Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 26

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 26
18 $1 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 inn Valdimar Briem, lagði út af hinni sönnu jólagleði og var það áhrifamikil ræða og falleg. Við kirkjuna hitti jeg Bjarna og var ákveðið að leggja af stað til Reykjavíkur aftur fyrir nýárið. Nú var komin bi’eyting á veðrið, orðíð milt og leit út fyrir hláku. Á þriðja i jólum var komin asahláka, stórfeld rigning með roki og hjelst það veður næstu daga. Fór alt í flóð, ár og lækir sprengdu af sjer isinn og urðu allar sprænur ófærar að heita mátti. Mjer leist ekliert á ferðaveðrið og því síður færðina. Vefur stóð uppi i vefstóli hjá frænku minni. Settist jeg við að vefa og gekk vel, því að jeg var vanur því starfi. Sat jeg við þetta í þrjá daga og hafði þá lokið voðinni, svo að ekki var annað eftir en að fella af. Nú var komið gott veður, orðið ljett í lofti og farið að frjósa og fór jeg þá að liuga til ferðalags. Þá kemur Bjarni heiman að frá sjer, eiginlega til þess að sækja mig og er þungorður yfir slóða- skap mínum að vera ekki lagður af stað. Jeg afsakaði mig með því, að allar sprænur væru ófærar og til að byrja með kæmumst við ekki yfir Laxá. Bjarni rekur það ofan í mig, hefir það eftir hróður sínum, að komist verði yfir liana á jalcahrönn skamt undan bæ þeirra. Mjer þýddi ekki að vera með neinar mótbárur og bjó mig þvi í snatri. Ljet frænka mín nesti i mal minn, hangiket, flat- kökur og smjer, ennfremur gaf hún mjer nýja sokka og vetlinga og var þetta alt vel þegið. Þá var eftir að kveðja. Síðast og innilegast kvaddi jeg frænku mína og hað hún vel fyrir mjer. Voru bænir hennar mjer gott veg- arnesti og man jeg þær enn gjörla, þó að nú sjeu liðnir fimm tugir ára síðan. Svo löbbuðum við fjelagar heim til Bjarna, sem er nokkuð löng bæjarleið, og var jeg þar um nóítina. Strax í dögun daginn eftir lögðum við af stað til Reykjavíkur. Ljett var í lofti og sneið af mánanum lýsti okkur fyrsta kastið. Bróðir minn, sem var vinnumaður hjá foreldrum Bjarna, og bróðir hans fylgdu okkur yfir ána. Höfðu þeir meðferðis þriggja álna langan staf með stórum broddi og rendum hún á efri enda; var þetta kallaður vatnastafur og liafður til þess að reyna með ána. Mjer leist áin ekki árennileg, þegar að henni kom; liún hafði rutt sig, en jakahrönn hlaðist upp nokkru fyrir neðan bæinn og átti að freista þess að komast þar yfir. Þar var alt í einni kös og stóðu sumir jakarnir upp á rönd. Bræðurnir fóru á undan og notuðu óspart stafinn, gekk liann sumsstaðar niður úr og var engan botn að finna, en þó komumst við klaklaust yfir. Veðrið var gott, dálitið frost og hafði kastað úr jeli um nótt- ina. ísar voru ótryggir, svo að viða skrapp niður úr og maður vökn- aði i fót, en annars var færðin góð. Við hjeldum áfram út Skeiðin, en það eru sljettir mýrarflákar; standa sumir bæirnir upp undir Vörðufelli, en aðrir á smá-holtum eða hólum hjer og þar um mýr- arnar. Við komum að bæ, sem lieitir að Efri-Brúnavöllum, um fótaferðartíma og þar frjettum við, að Hvítá hefði flætt yfir á Brúnastaðaflötum, þar væri eins og liaf yfir að líta og því ófært yfir Flóann. Þar með var okkur lokuð leið um Ölfusárbrúna. Tók- um við það ráð að reyna að fá ferju að Árhrauni og komast yfir í Grímsnesið. Að Árhrauni komum við að afíiðandi dagmálum. Þar bjó þá Erlingur, faðir Þorsteins skálds. Báðum við hann um ferju og var það auðsótt. Ferjutollur var, að mig minnir, 25 aurar fyrir hvorn okkar. Nú vorum við koinnir í Grímsnesið og þarna hafði hvorugur okkar komið áður . Hjeldum við fyrst að Gíslastöðum og var okkur þar sagt að hest væri að ganga upp á Heslfjall og svo eftir fjallinu; er þar hralt upp að ganga, en úr því er fjallið nokkuð jafnlent. Ferðin gekk nú fremur vel, því að færðin var góð, harðfenni uppi á fjallinu og aflíðandi niður af því og komum við um kl. 3 að Kiðjabergi. Þar bjó þá bændahöfðinginn Gunnlaugur Þorsteinsson og kona lians Soffía Skúladóttir, prests Gíslasonar frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Voru viðtökur á Kiðjabergi liinar bestu. Gunnlaugur bóndi geklc með okkur upp á hæð eða klett fyrir ofan bæinn, til þess að geta sagt okkur nógu glögt til vegar. Benti liann okkur á fönn í Ingólfsfjalli, er við skyldum stefna á, til þess að liitta á ferju- stað yfir Sogið. Nú var farið að lialla dagi, en að ferjustaðnum vildum við komast fyrir myrkur og hertum við því gönguna eins og við gátum. Var þó farið að skyggja allmikið, er við komum á klett þann við Sogið, sem Gunnlaugur bóndi hafði lýst fyrir oklcur og sagt að þaðan ættum við að kalla eftir ferjunni. Þá notuðum við radd- böndin eins og mest mátti verða, öskruðum og grenjuðum eins og orkan leyfði, og áður en langt um leið urðum við varir við ein- hver merki á Alviðru, er við álitum vera svör við köllum okkar. Við það ljetti oklcur mikið, og sem staðfestingu á þvi, að við værum bæði rólegir og ánægðir, tókum við upp malpoka okkar og fórum að fá okkur bita. Við liöfðum að visu fengið kaffi og nóg af kök- um á Kiðjabergi, en annars höfðum við ekkert etið frá því um morguninn, er við lögðum af stað frá heimili Bjarna. Það var mjög jafnsnemma, að borðhaldi okkar var lokið og að bátur kom yfir ána að sækja okkur. Þetta gelck því alt að óskum hjá okkur, en livað við hefðurn komið seinna á klettinn, er hætt við að Alviðrumenn liefðu ekki orðið okkar varir. Hjer greiddum við ferjutoll í annað sinn og var þetta þriðja stóráin, er við fórum yfir á þessum eina degi. Þegar yfir ána kom var komið myrkur, enda var farið að þykna í lofti, og gekk okkur illa að finna götuslóðann með Ing- ólfsfjalli. Við hjeldum þó ferðinni áfram, en gátum eklci'farið eins hratt og áður. Ljós sáum við í glugga á Tannastöðum og hundar komu þar geltandi að okkur, en þegar við erum komnir rjett að bænum, ríður skot úr byssu rjett lijá okkur og fór okkur eklci að Iítast á blikuna, ef lijer ætti að fara að sýna okkur banatilræði. Fórum við að svipast um til þess að vita, hverju þetta sætti. Við vorum staddir hjá fjárrjett og gengum við sitt hvoru megin við hana. Þar fundum við mann með byssu og spurðum hann livort það væri meiningin að skjóta olckur. „Nei,“ sagði hann, „jeg er að gamni minu að skjóta upp í loftið, af því að það er gamlárskvöld.“ Það var alveg rjett, það var gamlársdagur og sunnudagur, veðrið gott, lítið snjóföl og hvítt yfir alt, sneið af mánanum var að gægjast milli skýkjanna og birti svolítið af henni. Þegar lengra kom út mcð fjallinu fórum við að sjá brennur i Flóanum og uppi í Grímsnesi og töldum við alls 21 brennu. Þegar við komum að Kögunarhóli tókum við stefnu á Kot- strönd, en vegur var þá enginn kominn í Ölfusinu. Að Kotströnd komum við i vökulokin og fengnm þar gistingu. Morguninn eftir, (nýársdag) lögðum við snemina af stað, feng- um okkur aðeins kaffi áður en við fórum. Nú var lcomin slagveðurs- rigning og rok á landsunnan. Urðum við að vaða Bakkarholtsá og Yarmá, því að brú var engin komin á árnar. Þegar að Ölfusrjettum kom, leist okkur fjallið ekki árennilegt, þoka niður í miðja Kamba og öskrandi hvinur í fjallinu. Settumst við undir einn rjettarvegg- inn, því að þar var helst afdrep, og fengum okkur bita. Það var hvort sem var elcki til fagnaðar að flýta sjer á heiðina. Óx okkur nú liugrekki og jafnvel ásmegin við máltíðina; okk- ur fanst við vera stórir og stæltir og geta yfirbugað allar þrautir og lögðum því ótrauðir á fjallið. Vegur var þá enginn í Kömbum annar en slóði eftir hestafætur. Margur liesturinn mundi hafa get- að sagt sína raunasögu frá þessum slóðum, því þó að áhyggjurnar lentu á manninum, er sá um liestana, lenti erfiðið alt á þeim. Hjer höfðu þó járnaðir fætur markað sín spor í hraungrýtið, en ef að vantaði heila eða hálfa skeifuna, var veslingsskepnan fljót að heltast. Við lijeldum ferðinn áfram í slagviðrinu, holdvotir auðvitað, því að verjur voru litlar. Vindáttin var á landsunnan og þvi heldur á eftir og gekk ferðin vel. Dimmviðri var þó ekki meira en svo að við sáum milli varðanna og gátum rakið okkur eftir þeim. Engum manni mættum við, enda var nýársdagur og menn þvi ekki mikið í langferðum. Þegar á Kolviðarhól kom, vildum við fá okkur liressingu; þar var ekki annað til boða en svart kaffi og kostaði 15 aura bollinn. Við vildum þá fá eitthvað sem krassaði betur, en lítið var um það. Þó fengum við eins og í fingurbjörg af einbverju víni, er við ljetum út í kaffið; kostaði það 25 aura og var það allmikið fje fyrir okkur. Þegar við lögðum á stað frá Kolviðarhóli aftur, var farið að skyggja. Á Bolavöllum voru svellalög og svo hált að varla var liægt að fóta sig í veðrinu sem var, og lijelst svo niður að Svínahrauni. Fyrir neðan það fór vegurinn að batna, en hjer hafði leysing ver- ið miklu meiri og var kominn aur á veginn, sem versnaði eftir því sem neðar dró. Að Lækjarbotnum komum við, hittum Ólaf gest- gjafa, sem áður er nefndur, og fengum hjá horium góðgerðir. Var nú farið að birta í lofti og tunglið að lýsa dálítið. En þá var aurinn á veginum okkur mest til ama. Bæði var færið mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.