Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.12.1943, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 GEGNINGAR. Framhald af bls. 6- lönd, sem víðlendust voru. Varð ekki fengist um — nje heldur auð- velt — að telja fjeð til hlítar á fjar- auðugustu bæjunum, fyr en komin voru harðindi og fjeð náðist sam- an i „stóð“. Hvergi á Rangárvöllum eru eins stór heimalönd og á Keldum, þar sem verið höfðu lönd annara stórra jarða fjögra (eða 5?) að miklu leyti, og 6 eða fleiri hjáleigur að auki. Milli ystu endimarka, frá s.v. (Tungunesi við ós Stokkalækjar, að ltauðkolli i Gráhrauni) til n.a., er 4 klst. gangur, og þvert um landið miðsvæðis, nærfeU kl.st. gangur. Smalað var þar í jjrennu lagi: „Fyrir ofan“, hraun öll og heiðar, „Fyrir vestan“, Keldnakotsland, Króktúns og Tungulönd, og „Fyrir austan“ Keldnalækinn að Rangá. — Var sú smalamenska (og er) mann- frek, og þurftu stúlkur líka að smala og hörn frá sex ára aldri, á skemri leiðunum. Allir fóru gangandi, og datt engum í hug að nefna liest til að smala á. í Iengstu leitir („Upp- fyrir“) var farið á stað undir birl- ingu á morgnana og komið heim nálægt nóni (kl. 3) eða síðar, með- an flest var fjeð. Karlmenn fóru ljettklæddir að ofan og í einni prjónabrók (nærhald), en þykkir og heilir máttu leðurskórnir vera, svo ekki gengju menn á berum sjer, þegar heim kom, því Hekluhraun og sandar eru skófrekir. Aldrei var hafður malarbiti i vasí nje heldur drykkjarsopi í þessum smalamenskum. Og ekki heldur, þó (ehgra væri gengið í Hekluhraun- inu: Katlana, eða Geldingafjöll og Vatnafjöll. Þá var þó verið meira en 10 kl.st. á labbinu, oftast 12—15 kl.st. Enda var það ekki ætlað öðr- um, en fullvaxta og vel lirausium karlmönnum. „Fyrir ofan“, í Keldna- landi, var hvergi að finna rennandi vatnsdropa, eða stöðupoll á auðri jörð. En eftir rigningu gat viljao G1 að munnsopi vatns fyndist á steini. --- Og eitt sinn man jeg sjerstaklega eftir góðri svölun af hrimuðum krækiberjum í Gráhrauni, að lokn um spretti við styggar kindur. Ein fyrsta smölun min „Fyrir of- an“. Það mun hafa verið haustið 1879, þegar jeg var kominn liátt á 11 ái ið, að jeg fór með Jóni bróður min- um í lengstu leitina. Komið var heim á tún með fallegan fjárhóp, upp úr nóni. En þá var nú ekki þegar til setu boðið inni á rúmi. Eftir var að „reka inn“, og tók það lang- an tima. Allir sem „vetlingi gátu valdið“ á bænum, koniu út til að standa i kring um fjeð, og gestir allir hjálpuðu til að reka inn. Voru (og eru) á túninu 2 fjárrjettir stór- ar, sem tóku mikið á aðra þúsund fjár, þegar þær voru troðfullar. Meðan á því stóð, og við það að standa lengi kyr, tók jeg að kenna talsverðrar jireytu i liægra fæli, lagðist því á hnjeð til að hvíla fót- inn. En þá tók næsti maður að hlæja að lítilmensku minni. Þoldi jeg það auðvitað ekki, spratt á fætur og reyndi ekki slíka lægingu framar. Loks þegar búið yar að troðfylla háðar rjettirnar, var heill- ar rjettar liópur eftir. Varð að reka hann burt og standa yfir honum fram í Ranga, neðst á túninu milli lækja, þar til nábúar höfðu dregið fje sitt og þeirra nágranna úr báö- um rjettunum. Tókst svo lóks, með frá og aðrekstrum á víxl, að koma inn afganginum öllum, og að ko.rna afbæjarfjenu sitt i liverja áttina. Næst var þá eftir að draga inn i hús heimasauði, til slátrunar næsla dag, svo og (þá?) að draga út lömb- in og reka þau „Austur fyrir“. — Þar voru þau liöfð á haustin. -Loks var eftir, í rökkri og fram i myrk- ur, að „reka fjeð upp fyrir“ Keldna- hrcfun, þriggja korta til kl.st. gang hvora leið. Fjeð var þægt og viljugt á jieirri leið, og þurfti sjaldan til þess nema 2 menn eða unglinga, eftir öðru dagsverki þeirra, þraut- segju og áslæðum. Vigf. Guðmundsson. Happdrættisvinningurinn. Farmhald af bls. !) þjer.“ Og svo tók mamma í handlegginn á Sigga og svo fóru þau og Ijetu Ellu standa eftir. Mamma vildi ekki lengur ganga með lienni. Ella fjekk ein- hvern undarlegan sáran stíng í hjartað, og alt í einu skildi hún, hvað hún hafði verið vond og eigingjörn. „Ó, mamma mín,“ kallaði hún, „vertu ekki reið.“ En móð- ir hennar heyrði ekki til hennar. Þá kastaði liúii sjer grátandi niður á götuna. Hvernig gat hún nokkurntíma komið aftur heini til mömmu, úr því liún hafði verið svona vond og eigingjörn. Hún liafði hara hugsað um sjálfa sig; ekki eitt einasta augnablik liafði hún hugsað um hin, þau sem altaf höfðu verið svo góð við liana. Aldrei liefði Siggi gleymt því, og hún grjet og grjet. „Hvað er að þjer, Ella mín?“ Mamma Ellu beygði sig yfir rúmið hennar. „Sængin liggur á gólfinu, og þjer er orðið iskalt.“ Ella vafði liandleggnum um hálsinn á mömmu sinni og hall- aði sjer upp að henni. „Þú ert ekki lengur reið við mig mamma, er það?“ „Reið við þig, elskan mín, það er víst eitthvað, sem þig Jiefir dreymt. Legstu nú niður og farðu að sofa,“ sagði mamma liennar og breiddi sængina vel ofan á liana. En hvað Ella var lukkuleg.. Þetta var hara draumur alt sam— an. Hún liafði ekki unnið í happ- drættinu, hún hafði ekki keypi öll fínu fötin, mamma var ekki reið, og á morgun var sunnu- dagur. Ella hreiddi upp fyrir liöf- uð og sofnaði vært. En um morguninn læddist hún á fætur, og þegar mamma og Siggi komu inn i stofuna, var húið að laga þar til, kveikja upp i ofninum, leggja á horðið, og Ella kom inn með ilmandi kaffi. „En hvað þú ert orðin dugleg stúlka,“ sagði mamma glöð. „Svona verður það á hverjum . Mesti fjeglæfra- maður 20. aldar. Stavitsky og Ivar Kreuger liafa verið taldir einna stórlækastir fje- glæframanna þessarar aldar, en sumir vilja lialda því fram, að Gast- on B. Means sje ofjarl þeirra, þó að eigi hafi sá maður orðið al- ræmdur hjer á landi. Hann fæddisl vestur i Ameríku 1879 og lagði stund á lögfræði. Hann tók að sjer lögreglunjósnir fyrir einstaklinga og hóf þá tegund fjeglæfra, sem marg- ir lutfa stundað síðan: Hann sendi gull-barra með járnbrautinni og trygði hann fyrir 57.000 dollara. Þegar á ákvörðunarstaðinn kom sýndi það sig að í bögglinum var enginn gull-barri heldur trjebúturi Njósnari fyrir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni og barst inikið á. Þóttist allaf vera að komast fyrir stórmikilsvert mál. Var altaf að lofa að koma með kassa með mik- ilsverðum skjölum, en jafnan fór svo á síðustu stundu, að einhver „gagn-njósnari“ liafði náð skjölun- um og sett pappírsrusl í kassann í staðinn. Eftir stríðið náði hann i miljónamæringsekkju, sem fól lion- um að reka erfðamál fyrir sig, sem endaði þannig, að eftir að Means hafði fengið stórfje í óinakslaun tilkynti liann að ekkjan væri dáin — hún liefði ráðið sjer hana sjálf, sagði Means. Hann var sakaður um morð, en slapp vegna þess að sann- anir gegn honum vantaði. Síðan tókst honum snildarbragð: Hann var ráðinn i amerisku leynilögregl- una. Ljet kalla áfengissmyglarana á sinn fund og ljet þá hlusta á sain- tal, sem hann þóttist eiga í síma við forsetannn og opinbera ákær- andann, og ljet smyglarana borga sjer stórfje og fara siðan. Þetta komst upp og Means var settur i tugtliúsið. Þaðan tókst lionum að fá ríkismannsdóttur eina til þess að kosta útgáfu einnar mestu lineykslisbókar, sem nokkurntíma liefir verið gefin út i Ameriku. Hjet bókin „Hver drap Harding forseta?“ Means komst að þeirri niðurstöðu í bókinni að kona hans hafi drepið hann, en síðar játaði hann að liver einasta lína í bókinni hefði verið lygi og uppspuni. Þegar hann slapp úr fangelsinu græddi hann 200.000 dollara á þvi að ljúga upp rúss- neskri njösnarsögu, en gögnin í þvi máli „liurfu“ vitanlega á síð- asta augnabliki. Og svo fjekk liann 150.000 dollara fyrir afskifti sín af. málinu, sem spanst út af barni Lind- bergs, sem stolið var. Fór 1 tugt- húsið á ný — og aflur og aftur. Eigi vitum vjer hvort hann er utan tugthúss eða innan núna, eða hvorl liann er yfirleitt ofan jarðar. degi lijer eftir,“ sagði Ella stilli- lega. Hún var að luigsa um draum- inn sinn. Egi3§ ávaxtadrykkir RINSO VERÐUR ÞVÍ NOTAORVORA ÞVÍ MINNA VAlN SEM ÞJER NOTIÐ Jafnvel þó að þjer verðið að komast af með minna Rinso en áður. þarf þvotturinn ekki að Hða neinn haga við Jiað. Rmso er svo kröftugt. að hægt er að þvo, þó að ei sje notað meira vatn en svo að rjett renni yfir þvottinn, þegar honum er vél þjappað saman. Því minna vatn sem þjer notið, þv( minna Rinso þurfið þjer. Rinso Hrærið vel sápulöður úr Rinso og vatni úr heita krananum og þvælið hvíta þvottinn yðar úr þvottavatninu í 12-mfnútur. Þégar Jijer liafið tckið hvita þvottinn yðar upp úr, þá pvælið Jijer mislita þvottinn úr sama vatninu í 12 mínútur. Með Jiví sparið þjer þriöjung af þvi Rinso, sem þjer notið venjulega, og þvotturinn yðar lítur ljóniandi fallega út, eigi að síður. Engin suöa— gerir þvottinn hreinan X-K 200'1-I51

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.