Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 23 ... -• ..,;• -- Robert Dieudonné: Hjónaskilnaðarbarnið Ti/f ARIE-LOUISE þaut inn í mót- •*■’■*■ tökustofuna og fleygði sjer um hálsinn á pabba. Hún var yndisleg lítil stúlka, tíu ára gömul. Glóbjart hárið lagSist í liðum niður litla and- litið, sem ljómaði eins og sól af gleSi yfir því, að faSir hennar skyldi vera kominn aS lieimsækja hana. Þegar liún sá, að mamma var komin þarna líka, hvarf brosiS af blíSu barnsandlitinu og það varð alt í einu svo fullorðinsleg og þreytulegt. Þetta var ekki af því að Marie- Louise þætti ekki eins vænt ím mömmu sína og pabba. Hún hafði verið því vön, að þau heimsæktu hana hvort i sínu lagi, pabbi á sunnudögum en mamma á fimtudög- um. Hún varð hrædd undireins og hún sá þau saman — því að hún mintist þess er hún átti heima lijá þeim. Það liöfðu verið hræðilegir tímar — þau höfðu jagast allan daginn, og af þvi að þeim liafði jafnan runnið svo í skap, að þau tóku aldrei tillit lil þess. að barnið var viðstatt. Þrætur þeirra urðu á- kafari og ákafari. Og svo höfðu farið leikar að mamma hefði farið sina leið, og pablii hafði farið með Marie-Louise í klaustrið, og þar höfðu nunnurnar sagt við litlu telpuna: „Þú skilur víst, að pabbi þinn og mamma eru skilin, en þeim þykir báðum jafn vænt um þig fyrir því!“ Louise Iiafði jafnað sig eftir þetta áfall og henni leið mjög vel. Það lá við að liún hefði gleymt þessum hræðilegu dögum lieima -— þegar pabbi og mamma horfðust á með hatursfullu augnaráði og sögðu ljót og særandi orð hvort við annað — altaf liafði endirinn orðið sá, að pabbi þaut út úr stofunni og skelti á eftir sjer hurðinni svo að húsið nötraði, en mamma grjet krampa- gráti og ljet vinnukonuna taka telp- una og lokaði sig inni. Góðu, vin- gjarnlegu nunnurnar höfðu- fengið Marie-Louise til gleyma öllu því vonda og leiöa. Þær elskuðu hana og fóru eiginlega með hana eins og hún væri foreldralaust barn, sem þær ættu sjálfar. Fyrsta kastiö hafði liún verið talsvert einmana og verið lirædd og feimin við hinar litlu stúlkurnar, sem lnin gekk i skóla með, en áður en langt um leið hafði þetta horfiö og liún var orðin einna sprækust og fjörugust þeirra allra þegar þær voru að leika sjer í l'ri- míiiútunum. En í sumarfríinu og jólafríinu var liún heima hjá afa og ömmu, sem gerðu ait sem i þeirra valdi stóð til þess að táta lienni líða sem best. Svo að þvi fór eiginlega fjarri að Marie-Louise fyndist hún hafa farið nokkurs á mis, þvert á'móti — nú var hún ávalt innan um giaðar og góðar manneskjur. Aldrei datt nein- um í hug að minnast einu orði á alt hið raunalega, sem hún liafði upplifað heima hjá pabba og mömmu, eða spyrja hana um þaS. Hún var í stuttu máli orSin áhyggju- laust og hamingjusamt barn, eins og flestar af stallsystrum liennar. En þegar Marie-Louise sá bæði foreldri sín þarna samtímis, rifjað- ist alt i einu upp fyrir lienni hið gamla og gleymda, og hún fjekk þrengsli fyrir lijartað af einhverj- um kvíða, sem lnin skildi ekki. „Hvað er að sjá hvernig þú verð- ur í framan Gengur nokkuð að þjer “ „Nei, mamma. Jeg vissi bara ekki að þú vart hjerna.“ Og nú Ijómaði ándlit pabba lienn- ar af gleði, er hann sagði henni hversvegna mamma liefði komið iíka. Orð lians hefðu átt að vekja barninu traust og gera það glatt: „Nú ætlum við að segja þjer dá- lítið, sem kemur þjer á óvænt, Marie- Louise. — Mamam er komin lieim aftur, og nú áttu bráðum að fá að konia heim til okkar. Og svo verðum við saman, öll þrjú, alveg eins og forðum daga.“ „Alveg eins og forðum daga,“ •muldraði MarieJLouise og horfði niSur á gólfið. „Þú sýnist ekki verða neitt glöð yfir þessu?“ sagði mamma hvast. „Jú, mamma.“ „Þá ferðu vel með það — það verð jeg að segja. Það er vegna þín ......“ „Kæra Marguerite, þreyttu nú ekki blessað barnið,“ tók pabbi fram í. „Marie-Louise verður að fá svolitið næði, svo að hún geti vanist til- hugsuninni." Marie-Louise reyndi líka í raun og veru að hugsa um þetta óvænta, sem hann pabbi hennar hafði verið að minnast á. En lienni fanst það bara ekkert gleðilegt. Pabbi sagði altaf salt — og nú liafði hanil sagt að alt ætti að vera eins og forðum daga. Það voru dimmar og bitrar end- urminningar, sem skaut upp i liuga Marie-Louise og endurspegluðust í andliti hennar. „Alveg eiús og forð- um daga,“ að nú mundi pabbi og mamma jagast og rífast dags dag- lega, og að Marie-Louise niundi verða send upp í barnalierbergið og látin sitja þar alein tímunum saman, eða þá að liún væri látin fara fram i eldlnis, þar sem Nancy væri fokvond yfir þvi, að hún væri að flækjast fyrir sjer. Vinnukonan jagaði liana og hrinti henni. Hún nennti ekki að tala við barnið, en þegar unnustinn hennar kom þá sagði liún honuni frá öllu því ljóta, sem mamma og pabbi höfðu sagt hvort við annað. Að vísu hvislaði hún þessu, en Marie-iLouise heyrði það vel; og svo gutu þau lika horn- auga til hennar og hlóu. Æ, þetta hafði verið svo viðbjóðslegt. Og lieima var enginn, sem hún gat leikið sjer við, og þegar mamma liafði höfuðverk varð hún að liafa svo lágt, svo lágt. En þar sem litlar vinstúlkur voru saman þá höfðu þær vist altaf hátt. Og nunnurnar sögðu henni svo falleg æfintýr .... lieima hafði enginn tíma til að segja æfintýr .... og nunnurnar jöguð- usi aldrei! [ LITLA Marie-Louise barðist við ■^grátinn. Pabbi sá ])að, sneri sjer að mömmu og sagði: „Áttu ekki eitthvað sælgæti lianda henni Marie-Louise, Marguerite?" „Nei — vitanlega ekki. Það er þinn heimsóknardagur í dag, svo að jeg hjelt, að þú hefðir sjeð fyrir þvi.“ „Og þá bitnar þetta á blessun- inni okkar — hún fær ekki neitt." „Það gerir ekkert til, pabbi.“ Pabbi þrýsti lienni að sjer og strauk henni um liárið. „Ertu glöð, væna mín?“ „Já, pabbi, en . . . .“ „En .... hvað? Segðu mjer það bara.“ „Mig .... mig .... langar svo mikið .... má jeg ekki verða hjerna ofurlítiS lengur?“ Hún leit sem snöggvast á þau, hvort í sínu lagi og flýtti sjer svo að bæta við: „Bara fram að sumarfríinu?“ „Jæja, það er þá svo!“ rausaði mamma biturt, „þú vilt verða lijerna! Þig langar ekkert heim til mömmu og pabba, sje jeg!“ „Jú, en .... já .... mamma!“ Það var ekkert erfitt að sjá að barnið sagði ósatt, og pabbi, sem var betri en mamma, reyndi að verja hana. „Lofðu barninu að vera í friði, Marguerile. Henni er inikil vorkunn." Mamma vatt sjer til og sneri að honum. „Vorkunn, segir þú? Er krakkan- um vorkunn að við skulum vilja taka hana lieim? Þú ert nú bara að reyna að koma jjjer í mjúkinn lijá lienni — en jeg — móðir barnsins, á ekkert þar um að fjalla! En jeg tek því ekki þegjandi, að þú setjir út á við mig, þegar barnið er við- statt.“ „Æ, liættu nú þessu!“ „Þú ert einstaklega alúðlegur, það verð jeg að segja.“ „Gæturðu ekki beðið með að skamma mig þangaS til að viS kom- um heim?“ „Jú, með ánægju, jeg skal fara undir eins.“ Hún snerisl á hæli, og strunsaði út úr dyrunum án þess að kveðja. Pabbi leit hatursaugum eftir henni. Svo. greip liann liatt sinn, klapp- aði Marie-Louise á kinnina og hljóp á eftir mömmu. Marie-Louise stóð eitt augnablik og starði á lokaðar dyrnar og var að bugsa um, hvað deila foreldr- anna þýddi. Alt i einu kom ljómi á andlitið á henni og hún brosti ánægjulega. Systir Madeleine sem kom inn i sama bili og sá glaða andlitið, spurði: „Marie-Louise, þjer liefir víst þótt gaman, að mamma og pabbi skyldu koma til þín?“ „Já, systir Madeleine,“ sagði Marie-Louise, „því að nú held jeg, að jeg fái áreiðanlega að verða hjerna áfram.“ Dósaverksmiðjan h.f. Eina blikkumbúðaverksmiðja landsins Framleiðir aiskonar um- búðir úr biikki fyrir nið- ursuðu og efnaoerðir. Sími: 2085 — Símnefni: Dósaverksmiójan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.