Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 28
20 JÓLABLAÐ F.ÁLKANS 1943 Fluöiö er íerliiöl 'LJ’INN 14. júlí 1937 lentu þrír -^rússneskir flugmenn í California. Þeir liöföu flogið viðkomulaust frá Moskva, en sú fjarlœgð er um 10.700 kílmetrar, á G2 klukkustundum. þetta flug þeirra var engin œfin- týrabrella heldur þáttur í rannsókn á flugleið yfir norðurskautið, sem sovjetstjórnin liefir í huga að lcoma á eftir stríðið millli Rússlands og Bandaríkjanna. Þessi atburður gerðist minna en 35 árum eftir að fýrst var flogið, þannig að sannað sje, i vjelknúinni fiugvjel, og aðeins 18 árum eftir að póstflug liófst í Bretlandi. Svo mikl- ar liöfðu framfarirnar orðið i flugi síðan í byrjun aldarjnnar, að nú er ómögulegt að segja, hvar þær fram- farir taka enda. Það var 17. desember 1903 sem fyrsta vjelknúna flugvjelin, sem bor- ið gat mann, hófst i loft með þá bræður Orville og Wilbur Wriglit. Þetta flug stóð ekki nema 12 sek- úndur og vegalengdin var aðeins 120 fet, en bræðurnir flugu þrisvar þennan sama dag og á því síðasta tókst þeim að halda sjer á lofti 59 sekúndur og komast 852 fet. Þenn- an dag sást afturelding þeirrar loft- aldar, sem mannkynið liafði svo lengi talað um. Það hefir oft verið sagt, að Wright-bræðurnir verðskuldi i raun- inni ekki þann heiður, sem þeim hefir verið eignaður: að vera liöf- undar flugsins, því að þó að þeim liafi fyrslum tekist að lyfta sjer i vjelknúinni flúgvjel þá hafi þeir bygt það afrek á rannsóknum ann- ara. Sannleik þessa máls má nokkuð marka af umsögn þeirra sjálfra, er þeir ljetu hafa eftir sjer, er þeir höfðu gert tilraunir sinar í tvö ár: „Við sáum að útreikningar þeir, sem aðrir höfðu bygt tilraunir sinar á, voru óábyggilegir og að þeir höfðu verið að fálma fyrir sjer i blindni. Þegar vjer höfðum byrjað tilraunirnar i fullvissu þess, að við hefðum fundið hinn rjetta visinda- lega grundvöli, þá urðum við hvað eftir annað að efast um, að hann væri rjettur, þangað til loks — eftir tveggja ára rannsóknir — að við fleygðum öllum kenningum annara fyrir borð og afrjeðum að treysta aðeins uppgötvunum okkar sjálfra. Sannleikur og villa var hvarvetna svo samantvinnað, að erfitt var að greiða l>að hvað frá öðru.“ Wilbur Wright segir að hann hafi ekki fengið verulegan áhuga fyrir flugi fyrr en hann las um dauðaslys Otto Lillienthals, árið 1890, en liann var brautryðjandi í svifflugi. Þá fóru þeir bræður að lesa bækur um þessi mál, en það var ekki fyr en þeir höfðu lesið alt, sem þeir höfðu náð til um flug, að þeir byrjuðu á raunhæfum til- raunum. Sjö ár liðu frá dauða Lilienthals til þess að Wrightbræður unnu hinn mikla sigur sinn — sjö ár látlausr- ar vinnu og heilabrota. Það var oft á þeim árum að þeim lá við að gefast upp og örvænta í baráttunni. Eitt mesta áfallið, er þeir urðu I dag fyrir 40 árum tókst manninum í fyrsta sinn að láta vjelknúna flugvjel lyfta sjer frá jörðu. Það voru bræðurnir Wilbur og Orville Wright, sem þá urðu braut ryðjendur í þeirri tækni, sem nú setur öllu öðru framar svip á samgöngumál mannkynsins. Aðeins 40 ár hafa breytt flugvjelinni úr ófullkomnu leikfangi í samgöngu- tæki, sem í tíma hefir minkað fjarlægðir veraldarinnar um 4/5 til 9/10. fyrir var það, er þeir komust að raun um, að kenningar Lilienthals voru i mörgum greinum rangar. Wilbur komst meira að segja i lióp þeirra vantrúuðu manna, sem sögðu, að þó að maðurinn lærði einhverntíma að fljúga þá yrði það ekki i sinni tíð eða bróður síns. En það var einhver ómótstæðilegur dularmáttur, sem knúði bræðurna til að halda áfram, og Wilburn lifði það að sjá, að hann liafði haft á röngu að standa, og liljóta að- dáun allieims og þakklæti fyrir verlc sin. Síðan kom afturkippur í almenn- ingsálitið. Menn óraði aðeins fyrir gengi flugsins — einliverntíma. En svo varð öllum ljóst, að rjett væri að „taka flugið alvarlega.“ Ýmsar gerðir flug- vjela frá elstu tím- um flugsins. 1) Tví- þekja Wrightbræðra 2) Flugvjel Bleriots, 3) Furmanflugvjel Grahame-White, 4) Flugvjel Paulhans, 5) Curtissflugbátar, sem flugu fgrstir yf- ir Atlantshafið 1911), 6) Ensk Vickers Vimg, sem flaug gf- ir Atlantshaf 1919, 7—8—9). Flugvjel ar Amalie Earhardt, IJndbergs og Kings- ford Smith, 10) Jason, flugvjel Amy Johnson 1930', 11) Winnie Mae, flw,- vjcl Wiley Post, er fór kringum hnött- inn á 8 dögum. Orville Wright fæddist í Dayton Ohio í Bandaríkjunum 1871 og byrj- aði snemma að fást við blaðamensku. Seytján ára gaf liann út blað, *ar sjálfur ritstjóri þess og prentaði það; það var fjórar siður og hjet West Side News. Brátt komst hann að raun um, að enginn gæti afkast- að þessu starfi einn, svo að hann fjekk Wilbur, sem var fjórum ár- um eldri en liann, til þess að ann- ast ritstjórnina, en var sjáfur prent- ari og útgefandi baðsins áfram. Græddu á reiðhjólum. West Side News varð þeim bræðr- uin engin fjeþúfa, nje heldur kvöld- blaðið Snap-Shots, er þeir byrjuðu á haustið 1894, svo að þegar reið- lijólin fóru að verða vinsæl vestra hættu þeir blaðaútgáfunni og stofn- uðu fjelag, sem hjet „Wright Cycle Company“. Þetta fyrirtæki gafst svo vel, að bræðurnir gátu farið að stunda rannsókn á flugi og tilraun- ir. Þessi. sjö næstu ár notuðu þeir hvern eyri, sem þeir höfðu afgangs til þess að kaupa bækur um flug og efni í tilraunavjelar. Þeir höfðu engin efni á að gifta sig og urðu meira að segja að fá peninga að láni hjá systur sinni, sem var barnakennari. í nærri því tvö ár eftir desember- daginn sæla, sem þeim tókst að lyfta sjer unnu þeir bræður sleitu- laust og án þess að jafnvel grannar þeirra veittu þeim nokkra atliygli. Svo kom 5. október 1905. Þá tókst þeiin að fljúga 38 kílómetra vega- lengd með liraða, sem svaraði til rúmlega G0 kílumetra á klukkustund. Þeir reyndu að láta almenning vita sem minst um livað þeim yrði ágengt, til þess að hafa sem bestan vinnufrið, en frjettin barst út og þeir urðu að taka sundur flugvjeliná sína og fara heim. Þar hjeldu þeir áfram tilraunum sínum með mestu leynd, en stóðu i samningum við rikisstjórnir ýmisra landa um kaup á uppgötvun sinni. Svo skeði það næst, 1908, að Wilburn Wright fór með flugvjel þeirra, sem lijet IJvíta flugan, til Frakklands og þar flaug liann ná- lægt 125 kílómetra í stryklotu. Fram að þeim tíma höfðu margir dregið í efa sannindi þeirra frjetta, sem bárust af flugi bræðranna vestan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.