Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 30

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 30
22 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1943 Hvað lesa Bretar mest á striðstímnm Eflir sir Charles Petrie. Sambandi'ð milli styrjaldar og bókmenta hefir verið liið nánasta alla tíð síðan farið var að færa áhrif bókmentanna í frásögur, en oft gleyma menn einni lilið á þeim tengslum; sem sje áhrifunum á neyt- andann — það er að segja lesand- ann. Hver áhrif hefir lesturinn á liann? Hvernig sem þessu kann að liafa verið varið á liðinni tíð, þá er það eitt víst, að núverandi styrjöld hef- ir i fleiru en einu efni hreytt smekk almennings. Og þarf nokkurn varla að furða á þessu, þegar maður hug- teiðir þá byltingu, sem orðið hefir á lífsliáttum þjóða, vegna stríðis- ins. Þegar einstaklingum var bann- að að nota bifreiðir sínar og þegar myrkvun var fyrirslcipuð á hús- glugga borgaranna, þá leiddi þetta af sjer, að þeír, sem ekki voru van- ir að sitja langdvölum heima hjá sjer liafa lil úrbóta og dægradvalar horfið að því, að lesa prentað mál. Margir iesendur liafa litið á bæk- urnar sem gott úrræði til þess að komast lijá þeirri fábreytni, sem þeir verða að liafa í daglegu lífi sínu. Þetta er ein ástæðan til þess live leynilögreglusögur eru vinsæl- ar — þær hrifu lesandann frá til- breytingarleysi hans eigin starfs meðal iðnaðarstarfandi þjóðar. En í dag er lieimurinn sjálfur svo nægi- iega mikill æsingagjafi, að enginn þarf að furða sig á því, að gifur- sögur liryðjuverka sitji á liakanum fyrir rólegri bókum. íþróttavðllnr i kirkjntorginu Flestir lesendur Fálkans munu þekkja kirkjuna lijer á myndinni, hina frægu St. Paul Cathedrai, stærstu kirkju Bretlands, þó að myndin sje tekin að bakatil við kirkjuna. Eins og kunnugt er skemd- ist umhverfi kirkjunnar mjög af loftárásum sumarið 1940 og torgið bak við kirkjuna umhverfðist af sprengjukasti. Brunaliðsmennirnir í London tóku þá að sjer, að lagfæra torgið í frístundum sínum og á tólf vikum tókst þeim að gera þarna hinn ágætasta íþróttavöh. Eru nú liafðar þarna allskonar iþróttasýn- ingar að staðaldri en völlurinn var opnaður á bankafrídaginn í ágúst í sumar. Þarna eru einnig lialdnar ýmiskonar sýningar, meðal annars var lialdin þar hundásýning, því að Bretar eru hundavinir miklir. Voru 1800 hundar sýndir þarna. Hyrningarsteinninn að St. Pauls- kirkjunni var lagður 21. júni 1675, en fullgerð var kirkjan árið 1710. Er hún þriðja dómkirkjan, sem bygð liefir verið þarna á sama staðnum. Brann fyrsta kirkjan árið 1086 en önnur í eldsvoðanum mikla árið 1666. Er núverandi kirkja ein af mörgum kirkjum hins mikla bygg- ingasnihings Christopher Wren, en hann teiknaði 50 kirkjur og 36 ráð- liús, og var þó i uppliafi alls ekki húsameistari lieldur — stjörnufræð- ingur. St. Paulskirkjan er eina dóm- kirkjan i Englandi, em ekki er bygð í gotneskum stíl. Elstu trje í veröldinni vaxa að því er menn hyggja nú í Yosemite-dalnum í Am- eríku. Giskað er á að þau sjeu um 3800 ára gömul. Stofninn á þeim er um tíu metrar í þvermál. Yfir 100 sjúkrahús eru í sjálfri New York, það er að segja í sjálfu miðbiki borgarinnar á Manhattan-eyju, og um 150.000 sjúkl- inga er hægt að hýsa og stunda á sjúkrahúsunum í þessari miklu borg. Skegg vöxturinn. Hver skyldi trúa? En fróðir menn fuhyrða, að karlmönnum vaxi ná- lægt 5 metrar af skeggi á dag. Er fróðlegt að kynna sjer sannanirnar fyrir- jafn ótrúlegum fullyrðingum, en þær eru þannig: Fullkomnum karlmanni vex þetta frá 0.26 til 0.13 millimetra skegg á sólarhring, eða um fimtung úr milli- metra að meðaltali. Nú er talið, að á mannsandlitinu sjeu nálægt 25.000 skeggbroddar, svo að samtals verður lengd allra skeggbroddanna um 5 metrar á sólarhring, eða að á hverju ári framleiðir hver fullorðinn karl- maður nærri því tvo kílómetra af skeggi, ef öll liárin væru samanlögð. Hitt er annað mál, hvort nokkur vildi taka að sjer að skeyta 25.000 skegghár saman í eina lengju. Þá er það talið, að langlífir menn sem raka sig daglega, eyði í það 5000 klukkutímum af æfi sinni. En þá er ekki miðað við rakarann í Buda- pest, sem auglýsti rakstur á 30 sek- úndum, enda kallar hann sig heims- meistara i rakstri. Aðrir þykjast góðir, ef þeir geta slcafið af sjer á 5 jninútum, ef að blaðið eða hníl’- urinn bítur svo vel, að hvergi þarf að skafa nema einu sinni. Ef gert er ráð fyrir að fjórði liver maður á jörðinni raki sig daglega, verður skeggframleiðslan 2.500.000 miljón kílómetrar alls. 70 kílómetra meðalhraða á klukku- stund. Geðshræring sú, sem Bretar * komust í við þennan atburð, hafði mjög örvandi álirif á ensk flugmál. Það vakti mikla óánægju að Eng- lendingurinn skyldi ekki vinna sam- kepnina, þó að allir viðurkendu, að Paulhan væri vel að sigrinum kom- inn. Þegar Grahame-White heyrði tiðindin, sagði hann við þá, sem höfðu þyrpst saman kringum hann: „Tíu þúsund punda verðlaunin hafa verið unnin af Louis Paullian, besta flugmanninum, sem uppi hefir verið í veröldinni. Jeg er ekki nema við- vaningur í samanburði við hann. Þrefalt liúrra fyrir Paulhan!“ Ýms tíðindi fleiri gerust í flugi árin næstu til þess að I. heims- styrjöldin skall á, i júlílok 1914. Þess skal gelið til skýringar, að þegar talað er um 'ftug í grein þessari, og ef til vill fleirum, sem væntanlega koma á eftir, er aðeins átt við loft- ferðir með tækjum, sem eru þyngri en loftið, þ. e. flugvjelum. en loft- siglingar köllum vjer hinsvegar þær loftferðir, sem farnar eru með tækj- um, sem eru ljettari en loftið, þ. e. loftbelgjum sem líða fyrir straumum loftsins, eins og stjórnlaus bátur á vatni, eða loftskipum, sem ganga fyrir vjelarafli og láta að stjórn stýrimannsins. — — Árið 1913 hjet blað eitt í London 10.000 sterlingspunda verðlaunum þeim kappa, sem fyrstur yrði til að fljúga yfir Atlandshafið þar sem styst væri, nfl. New Foundlands og Bretlandseyja. En þá voru allir þeir sem skyn þóttu bera á flugmál, ein- huga á þeirri skoðun, að slíkra tíð- inda yrði óralangt að bíða. Flugið var enn í reifunum. Þessir menn gleymdu einu i sambandi við spá- dóma sína, eða rjeltara sagt vissu ekki af því: heimsstyrjöldinni, sem þá skall á innan skamms. Þegar styrjöldin liófst varð öll- um hernaðaraðilum ljóst, að flug- vjelin væri veigamikið vopn í styrj- öld og því bæri að fuhkomna hana sem mest. Og nú eyddu ríkin stór- fje í þetta. Liklega hefir flugvjel- unum farið meira fram á fjórum ófriðarárunum 1914—18, en þeim befði gert á tuttugu friðarárum. — Árið 1914 taldi allur fjöldinn flug- vjelarnar ekki annað en liættuleg leikföng. Það voru aðeins' framsýnir menn, sem eygðu þá ómælis mögu- leika, er þeim gæti orðið samferða, bæði í stríði og friði. Fjórum árum síðar var almenningi farið að skilj- ast, að maðurinn væri að leggja undir sig loftið. Flugvjelin átti þátt, og liann ekki ómerkan, i sigri Bandamanna í stríðinu þá. Þegar Bretar fóru í stríðið var flugher landsins mjög ófullkominn i samanburði við flugher Frakka og Þjóðverja. Bretar áttú innan við hundrað nothæfar flugvjelar, en Frakkar 1500 herflugvjelar og 500 samgönguvjelar, en þýska herstjórn- in þúsund vjelar en einstakir menn og fjelög 450. Ennfremur áttu Þjóð- verjar 40 loftskip, þar á meðal fjórt- án Zeppelinskip. Bresku liernaðaryfirvöldin fóru ekki að viðurkenna þýðingu flug- vjelanna fyrr en eftir orustuna við mons (23.—26. ágúst 1914). Þegar njósnarvjelar þeirra gátu aðvarað sir John French hershöfðingja um undanlialdið í hægri fylkingararmi franska liersins. Hefði enski her- stjórinn orðið að bíða þangað til ríðandi sendiboðár hefðu flutt frjett- ina, þá hefði von Kluck, þýska hers- höfðingjanum hjerumbil áreiðanlega tekist að umkringja lierinn. Þegar I. heimsstyrjödin hófst höfðu Þjóðverjar bæði met í lang- flugi (1885 km.) og í þolflugi (24 stundir 12 mínútur), og fyrstu 18 styrjaldarmánuðina höfðu þeir yf- irhöndina í lofti. En þá fóru breskir flugmenn og flugvjelasmiðjur að fara fram úr þeim. í kg. flugsveit- unum R.F.C., sem stofnaðar voru 1912, og voru fyrirrennari breska flughersins Royal Air Force (R.A.F.) — voru samtals innan við 2000 manns í ágúst 1914; en í lolc stríðs- ins voru í flughernum 300.000 manns með yfir 20.000 flugvjelar. Fyrsta flugárásin. Fyrstu flugárásina, sem nokkuð kvað að, gerðu Þjóðverjar 29. ágúst 1914, er þeir jusu eldi og stáli yfir Compiégne. Þremur mánuðum síð- ar flugu þrjár breskar vjelar til Friedrichshafen við Bodenvatn og gerðu tilraun til að eyðileggja Zeppelinskipasmiðjurnar þar. Sjóflugvjelarnar reyndust ómiss- andi við njósnir á hafinu og þær vörpuðu sprengjum á kafbátana. í orustunni við Jótlandssíðu fjekk breski flotinn fyrstu fréttirnar af legu óvinaskipanna með njósnar- flugvjel, og síðasta stríðsárið fundu njósnarflugvjelarnar 126 kafbáta, en af þeim tókst að eyðileggja 93. Naumast var styrjöldinni lokið fyrr en flugfræðingar í Bretlandi og Ameríku fóru að gera áætlanir um flugsamgöngur yfir Atlantshafið, áætlanir, sem tíu árum áður liefðu þótt fásinna, fyrr en eftir tugi ára. Bandaríkjamenn eiga heiðurinn af því, að hafa orðið fyrstir til að lljúga yfir Atlantsliaf, og þær áætl- anir voru gerðar á vísindalegum og liagfræðilegum grundvelli. Þetta flug, með þremur Curtiss flugbátum frá hernum, gerðist vorið 1919, og leiðin lá um Azoreyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.