Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 43

Fálkinn - 17.12.1943, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1943 Allir lslendingar kannast við enska skúldið H. G. Wells. Þjóðin hefir gleypt i sig sögur þær, sem þýddar hafa verið eftir hann á íslensku, og enskulesandi Islending- ar hafa auk skáldsagna hans lesið hinar alþýðlegu fræðibækur hans, ekki síst „Outline of Historg“, sem einnig hefir komið út í íslenskri þýðingu, eftir dr. Guð- mund Finnbogason. Mun mega segja með sanni, að hann sje vinsælastur á íslandi allra erlendra nútímahöfunda. Hjer segir David Thurlow ýmislegt af Wells, sem les- endunum mun þykja gaman að kynnast. "pINN af þeim höfundum Bret- A-'lands, sem mest er talað um, varð 77 ára í september. Hann er enn sískrifandi og er enn talað um hann í sífellu. Hann liefir verið sí- skrifandi í síðustu fimmtíu ár, og það eru ekki margir rithöfundar, sem eftir 50 ára rithöfundastárf éiga jafn mjkið af nýmælum eða róta við hugum manna eins og hann gerir enn. Hann er 77 ára, en hugur hans er jafn kvikur og hugsjónir hans jafn ögrandi eins og þær voru i byrjun aldarinnar, þegar bækur hans fóru fyrst að vekja athygli fyrir hið ein- arða og frjálshuga efni, sem þær fluttu, Hann er töfrandi maður, og vekur jöfnum höndum undrun og aðdáun með því sem hann segir og með þeim liætti, sem hann segir það. Ilann er mikill maður til líkama og sálar, og þó talar liann með gjallandi og titrandi rödd eins og skóiastrákur. Hún hljóðar eins og hann liefði aldrei komist í mútur, og röddin því aldrei náð dýpt þeirri eða festu, sem einkennir málróm fuilvaxinna manna. í sumu tilliti er þessi rödd ein- kennandi fyrir manninn. Því að það er svo margt af verkum Wells’ sem ber einkenni unglingsins. Hún er algerlega laus við allan ótta. Hún er kátinuleg og yndislega glettin. Og þessum sömu áhrifum verður lesandinn fyrir, er hann talar við Wells með því að lesa bækur hans eða greinar — hann kærir sig koll- óttan um, livað lesandinn heldur um höfundinn eða verk hans. en sjálfur er liann fullviss um, að það sem liann liugsar sje rjett, svo að einu gildi um livað allir aðrir halda. Maður lilýtur að dáðst að sannfær- ingu mannsins, og maður getur ekki að því gert, að þessi sannfær- ing rótar við manni sjálfum. Það er ómaksins vert að festa sjer i minni það sem Bernhard Shaw sagði um H. G. Wells, því að það eru þessir tveir menn, sem líldega verða að skifta á milli sín þeim heiðri, að vera tveir víðkunnustu rithöfundar Breta nú á timum. Þeir eru vissulega frjósamastir allra manna hvað snertir sköpun óbund- ins máls, hvort heldur er til skemt- unar eða ádeilu. „Wells,“ segir Bernhard Sliaw, „er 19. aldar dreng- ur úr úthverfi i London en hugsar samt, skrifar samt, og gerir altaf hvorttveggja óvenjulega vel.“ Til þess að kunna að meta þessi meðmæli, þá verður maður vitan- lega að minnast þess, hve Sliaw hefir gaman af að draga dár að keppinautum sinum. En jafnframt hefir Wells safnað glóðum elds að höfði sjer fyrir það að bera fram ýmsar liinar hamslausu hugmyndir sínar, í ýmsum skáldsögum, sem fjalla um ókomna tíma. Það er nokkur mælikvarði á þor þessa höfundar, að hann skirrist ekki við að rökræða á opinberum vettvangi jafnvel þær skoðanir sínar, sem hann VQÍt að verða óvinsælar af öllum þorra manna. Hann situr heinlínis um færi til að gera þetta. Það geta verið margir, sem hafa jafnvel óvinsælar skoðanir og sann- færingamál, en hafa ekki áræði til að halda þeim til streitu. Það hefir verið sagt um Wells að hann „liati hluti, sem níu tíundu af landsmönnum hans meti mikils.“ Svarið við þessu getum við fundið í sögukenslubókum okkar! Þar er krökt af frásögnum af afreksverk- um mikilla manna, sem aldrei hafa setið á sátts höfði við samtíðarmenn sína. Nú skulum við lita á frásagnir Wells’ og dóma hans um, að hve mildu gagni afrek þessarar manna hafi orðið samtíð okkar og okkur sjálfum. Þú, lesandi góður, liefir líklega lesið eitthvað af bókum lians, svo að þú ert þegar kunnugur því, hvernig hugur þessa manns starfar. Herbert George Wells, var sonur manns, sem stundaði cricketleik sem atvinnu, og fæddist á jaðri eins af úthverfum Lundúna í Bromley, Kent, 21. september 1866. Barna- skólamentun sina fjekk hann á einkaskóla í Bromley, en að henni lokinni gekk hann i latínuskóla, og :ðar á kgl. visindaskólann. Hann var ekki nema 29 ára gamall, þegar liann gerði alla lesendur forviða með því að gefa út hvorki meira nje minna en fjórar bækur á einu einasta ári. Á þessu ári hafði hann samið: „Urval af samtölum við frænda sinn“, „Tímavjelin“, „Stolna sóttkveikjan og aðrar sögur“ og „Undursamleg lieimsókn“. Það var „Tímavjelin“ ásamt ýms- •um furðusögum vísindalegs efnis, er frá honum komu i þá daga, sem vakti athygli lesenda á Wells, sem rithöfundi, og þeim óvenjulegu hug- myndum og innsæi, sem hann hafði; en þetta gagntók ímyndunargáfu lesendanna. Hinar ósennilegu skáld- sögur og smásögur liöfundarins, frá fyrstu árum hans eru einkum eftir- tektarverðar fyir liinn glaðlega og glæra blæ, sein yfir þeim livílir. Þar lýsir sjer viðkvæm, en um leið afarnákvæm glöggskygni. Og þar kémur fram list frásagnargáfu, sem gerir lestur bókanna liressandi fyr- ir almenning. Ef til vill er það „Saga mr. Polly“ sem skarar fram úr, sem sú allra ágætasta af fyrri ritum þessa undra- verða vinnusama manns. Einn mik- ill aðdáandi lians kvað svo að orði einu sinni, að þessi bók ein væri jafnvirði allra rita Arnolds Bennett, Jolin Galsworthy og Hugh Walpole samanlagt. Og svo kom „Blindraríkið“, svo kom „Ósýnilegi maðurinn“, „Kipps“, og svo hin ógleymanlega saga „Tono Bungay“. Og svo kom saga, sem til undantekningar má teljast, skrifuð þegar Wells var 34 ára, en þar er sagt, að ýmislegt sje fram fært, af æskuminningum lians. Hún lieitir „Love and mr. Lewisham“. Það stappar nærri þvi ótrúlega live H. G. Wells er fjölhæfur og mikill afkastamaður og frjóhuga. Hann varð siðar frægur sem sagn- fræðingur og uppeldisfræðingur. En á yngri árum samdi hann lika einna fegursta ástarsögurnar, sem til eru á enska tungu. Mikilsverðust liefir sú hlið verið á ritstörfum H. G. Wells, sem veit að sagnfræði og stjórnmálum. Það var eftir styrjöldina 1914—’l8, sem liann einbeitti sjer að þessum mál- efnum, ásamt uppeldismálum og heimspeki. Hið stórmerka ritverk lians, „The Outline of llistory“ kom úr árið 1920. Sjálfur hefir Wells lýst þvi, sem „tilraun til þess að endurbæta kenslu i mannkynssögu, með þvi að láta þröngsýna þjóðernissögu þoka fyrir almennu yfirliti um af- rek mannkynsins.“ Enginn maður, sem ekki liafði liið fylsta traust til sjálfs sín, á- samt djúpsærri þekkingu og skiln- ingi, hefði þorað að ráðast í jafn gífurlegt viðfangsefni. En Wells rjeðst í lilutverkið og hafði þó margt annað á prjónunum um sama leyti, svo sem „Rússland í sluigganum“, „Bjargráð siðmenningarinnar“, „Leynihólf hjartans“, „Ágrip al' veraldarsögu“, „Starf, auður og gæfa mannkynsins", „Það sem koma skal“, Brynhildur" — auk fjölda annara rita. Hugþróttur lians virðist óþrjótandi, og jafnvel síðan liann varð sjötugur liafa hlaðagreinar hans verið greidd- ar hærra verði en flestra annara, sem í bresk blöð rita. En þó lýsir liann sjálfum sjer sem „afkastamikl- um púlshesti, sem hefir nasasjón af því, sem koma skal.“ Enn i dag er H. G. Wells ungur í anda. Wells, með allar sínar kenn; ingar og alla sína alfræðilegu visku, er kát og viðfeldin mann'vera. Hann túlkar lög trúarlífs og stjórnmála, kynferðis og fjelagsmála, hagfræði og uppeldismála með svo mikilli einbeitni og sannfæringarkrafti, að það vekur atliygli enn í dag. Það er enginn stórmenskubragur á Wells. Margur ungur blaðamaður, sem var sendur á fund hans og skalf og nötraði þegar hann nálg- aðist hann — af umliugsuninni þeirri, að liann væri að ganga fyrir eitthvert ofurmenni — hefir farið af fundi hans, að loknu viðtali, með bókagjöf auk viðurkenningar i lijarta sínu fyrir alúð og vinsemd hins ágæta rithöfundar. Herbert George Wells, með rjóðu kinnarnar og litla brosandi hár- lagðinn er skemtilegur og fyndinn maður. Bros lians er eins og það kæmi af vörum kerúbs. Og það er aldrei leiðinlegt að heyra hann tala eins og maður við mann — það mega allir vera vissir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.