Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.01.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflBflfl - Mðrg viðtalsbil (Simtal) Síminn hringir. Stöðvarstúlka: Samtal við Hvítár- þorp! Hún (ástúðlega): Hallól Er það Eiríkur? Hann: Já, það er jeg. Saknar þú mín vina mín. Jeg sakna þín mikið. Það er svo andstyggilegt að vera í bænum. Hún: Þú ættir að koma hingað tii mín. Kemurðu ekki á laugardag?- eða sunnudag? Hann: Já hm, jeg veit það ekki Það er svo mikið að gera á skrif- stofunni núna. Jeg var lika half- vegis búinn að lofa Jörgen fraenda að vera með honum. Hún: Með Jörgen! Hversvegna? Getur liann ekki verið án þín?Það er alveg óþarfi fyrir þig að vera með honum. Hann: Hm. Þú misskilur mig. Mig langar í dýragarðinn. Það hef- ur hvorugur okkar komið þangað síðan við vorum börn. Jörgen kom með uppástunguna. Hún: Að fara i dýragarðinn. Það er ljóta vitleysan. Hann: Það er sagt svo skemtilegt að sjá dýrin nú um liásumarið. Hún: 'Blessaður vertu ekki með þessa dellu. Hvert ætlar þú á sunnu- daginn? Miðstöðvarstúikan: Eitt viðtals- tímabil. Hann: (í ljettari tón). Jæja litla kisa, samtalinu er lokið. Líði þjer vej. Hún: Lokið samtalinu? Nei. Jeg vil fá að tala í 3 minútur enn. Hann: Hvað áttu ósagt? Hún: Já, að vita hvert þú ferð á sunnudaginn? Hann: Jæja, jeg liætti við að fara í dýragarðinn, þar sem þú getur ekki verið þvi samþykk. — Mig langar einkum að sjá livítu mýsnar. Ilún: (háðslega). Voru það livítu mýsnar sem ykkur langaði til að sjá . En voru það ekki dansmýsnar sem ykkur eru freltar að skapi? Hann: Jeg bið þig að leggja háð- ið til liliðar. Dýragarðurinn geymir margar endurminningar. Þar ljek jeg mjer sem barn. Hún: Hættu þessu þvaðri. Kem- urðu til mín eða kemurðu ekki? Hann: Já, jeg verð þá að koma, þar sem þú vilt það endilega. —* Það er eklci miltið annríki á skrifstofunni á laugardögum. Jeg kem ef til viil snemma, góða min. Jæja, við sjáumst þá á laugaröaginn. Vertu blessuð! Hún: Þú ert góður, Eiríkur. Við þurfum að tala lengur saman. Hvar varstu í gærkvöldi? Hann: Jeg hefi lítinn tima. Jeg var að raka mig. Og þarf svo að fara í hvelli á skrifstofuna. Jeg er önn- um kafinn. Hún: Það er gott að þú hefir mik- ið að gera, þá fæ jeg nýjan hatt eins og jeg talaði um. Hann: Því þá það? Hún: Þú sagðir nýlega að þú hefðir ekki peninga fyrir hatti lianda mjer, þvi að þú hefðir svo litlar telsjur. En nú hafa tekjurnar aukist. Nú liefðirðu ráð á að gefa mjer hatt. Hann: Jæja, kauptu þá hatt í hamingju bænum. Vertu sæl elskan min! Hún: En jeg fekk elcki að vita hvar þú varst í gærkvöldi? Miðstöðvarstúlkan: Viðtalstima- bilinu er lokið. Hún: Eitt viðtal enn verðum við að fá. Hann: Ertu gengin af göflunum? Á jeg að standa við simann allan daginn. Það verður dýrt gaman. Hún: Blessaður minstu ekki á þá smámuni. Varstu lijá Jakob frænda i gærkvöldi, eins og þú sagðist ætla að gera? Hann: Já, jú, blessaður karlinn. Jeg var lijá lionum. — Hvernig lion- um liður? Ágætlega. Hann er spræk- ur eins og silungur í vatni, blessuð vertu. Hún: Hverju á jeg að trúa. í gær sagðirðu liann veikan og hann lægi rúmfastur. Hann: Sagði jeg það? Já, honum batnaði þegar jeg kom. Þú veist hve góð álirif jeg lief á veikt fólk. Hún: Heyrðu Eirikur, Jeg kem til bæjarins seinni hluta dagsins. Og verð heima í nótt! Hann: Þú — hm. Hvað? Miðstöðvarstúlkan: Þrjú viðtals- timabil. Hún: Verlu sæll, Eiríkur. Heyrirðu ekki að jeg kyssi þig i símanum? Hann: Nei. Hallo. Stansaðu, farðu ekki. Eitt viðtalstímabil ennþá. Hún: Ertu frá þjer. Við höfum talað út. Hann: Segðu injer, vina, gætirðu ekki komið á morgun, en ekki í kvöld? Þá gæti jeg haft nokkurn viðbúnað. Svo gætum við skemt oklc- ur þegar alt væri undirbúið. Hún: Jeg verð að fá mjer bað í dag. Hann: Bað! Hefirðu ekki nóg vatn þar sem þú dvelur. Hún: Jeg vil fá rómverskt bað. Svo þarf jeg að láta leggja liárið á mjer. Það er nauðsynlegt fyrir mig. Ertu reiður út af því að jeg kem? 'Hann: Reiður, reiður, bull. En þú liefðir átt að segja mjer þetta fyrr. Hún (ástúðlega): Ertu ekki neitt glaður yfir væntanlegri komu minni. Hann: Jú, vissulega glaður. Hm. Jeg vildi aðeins segja----------- Miðstöðvarstúlkan: Eitt viðtals- tímabil. (Þau kveðjast). Hann grípur aftur símatólið. 16500! Halló! Er Það Jörgen.--------Já, jeg kem ekki í kvöld. Konan mín kemur heím. Jörgen raular: C’est l’amour, c’est l’amour! Hann hringir af fokvondur. Jóhann Scheving þýddi. í Drekklð Egils-öl Frá liðnum árum Fullorðna fjeð, hús þess og hirðing. Á fyr nefndum árum, fyrir og um 1880, voru enn mikil og góð beitar- lönd fyrir ofan Keldnaliraun: Knæf- hólaheiði (Knafa- Gnæfa-?), með á- föstum Seltungum, býsna löngum, þar austur af. Þá Axarhraun, þá Rjettaheiði, áföst Eldiviðarhrauni, austar og Markhólstungum, mjög löngum, sunnan undan hrauni því. • í sandverðrinu óskaplega, dögum saman um sumarmálin 1882 og sið- ar á sama áratug, fór af þessu alt þetta mesta og besta beitarland í svartan sand, og að lieita mátti öll vetrarbeitin, sem nokkur kostur var að nota. Nýlega var þá búið að byggja borgir fyrir sandi, bæði út í Knæfaheiði og rjettaheiði, eina á livorum stað. Litlu fyr voru fjár- borgir nokkrar á Selbrúninni, aust- an við Knæfhóla. — Borgir þess- ar voru ekki * stórar, milli 12 og 20 fet í þvermál inni, jötulausar, með lágum dyrum, svo hross træð- ust ekki inn, og lilaðnar úr hraun- grjóti að innan, mikið slútandi svo yfirgerðin var litil. Stóðu þær þjett á berangri, með skjólgarði til þess að gefa þar fjenu „á gadd“, þegar liaglaust var. —■ í Skógshrauni, aust- ur af hinu forna Sandgili,, eru leifar af 3 (eða fl.?) hringjum, misstórum og mun stærri en nefndar borgir. Lítur út fyrir að það hafi verið gjafarhringir, og jafnframt — ef ekki ennfremur — sem opið skýli og af- drep fyrir sauðfje i illviðrum, eftir að skógarnir þar og „Þettuló“ og „Tröllaskógur“ liættu að skýla fjenu. Löngum munu hafa gengið saman ær og sauðir á vetrum. Var þá fjenu gefið aðeins i hagleysum og undir eða um lok langra bylja. En ekki eftir einn innistöðudag, ef liagar voru uppi og ástöðuveður á eftir. Eigi hafði tíðkast að standa yfir fje í haga allan daginn eða moka til haga. Var og hættara við áfreða og snorku; en snjóþyngslum, er ekki skæfi af börðum og brekkum. í löku veðri og rírum liögum, var þó dag- lega árdegis gengið til fjárins, rekið út á besta hagabletti, ef nokkuð stóð inni, og þess gætt að fjeð „stæði á“ og liefði haga. Gat þá komið fyrir að relca þyrfti fjeð nokkuð langt á betri haga. Þannig þekkist dæmi til þess, að fjeð var rekið vegna hag- leysis ofan fyrir liraun og á góðan haga, alla leið niður í Tungunes. Annað hvort var ekkert eða mjög lítið kumbl við liúsin. Varð þá að reiða hey á liestum heiman úr hey- garði, þá er gefa þurfti. Langsókt var það og erfitt í illri færð og veðri, með tvo „dragbandshesta", klukkustundar ferð upp fyrir liraun. Varð að velja til þess stærsta lieyið sem var til, hraunablöðku (melgresi) eða Safamýrarstör. Slæddist það minst og fauk síst af gaddinum frá fjenu, enda stóð fjeð á heyinu og hjelt því meðan það át, i skjóli sínu. Ef fjeð var langdregið eða hungrað mjög, kom það fyrir að stöku kind gleypti svo gráðugt að í henni stóð. Hoppaði hún þá upp, þar til henni tókst að kingja tugg- unni. Auk fyrnefndra borga höfðu lika verið bygðar fleiri borgir, fyrir af- Frh. skekta beit og slæðings fje. Eigi sisl ef það kynni að hrekjast í byljun- um. Þar til telst Vallartunguborgin, á háum hól, nærfelt V2 klst. gang austúr frá Keldum. Og 3 aðrar, litlu nær bænum í útnorður, allar á sama hólnum. Þær fyltust allar af sandi, gjörsamlega upp í mænir í sand- veðrinu vorið 1882, og þá í næstu veðrum, ef ekki alt í einu. Enginn hefir lagt i það, að moka út slíkar dyngjur. Og veit því enginn hversu margar kindur liafa borið beinin þar undir. En Jón bróðir taldi víst, að ekkert hefði sjest eftir af 30 lcind- um frá Keldum, eða þar um bil. Hross og hamsar af sumum kind- unum, sáust upp úr sandinum á öðr- um stöðum. Og í sandlausum liellis- skúta eða klettasmugu í haglendi og skjóli í öllu skaplegu veðri, við Tungufoss, lá hópur dauður (8 kind- ur, ef jeg man rjett) eftir þetta mikla drápsveður. En það fje lifði þó helst, sem lijelst í giljunum, við lækinn. ■— Nýnefndu skrokkarnir voru kasúldnir er þeir fundust. í verra loft og verk liefi jeg eklci kom- ist en þar inni, að hirða ullina. Sandurinn settist í lungun og melt- ingarfærin og drap fjeð, þó það væri ekki horað. Eitt dæmi þess má nefna: Þá er veðrinu slotaði ofur- lítið, sá Jón, bróðir minn, sauð einn, styggan og frískan að sjá og fóthvatan. En morguninn eftir lá liann steindauður í Króktúnsheið- inni. Eftir veðrið var nóg að gera, að flá skrokkana, bera heim gærur og ganglimi en urða og grafa annað að mestu leyti. — Var þá mikið af kjöti jetið nýtt, með floti, en meira reykt og notað síðar. Eftir all þetla hrun, lifðu þó um 200 fjár. Miklu fleira var fargað liaustið áður vegna grasleysis og lieyskaparleysis — eftir gaddavetur- inn. En hve margt íjell kann jeg ekki að tíunda. Eftir fellirinn var sjálfsagt að liætta vetrarbeit að mestu leyti fyr- ir ofan hraun. Þó var ein borg bygð þar síðar — i Sauðanefi að norðan- verðu. Lömb og veturgamalt fje var þá haft austan lækjar, og var svo einn- ig áður, þvi ekki var „lileypt til“ veturgamalla gimbra — ekki látnar lembast fyr en tvævetrar. Iíom það meira tápi í þær, svo að þær (og einkum ef um lömb þeirra væri að tala) urðu síður vonarpeningur að vorinu. Eldra féð, bæði ær og sauði, varð að liafa vestan lækjar. Eigi voru þar þó önnur liús fyrir fjeð, en tvö stór fjárból, sitt í hvoru landi, Iírókstúns og Tungu, og svo einhverjar vesælar kofaleifar frá bygðinni í Tungu, síðast 1876. En austan lækjar var gömul borg i Fossdölum Austurheiðar, og önnur í Vesturhaldinu, milli mynnis Keldna lækjar og Rangár. Hún var bygð haustið 1881 og fanst þá klaki, við 2 álnir ofan í jörðu. Jötulausar voru borgir þessar, eins og bólin. Varð þm enn að gefa öllu fjenu á gadd, sem eldra var en lömbin. Voru valdar til þess bestu skjólalautir, Frh- á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.