Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 25

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 17 upp að Laugardælum. Þar bjó þá Guðmundur læknir Guðmundsson (síðar i Stykkishólmi); bauð hann okkur til stofu og var hinn kát- asti. Við vorum með brjef til þeirra hjóna úr Reykjavík. Frjettir sögðum við þeim, sannar að mestu, en ekki var verið að rengja neitt, alt var tekið fyrir góða vöru. Þá var livorki sími nje útvarp og voru því frjettir vel þegnar, jafnvel þó að — eða öllu heldur ekki hvað sist ef — þær voru ofurlítið ýktar. Þess má geta, að fram að þessum tíma, eða þangað til brúin kom á ána, var ferjustaður í Laugardælum og aðal-umferðin yfir ána þar. Tveir fullefldir karlmenn voru við ferjuna og var allur farangur fluttur á henni. Allir urðu að greiða ferjuloll, vissa upp- hæð fyrir mann og vissa upphæð fyrir hvern hestburð. Hestar voru reknir á sund yfir ána, en nautgripir, aðallega kýr, „skiplagðar“, sem kallað var; naut voru höfð aftan í bátnum og haldið í múlinn og kostaði það minna en að skipleggja þau. Eins var farið með gamla hesta og mæðna. Stundum fórust hestar í ánni, þá lirakti niður í hávaðann og druknuðu þar. Ferjað var víðar yfir ána og þá helst i Óseyrarnesi, niðri á sjávarbakka; þar var þungt sund fyrir hestana og varð að sæta sjávarföllum, því að sjór fjell upp að ferjustaðnum. Við vorum nú orðnir aðeins fimm saman, hinir hurfu sxnátt og smátt og fóru í ýmsar áttir. Hjeldum við upp Flóann og var næsti gististaður Hjálmholt og Iljálmholtskot; við vorum farnir að letjast, enda munu vökurnar undanfarnar tvær nætur liafa haft sín áhrif. í Hjálmliolti var þá höfðingssetur, vel hýst og gestrisni milcil. Þar bjó þá Ólafur bóndi Þormóðsson, faðir Sigurðar sýslu- manns í Kaldaðarnesi. Bræður Ólafs voru Guðmundur bóndi í Ás- um í Gnúpverjahreppi og Gísli verslunarmaður í Hafnarfirði. Voru bræður þessir kendir við Hjálmholt og er mikil og merk ætt frá þeim komin. Ólafur og Guðmundur voru smiðir góðir, sjerstaklega á járn.Var Ólafur orðlagður um alt land fyrir beislisstengur þær er hann smiðaði. Frá Hjálmholti hjeldum við félagar upp Skeiðin, gekk okkur ferðin vel og komumst á is yfir Laxá. Fór nú að vtenkast ráðið, því að nú vorum við komnir í okkar sveit. Bjarni hjelt áfram alla leið heim til foreldra sinna, en jeg gisti hjá vini mínum, sem átti heima rjett við ána. Daginn eftir var indælasta veður og hjelt jeg þá „heim“, sem jeg kallaði, en það var til föðursystur minnar. Það var aðfanga- dagur jóla og fimti dagurinn frá því jeg lagði af stað úr Reykja- vík. Þetta þótti sæmilega liratt farið þá, þó að það þyki hæg ferð á þeirri bíla- og flugvjelaöld, sem við nú lifum á. Það var meira fyrir ferðinni líaft en að sitja eins og klessa í bíl eða flugvjel, en minningarnar eru líka aðrar ög meiri — og síst óskemtilegri. — Þegar jeg geklc upp túnið heim að bænum, komu liundar gelt- andi á móti mjer frá ekki færri en fjórum bæjum. Jeg þekti þá alla og þair mig líka, er nær kom, og liættu því hrátt geltinu. Sum- ir tóku mjer með hinum méstu fagnaðarlátum, flöðruðu upp um mig og sýndu mjer önnur vmahót, en aðrir voru rólegri og löbbuðu þögulir beim. Þegar nær dró komu aðxár til að fagna mjer, einn af hverjum hinna fjögurra bæja, er þarna stóðu saman. Það voru jafnaldrar mínir og kunningjar og voi-u móttökui’nar þannig, að þegar hófst hin harðasta onista með snjóboltum, án nokkui-ra und- angenginna samninga eða úi’slitakosta. Þetta mátti kannske kalla kaldar kveðjur, en jeg lield að jeg hefði varla óskað mjer þær öðruvísi Enn eru mjer minnisstæðar aðrar móttökur, vegna þess hve kærkomnar þær voru, en þær voru frá gamla Iíolli, fellinu fyr- ir ofan bæinn; liann endurtók það sem hæst ljet, bergmálaði það besta frá hinum. Litli Kollur, sem þar er skamt frá, er hljóðlátari, hlustar aðeins á það, sem stóri bróðir segir, en jeg þóttist vita, að hann segði liið sama, ef hann mætti rnæla. Þegar heim að bænum kom, tók föðursystir mín á móti mjer, blíðlega eins og henni var lagið, strauk mig um vangann og inti strax eftir því, hvort jeg væri ekki kaldur eða svangui'. Kaldur var jeg ekki, allrasist eftir snjókastið, og svangur ekki heldui', því að jeg hafði etið um morguninn, en ekki var nú um annað að tala samt en að fá einhverjar góðgerðir strax. Hjer var jeg í besta yfirlæti um jólin, gekk á milli góðbúanna og var glatt á hjalla meðal okkar unglinganna. Við spiluðum, fórufti í leiki, ærsluðumst í snjókasti og Ijetum öllum illum látum, alt í kátínu og bróðerni. Til kirkju fórum við annan jóladag og hitti jeg þar marga vini og kunningja. Þar messaði klerkahöfðing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.