer til mikillar gleði að Siggi bakari og einir ö aðrir pilt- ar voru að húa sig til brottfarar, og rjett á eftir gengu þeir niður Lækjargötu. Nú var annaðhvorl að hrökkva eða stökkva. Hann herti upp hugann og rendi sjer fram með liliðinni á Línu og heilsaði henm um leið. „Nei. Jón, en livað þjer eruð ágætir á skautum,“ sagði Lína um leið og Jón rendi sjer fram fyrir hana og svo í hálfhring til haka aftur. „Og ekki er það nú. En máske að frökenin vilji að jeg leiði liana ögn, og sýni yður hvernig þjer eigið að skrefa sem jafnast.“ Lína þáði það með þökkum. „Eigum við ekki að koma ofur- lítið út úr mannösinni,“ sagði Jón um leið og hann rendi sjer af stað. „Jú, gjarnan, en samt ekki of langt, því ísinn er ónýtur þeg- ar sunnar kemur á Tjörnina.“ „Já. Jeg skal fara varlega,“ mælti Jón og slefndi suður með landinu að vestanverðu. En hvað alt gekk nú vel, fanst Jóni. Nú voru þau komin út úr mesta mannfjöldanum, og þegar þau voru komin dálítið sunnar, þá skyldi hann nota tækifærið og ljetta á hjarta sínu. Þau rendu sjer áfram, hlið við hlið. Það fór að hresta i ísnum og Lína fór að liafa orð á því, að þau skyldu fara að snúa við aftur. „Og það er ekki neitt,“ ansaði Jón og jók ferðina. Nú mátti hann ckki híða með það lengur að hyrja á bónorðinu. En honum var stirt um mál. Það var eins og einhver biti sæti i hálsinum á honum. Svo ræskti hann sig. „Lína þjer getið ekki skilið hvað jeg er hamingjusamur á þessari stundu. Jeg hefi þráð þetta augnablik vikum saman ií „Æ, æ, ísinn er að bila!“ kall- aði Lína og tók fast i liandlegg- inn á Jóni svo Jón hálfsnerist í hring og nam svo staðar. En það þoldi ísinn ekki. Þau sukku bæði niður i vatnið upp undir hendur. Þau hljóðuðu um hjálp. Og á svipstundu var komið margt fólk í námunda við þau, en ekki nema fáir þorðu að koma fast til þeirra, því þeir óttuðust að is- inn mundi ekki þola það. En nokkuð var hlegið og stöku gamanyrði heyrðust úr ýmsum áttum. Það gekk illa að koma þeirn upp á ísinn, því það brotnaði jafnan undan þeim, þegar þau lögðust á skörina. Samt komust þau upp úr eftir töluverðan hrakning í vökinni. En þegar upp úr kom tók ekki betra við, því þá rigndi yfir þau liáði og gamanyrðum og þá fyrst fjelck Lína málið. Hún skammaði Jón og hrakyrti og kendi honum um allar hrakfarirnar. Og þeg- ar Jón ætlaði að fara að biðja Iiaila fyrirgefningar og bera ögn i bætifláka fyrir sig, þá varð hún enn espaðri, svo að Jón tók þann kostinn að þegja alveg. Fólkið stóð skellihlæjandi í kring um þau og altaf bættust fleiri og fleiri við, og þá þurfti Lína að segja söguna upp og upp aftur og aftur og bæta altaf einhverju nýju við. Aðra eins skemtun höfðu Reykvíkingar ekki fengið langa lengi. „Það verður að fá sáttanefnd- ina lil að tala á milli þeirra,“ kallaði strákur einn lilæjandi. „Eða einhvern prestinn,“ hætti annar við. Jón var farinn að hríðskjálfa, og rjeð því af að halda af stað heimleiðis. En vegurinn var ó- greiður. Hann komst ekki á- fram fyrir strákahópnum, sem þyrpst hafði utan um liann og ætlaði alveg að æra hann. En nú var stillingin á förum. Nú kom nýi, stafurinn í góðar þarfir. Hann veifaði honum i lcringum sig og strákahópurinn rofnaði á augabragði með ó- hljóðum og gauragangi, því sumir fengu allþung högg af stafnum. Jón hraðaði sjer af stað. En á eftir sjer lieyrði liann stór- yrðin í Línu og hlátrana í stúlk- unum, sem hún var að segja söguna og svo blótsyrðin i strákunum, sem fengið höfðu að kenna á stafnum. Eftir þetta kom Jón stúdenl aldrei á skauta og fjekk aldrei fyrirgefningu hjá Línu sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.