Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 34
26 JÓLABLAÐ FALKANS 1943 Hallgrímur JúnassDn: í RÍKI ÖRÆFANNA Úr Kerlingarfjöllum. Loðmunur t. v. og Ögmiindiir t. h. Ljósm.: Þorst. Jósepsson. Við erum. á ferð norður á Hveravelli, allmargir farþegar í 18 marina bifreið og á veg- um Feriðafjelags Islands. Að aflíðandi hádegi var farið af stað úr höfuðstaðnum, og eftir stutta viðdvöl hjá Gullfossi er haldið á öræfin. Uppi á Bláfellshálsi er stað- næmst um stund og litast um. Hálsinn er þröskuldur á mót- um tveggja veralda. Þegar yfir hann er komið hverfa bygða- löndin sjónum ferðamannsins og öræfin upp af þeim. En um leið sjer inn í nýjan heim — inn á Kjalveg og niður á Hvít- árvatn. Það er ekki ætlun mín í þessari ritgjörð, að reyna að flytja neina fræðilega lýsingu af þessum slóðum. Hana geta menn lesið í Árbókum Ferðafje- lags íslands. Það eru einungis liugleiðingar mínar sundurlaus- ar og að mestu bundnar við fyrstu ferðina norður á Kjal- veg. Jeg sagði að af hálsinum sæi inn í tvo heima. Það er að vísu erfitt að gera þess Ijósa grein, hvað það er, sem gerir þá svo ólíka. Jeg finn það bara, hefi það meira á tilfinningunni en i ljósri vitund. IJjer, norðan við hálsinn, er maður umluktur öræfunum á allar hliðar, svo hvergi sjer út yfir. Jöklarnir miklu, Lang- og Hofs-jökull, liggja að þessu svæði, sinn til hvorrar handar. En suðvestan til i þessum sjer- kennilega fjallaheimi er eitt liöfuðeinkenni hans og fegursla djásn: Hvítárvatn. Eins og silf- urblikandi flötur liggur það langt niðri, af bálsinum sjeð, í órofa tengslum við uppruna sinn, jökularmana báðum meg- in við Skriðufell. I norðaustri glampa Kerl- ingafjöllin í aftanskininu, ein- stök fjallaþyrping suðaustan við Ilofsjökul. En hjer er ekki langt tóm til athugana. Enn er löng leið eft- ir og ekki tjóar að tefja úr hófi fram. Við höldum áfram niður af hálsinum og norður á bóginn. Það er rjett farið að bregða birtu. Skýjaslæðan í austri dekkist og fjöllin umhverfis fá skærari form og línur. Þau verða dimmri og húmblárri undir kvöldið. Nú sjest Hvítárvatn langt að Jjaki, í suðvestri, eins og stál- grár, fægður málmur með dökkar skuggarendur inn við blágræna sporðstalla skriðjökl- anna og undir fjallahlíðunum norðvestan við það. Gististaðurinn nálgast, því miður, er mjer næst skapi að hugsa. í kveld vildi jeg lielst aka áfram endalaust inn um þessa töfrum mögnuðu fjallaauðn. Það er ólýsanleg svalandi unun að ferðast um ríki öræfanna. Og hjer rennur vagninn áfram eftir vegi, sem er einn sá greið- færasti á allri leiðinni frá Rvílc. Bláfell er að hverfa í suðri inn í kveldhúmsins mjúlcu móðu. Skriðufellið rís hátt og linarreist fram úr jökuljaðrin- um, er nístir það í lielgreipum og sýnist leita þess- eins að hrinda því fram í vatnið. En fellið hefir staðist fangbrögð hins hvíta jötuns, þótt sígandi ístungurnar liafi rist djúp og auðsæ för í skáhallar hlíðar þess, f.ör, sem bera ekki ein- ungis mætti íssins óræk vitni, heldur sýna og hversu jökul- armarnir liafa lækkað og geng- ið saman seinasta mannsaldur- inn. Norðan við vatnið tekur við lág fellbunga, sem lieitir Hrefnu- búðir, þar sem Hrefna tröll- kona bjó í einbýli, gegnt manni sínum Bergþóri í Bláfelli. Þá sjer á ávalan fjallsháls, sem Baldheiði heitir, en litlu norð- ar skagar Hrútafell, liátt og tröllslegt fram úr jökulbung- unni. Fram undan er Kjölur, breitt og flatt hálendisbelti milli jölcl- anna með nokkur einstök fell eins og Kjalfell, Rjúpnafell og Dúfunfsfell. Hver melaldan tek- ur við af annari. Nýja og nýja útsýn gefur til þriggja átta. Við nálgumst vatnaskilin milli norð- ur- og suðurlands. Alt í einu slær logarauðri tungu upp um ávala frera- bungu Hofsjökuls. Kveldsólin er að ganga fyrir norðaustur- hornið á Langjökli og hverfa einhversstaðar langt í vestri, bak við víðlendur íslenskra ör- æfa. Endalausa hásléttuna ber skýrt upp við bleikgult belli kveldroðans. Yst við sjónhring- inn í norðri rís keilumynduð fjallnípa í aftanglóðinni. Það er Mælifellslinjúkur í Skaga- firði. Norðurland er að heilsa. Hvitúrvatn með Skriðufelli og nyrðri falljöklinum i baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.